Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980 19 Danmörk, Svíþjóð og Noregur: Skandinavíulöndin þrjú, Svíþjóð, Danmörk og Noregur, hafa hingað til verið litin öfundar- augum fyrir velsæld og stöðugleika í efna- hagslífi. Nú horfir hins- vegar öðruvísi við, ef marka má álit Alfred Zankers, bandarísks sérfræðings um efna- hagsmál, en hann segir ríkin nú standa frammi fyrir alvar- legum vandamálum á því sviði. Ástæðan fyrir þessum skyndi- legu breytingum liggur ljós fyrir. Risastórir félagsmála- pakkar, sem gefa næstum hverj- um sem er ávísun upp á greiðsl- ur úr ríkissjóði, hafa vaxið langt fram úr greiðslugetu sjóðanna. Vaxandi útgjöld, með háum launum og fullkominni félags- þjónustu, hafa veikt samkeppn- isaðstöðu þjóðanna erlendis og valdið minnkandi útflutningi. Þjóðirnar eru skuldum vafðar og mestallur hagnaðurinn af iðnaðinum rennur beint til vel- ferðarmála. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Skattgreiðendur eru óánægðir, því óvenjuhátt hlut- fall tekna rennur í ríkiskassann. Skattsvik og annað svindl eykst stöðugt. Frumkvæði í viðskipt- um er ekki lengur ábatasamt og vinnuandinn hjá launafólki er daufur. Fjarvistir frá vinnu færast í aukana, enda eru veik- indadagar vel borgaðir. Mikil óvissa hefur ríkt í efna- hagsmálum í Danmörku og Sví- þjóð, og einnig í Noregi, þó í minna mæli sé. Svíar eru ný- staðnir upp úr allsherjarverk- falli, sem lamaði nær allt at- vinnulíf og á tímabili leit út fyrir algera ringulreið. Sérfræð- Frá Noregi. lega óábyrg", segir dagblað í Stokkhólmi. Vöruskiptajöfnuður við út- lönd er óhagstæður. Innflutn- ingur er meiri en útflutningur og Svíar leita æ meira til útlanda með fé sitt í sumar- fríum. Verðbólgan rýrir hagnað fyrirtækjanna og kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun fram- leiðslutækjanna. Afleiðingin er versnandi samkeppnisaðstaða erlendis. Launakostnaðurinn er einnig þungur baggi á iðnaðin- um. Eftir nýafstaðna samninga mun hann aukast um 10—12%. Það er því útlit fyrir að Svíar fari halloka á alþjóðamörkuðum á næsta ári, en baráttan þar er talin verða hörð ’81. „Svíar verða að auka fram- leiðsluna og útflutninginn ef ekki á illa að fara,“ segir Rudolf Jalakas hjá Svenska Handels- banken, en það mun reynast erfitt vegna verðbólgunnar og hins mikla launakostnaðar. Stjórnin spáir aðeins 2,5% framleiðsluaukningu á tímabil- inu til ársins 1985 og margir eru Velferðarríki í vanda ingar í Stokkhólmi sjá fram á harðindatímabil, allt til ársins 1985. Bankastjóri í Svíþjóð orð- aði það þannig: „Veislunni er lokið, reikningarnir eru að koma inn.“ Til þess að öðlast efna- hagslegan stöðugleika á ný, neyðast löndin til að minnka útgjöldin og halda sívaxandi launakostnaði í skefjum. Danir eiga ekki annarra kosta völ. Þeir hafa lifað vel um efni fram frá miðjum síðasta áratug og eiga í sífelldum kreppum. Bankastjóri Centralbanken, Er- ic Hoffmeyer, varar við því að litið sé á Danmörku erlendis sem „efnahagslega óábyrga", og lánstraust þjóðarinnar sé í hættu. Stjórnin í Kaupmanna- höfn hefur beðið þjóðina um „umtalsverðar fórnir" í því augnamiði að minnka skulda- baggann, sem nú hljóðar upp á 16 milljarða dollara. í þessari áætlun verður reynt að minnka útgjöldin og skattar verða hækkaðir. Virðisaukaskattur, sem er al- mennur skattur á vörur og þjónustu, mun hækka úr 20 í 22%. Olíuskattur og fasteigna- skattur munu einnig hækka verulega. Sérfræðingar álíta að launakostnaður verði að vera kominn niður um 11—13% fyrir 1985. Norðmenn hafa einnig neyðst til að taka upp stranga stefnu í efnahagsmálum, með aðhaldi í verðlags- og launamálum. Þó hafa Norðmenn tekjulind, sem kemur til með að auðvelda þeim vandann til muna, olíuna. Verð og eftirspurn á olíu fer vaxandi í heiminum og gróðinn af henni á eftir að vega þungt á metunum þegar lagt verður til atlögu við skuldasummuna, sem nemur 22 milljörðum dollara. Af þessum þrem löndum standa Svíar eflaust verst að vígi. — Áratuga örlæti er farið að síga óþyrmilega í pyngjuna. Mettekjuhalli verður á fjárlög- um næsta árs, en eyðsla umfram tekjur mun nema yfir 11% af heildareyðslunni. Samsvarandi tala í Bandaríkjunum er 1,5%. Á síðasta ári jókst kostnaðurinn vegna bótakerfisins um 7%, meðan þjóðartekjur jukust að- eins um 2%. „Þenslan á sviði velferðarmála hefur verið alger- enn svartsýnni. Raunhæfar kjarabætur geta því ekki orðið verulegar fyrr en að löngum tíma liðnum. Svíar höfnuðu stjórn sósíal- demókrata þegar kostnaðurinn vegna velferðarríkisins þótti orðinn of geigvænlegur. í henn- ar stað kom stjórn Thorbjörn Fálldin, en hún styðst aðeins við eins atkvæðis meirihluta og hefur því mjög takmarkað svig- rúm til athafna. Margir telja að Svíar séu í raun ekki reiðubúnir til að fórna þægindunum, svo rétta megi efnahaginn við. Það er þó ljóst að ef þeim tekst ekki að auka útflutningstekjurnar til jafns við velferðarstigið, getur ástandið aðeins versnað. (býtt og cndursaKt úr U.S.News and World Report.) Litmyndir eru okkar sérgrein! UMBOÐSMENN UM ALLT LAND HANS BANKASTRÆTI S: 20313 PETERSEN HF GLÆSIBÆ AUSTURVERI S: 82590 S: 36161 Kantlímingarvél til sölu Upplýsingar á staönum. Tréval h.f. Nýbýlavegi 4. ------------------^ SLÁ TTUORF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.