Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 17 Aftaka prinsessunnar á sínum tíma í Saudi-Arabíu. Hún var fyrirmynd að kvikmynd ATV. „Dauði prinsessu“ veldur fjaðrafoki Lundúnum, 10. apríl. AP. CARRINGTON lávarður, utanríkisráðherra Breta, sendi í dag stjórnvöldum í Saudi-Arabiu skeyti, þar sem hann harmaði sýningu heimildakvik- myndar í ATV-sjón- varpsstöðinni í gær- kvöldi. Heimildamyndin, sem var leikin, fjallaði um arabíska prinsessu, sem var tekin af lífi ásamt elskhuga sínum fyrir að hafa búið með honum í óvígðri sambúð. „Dauði prinsessu“ var myndin kölluð. Saudi-arabísk stjórnvöld reyndu allt hvað þau gátu til að stöðva sýningu kvikmyndarinnar. Heimildir innan sjónvarpsstöðv- arinnar segja, að Khaled konung- ur hafi boðið sjónvarpsstöðinni 5 milljarða króna fyrir að hætta við að sýna myndina en því var neitað. Samkvæmt heimildum í Lundúnum, þá hótuðu Saudi- Arabar að slíta stjórnmálasam- bandi við Breta, hætta að selja þeim olíu og ógilda samninga brezkra fyrirtækja við Saudi- Arabíu, ef af sýningu myndarinn- ar yrði. Carrington lávarður sendi skeytið þegar i morgun, þar sem hann harmaði sýningu myndar- innar. „Við hörmum þau slæmu áhrif, sem sýning myndarinnar hefur á samskipti þjóðanna," sagði meðal annars í skeyti lá- varðarins. James Craig, sendi- herra Breta í Jeddah, fór í dag í skyndi til Saudi-Arabíu til að reyna að milda yfirvöld þar. Þessi afsökunarbeiðni stjórnvalda hef- ur valdið miklu fjarðrafoki í Bretlandi, og ýmsir þingmenn hafa sakað brezku stjórnina um Fyrirmyndin — prinsessan, sem var tekin af lífi. að skríða fyrir Saudi-Aröbum. „Við föllum á kné fyrir mönnum, sem greinilega þola ekki sannleik- ann,“ sagði Tom Torney, þing- maður Verkamannaflokksins, í dag. Myndin er byggð á atburðum, sem gerðust í Saudi-Arabíu og komust í heimsfréttirnar þegar saudi-arabísk prinsessa var tekin af lífi. „Dauði prinsessu" er þó í skáldsöguformi og látin gerast í ríkinu Arabíu. Mikill hluti mynd- arinnar var tekinn í Egyptalandi. Myndin fjallar um unga prins- essu, Misha Al, og elskhuga henn- ar. Hún gerir uppreisn gegn ríkjandi hefðum og flýr til Beirút, eftir að foreldrar hennar höfðu fastnað hana prinsi. I Beirút verður hún ástfangin af stúdent. Þau snúa til Saudi-Arabíu og búa í óvígðri sambúð. Þau eru tekin föst, hún er neydd til að játa yfirsjónir sinar og dæmd til lífláts. Myndin endar þar sem prinsessan hefur verið tekin af lífi og elskhugi hennar er á gapa- stokknum. Einnig er í myndinni atriði, þar sem ungar prinsessur, leiðar á aðgerðarleysinu, velja sér elskhuga úti í eyðimörkinni þar sem þær sitja í íburðarmiklum lúxusbifreiðum. Saudi-Arabískir embættismenn fengu að sjá myndina fyrr í mánuðinum og eftir það var gerð ítarleg tilraun til að koma í veg fyrir sýningu hennar. Myndin verður sýnd í Bandaríkjunum innan skamms og síðar í V-Þýzka- landi, Ástralíu, Hollandi, Japan og Nýja-Sjálandi. Hafði ekki aðgang að leyniskjölum Brussol. 10. apríl. AP. SKRIFSTOFUSTÚLKAN, sem starfaði við vélritun hjá Atlantshafsbandalaginu. hafði ekki aðgang að mikil- vægum, leynilegum upplýs- ingum. að því er talsmaður Hafna rann- sókn á dvöl Marchais AuKsburg. 10. april. AP. SAKSÓKNARINN í Augsburg tilkynnti i dag. að engin rann- sókn yrði gerð á því hvort það bryti í bága við v-þýzk lög að opinbera upplýsingar um > franska kommúnistaleiðtogann Georges Marchais. Saksóknar- inn, Josef Kreim. sagði að slik rannsókn hefði aðeins verið möguleg ef Marchais hefði sjálf- ur farið fram á rannsókn. Embættismenn í Augsburg skýrðu frá því í síðasta mánuði, að ótilgreindur franskur stjórnmála- flokkur hefði farið fram á rann- sókn á dvöl Marchais í Þýzkalandi á stríðsárunum en hann starfaði þá í flugvélaverksmiðju þar í landi. Miklar deilur urðu í Frakk- landi eftir að tímaritið L’Express skýrði frá því, að Marchais hefði verið lengur í Þýzkalandi á stríðs- árunum en hann sjáifur hefur haldið fram. Með frétt blaðsins var mynd af vegabréfi Marchais sem sannaði, að hann hafði dvalist lengur í Þýzkalandi en hann sjálfur hefur haldið fram. March- ais sagðist hafa flúið og komist til Frakkíands. Jafnt hjá Spassky og Portisch Mexikó, 10. apríl. AP. ÞEIR Boris Spassky og Lajos Portisch gerðu í dag jafntefli í fimmtu einvígisskák sinni i Mexi- có. Um jafntefli var samið eftir 25 leiki. Portisch vann fyrstu skákina en þær fjórar siðustu hafa allar endað með jafntefli. Atlantshafsbandalagsins í Briissel skýrði frá í dag. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar fréttar a-þýzku fréttastofunnar um flótta Im- eldu Verrept, 35 ára gamallar skrifstofustúlku. til A-Þýzka- lands. Fréttastofan sagði, að Imelda hefði haft meðferðis leynilegar upplýsingar og að hún hefði verið í uppnámi vegna „hættunnar af NATO". „Þá ályktun eina má draga, að A-Þjóðverjar notfæri sér flótta hennar í áróðursskyni," sagði tals- maður Atlandshafsbandalagsins. Imelda sást síðast á skrifstofum NATO á föstudag. Hún hafði starfað í sjö ár hjá Atlandshafs- bandalaginu. Veður Akureyri -1 alskýjafi Amsterdam 12 heiðskirt Aþena 17 skýjað Barcelona 15 lóttskýjað Berlín 10 skýjað Brössel 12 heiðskírt Chicago 2 skýjað Feneyjar 13 téttskýjað Frankfurt 9 úrkoma Genf 7 heiðskírt Helsínki 7 skýjað Jerúsalem 24 heiðskírt Jóhannesarborg 22 heiðakírt Kaupmannahöfn 7 úrkoma Laa Palmaa 24 lóttskýjað Lissabon 21 heiðskírt London 13 skýjað Loa Angeles 28 lóttskýjað Madríd 19 heiðskírt Mallorca 15 skýjaö Miami 26 skýjað Moskva 11 úrkoma New York 14 úrkoma Ósló 7 heiðskírt Parta 11 skýjað Reykjavík 3 skýjað Rio de Janeiro 35 skýjað Rómaborg 14 skýjað Stokkhólmur 3 heiðskírt Tel Aviv 24 lóttskýjaö Tókýó 15 heiðskirt Vancouver 15 skýjað Vínarborg 6 skýjað Þetta gerðist 11. apríl „Entebbeaðgerð64 í Teher- an dæmd til að mistakast Lundúnum. 10. apríl. AP. BANDARÍSKIR hermenn gætu reynt nokkurs konar „Entebbeaðgerð“ til að bjarga gíslunum úr bandaríska sendiráðinu í Teheran en vandi þeirra væri að komast á brott með gislana, að því er varnarmálafréttaritari The Daily Telegraph, Clare Hollingworth, skrifar í dag í blað sitt. „En sá þáttur í aðgerðinni að koma gíslunum á brott er óleyst dæmi,“ skrifar Clare. „Tyrkir munu ekki heimila Bandaríkja- mönnum afnot af flugvelli, ekkert múhameðstrúarríki heimilaði þeim afnot. Eini öruggi staðurinn til að fara með gíslana væri til bandarísku flugmóðurskipanna í Indlandshafi og þangað eru 700 mílur. Hægt er að fylla Harrierþotu á flugi en þær geta tekið sig á loft eins og þyrlur en aðeins væri hægt að taka tvo farþega með hverju sinni. Og aðeins væri hægt að lenda tveimur slíkum þotum á sendiráðslóðinni í einu — sumir segja aðeins einni. Hægt væri að ráðast í um- fangsmeiri hernaðaraðgerð, og taka flugvöllinn í Teheran. Gíslarnir yrðu fluttir í þyrlum til flugvallarins um nótt en það tæki of langan tíma. íranski herinn myndi vera búinn að bregðast við og skjóta þyrlurnar niður,“ skrif- aði Clare. „Hernaðaraðgerð ísraelsmanna í Entebbe heppnaðist vegna þess að flugvöllurinn var einangraður frá borginni. Vegna þess að ísraelsmenn náðu að koma öllum gjörsamlega á óvart og vegna þess að andstæðingurinn var ekki skipulagður," hafði Clare eftir háttsettum herforingja. 1978 — ísraelsmenn hefja brott- flutning frá Suður-Líbanon. 1975 — Bandarískir sendiráðs- menn hörfa frá Phnom Penh og kommúnistar taka borgina. 1973 — Martin Bormann lýstur látinn. 1972 — Fjögur þúsund . fórust í jarðskjálfta í Suður-íran. 1953 — Víetnamar hefja nýja sókn í Laos — Fangaskipti í Kóreu. 1951 — Truman forseti leysir Douglas MacArthur hershöfðingja frá störfum. 1919 — Áfengisbann fellt í þjóðar- atkvæði á Nýja-Sjálandi. 1899 — Spánverjar láta Filipps- eyjar af hendi við Bandaríkin. 1898 — MacKinley forseti biður þingið um umboð til íhlutunar á Kúbu. 1894 — Uganda verður brezkt verndarríki. 1843 — Bretar aðskilja Gambíu frá Sierra Leone og gera hana að krúnunýlendu. 1814 — Napoleon Bonaparte legg- ur niður völd og er- rekinn til Elbu samkvæmt Fontainebleau-samn- ingnum; Loðvík XVIII konungur. 1713 — Utrecht-friður Frakka, Breta, Hollendinga, Savoy, Portú- gala og Prússa — Spánverjar láta Gíbraltar af hendi við Breta. 1689 — Vilhjálmur og María kpýnd konungur og drottning Eng- lands. 1677 — Ósigur Vilhjálms af Ór- aníu við Kassel, Þýzkalandi, fyrir hertoganum af Orleans. 1564 — Troyes-friðurinn bindur endi á stríð Englendinga & Frakka. Afmæli: George Canning, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1770—1827) — Manuel Quintana, spænskt skáld (1772-1857). Andlát: 1934 Sir Gerald Du Maur- ier leikari. Innlent. 1702 Kóngsbænadagur — 1909 Þingforsetar koma af fundi konungs — 1911 Hannes Hafstein lendir í minnihluta í kosningum — 1834 f. Hallgrímur Bachmann læknir — 1395 d. Sæmundur pr. fjörður — 1812 Bjarni Sívertsen gerður riddari af Dannebrog — 1920 Vélskipið „Valtýr" talið af með 30 mönnum — 1931 Vantraust á ríkisstjórnina — 1948 Stórhveli festist í kafbátagirðingu í Seyðis- firði — 1959 Frumvarp um kjör- dæmabreytingu lagt fram — 1967 Ishkov, sjávarútvegsráðherra Rússa, í heimsókn — 1979 Mondale varaforseti í heimsókn — 1979 „Ólafslög" samþykkt. Orð dagsins: Heiðarlegur maður er göfugasta verk guðs — Alexander Pope, enskt skáld (1688—1744). Víetnamar vilja ferðamenn London, 8. apr. AP. VÍETNAMAR sækja nú fast að fá erlenda ferðamenn til lands- ins að því er talsmaður brezkr- ar ferðaskrifstofu sagði í dag samtima því sem hann sendi fyrsta hóp Breta til Víetnams í sjö daga ferð til Ho Chi Minh borgar sem áður hét Saigon. Slík ferð kostar um átta hundr- uð þúsund krónur. Talsmaður ferðaskrifstofunnar sagði að stjórnvöld í Víetnam hefðu sýnt mikinn samstarfsvilja við und- irbúning farar þessarar og legðu kapp á að fá fleiri ferða- menn hið fyrsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.