Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 Ólafur M. Jóhannesson Gagnrýni dagblaða í seinustu grein um Gagnrýni dagblaða var fjallað um hinn Samfélagslega sjónarhól sem svo oft liggur að baki almennri blaðagagnrýni. Þar var því hald- ið fram við lesandann að: „Verk manneskjunnar verða ... ekki skilin frá því umhverfi sem hún hrærist í.“ Nú en hvar verða þá þessi “verk“ manneskjunnar til sem gagnrýnandinn hyggst grejna. Að sjálfsögðu í höfði manneskj- unnar. Ekkert sem kalla má listaverk verður til í höfði ein- staklings með greindarvísitölu neðan við 50. Akveðið vitsmuna- líf hlýtur að liggja að baki listaverks. En ekki aðeins kaldir vitsmunir heldur og næmar vak- andi tilfinningar, innsæi, hug- myndaauðgi, formskyn, smekk- ur. Hlutir sem almennt flokkast í bás merktum sálarlíf Næst munum við því líta á verk manneskjunnar á bókmennta- sviði — sem spegil sálarinnar. Hinn sálfræðilegi sjónarhóil Ætli sé ekki óhætt að segja að sálgreining bókmenntanna hafi risið á grunni kenninga austur- ríska læknisins og sálfræðings- ins Sigmund Freud (1856—1939) um dulvitundina. Freud kappinn lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, gerði sér lítið fyrir og svifti opinni höfuðkúpu mann- skepnunnar svo sást til botns þar sem allt kraumaði og vall líkt og í nornapotti. Katólska kirkjan hafði með sínu snilldar- lega sál gæslukerfi girt fyrir að þessi staður ylli miklum vand- ræðum með því að hlutgerfa hann og kalla helvíti. Þær illu verur sem þarna duldust kallaði hún síðan púka. Freud kallaði þær duldir og staðin dulvitund. Þessum óþægilegu svörtu verum sálarlífsins var síðan haldið í skefjum hjá hinum siðmenntaða manni af því sem hann kallaði yfirsjálf. Sem ríkti líkt og himnaríki yfir óþægum púkum. Menn geta ímyndað sér hvílíkar hræringar þessar kenningar komu af stað við byrjun síðustu aldamóta. Töldu ýmsir að hér væri kominn spámaður aðrir ótíndur fantur. Allt um það við losnum ekki viö Freud svo lengi sem svartir púkar læðast með veggjum. Eins og allir vita eru púkar brögðóttar verur. Freud var þetta ljóst — hann skildi einnig að til að festa hönd á þessum fyrirbrigðum væri í upphafi handhægast að lesa það sem manneskjan setti fram á prenti og kíkja bak við stafina í leit að skuggaverunum. Freud var ákaf- lega víðlesin enda fluglæs á hebresku, frönsku, þýsku, latínu, ítölsku, grísku, spænsku og ensku. Einkum var honum síð- astnefnda málið kært og tók hann höfuðskáld þeirrar tungu fram yfir alla. Honum var ljóst að hinn dulúðgi heimur Shake- speare þar sem gripið er um rætur sálarlífsins meðan hið fegursta sólarljós leikur um krónurnar var kjörið svið sál- könnunar. I sinni merku bók um draumráðningar Die Traum- deutung víkur Freud meðal ann- ars að Hamlet, og skýrir hefnd- arástríðu hans sem Oedipus duld. Þessum svarta púka lýsti Freud svo að hann virtist sem: dulin óbeit á öðru foreldri ásamt bældri ást til hins. Dr. Ernest Jones einn lærisveina Freud (hann hafði lag á að safna slíkum kringum sig líkt og bóndi rollum) skrifaði stórmerka rit- gerð um þetta efni í tímaritið The American Journal of Psychology, XXI (1910) sem síðan var gefin út 1949 endur- bætt sem bókin Hamlet and Oedipus. En Freud karlinn var ekki aðeins vel læs á bókfell hann var og læs á myndverk. Og lýsir svo áhrifum sínum af andlitsmyndum Rembrandts er hann augum leit 1908 í Haag. „Þau hafa ólýsanleg áhrif á mig.“ Það er ekki að undra þótt andlit Rembrandts veki hrifn- ingu Freud, hvílíkur fjársjóður svipbrigða er fátíður á lérefti. En Freud valdi sér þó annan sjónlistamann til sálkönnunar, Leonardo da Vinci. Eiginlega má nefna Leonardo fjöllistamann svo víðfeðnar voru gáfur hans og spönnuðu langt út fyrir sjónlist- ina. Freud taldi hina sálfræði- legu skýringu á þeim mikla fróðleiksþorsta sem lá þarna að baki hjá Leonardo stafa af sama stofni og hjá öðrum mönnum. Það er forvitni barnsins um grundvallaratriði lífsins, þýð- ingu fæðingarinnar og því sem henni fylgir. „Þekkingarþráin verður ekki greind frá forvitni um kyn- ferðismál." Þarna erum við í rauninni komin að kjarnanum í hugsun Freud sem sé að kynþörfin sé grunnþátturinn í því mikla veggjalausa húsi: sem við köllum sálarlíf. Hún sé það afl sem mótar athafnir og hugsanir mannskepnunnar. Því miður hafa smásálir lagt þann tak- markaða skilning í þessa hugsun Freud að þarna sé hann að tala um ferli sem eigi sér eingöngu stað fyrir neðan belti. Freud átti raunverulega við með kynþörf- inni Eros afl lífsins: Frjómögn tilverunnar sem berjast við hið andstæða skaut dauðans — sem í sálarlífinu verður að dauða hvöt. Því miður hefur skilningur smásálnanna leitt til' þeirrar klámaldar sem riðið hefur yfir vesturhvel frá láti Freud oft undir merkjum „vísindalegrar hugsunar". En til allrar ham- ingju hafa kenningar Freud á þessu sviði skilist af mörgum heilbrigðum höfundum og glætt bækur þeirra frjórri hugsun og lifandi tilfinningum en ekki þeim dauða eðlilegra tilfinninga sem klámið veldur — dauða sem verður að dauða hvöt í sálum saklausra neysluþegna. Þar sem hinn rétti skilningur á Eros hugtakinu hefur haft svo gagn- ger áhrif á marga frambærilega höfunda þessarar aldar verður ekki gengið fram hjá þeim að- ferðum sem Freud beitti til að nálgast þetta hugtak sitt. Kom- ast að þeirri lind sálarlífsins sem allir aðrir þættir þess bergðu á. Sálgreiningu nefndi Freud aðferð sína. Hann kom fyrst orðum að henni upp úr 1895 og hóf síðan að beita henni á sjúklinga. En skömmu áður eða 1893 hafði þýskur rithöfund- ur Ludwig Börne ritað grein í tímarit sem hann nefndi því athyglisverða nafni „Listin að verða rithöfundur á þrem dög- um“ þar gefur Börne eftirfar- andi töfraformúlu: „Utvegaðu þér nokkrar óskrif- aðar arkir og skrifaðu síðan án nokkurrar ritskoðunar það sem þér kemur í hug í þrjá daga samfleytt ... Þetta er listin að verða rithöfundur á 3 dögum.“ Nú vill svo til að Börne var einn eftirlætisrithöfundur Freud sem fékk unglingur öll hans verk gefins. Og þau voru einu bók- menntaverkin sem hann varð- veitti frá unglingsárunum og gat vitnað í 1/2 öld seinna. Það er því máske engin tilviljun að sú lýsing sem Börne gefur hér að ofan á leyndardóminum að baki þess að verða rithöfundur er í rauninni lýsing á kjarnanum í sálgreiningaraðferð Freud (Sjá neðanmáls (I)). En Freud hvatti ætíð sjúklinga sína til að láta hugann reika „án nokkurrar ritskoðunar,,. Síðan raðaði Freud saman hinum sundur- lausu hugsunum sem þannig flæddu upp á yfirborðið saman í mynd af sjúkdóminum. En með þessu gagnrýnislausa hugflæði losnaði sjúklingurinn jafnframt við hina ýmsu púka sálar sinnar — sem ekki þoldu að koma upp í dagsljósið, visnuðu og dóu. Nú eru lokaskref þessarrar lækn- ingaaðferðar var að sjúklingur- inn laus undan hinum svörtu orkufreku pyttum sálar sinnar gat með hjálp Freud, byggt sér heilsteyptari og jákvæðari sjálfsímynd og öðlast þar með réttara mat á veruleikanum. Þessi sálgreiningaraðferð kemur þannig inn í bókmenntagrein- inguna að bókmenntarýnirinn setur sig í spor sállæknisins. Leitast við með hjálp fáanlegra upplýsinga um æviferil skálds- ins og með greiningu bóka hans að byggja sér mynd af sálarlífi höfundar og þeim hvötum sem liggja að baki sköpunar hans. Merkt greiningarstarf íslenskt unnið í þessum anda er athugun Sigur- jóns Björnssonar sálfræðings á Gunnari Gunnarssyni skáldi. Niðurstöður þessara athugana birtir Sigurjón í bók sem hann nefnir: Leiðin til skáldskapar. Undirtitill bókarinnar er. „Hug- leiðingar um upptök og þróun skáldhneigðar Gunnars Gunn- arssonar." Það er gaman að sjá hvernig Sigurjón leiðir saman fræðilega þekkingu sálfræðings- ins og bókmenntarýnisins í skýr- ingu sinni á muninum milli skálds og taugasjúklings. „Hinn taugaveiklaði verður sjúkur, vegna þess að hann getur ekki leyst úr hinni innri flækju, finur ekki leið út úr ógöngunum. Hann situr í viðj- um. Skáldið er aftur á móti sá, sem hefur fundið leiðina... I stað þess að baráttan verði honum fjötur um fót, gerist hún lyftistöng til nýrra og frjórra lífs. Og það innsæi, sem honum þar með birtist í óendanlega dýpt tilverunnar, í hið sammannlega, verður öðr- um að gagni, hjálpar þeim til að finna sig sjálfa, finna leiðina úr andlegri kreppu. Skáldið er því ekki sjúklingur, hann er fremur læknir sálar- innar fyrir alla þá, sem kunna að njóta andlegrar auðlegðar hans.“ Þarna komum við inn á alger- lega nýjan flöt, þann að skáldið rekið áfram af duldum sálar sinnar nái að göfga þær og í krafti náðargáfu sinnar að hefja þær á svið hins „sammannlega" svið sem allir geta mæst á. Svið sem er í eðli sínu heilbrigt og því hliðstætt við það svið sem sál- læknirinn vill hefja sjúkling sinn á. Annars víkur Sigurjón með skírskotun sinni til hins „sammannlega" að kenningum eins þekktasta lærisveins Freud, Carl Gustav Jung. Jung var upphaflega í hjörð- inni kringum' Freud. En hann var í eðli sínu trúhneigðari og meiri dulhyggjumaður en Freud, og sú stund kom að hann stökk úr hópnum. Lýsing Jung á til- finningum sínum rétt eftir brotthlaupið sýnir vel ofurvald Freud. „Eftir aðskilnaðinn frá Freud hófst tími innra óöryggis mér fannst ég algerlega einn. Vinir mínir — allir nema tveir — yfirgáfu mig. Ég hafði enga fasta jörð til að standa á. Eg var stimplaður dulartrúar- maður og þar með var málið afgreitt." Dulhyggja Jung fólst í því að hann taldi: Sammannlegan vit- undargrundvöll vera fyrir hendi. Þessi grundvöllur væri við rætur vitundarlífsins og stafaði frá óskilgreindu forsögulegu skeiði í þróun mannsins, hann væri virk- ur á sviði dulvitundarinnar og birtist óbeint á sviði meðvitund- arinnar t.d. í formi drauma (líkt og duldirnar) eða þá sem mýta. En áhrifavald þeirrar síðast- nefndu í bókmenntunum löngu eftir að menn hættu að trúa á yfirnáttúrulega hluti taldi Jung vera eina sönnun fyrir virkni hins forna sammannlega veru- leika djúpt í dulvitundinni. Hann taldi einnig að í mýtunum fælust það sem hann kallaði „Arketýpur": Jung lýsir þessum fyrirbærum ekki á mjög skýran hátt en segir þær vera eins konar: Birtingarform sálrænna frummynda sem búa í heila- stofnunum. Sálrænar formúlur sem hafa erfst líkt og bragðlauk- arnir, sem ekki verða virkir nema við notkun. Meðvitundin virkjar síðan þessar meðfæddu ósýnilegu formúlur hugsunar- innar (Menn þurfa ekki að líta langt til að sjá' líkingu með þessum hugmyndum Jung og kenningum Platons um frum- myndirnar). Annars varð Jung áhrifamikill á sviði skáldskapar- ins með kenningum sínum. D.H. Lawrence var mjög hrifinn af hugsun hans og hélt því fram að eina von hins siðmenntaða manns væri að fylgja hinum fornu lögmálum sem væru sam- eiginleg manninum og færðu hann í samræmi við náttúruna og sjálfan sig. Nú Robert Graves höfundur smásögunnar „Öskrið" sem samnefnd kvikmynd (sem hér var fjallað um fyrir nokkru) var byggð á gaf „Arketýpunum" auga eins og áhorfendur/ lesendur kannske minnast. Þá var enska skáldið T.S. Eliot hlynntur kenningakerfi Jung og kemur það m.a. fram í höfuð- verki hans The Waste Land. En þar sem fjallað verður um T.S. Eliot í næstu grein sem jafn- framt er sú síðasta í þessum greinaflokki — verður numið staðar. (I) Lesendur athugi að kenn- ingin um samband milli hug- mynda Börne og Freud er aðeins hugdetta greinarhöf- undar sett fram til gamans. (Ath: Fornafn Mme Staél von Holstein varð óskiljanlegt í síðustu grein vegna prentvillu, sem slæddist þar inn). Mývatnssveit: Fundust vel í holdum eftir útigang í vetur — Sími skjálftavaktarinnar fjarlægður Mývatnssveit. 9. april TVÆR útigengnar ær fundust um páskatio t Suðuraíren. MéFui írá Akureyri á snjósleiiu.T! pr voru að koma úr ieiðangri sunnan aí öræfum fundu ærnar í svokölluð- um Krákárbotnum, en þeir höíðu enga aðstöðu til þess að hand- enma hær >>utiiu |ru,Z * Snemma í gærmorgun lögðu svo þeir b.ræður Björn og Gylfi Ingva- synir á Skútustöðum af stað frá Stöng að leita ánna. Þangað urðu þeir að flytja snjósleða á bílum. Ferðin gekk ágætlega og voru þeir komnir til baka í Stöng með ærhar um hádegi. Helgi Jónasson hrsppgtjöri á Grænavatni átti ærnar, en þær hurfii sl- haust úr Sellöndum og fundust ekki þrátt fyrir ítrekaða leit. Ekki er vitað hvar þær hafa gengið í vetur, en þær eru í mjög góðum holdum. Síminn tekinn af skjálftavaktinni Fyrir skömmu var sími skjálfta- vaktarinnar í Reynihlíð, 44189, tekinn og fluttur í hús eins vélstjóra Kröfluvirkjunar. Þótt nú sé ekki föst skjálftavakt mun þessi ráðstöfun mælast heldur illa fyrir. Nú er talið að land á Kröflusvæð- inu rísi hraðar en áður og er því ekki ólíklegt að þar muni draga til einhverra tíðinda fyrr en varir. Það er því mikið örvggi að hafa síma á skjálftavaktinni eins og verið hefur, enda hafa margir hringt í síma skjálftavaktarinnar á undanförnum árum og fengið ágæíar upplýsingar um ástand og horfur á Kröflusvæðinu. Fróðlegt væri því að fá að vita hver bæri ábyrgð á þessum símaflutningi og hvort ástandið á þessu svæði nú réttlætir slíkar aðgerðir. — Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.