Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 Á þessari mynd má sjá allt gosið, en myndin er tekin úr lofti við gosstöðvarnar upp úr klukkan eitt aðfaranótt sunnudagsins. Myndin er tekin frá suðvestri til norðausturs. Leirhnjúkur er syðst, þ.e. lengst til hægri. Verður afmælisgos í desember? Eldtungurnar teygja sig tugi metra í loft upp og hraunið streymir í stríðum straumi frá gígunum. Hraunið var mjög þunnfljótandi. í námunda við gígana. Myndin er tekin í aöeins 15 til 20 metra fjarlægð frá eldgígunum og sést krauma í gígnum lengst til vinstri en á hann var að horfa eins og sjóðandi grautarpottur. Sjá má hrauná sem æðir undan hallanum. Einnig sést í bakið á jarðfræðingunum Oddi Sigurðssyni (t.v.) og Sigurði Þórarinssyni. Myndir: Kristján Einarsson Texti: Ágúst Ásgeirsson t>rjú gos hafa nú oroið á Kröflu- svæðinu á árinu og því f jórða er þegar spáð ÞAÐ SEM er einna athyglisveröast við þetta gos, er hversu hratt þaö gekk niöur, og einnig hversu skjót- ur aödragandi þess var, þ.e. ört jarðsig byrjaði upp úr klukkan átta á laugardagskvöldið og gosið byrj- aöi tveimur klukkustundum seinna. Mér sýnist gosiö haga sér nú, eöa tíu klukkustundum eftir aö þaö byrjaði, eins og gosiö í Gjástykki í júlí hagaði sér á þriöja eöa fjóröa degi,“ sagöi dr. Sigurö- ur Þórarinsson jarðfræöingur viö blm. Mbl. á gosstöövunum noröur af Leirhnjúk árla á sunnudags- morgun, en kl. 22.04 á laugardags- kvöld hófst eldgos á um sjö kílómetra langri sprungu er náöi frá Leirhnjúk og rétt noröur fyrir Sandmúla, sem er beint austur af hæsta tindi Gæsafjalla, Jónstindi. Nyrstu gosstöövarnar voru á svip- uöum slóöum og syöst gaus í júlí, Gosiö var í hámarki er Morgun- blaösmenn flugu yfir gosstöövarn- ar skömmu eftir miönætti á laugar- dagskvöld. Náöi gosmökkurinn í u.þ.b. 15 þúsund feta hæö. Gaus þá á tiltölulega ósiitinni sprungu meö nyrsta punkt rétt viö Éthóla og syðst gaus í sprengigígnum Nínu er myndaðist í Leirhnjúk áriö 1977. Milli klukkan þrjú og fimm um morguninn sljákkaði hins vegar verulega í gosinu og lagöist þaö svo alveg niöur nema nyrst þar sem gaus á tæplega kílómetra langri sprungu. Árla á sunnudagsmorgun gengu Morgunblaösmenn aö eldstöövun- um meö þeim jaröfræöingunum Siguröi Þórarinssyni og Oddi Sig- urðssyni. Líktu þeir gosvirkninni við aöstæður í Gjástykki á þriöja degi gossins í júlí sl. Þunnfljótandi hrauniö skvettist upp fyrir gíg- barmana og æddi t hraunelfum meö miklum hraða og í boöaföllum undan brekkunni og niður á jafn- sléttu norövestur af Sandmúla og suöur af Gjástykkisbungu. Mynd- aöist þar nokkurra ferkílómetra hrauntjörn sem breytti hæðarlín- um í landslaginu. Einnig rann hraunstraumurinn á sunnudag norður af gosstöövun- um og teygöi sig niöur í Gjástykki, en ekki var annað aö sjá úr lofti en aö á þeim slóöum hyrfi hluti hraunsins niöur um sprungur í jarðskorpunni. Loks mynduöust stórar hraunbreiöur til vesturs af gosstöövunum meöfram allri sprungunni þegar gosiö var í hámarki, og á sunnudagskvöldiö haföi ein tunga hraunsins teygt sig í norövestur og inn á svokallaöar Draugagrundir, sem eru noröur af Gæsafjöllum, en þangaö eru um þrír kílómetrar frá gígunum. Mikið hraun? Siguröur og Oddur sögöust ekki geta gert sér grein fyrir hversu mikiö hraun kæmi upp á gosstööv- unum, og skírskotuöu til þess aö margt benti til þess aö ágiskanir um hraunrennsli í fyrri gosum á þessu svæði Væru lítt áreiöan- iegar. Mælingar á hraunmagninu yröu fyrst geröar er gosinu lyki og bjuggust þeir viö stuttu gosi aö þessu sinni. Búast mætti þó viö aö hraunmagniö væri oröið nokkrar milljónir rúmmetra. Bólstraberg líka á landi! Á röltinu viö sjálfar gosstööv- arnar á sunnudagsmorgun gengu blm. fram á Pál Imsland jaröfræö- ing sem var viö mælingar á hraunhitanum. Mælar hans sýndu mest 1.080 gráöur á Celcius, en hann bjóst þó við hærri tölum er hann kæmist í námunda við sjálfa gígana. Sigurður Þórarinsson hefur reynt margt um dagana og fátt kemur honum á óvart í eldgosum. Þó geröi hann eina uppgötvun á gosstöövunum á sunnudagsmorg- un. „Viö vitum aö bólstraberg myndast í sjó, en nú vitum viö líka aö það myndast í snjó,“ sagöi Siguröur er hann gekk fram á greinilegar bólstrabergsmyndanir í hraunjaðrinum, en samkvæmt bókinni myndast bólstraberg aö- eins í neöansjávargosum, vegna snöggrar kælingar. Ótti við Kröflu í byrjun gossins streymdi hraun frá Leirhnjúk í átt tii mannvirkj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.