Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 fWí>£®lU Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Þáttaskil í olíuviðskiptum Þáttaskil urðu í olíuviðskiptum íslendinga í gær. Olíuviðskipta- samningur var undirritaður í London við breska ríkisolíufyrirtæk- ið British National Oil Corporation um að það selji Islendingum 100 þúsund lestir af gasolíu á síðari helmingi þessa árs og 100 þúsund lestir á árinu 1981 og síðan sama magn árlega segi hvorugur aðili samningnum upp. Aðdraganda þessa tímamótasamnings má rekja rúmlega eitt ár aftur í tímann, eða til þess þegar Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf máls á því á Alþingi í kjölfar olíuverðsprengingarinnar, að allir þættir olíuviðskipta Islendinga yrðu teknir til athugunar. Harða baráttu þurfti til þess, meðal annars af hálfu Morgunblaðsins, að opna augu þáverandi viðskiptarái/herra Svavars Gestssonar fyrir nauðsyn aðgerða á þessu sviði. í lok júní skipaði hann loks oliuviðskiptanefnd, skv. tillögu frá Geir Hall- grímssyni. Til formennsku í nefndinni valdist Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og hefur hún nú skilað tveimur skýrslum til ríkisstjórnarinnar, rætt við fjölda erlenda aðila og lagt þann samning, sem í gær var undirritaður, frágenginn í hendur stjórnvalda. Olíuviðskipti Islendinga hafa að meginhluta verið bundin Sovétríkj- unum síðan 1953. Þau hafa löngum verið hagstæð og veitt nauðsynlegt öryggi. Umrótið á olíumörkuðunum á síðasta ári sannaði mönnum hins vegar, að bæði var varasamt að vera þannig háður aðeins einum aðila, og einnig að verðviðmiðunin í sovéska samningnum var orðin mjög óhagkvæm. Sovétmenn hafa verið ófáanlegir til að breyta þessari viðmiðun á verði. Af henni hafa leitt ótrúlega miklar sveiflur í innflutningsverði olíunnar, sem hafa í för með sér að öll áætlanagerð um afkomu þjóðarbúsins verður næsta erfið og haldlítil. Samkvæmt nýja samningnum skal samið um fast verð fyrir gasolíuna til þriggja mánaða í senn á grundvelli þeirra langtímaviðskiptaverða, sem gildandi eru á olíumörkuðum í Vestur-Evrópu á hverjum tíma. I samningnum við Sovétríkin er byggt á svonefndum dagverðum, sem kennd eru við Rotterdam og byggjast að verulegu leyti á spákaupmennsku. Tregðan við að breyta til í olíuviðskiptunum mótaðist að sumu leyti af ótta við að hverfa frá hefðbundnum markaði, að nokkru af því að menn óttuðust, að Sovétmenn myndu draga úr innflutningi á íslenskum vörum, og loks af pólitískum viðhorfum. Fyrsta röksemdin er úr sögunni, önnur hefur ekki gildi, því að til að koma á jafnvægi í viðskiptum okkar og Sovétríkjanna nægir að við kaupum af þeim fjórðung eða þriðjung þess olíumagns, sem við gerum nú. Þriðja röksemdin á rætur að rekja til þess viðhorfs kommúnista, að olíuviðskiptin við Sovétríkin séu „líftaug" eins og þeir hafa kallað þau. Hún byggir á pólitískri undirgefni, sem þjóðin hafnar. Þótt mikilvægt skref hafi nú verið stigið á grundvelli tillagna olíuviðskiptanefndar, má ekki láta hér staðar numið. Heildarolíuþörf landsmanna er um 600 þúsund lestir á ári og nú hefur aðeins verið samið um kaup á um 100 þúsund lestum af gasolíu á föstum grundvelli utan Sovétríkjanna. Ríkisstjórnin á að feía olíuviðskiptanefnd að starfa áfram. Því miður bendir ýmislegt til þess að núverandi viðskiptaráð- herra Tómas Árnason hafi eins og fyrirrennari hans takmarkaðan áhuga á að sýna það pólitíska frumkvæði, sem heldur þessu máli vakandi. Ef til vill lætur ráðherrann sér nægja að skríða hatt sinn þeirri fjöður, sem undirritun samninga olíuviðskiptanefndar í London óneitanlega er. Óraunhæft er að búast við lækkandi olíuverði á heimsmörkuðunum. Atburðirnir í íran og fleiri olíuframleiðslulöndum minna okkur á að vinnsla þessa mikilvæga orkugjafa er háð mörgum duttlungum. Sveiflur í veðurfari hafa einnig mikil áhrif, því lækkun dagverðsins undanfarið stafar ekki síst af því, að mörg Vestur-Evrópulönd hafa safnað olíubirgðum á mildum vetri, sem nú er að kveðja. I umræðum um olíuverð hér á landi er auðvitað einnig nauðsynlegt að minnast skattgleði stjórnmálamannanna, sem fyrst bera afkomu ríkissjóðs fyrir brjósti og síðan þegnanna. Virðist ekki fjarri lagi að hefja nú baráttu fyrir því að skipuð verði sérstök nefnd í því skyni að kanna skatta á olíuvörum og samdrátt þeirra. Nú í ár rennur út viðskiptasamningur sá við Sovétríkin, sem gerður var 1975, og liggur þá fyrir að semja að nýju til næstu 5 ára, ef viðtekinni venju verður fylgt. Því er spáð af ýmsum vestrænum aðilum gegn mjög dvínandi andmælum Sovétmanna, að eftir 5 ár verði Sovétríkin ekki lengut útflytjandi olíu heidur innflytjandi. Öryggið í olíuviðskiptunum við Sovétríkin minnkar því óðfluga. Morgunblaðið hvetur til þess að markvisst verði unnið að því, að ísland verði óháð olíu frá Sovétríkjunum. Olíuviðskiptin á að færa nær landinu sé þess nokkur kostur. Það er gert með nýundirrituðum samningi, og það á að gera með samningum við Norðmenn og ef til vill Finna. Stórþinghúsið i óslÓ. í Noregi eru umræður að hefj- ast um afnám á einokun norska ríkisútvarpsins á grundvelli til- lagna, sem Hægriflokkurinn hef- ur lagt fram í Stórþinginu. Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem Adresseavisen lét framkvæma sumarið 1978 töldu 56% spurðra, að dagskrá hljóðvarps og sjón- varps mundi batna, ef einkaréttur ríkisútvarpsins yrði afnuminn. Og í skoðanakönnun, sem fram fór haustið 1979, voru 46% Norð- manna hlynntir því, að leyfðar yrðu auglýsingar í sjónvarpinu, 25% voru á móti og 27% höfðu enga skoðun. Fyrir skömmu átti blm. Morg- unblaðsins kost á því að ræða hugmyndir Hægriflokksins við Lars Roar Langslet stórþings- mann og formann flokksnefndar- innar, sem samdi hinar nýju tillögur. Þingmaðurinn sagði, að á landsfundi Hægriflokksins 1978 hefði verið ákveðið að taka út- varpsrekstur til sérstakrar athug- unar á vegum flokksins. Hefði fulltrúum flokksins í mennta- málanefnd þingsins og útvarps- ráði verið falið að vinna þetta starf og hefðu þeir komið sér saman um þá ályktun, sem nú lægi fyrir Stórþinginu. Nefndarálitið er mjög ítarlegt og þar er að finna yfirlit yfir útvarpsrekstur í Vestur-Evrópu- löndum. Metnar eru hinar mis- jöfnu leiðir, sem þjóðirnar hafa valið, og nákvæmlega kannaðar reglur um auglýsingar. Lars Roar Langslet sagði, að of snemmt væri að segja, hver yrðu úrslit málsins en ser hefði komið á óvart, hve undirtektir hefðu verið góðar. Greinilega nyti stefna Hægri- flokksins í þessu máli stuðnings langt út fyrir flokksraðirnr og raunar væru það einungis vinstri sinnar, sem væru andvígir auknu frjálsræði á þessu sviði. Nefndin valdi ekki þann kost að semja algjörlega nýjar reglur um norskan útvarpsrekstur. Vill hún, að stig af stigi þróist rekstur bæði hljóðvarps og sjónvarps í frjáls- ræðisátt og sú stefna ráði ferðinni en einstakir þættir hennar verði mótaðir eftir því sem reynslan mælir fyrir um á hverjum tíma. í vestrænum löndum heyrir það til undantekninga, að um einkarétt ríkisins sé að ræða á hljóðvarpi og sjónvarpi og aðeins ein rás fyrir hvorn miðil. Svíþjóð og Finnland hafa til dæmis tvær sjónvarps- stöðvar en í Noregi, Danmörku og íslandi er aðeins sent út á einni rás. í Danmörku er nú mikið rætt um það að hefja útsendingar á nýrri sjónvarpsrás og hefur danski íhaldsflokkurinn lagt til, að sú rás verði ekki á vegum ríkisins og þar verði leyfðar auglýsingar . Ekki eru leyfðar auglýsingar í norska hljóðvarp- inu, en á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar og íslendingar, sem leyfa auglýsingar. I Finn- landi er það einkarekin sjón- varpsstöð, sem hefur leyfi til að senda út auglýsingar. Útvarpsnefnd Hægriflokksins byggir tillögur sínar á þeirri forsendu, að Norðmenn eigi — á sama hátt og Svíar — að fella niður löggildingu norska ríkisút- varpsins (NRK) til ríkiseinokunar á útvarpssendingum. Tilraunir hófust með staðbundnar hljóð- varpssendingar á vegum einkaað- ila í Svíþjóð á síðasta ári, fara þær fram á 15 stöðum í landinu og dregur hver stöð 4—8 km. Nú á þessu vori verða hafnar tilrauna- sendingar í tveimur staðbundnum tillögur Hægri flokksins sjónvarpsstöðvum í Svíþjóð. Þess- ar tilraunir voru heimilaðar með lögum, sem samþykkt voru 1978. Tilraununum skal haldið áfram til 1981 og þá tekur sænska þingið afstöðu til þess, hvort veita skuli áhugamannahópum og félögum leyfi til að reka staðbundnar útvarpsstöðvar til frambúðar. í tiílögum norska Hægriflokks- ins segir, að norska ríkisútvarpið skuli áfram hafa rétt til að reka hljóðvarp og sjónvarp en ekki einkarétt. Sú meginregla er mót- uð, að mönnum sé frjálst að koma sér upp og starfrækja tæknibúnað til staðbundinna útsendinga á útvarpsdagsskrám hvort heldur um streng eða þráðlaust. Verði það í höndum fjarskiptayfirvalda á hverjum stað að úthluta tíðnis- sviðum og fylgjast með því, að tæknibúnaður sé þannig úr garði gerður, að hann valdi ekki trufl- unum á öðrum loftskeytum. Stað- bundnum samtökum verði veitt útvarpsleyfi í sinni heimabyggð, bæði þeim, sem nú séu starfandi og einnig þeim, sem kynnu að verða stofnuð í því skyni að stunda útvarpsrekstur. Einkafyr- irtæki fái heimild til sjónvarps- sendinga um streng gegn áskrift- argjaldi til að senda út efni, sem þau hafa kéypt, leigt eða framleitt sjálf. Samhliða þessum staðbundnu sendingum telur útvarpsnefnd norska Hægriflokksins, að Stór- þingið eigi að skipa útvarpsnefnd ríkisins, sem hafi það hlutverk að úthluta útsendingartíma á bylgj- um, sem jafnan skuli vera til reiðu fyrir aðrar útsendingar en þær, sem eru staðbundnar. Sam- hliða þessari tillögu er það skoðun nefndarinnar, að ekki verði í nánustu framtíð ráðist í það stórvirki að koma á fót einka- sendikerfi fyrir útvarp og sjón- varp, sem nái til Noregs alls. Unnið er að því að koma á fót annarri hljóðvarpsrás. En vegna lengdar landsins og staðhátta allra yrði það gífurlega kostnað- arsamt og líklega ekki gert nema með gervihnöttum eins og tækn- inni fleygir nú fram. Hins vegar finnst nefndinni það koma til álita, að einkaaðilar fái leyfi til að nota útsendingarnet ríkisútvarps- ins á öðrum tímum en venjulegum dagskrártíma. Og við skipulagn- ingu á rekstri nýju hljóðvarpsrás- ar NRK verði hugað að því, hvort einkaaðilar ættu ekki að fá leyfi til að komast þar að með efni sitt gegn gjaldi, enda fái þeir að senda út auglýsingar. Segir nefndin, að það ætti til dæmis að geta komið til álita að leyfa einkaaðilum að komast að í hljóðvarpi NRK eftir miðnætti með skemmtiþætti, eða einkafyrirtækjum, sem vildu sér- hæfa sig í fjölbreyttari íþrótta- fréttum en sjónvarp NRK, yrði leyft að stunda slíkar útsendingar utan venjulegs dagskrártíma. í áliti sínu bendir nefndin á, að í flestum vestrænum löndum séu auglýsingar talin eðlileg fjáröfl- unarleið til að standa straum af kostnaði við rekstur hljóðvarps og sjónvarps. Telur nefndin, að við hliðina á norska ríkisútvarpinu geti aðrir tæplega þrifist nema þeir fái heimild til að afla sér tekna með auglýsingum og gerir því tillögu um, að þær verði leyfðar bæði í hljóðvarpi og sjón- varpi einkaaðila. Hins vegar verði ríkisútvarpið áfram fjármagnað með afnotagjöldum eins og fram til þessa. Nefndin segir, að aug- lýsingar eigi ekki að vera með þeim hætti, að þær slíti í sundur einstaka þætti heldur verði þær á milli dagskrárliða og á föstum tímum. Verði þó ekki leyft að auglýsingar séu lengur en 30 minútur á dág. Hér verður ekki lengra rakið af þeim mikla fróðleik, sem er að finna í þessu ítarlega áliti út- varpsnefndar norska Hægri- flokksins. Allt bendir til þess, að nái borgaraflokkarnir meirihluta í kosningunum til Stórþingsins á næsta ári, verði gerðar breytingar á norsku útvarpslögunum á grundvelli þeirra hugmynda sem nefndin hefur sett fram. Bj. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.