Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 Gunnar Thoroddsen: Kaus Ólaf Ragnar og Davíð — felldi Eyjólf Konráð og Þorvald Garðar ÓLAFIJR Rajínar Grímsson var kjörinn formaður fjárhass- og viAskiptanefndar efri deildar í Kær og hlaut hann 4 atkvæði en Eyjólfur Konráð Jónsson 3. Við varaformannskjör fékk Guð- mundur Bjarnason 4 atkvæði en Kjartan Jóhannsson 3. Við for- mannskjör í iðnaðarnefnd efri deildar fékk Davið Aðalsteinsson 4 atkvæði og Þorvaldur Garðar Kristjánsson 3 ok Stefán Jónsson Gísli Gíslason stór- kaupmaður látinn GÍSLI Gíslason, stórkaupmaður ok konsúll Vestur-Þýzkalands í Vestmannaeyjum, er látinn. Gísli var á ferðalaKÍ í Þýzkalandi er hann lézt. Ilann var fæddur 22. nóv. 1917 í Vestmannaeyjum. Að loknu prófi frá Verzlunarskóla íslands hóf hann umboðsverzlun í Vestmannaeyjum, síðar Ileild- verzlun Gísla Gíslasonar. Um skeið vann Gísli í Útveffsbanka íslands i Eyjum. Ilann stofnaði Prentsmiðjuna Eyrún árið 1945 ok var stjórnarformaður hennar ok aðaleÍKandi, en einnÍK var hann meðeÍKandi ok stjórnarfor- maöur i eftirtöldum féloKum í Reykjavík: Prentsmiðjunni Odda hf„ Bókhlöðunni hf. ok Sveina- bókbandinu hf. Ilann var einn af stofnendum ok stjórnarformönn- um Hafskips hf. Þá starfaði Gísli að margs konar félagsmálum. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstaeðisflokkinn og var m.a. um skeið bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum. Hann var varamaður í bankaráði Útvegsbanka íslands, félagi og formaður í Oddfellowstúkunni Herjólfi í Eyjum og í stjórn félagsins Krabbavörn. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Guðrún Vigdís Sveinbjarnardóttir. Hermann Guðmundsson Blesastöðum II látinn HERMANN Guðmundsson bóndi á Blesastöðum II á Skeiðum andaðist á Borgarspítalanum i Reykjavík aðfaranótt sl. laugar- dags. 67 ára að aldri. Hermann Guðmundsson lauk búfræðinámi Hólum og hóf búskap á nýbýlinu Blesastöðum II árið 1941 og bjó þar til dauðadags. Hermann starfaði mjög mikið í félagsmálum. Hann átti t.d. sæti í stjórn Búnaðarsambands Suður- lands um langt skeið, var fulltrúi á þingi Stéttarsambands bænda, hreppsnefndarmaður, formaður Ungmennafélags Skeiðamanna í 18 ár, fulltrúi Skeiðamanna hjá Mjólkurbúi Flóamanna og svo mætti áfram telja. Eiginkona Hermanns, Ingibjörg m YvMXKW//- Jóhannsdóttir, lifir mann sinn ásamt 5 börnum þeirra hjóna. Aiþingi: Skýrsla ráðherra SAMGÖNGURÁDIIERRA. SteinKrímur Ilermannsson, lagði fram á Alþingi í Kær, skýrslu um þróun mála í viðræðum hér heima ok erlendis varðandi á/ramhald fluKsins yfir Norður-Atlantshaf milli LuxemhorKar. Islands ok Bandaríkjanna. Rekur ráðherrann þar KanK mála allt frá því að sameininK Liftleiða ok FluKÍélaKs íslands fór fram. Fjallað er um FluKleiðir hf.. ríkisábyrKð 1975, viðræður við stjórnvöld í LuxemborK, ríkisáhyrKð 1980, athuKun á stofnun sameÍKÍnleKs fluKféiaKs. framhald Norður-AtlantshafsfluKsins. fjárhaK.sstöðu FluKleiða. útfærslu á opin- berri aðstoð. ok skýrsiunni fylKja ýmis fylKÍskjöl frá viöræðufundum ok öðru sem málið varðar. Félag sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi: Kristján Guðbjartsson var kosinn formaður KRISTJÁN Guðbjartsson var kosinn formaður Félags sjálf- stæðismanna í Fella- og Hóla- hverfi á aðalfundi félagsins, sem haldinn var sl. laugardag. í framboði á móti Kristjáni var fráfarandi formaður félagsins, Gunnlaugur B. Daníelsson. Kristján hlaut 34 atkvæði, en Gunnlaugur 31. Meðstjórnendur voru kjörnir Dóra Gissurardóttir, Erlendur Kristjánsson, Guðjón Valgeirsson, Ingi Þór Ásmunds- son, Óiafía Þóra Valentínusdóttir og Örn Valdimarsson. Fundurinn, sem haldinn var í félagsheimili sjálfstæðismanna í Breiðholti, var fjölmennur og spunnust miklar umræður á hon- um. Framsögu höfðu borgarfull- trúarnir Davíð Oddsson og Mark- ús Örn Antonsson. var kjörinn varaformaður með 4 atkva-ðum, en Kjartan Jóhanns- son fékk 3. í báðum þessum nefndum tryggir Gunnar Thor- oddsen. forsætisráðherra, meiri- hluta stjórnarliða. Kjartan Jóhannsson var svo einróma kjörinn ritari beggja framantaldra nefnda. í heilbrigðis- og trygginganefnd efri deildar urðu Davíð Aðal- steinsson og Helgi Seljan formað- ur og varaformaður mótframboðs- laust og Karl Steinar Guðnason fundaskrifari. Jón Helgason var einróma kjör- inn formaður þingfararkaups- nefndar í gær, Helgi Seljan vara- formaður og Sverrir Hermanns- son fundaskrifari. Ljósm. Júllus Iiörkuárekstur varð milli tveggja bifreiða á mótum Njálsgötu og Barónsstígs um hálfsjöleytið á sunnudaginn. Engin meiðsli urðu á fólki en annar billinn hafnaði á glugga nærliggjandi bókabúðar. Stjórnarfrumvarp um málefni Flugleiða: Ríkisábyrgðir vegna Atlants- hafsflugs og almenns rekstrar - „gegn tryggingum, sem rikisstjórin metur gildarfc‘ RlKISSTJÓRNIN lagði fram á Alþingi i gær frumvarp um málefni Flugleiða. í frumvarpi þessu eru ákvæði um það, hvern- ig haga skuli bakábyrgð vegna Atlantshafsflugs, ríkisábyrgð vegna almenns rekstrar og með- ferð lendingargjalda og ýmissa annarra gjalda. í frumvarpinu eru m.a. eftirfarandi ákvæði: • Ríkisstjórninni er heimilt að veita Flugleiðum sjálfskuld arábyrgð á láni allt að 3 milljónum Bandaríkjadala til þess að mæta rekstrar- halla á Atlantshafsflugi. • Lendingargjöld og ýmis önn- ur gjöld ber félaginu að greiða á réttum gjalddögum en þann hluta þessara gjalda. sem rekja má til Atlantshafsflugs. fær félagið endurgreiddan við skulda- uppgjör. • 1 fjárlagafrumvarpi fyrir 1982 skal gera tillögu um hlutdeild ríkissjóðs í upp- gjöri þessa láns. • Rikisstjórninni er hcimilt að veita Flugleiðum ríkis- ábyrgð á lánum allt að 12 milljónum Bandaríkjadala til þess að bæta rekstrar- fjárstöðu fyrirtækisins, gegn þeim tryggingum, sem hún metur gildar. • Við veitingu þessara ábyrgða er ríkisstjórninni heimilt að setja þau skilyrði, sem hún telur nauðsynleg, þ.á m. að áhrif starfsfólks á stjórn fyrirtækisins verði aukin með sölu hlutabréfa. • Rikisstjórninni er heimilt að fella niður ógreidd lend- ingargjöld af Atlantshafs- flugi fram til 1. okt. 1980. Ennfremur er ríkisstjórn- inni heimilt að semja um greiðslufrest eða fella niður nokkur önnur gjöld. í athugasemdum við frumvarpið kemur fram, að tekjur ríkissjóðs af N-Atlantshafsflugi hafa numið um 3,2 milljónum Bandaríkjadala á árinu 1979. Þá segir í greinar- gerð frumvarpsins: „í þeim miklu rekstrarfjárerfiðleikum, sem hlutafélagið á í verður að telja sjálfsagt að félagið leiti sjálft allra leiða til þess að bæta rekstr- arfjárstöðu fyrirtækisins, t.d. með sölu eigna og aukningu hlutafjár." Frumvarp þetta var lagt fram í efri deild og fer fyrsta umræða um það væntanlega fram á morgun, miðvikudag. Sjálfstæðismenn í Hlíða- og Holtahverfi: Jónas Elíasson end- urkjörinn formaður Góð aðsókn að sýningu Braga JÓNAS Eliasson var sjálfkjörinn formaður Félags sjálfstæð- ismanna i Hlíða- og Holtahverfi á aðalfundi félagsins, sem haldinn var f gærkvöldi. Aðrir í stjórn voru kjörnir Ása Sigurðardóttir, sem fékk 58 at- Féll útbyrðis og drukknaði SKIPVERJINN, sem féll útbyrðis af Náttfara RE á loðnumiðunum norð-austur af Halanum sl. föstu- dagskvöld og drukknaði hét Gunnar Sveinn Hallgrímsson, til heimilis að Skólavörðustíg 18, Reykjavík. Gunnar heitinn var múrarameistari að mennt. fædd- ur 14. nóvember 1947 og því nær 33ja ára gamall er hann lézt. Slysið varð um klukkan 21.40 á föstudagskvöld. Skipverjar voru búnir að kasta út skotti og bauju og ætluðu að fara að kasta nótinni þegar Gunnar heitinn féll útbyrð- is. Voru strax gerðar ráðstafanir til að snúa bátnum og hafflötur- inn lýstur upp með sterkum ljós- um. Fljótlega komu fleiri skip til leitar og var leitað til klukkan hálf tvö um nóttina en án árangurs. Niðamyrkur var og sjór mjög kaldur, hálf gráða undir frost- marki. Sjópróf vegna slyssins fóru fram hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri í gær. Óljóst er hvernig slysið vildi til. kvæði, Bogi Ingimarsson 50 at- kvæði, Haraldur Blöndal 40 at- kvæði, Tómas Bergsson 38 atkvæði, Lovísa Sigurðardóttir 37 atkvæði og Bogi Bjarnason 37 atkvæði. Þeir, sem ekki náðu kjöri voru Ásgeir Thoroddsen, sem fékk 32 atkvæði, Haukur Hjaltason 22 atkvæði, Þorvaldur Mawby 21 atkvæði og Árni Jónsson 20 atkvæði. Aðalræðumaður á fundinum var Ólafur B. Thors borgarfulltrúi. Alls greiddu 68 atkvæði á fundin- AÐSÓKN að sýningu Braga Ás- geirssonar, listmálara, að Kjar- valsstöðum var með ágætum um helgina, en sýninguna opnaði Bragi sl. fimmtudag. Á sýningunni eru hátt í þrjú- hundruð verk listamannsins, sem spanna liðlega þrjátíu ára starfs- feril hans. Sýningin er opin daglega frá klukkan 14.00 til klukkan 22.00 og henni lýkur 2. nóvember nk. Alþýðuflokkurinn: Kjartan hafn- aði málamiðlun MJÖG ákveðinn vilji heíur skapazt i Alþýðuflokknum til málamiðlunar milli Benedikts Gröndals og Kjartans Jó- hannssonar um formannskjörið á landsfundi Alþýðuflokksins um mánaðamótin. Strax um helgina. þegar ákvörðun Kjart- ans um mótframboð lá opinber- lega fyrir, veltu menn þeim möguleika fyrir sér, að sætta mætti sjónarmiðin með þeim hætti, að Kjartan drægi fram- boð sitt til baka gegn því. að Benedikt léti af formennsku á kjörtímabilinu og Kjartan tæki þá við. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, samþykkti Benedikt þessa hugmynd og báru þeir Magnús H. Magnússon og Sighvatur Björgvinsson hana upp við Kjartan, sem svaraði því til, að svo mikill þrýstingur væri á sig að hvika hvergi, að hann gæti ekki gengið til slíks sam- komulags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.