Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980 7 Oddur A. Sigurjónsson átti sitthvað ósagt, þegar síðast var frá horfið. Honum þótti raddaður framburður 1, m, n á undan hörðum lokhljóðum ljótur, og ekki kannaðist hann við, að þvílíkur hor- jarmur tíðkaðist í Austur- Húnavatnssýslu. Hann segir enn: „Ég veit ekki betur en Vestursýslan sé einnig laus við þessi raddhljóð, og ef mig grunar rétt, einnig Stranda- sýsla. Að minnsta kosti minnist ég ekki jarmsins frá skólasystkinum mínum það- an og voru þó allmörg. Vegna þessarar reynslu hefi ég jafnan litið á Hún- vetninga og Strandamenn tilheyra öðru framburðar- svæði en Norðlendinga þar fyrir austan.“ Þetta er, að því er ég best veit, alveg rétt. Auðvitað verður blendingssvæði á mörkunum austanverðum, en það skiptir ekki miklu. Þá segir Oddur: „Vissulega er erfitt að deila um smekk, enda ekki ætlun mín. En úr því að ég sting niður penna, þykir mér ekki fráleitt að láta í ljós, að mér þykir sem Norðlendingar fari á hæli í smekkvísi, þegar farið er að einfalda í framburði tvöfalt g, t.d. í dyggð og tryggð o.s.frv. Aftur á móti teldi ég eðlilegt að taka upp hv-fram- burð í stað kv-framburðarins þar sem það á við. Þetta væri bæði útlátalaust og auðvelt og gerði — að mínu viti — málið litríkara og umfram allt réttara, á sama hátt og skaðlaust væri að leggja niður hebbði og seggði og hið sunnlenska fleirri. Þetta þrennt síðasttalda jaðrar svona við meðalnauðgun á málinu. Ekki fleira að sinni. Sendi þér bestu kveðjur með þökk fyrir gamalt og gott, þegar undan er skilin svartfugla- villan og rödduðu hljóðin." Lýkur bréfi Odds A. Sigur- jónssonar, og eru hér efni í langan lestur. Þar er þá fyrst til að taka, er honum finnst smekkvísi Norðlendinga hafa hrakað, þar sem þeir séu farnir að segja trygð og dygð í staðinn fyrir tryggð og dyggð. Allur gangur mun nú vera á þessu, en ef þetta er smekkleysa, þá fer að verða vafasamt að halda því fram að framburð- urinn hebbði, seggði jaðri við nauðgun á málinu. Um orðið dygð er það að segja, að rithátturinn með tveimur g-um er hæpinn að dómi Halldórs Halldórssonar prófessors (sjá Stafsetn- ingarorðabók) hvað þá fram- burðurinn. Viðtengingarhættir þátíð- ar af hafa og segja myndast af framsöguhætti þátíðar hafði, sagði, og um öll þessi orð þykir mér gilda eitt og hið sama: eðlilegra og rétt- ara miðað við uppruna að bera þau fram með rödduðu önghljóði en órödduðu lok- hljóði. Þótt annað eigi við um orðið tryggð, ef upprun- ans eins er gætt, er ekki óeðlilegt að tvöfaldur sam- hljóði einfaldist á undan þriðja samhljóða. Oddur A. Sigurjónsson tel- ur eðlilegt að taka upp hv- framburð í stað kv-fram- burðar, þar sem það á við. Ég er sammála honum um það, ef miðað er við upprunann einan, eða hvernig allir ís- lendingar báru fram fyrr meir. Hins vegar er ég hon- um hjartanlega ósammála um að þetta sé útlátalaust og auðvelt og gerði málið litrík- ara. Fyrir þá, sem hafa ekki lært þennan framburð í barnæsku, er hann mjög erf- iður að nema, og auðvitað yrði málið miður „litríkt", ef þessi mállýskumunur hyrfi. Svo er það „hið sunnlenska fleirri“. Þó að sú orðmynd falli ekki í minn smekk, get ég ekki annað en viðurkennt að hún er í fullu samræmi við þá breytingu málsins sem menn hafa látið sér lynda. hljóðið r tvöfaldast (lengist) á eftir löngu áherslusérhljóði og undan stuttu áherslulausu sérhljóði, ekki aðeins í mið- stigum lýsingarorða, heldur nokkru víðar. Eysteinn orti í Lilju: „Máría, lifir þú sæmd í hári.“ Nú tölum við allir um að einhver lifi í hárri sæmd. Enginn segir lengur að einn sé stæri en annar, og enginn segir þeiri konu. Allir segja nú orðið þeirri. Nákvæmlega sama er að gerast í miðstig- inu fleiri. Breytingin þar hefur hins vegar tekið lang- an tíma og er ekki um garð gengin í öllum landshlutum og gerir það ef til vill aldrei. Mér virðist og engin hreyfing vera komin á miðstigið meiri, hvorki hér né þar, hvað sem því veldur. Svona er málið duttlungafullt. Þó að mér þyki ekki fagurt að segja fleirri, viðurkenni ég fúslega réttmæti þessa framburðar af sögulegum ástæðum og undrast mest að orðmyndin skuli ekki hafa tekið annarri breytingu, sem við blasir: fleirri — flerri. Mér finnst fráleitt að býsn- ast yfir því að Sunnlendingar tali svo, enda ættum við hinir þá að hætta að segja þeirri og stærri og segja þeiri og stæri, ef við ættum að vera sjálfum okkur sam- kvæmir. Ég veit ekki fyrir víst hvað Oddur á við með svartfugla- villu, en held hann sé að minna mig á þá skemmtilegu málvenju sem orðin er báðu- megin Eyjafjarðar, að kalla svartfuglinn uglu. Menn fara í uglu, þegar þeir fara til þess að skjóta svartfugl. Þetta er dálítið erfitt að skýra og má bíða, en þar sem ég veit að Eyfirðingar fyrir- gefa mér margt, læt ég hér að endingu flakka hina kunnu vísu um eyfirsk mál- lýti. Þau komast þó fyrir í einni ferskeytlu: Svartfuglu í sandinum ég leit. sú ók hugsi haíi verið feit. hana drepið hefði ók skulað þá. hcfði hún ekki floKÍð burt mér frá. THORITE ■i steinprýði v/Stórhöfða sími Steypugalla- viðgerðarefni Framúrskarandi viðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite ertilvaliðtil viðgerða á rennum ofl. Það þornar á 20 mínútum. 83340 a nœsturmi Úrvalsferðir 1980 4. júlí Ibiza, Mallorka ein vika 4. júlí Ibiza 3 vikur, laus sæti 11. júlí Mallorka 3 vikur, örfá sæti laus 25. júlí Ibiza 3 vikur, laus sæti 1. ágúst Mallorka 2 og 3 vikur, örfá sæti laus 15. ágúst Mallorka, Ibiza biölisti 22. ágúst Mallorka 3 vikur, örfá sæti laus FERÐASKFUFSTOFAN URVAL VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900 Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum: VEROTRYGGÐ SPARISKIRTEINI RIKISSJOÐS: Innlausnarverð 15. juni 1980 Seðlabankans Kaupgengi m.v. 1 árs Yfir- pr. kr. 100,- tímabil frá: gengi 1968 1. flokkur 5.691,95 25/1 '80 4.711.25 20,8% 1968 2. flokkur 5.191,47 25/2 '80 4.455,83 16,5% 1969 1. flokkur 4.076,71 20/2 '80 3.303.02 23,4% 1970 1. flokkur 3.737,08 25/9 '79 2.284,80 63,6% 1970 2. flokkur 2.683,97 5/2'80 2.163,32 24,1% 1971 1. flokkur 2.492,11 15/9 79 1.539,05 61,9% 1972 1. flokkur 2.172,28 25/1 '80 1.758,15 23,6% 1972 2. flokkur 1.859.21 15/9 79 1.148,11 61,9% 1973* 1. flokkur A 1.396,12 15/9 79 866,82 1973 2. flokkur 1.286,03 25/1 '80 1 042,73 1974 1. flokkur 887,54 15/9 '79 550,84 1975 1. flokkur 723,64 10/1 '80 585,35 1975 2. flokkur 545,57 1976 1. flokkur 518.29 1976 2. flokkur 420,90 1977 1. flokkur 390,88 1977 2. flokkur 327,44 VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 65 66 67 69 70 81 2 ár 54 56 57 59 60 75 3 ár 46 48 49 51 53 70 4 ár 40 42 43 45 47 66 5 ár 35 37 39 41 43 63 *) Miðað er við auðseljanlega fasteign. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: 1978 1. flokkur 262,25 1978 2. flokkur 207.00 1979 1. flokkur 175,04 1979 2. flokkur 135,83 1980 1. flokkur 104,97 ♦ dagvextir MÍRraTiiKffiréM Uumoi hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.