Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 15

Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 1 5 og vísast fékk hún góða dóma. Það hefur væntanlega verið tor- sótt að komast að sem nemandi Zadkine, sem var strangur og óvæginn kennari en Gerði hefur vafalítið reynst það létt, svo auðsæir sem hæfileikar hennar voru. Gerður hætti hjá Zadkine eftir eitt ár, fannst áhrifin frá læirmeistaranum of mikil og þrúgandi. Zadkine kom þá til Gerðar í vinnustofu hennar til að taka hana í einkatíma og gagnrýna verk hennar sérstak- lega. Þáði Gerður þetta og taldi sig hafa gott af enda er slík bein miðlun allt annar handleggur og stórum persónulegri tjáskipti. — Það var sannarlega mikið fylgst með Gerði á þeim árum og frami hennar hefur eðlilega yljað föur hennar sómamanninum Helga Pálssyni tónskáldi inn að innstu hjartarótum. Hann hafði mikinn metnað fyrir hennar hönd og á eitt sinn að hafa sagt með stolti en með þeirri prúðmennsku og háttvísi er einkenndi hann allan „Gerður dóttir mín, hún er Mózart höggmyndalistarinnar — Ég hygg, að Ossip Zadkine hafi verið í hópi þeirra mörgu myndlistarmanna er óskuðu eft- ir því að nemendur þeirra rækt- uðu það sérstaka form er þeir höfðu sjálfir tileinkað sér og höfðu tröllatrú á en höfðu aftur á móti minni áhuga á sérstökum persónueinkennum iærisvein- anna. Slíkir eru margir til ennþá og getur reynst víðkjárvert að lenda hiá þeim, — við sjáum t.d. greinilega sterk áhrif meistar- ans í verkum Gerðar, fullsterk að mínu mati. Gerði mun hafa verið þetta ljóst og viljað hrista áhrifin af sér, fer þá út í járnskúlptúra og mobile og er þá undir sterkum áhrifum frá Rob- ert Jacobsen og Calder og í framhaldinu sankar hún í mal sinn áhrifum frá fjölda meistara Parísarskólans. Hún er barn samtíðar sinnar og vill reyna sem flest, sem er mjög heilbrigt en stendur í of mögru samtímis, — steindir gluggar og kirkju- skreytinar margs skonar grípa inní eðlilega framrás og glímu við skúlptúrinn, en það virðist hafa verið hennar brauðstrit líkt og kennsla er hjá öðrum. í steindu gluggunum sýnir hún mikla færni og óhemju dugnað ekki síður en skúlptúrnum, legg- ur sig fram af lífi og sál. Þetta svið er þó takmarkað og feikinóg lífsstarf eitt sér, — hér kemur fram, að oft verða menn að taka tillit til óska arkitektsins eða safnaðarnefndar með misþrosk- aðar kenndir fyrir myndlist. T.d. eru tillögur hennar að gluggum í Kópavogskirkju, er hafnað var, ofurfínleg vinna í litrænum hrynjandi og mun persónulegri en margt annað á þessu sviði. Ámóta hliðstæður eru því miður margar til og ekki aðeins á íslandi. Nefna má í þessu sambandi að Fernand Léger gerði mikla skreytingu í klaustur nokkuð í Frakklandi. Munkarnir oru mjög óánægðir með árangurinn og fengu annan mann til að gera nýja skreytingu, — en þeir voru svo gáfaðir, að láta ekki afmá verk Légers, heldur búa til nýjan vegg og 10 cm. bil á milli. Skreytingin þótti þá takast vel en þrjátíu árum seinna var hún þó fjarlægð í samræmi við breytt mat á myndlist. í stað miðlungsverks, er fjarlægt var, kom nú í ljós meistaraverk snillingsins Légers, og er nú stolt klaustursins (kirkjunnar). Þetta má máski verða ýmsum til umhugsunar. Gerður vann einnig í skart- gripum, gerði mósaikskreyt- ingar, sumar risastórar er fag- menn útfærðu eftir vinnuteikn- ingum hennar og tilsögn. Gerði lágmyndir og skúlptúra úr víra- virki í stáli og kopar og kom þar fram mikil færni og vandvirkni við logsuðu, en það er list útaf fyrir sig. Dregið saman í hnotskurn hefði maður óskað sér þess, að Gerði Helgadóttur hefði auðnast að vinna meira í hreinum skúlp- túr og að hún hefði fengið mikil og stór verkefni á því sviði heima á íslandi. En það er tómt mál að ræða um það að svo komnu en mætti þó verða mönnum nokkur kenning í þá veru, að nýta hæfileika lista- manna á meðan tími er til, — á morgun getur það orðið of seint Gerður féll frá aðeins 47 ára að aldri og teljast myndlistar- menn enn á æsku- og þroska- skeiði á þeim aldri í heimsborg- inni París og yfirleitt allstaðar þar sem rétt mat er fyrir hendi. Má því ætla, að Gerður hefði átt eftir að þroskast mikið á seinna æviskeiði hefði henni enst aldur til og var því missir íslenzku þjóðarinnar mikill við ótíma- bært fráfall hennar. — Slíka sýningu sem þessa hefði átt að setja upp á meðan Gerður var í fullu fjöri og hefði mátt ætla að það hefði ekki einungis verið uppörvun fyrir listakonuna heldur einnig drjúg- ur lærdómur. ALLTFRÁ STÓRU OFAN Í SMÁTT Efþú hefur flutningavandamál... höfum við bílinn. Allt frá tíu hjóla trukkum, sem þola sitt af hyerju, niður í rúmgóða sendibíla. Efþig vantar góðan bíl, hafðu þá samband við okkur og við munum gefa þér allar nánari upplýsingar. RÆSIR HF. skuiagotu 59 sími 19550 (A Auöiiustjarnan á öllum vegum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.