Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 28
28 Bjarni Reynars- son land- fræðingur: Vegna skrifa í dagblöðum að undanförnu, um líklega mann- fjöldaþróun í Reykjavík næstu árin í tengslum við staðfestingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1975—1995, tel ég mig knúinn til að stinga niður penna. Forsaga þessa máls er á þá leið, að undirrituðum, starfs- manni Borgarskipulags Reykjavíkur, var fengið það verkefni í hendur síðastliðið sumar, að gera nýja mann- fjöldaspá fyrir Reykjavík. Það þótti rétt að framreikna mannfjölda borgarinnar á nýj- an leik, því íbúm borgarinnar hafði fækkað um 1500 manns frá 1975—1979, en sú mann- fjöldaspá sem miðað er við í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1975-1995 spáði 3000 fleiri borgurum um áramót 1978, en raunin varð á, og þótti spáin stefna nokkuð hátt. Aðalskipu- lag Reykjavíkur 1975—1995 hefur ekki fengið staðfestingu ráðherra, og nú er verið að endurmeta framtíðarbyggð- armöguleika borgarinnar. Mannfjöldaspár Borgar- skipulags (áður Þróunarstofn- unar), sex mismunandi fram- reikningar á mannfjölda borg- arinnar, voru kynntar í nefnd- um og ráðum borgarinnar í október 1979, og í sama mánuði var fjölmiðlum og aðilum tengdum skipulagsmálum Reykjavíkur send þessi skýrsla (Heildarstraumar). Á þessum tíma var kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í des- ember síðastliðnum komin í fullan gang og fengu þessar nýju mannfjöldaspár því minni umfjöllun í fjölmiðlum en æski- legt hefði verið. Það er á grundvelli þessara framreikninga á mannfjölda í Reykjavík, að Borgarskipulag ÍBÚASPÁR FYRIR REYKJAVÍK 1978-1998 IFRAMREIKNINGAR SYGGÐIR Á MISMUNANDl FORSENDUM) búar í þús þörfum einstaklingaog fjöl- skyldna í tímans rás. Á árabilinu 1974 til 1978 var flutningsjöfnuður Reykjavíkur neikvæður um 5Á65 manns, eða um rúmlega 1000 manns árlega, en næstu fimm ár á undan tapaði Reykjavík 1.531 ein- staklingi, eða rúmlega 300 manns árlega. Milli 50% og 60% þessa flutningataps hefur verið til grannsveitarfélaga Reykjavikur, milli 5% og 10% hafa flutt til landsbyggðarinn- ar og afgangurinn 30—40% hefur flutt til útlanda, aðallega Norðurlanda. Búferlaflutningar til útlanda ráðast mest af almennu efna- hagsástandi í landinu, og því að mestu utan áhrifasvæðis stjórnvalda Reykjavíkurborgar. Hætt er við því, að neikvæður flutningsjöfnuður geti haldist, þrátt fyrir þokkalegt efnahags- Um mannf jölda- þróun í Reykjavík hefur bent á það, að „líklega verði um enga eða óverulega fjölgun á íbúum Reykjavíkur að ræða til næstu aldamóta." Borgarskipulag miðar við miðspárnar II B og III A, sjá mynd 1, en samkvæmt þeim spám yrðu íbúar Reykjavíkur á bilinu 82.000— 87.000 um alda- mót, en 1. desember síðastlið- inn voru íbúar Reykjavíkur 83.365 (bráðabirgðatala). Mannfjöldaspáin frá 1977 (efsta línan á línuritinu), sem miðað hefur verið við fyrir Reykjavík, sýndi aftur á móti um 98.000 íbúa í Reykjavík um næstu aldamót. Allar nýjar mannfjöldaspár sem gerðar hafa verið hér á landi, frá því um 1970, hafa sýnt minni mannfjölda en fyrri spár, hvort sem um er að ræða mannfjöldaspár fyrir landið allt eða einstök sveitarfélög eins og Reykjavík. Sem dæmi má nefna, að samkvæmt mann- fjöldaspá fyrir Reykjavík frá 1973, ættu að búa í borginni í dag rúmlega 90.000 manns, en eru tæp 84.000 eins og áður sagði. Samkvæmt nýri mann- fjöldaspá Framkvæmdastofn- unar ríkisins fyrir höfuðborg- arsvæðið ætti íbúafjöldi höfuð- borgarsvæðisins að vera um 127.000 manns eftir 8 ár, þ.e. 1988, en eldri spá frá 1977 áætlaði mannfjölda höfuðborg- arsvæðisins árið 1988 um 138.000 manns. íbúafjöldi höf- uðborgarsvæðisins í dag er tæp 120.000, og er eldri spáin þegar komin 4—5000 manns yfir nú- verandi íbúajölda. Síðastliðin fimm ár, 1975 til 1979 hefur íbúum landsins fjölgað um 0,9% að meðaltali hvert ár, íbúum höfuðborgar- svæðisins hefur fjölgað um 0,6%, en íbúum Reykjavíkur hefur fækkað um 0,3% að meðaltali hvert ár þetta tíma- bil. En hvers vegna hafa mann- fjöldaspárnar skotið svona yfir markið? Þá er rétt að geta þess fyrst, að mannfjöldabreytingar á hverju afmörkuðu landsvæði grundvallast á tveim megin þáttum, náttúrulegri fjölgun þ.e. mismun á fjölda fæddra og dáinna á ákveðnu tímabili og mismun þess fjölda er flytur til og frá svæðinu flutningsjöfn- uði á sama tímabili. (Sjá mynd 2). I gamla bænum deyja t.d. fleiri en fæðast, auk þess tapar gamli bærinn fólki til annarra hverfa. Aðalástæðurnar fyrir lækk- andi mannfjöldaspám á síðustu árum, eru lækkandi fæðingar- tíðni og aukinn brottflutningur fólks úr landi þegar talað er um landið í heild, en fyrir einstök sveitarfélög eins og Reykjavík, bætast síðan við áhrif flutn- ingstengsla borgarinnar við aðra staði innanlands. Hægari íbúaaukning er ekki neitt sér-íslenskt fyrirbrigði, heldur stöðug þróun á öllum Vesturlöndum, allt frá því um 1960. í Danmörku er aðeins áætluð 4,1% íbúaaukning til aldamóta og í Svíþjóð er búist við íbúafækkun eftir 1985. Heildarfrjósemi á Norðurlönd- um árið 1977 var að meðaltali um 1,77 börn á konu, miðað við 2,33 börn á íslandi. Islendingar eru því líklega komnir heldur styttra á sömu þróunarbraut en hin Norðurlöndin. íbúum í Osló hefur fækkað stöðugt síðan 1965, og á Oslóarsvæðinu hefur íbúafjölgun staðið í stað síðan 1975. Náttúruleg fjölgun Reykvík- inga hefur farið ört lækkandi á undanförnum áratugum, var um 1200—1300 manns árlega um 1965, en hefur verið rúm- lega 700 manns síðustu árin. Reykvíkingum gæti því fjölgað um 700 manns árlega, ef ekki kæmu til áhrif búferlaflutninga á íbúafjöldann. Náttúruleg fjölgun borgarbúa mun þó að öllum líkindum lækka í fram- tíðinni vegna lækkandi fæð- ingartíðni og eins hins, að hlutfallslegur fjöldi eldri borg- ara vex stöðugt. Skipulagsyf- irvöld geta lítil áhrif haft á þessa þróún. Öðru máli gegnir um búferla- flutningana, því stjórnvöld geta haft áhrif á þá með ýmsum hætti. Lengri flutningar milli landshluta og jafnvel milli landa má að stærstum hluta rekja til atvinnu- og efnahags- legra orsaka, en styttri flutn- ingar innan borga tengjast mest breytingum á húsnæðis- ástand, því það er mun minna átak nú á tímum að skreppa til Norðurlanda í atvinnuleit, en áður var. Flutningatengsl Reykjavíkur og raunar alls höfuðborgar- svæðisins við landsbyggðina ræðast af því hvernig til tekst við atvinnuuppbyggingu á þessu svæði næstu árin og þar skiptir miklu máli hvaða að- gang fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu hafa í fjárfestingar- sjóði miðað við aðra landshiuta þ.e. verður svipuð byggðastefna rekin áfram næstu árin, eins og undanfarin ár. Hér geta sveit- arstjórnarmenn á höfuðborg- arsvæðinu haft áhrif á þróun mála, sérstaklega hvað varðar nýsköpun í atvinnulífinu, en ríkisvaldið mun að sjálfsögðu móta byggðastefnuna. Flutningatap Reykjavíkur gagnvart grannsveitafélögun- um hefur sveiflast þetta frá 400—800 manns á undanförn- um árum. Með því að kanna húsnæðis- óskir lóðaumsækjenda og ald- ursflokka það fólk sem flutt hefur frá Reykjavík til grann- sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu hefur komið í ljós, að Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum aðeins get- að sinnt um þriðjungi af sérbýl- ishúsaeftirspurn lóðaumsækj- enda og að brottflytjendur eru aðallega yngra barnafólk á aldrinum 30—49 ára. Reykjavík hefur aftur á móti áskotnast IBUAFRÆÐILEGAR BREYTINGAR ® í BORGARHVERFUM BR0TTFLUTTIR AÐFLUTTIR LAGSLEGAR BREYTINGAR: Aldurshópar, Hjúskaparstadd, Fjölskyldustœrd og fl. DAUÐSFÖLL FÆÐINGAR h (T) LÍFSTRÉ REYKJAVÍKUR 1978 Heildarfjöldi: 83 092 □ Ógiftir I Giftir □ Ádur giftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.