Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 35 Á skýringateikningu þeirri sem hér fylgir, væri t.d. vél, sem skæri svæðið við hring no: 5 látin greiða lægri kostnaðapakkar en sú, sem um svæðið fer við hring no: 1, en þannig mætti e.t.v. stýra „réttu magni“ véla hingað inn til lend- inga, til að nýta sem best afköst véla, tækja og starfskrafts við Keflavíkurflugvöll. Með þessu móti væri því hægt að laða vélar til að taka einhvern krók á sig þótt þær eigi leið nokkru sunnar en teikningin sýnir. í þessu sambandi er nauðsyn á að kanna nánar hvaðan vélar koma og hvert ferðum þeirra er heitið, sem hér eiga leið um. Einnig verður að fylgjast nánar með hvaða flugfélög eiga oftast leið um svæðið o.s.frv. Til þess að þessi hugmynd (sem og aðrar sem stuðla að aukinni hagkvæmni við rekstur vallarins) verði framkvæmanleg, verður að koma allri stjórn hans undir einn og sama aðilann, sem verður þá að hafa frjálsari hendur með hvers konar skipulag í þessu sambandi og auðvitað á hagnaðarsjónarmið til lengri tíma að vera haft að leiðarljósi. Sumir lesenda þessarar greinar munu e.t.v. tortryggja gildi þess að einbeita sjónum sínum að þessum gjöldum og kostnaðar- pakka við lendingar og flugtök þegar aðalkostnaðarþáttur flugs nú til dags er verð á eldsneyti (og magn þess), sem hér er nokkru hærra en á hinum fyrrnefndu stöðum. Staðreyndin er hins vegar sú að bæði í Shannon og í Prestwick verður að skammta eldsneyti á vélar, sem þar lenda, en hingað til hefur ekki þótt nauðsyn á slíkum skömmtunum hérlendis og ef hægt væri að laða fleiri vélar hingað til lendinga væri einnig e.t.v. hægt að gera hagkvæmari eldsneytisinnkaup, sem gætu leitt til enn frekari möguleika á hagstæðari kostnáð- arpakkatilboði til flugfélaga sem hér gætu lent. I dag eru ýmiss gjöld innheimt af flugvélum, sem fáránlegt þætti að innheimta annars staðar í heiminum sökum sérstöðu okkar. T.d. eru allar vélar sem hér lenda, krafðar um viss lágmarks-þjón- ustugjöld, hvort sem vélarnar æskja/þurfa þessarar þjónustu með eður ei. Þetta gjald er einnig hærra á þeim tíma, sem umferð er minnst um völlinn, eða á nóttunni og þykir það furðu sæta, því vaktir þær sem við völlinn vinna, eru hvort sem er aðgerðarlausar á þeim tímum. Einnig verður að geta þess að Nato-herinn sér um allt viðhald vallarins, sem og snjó- og hálkueyðingu á veturna, en það er óhemju fjárfrekt fyrirtæki, enda eru þessir liðir hæstu kostn- aðarpóstarnir í útreikningi við lendingargjöid annars staðar í heiminum. Þessi gjöld ganga hér beint í ríkissjóð, sem hvers konar skattur, sem að vísu skilar sér að einhverju leyti til vallarins aftur í formi annars konar framkvæmda við völlinn. Aðstæður við Keflavíkurflugvöll Aðstæður við flugvöllinn eru mjög góðar ef flugstöðvarbygging- in er undanskilin, en í bígerð hefur í langan tíma verið að bæta þar um, svo um munar. Aðflug er gott, brautarlengdir hæfilegar fyrir hvers konar vélar til lend- inga jafnt sem flugtaka, öryggis- þættir fullkomnir, þannig að völl- urinn telst á því sviði til cat. 2 valla eða m.ö.o. eins fullkominn á því sviði eins og æskilegt er, en einmitt þetta sýnir að mun auð- veldara ætti að vera að fá vélar til að lenda hér á leið sinni um N-Atlantshafið, en hingað til hef- ur verið reynt. Oft hefur verið um það rætt að nauðsynlegt væri að öllu starfs- fólki við flugvöllinn væri komið í sama verkalýðsfélag til hagræð- ingar. Þannig að ekki væri hægt að loka vellinum að mestu eða öllu leyti ef aðeins eitt verkalýðsfélag- anna (sem eru ótal mörg, jafnvel fyrir hvern þjónustuþátt sem veittur er.) fer í verkfall og er sá möguleiki ætíð fyrir hendi að til keðjuverkfalla kæmi sem lamað gætu alla starfsemi við völlinn til lengri tíma. Slíkan möguleika verður auðvitað að fyrirbyggja ef flugfélög eiga að geta treyst því að geta alltaf lent þar þegar þau æskja. Framtíðarhorfur Margur er nú uggandi um fram- tíð Keflavíkurflugvallar, vegna hinnar gífuriegu kreppu, sem nú er í alþjóðaflugmálum og þá ekki síst í N-Atlantshafsfluginu. Ég er hins vegar svo mikill bjartsýnis- maður að eðlisfari að telja að með skynsömum aðgerðum megi auka umferð um þennan „draugaflug- völl“ eins og svartsýnismenn vilja kalla hans framtíðarhorfur. Ég hef reynt að færa rök fyrir nokkrum tillaga minna og annara um beinar aðgerðir í þessum efnum, sem miða allar að því, að auka millilendingar og ferða- mannastraum hingað. En til við- bótar má geta annara tillagna, sem stuðla bæði að auknum fer- ðum um völlinn jafnt sem at- vinnuaukandi aðgerðum, sem til greina kæmu, en eru enn aðeins til á blaði sem tillögur og engar kannanir hafa farið fram á, hver- su arðsamar þær gætu orðið í framkvæmd. Nokkurra þeirra verður getið hér á eftir: 1. í skipulagi fyrir Keflavíkur- flugvöll fyrir 1967—1987 var gert ráð fyrir sérstöku svæði undir frísvæði svokölluð eins og fyrirfinnast bæði við Shannon og við Panamaskurð. í því felst að þar væru settar á legg verksmiðjur og samsetninga- fyrirtæki, sem erlendum aðil- um væri gefinn kostur á að reka, en fengju að kaupa til þeirrar starfsemi orku og vinnuafl af yfirvöldum á Suður- nesjum. Allur innflutningur til framleiðslu í þessum verk- smiðjum væri undanskilinn tolllagningu, en svo yrði einnig um útflutning fullunninna af- urða þeirra frá íslandi: Tillaga um þessi efni var flutt á síðasta þingi af Karli Steinari Guðnasyni, en varð ekki útrædd þá. Rök hans með þessari tillögu voru m.a. þessi: a. Atvinnuleysi eykst stöðugt á Suðurnesjum vegna sífellds afl- abrests og stöðugrar fjölgunar vinnuafls þar og er nauðsynlegt að finna þessu fólki störf, því ekki getur það endalaust gengið inn í þær atvinnugreinar sem þegar fyrirfinnast þar. b. Nokkuð er um ónotaða orku (eða alls um 7,5 megawött) vegna þeirrar afgangsorku sem ónýtt er frá hitaveitu Suður- nesja sem og sorpeyðingastöð- inni þar syðra, sem auðvelt er að beisla til rafmagnsfram- leiðslu og selja mætti til þess- ara aðila. c. Svipuð frísvæði hafa borið ótví- ræðan árangur í baráttu við atvinnuleysi annars staðar, s.s. í Shannon. 2. Sú tillaga sem þykir lengst ganga í þessum efnum, er tillaga sú um að heimila olíu- kóngum víða um heim að fjár- festa í slíkum fyrirtækjum en greiða fyrir aðstöðuna í olíu. 3. Gera samninga við eitthvert stórt erlent flugfélag þar sem því væri boðið að koma hér upp eldsneytisbirgðastöð fyrir vélar þess á flugleiðum um N-Atl- antshafið. Auk þessara tillagna hef ég það mikla trú á mannlegri skynsemi, hagfræði og sögulegum endur- tekningum og fordæmum, að ég leyfi mér ekki að efast um, að innan skamms taki nokkur flug- félög (ef ekki öll) sig saman um að hækka fargjöld sín til að flug um N-Atlantshafið muni borga sig á ný. Hagfræðilega séð ætti slíkt aðeins að leiða til þess að þau litlu flugfélög, sem nú stunda undirboð á þessum leiðum af kappi, fái alla eftirspurnina í sína vasa. En þá ber að líta á þá staðreynd, að þessi flugfélög hafa hingað til getað undirboðið aðra fyrir þá sök helsta, að „yfirbygging" þeirra hefur verið svo smá í sniðum, að þau hafa ekki þurft að fastráða starfsfólk og ekki þurft að binda mikið fé í fasteignum o.s.frv., þannig að ef þau ætluðu að standa straum af þeirri miklu eftirspurn, sem skapast myndi ef öll þessi losun yrði á markaðnum, þyrftu „yfirbyggingar" þeirra að stækka að mun. Hins vegar er aðalhættan fólgin í flæði nýrra „smáapparata" inn á hinn opna markað, sem við verð- hækkunina myndaðist. Til þess að fyrirbyggja slíkt er fátt að gera, nema semja við yfirvöld hinna ýmsu landa um leyfisfrystingar fyrir þessi litlu flugfélög til lend- inga í löndum þeirra. Slíkar ráð- stafanir hljóta þó að teljast til fordæmdra hagfræðiaðgerða. Engu að síður ættu möguleikar þessir að vera fyrir hendi, þar sem flugvallayfirvöld um heim allan sækjast helst eftir reglulegum föstum tekjum af reglulegum lendingum stórra flugfélaga frem- ur en tilviljanakenndum lending- um smáflugfélaga. Lokaorð Ég hef aðeins stiklað á stóru í þessari grein og aðeins drepið á þeim vandamálum, sem að Kefla- víkurflugvelli snúa. Það er sýnt að þetta er flókið og margslungið vandamál, sem engu að síður verður að reyna að leysa á sem allra farsælastan hátt og af skynsemi og hörku en ekki með afskiptaleysi, linkind, ósveigjan- leika og skammtíma gróðasjónar- miði landsyfirvalda sem einkennt hafa átöku þessa vandamáls hingað til. ¥1+ Bridge Umsjón* ARNÓR RAGNARSSON Tafl og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 16. október var spiluð fjórða umferð í tvímenn- ingskeppni, staða tíu efstu para er þessi: Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 984 Ingvar Hauksson — Orwell Utley 954 Jón P. Sigurjónsson — Sigfús Örn Árnason 937 Bragi Björnsson — Þórhallur Þorsteinss. 925 Guðbrandur Sigurbergsson — Oddur Hjaltason 913 Aðalsteinn Jörgensen — Stefán Pálsson 902 Egill Guðjohnsen — Runólfur Pálsson 892 Helgi Einarsson — Gunnlaugur Óskarsson 891 Kristján Liliendahl — Jón Ingi Björnsson 890 Tryggvi Gíslason — Bernharður Guðmundss. 886 Fimmtudaginn 23. október verður spiluð fimmta og síðasta umferð í tvímenningskeppninni, spilað verður í Domus Medica. Byrjað verður að spila kl. 19.30, spilarar mætið stundvíslega. Bridgefélag Kópavogs Sl. fimmtudag var spiluð 2. umferð af þremur í tvímenn- ingskeppni félagsins er í 2 tólf para riðlum. Besta árangri kvöldsins náðu: A-riðill: Stig: Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 194 Jón Andrésson — Garðar Þórðarson 193 Lárus Arnórsson — Ásta Sigurgíslad. 190 B-riðill: Bjarni Pétursson — Vilhjálmur Sigurðsson 187 Ármann J. Lárusson — Sverrir Ármannsson 185 Árni Bjarnason — Isak Ö. Sigurðsson 177 Gróa Jónatansdóttir — Kristmundur Halldórss. 177 Hannes Jónsson — Sigríður Rögnvaldsdóttir 177 Röð efstu para er nú þessi: Jón — Garðar 393 Ármann — Sverrir 377 Sævin — Ragnar 358 Georg — Rúnar 358 Keppninni lýkur nk. fimmtu- dag. Næsta keppni hjá félaginu verður hraðsveitakeppni. Skráning sveita hefst næsta fimmtudag. Spilað er í Þinghól, Hamraborg 11 og hefjast spila- kvöldin kl. 20.00. Aðalfundur Bridge- félags Kópavogs Aðalfundur Bridgefélags Kópavogs var haldinn laugar- daginn 18. október. I skýrslu formanns kom fram að starf félagsins hefur verið mjög öflugt síðasta starfsár og þátttaka í spila- kvöidum félagsins verið jöfn og góð. Á árinu voru veitt 8.233 bronsstig til 104 spilara. Á þessu ári verður félagið 20 ára og er fyrirhugað að minn- ast þess sérstaklega með ein- hverjum hætti síðar í haust eða vetur. Félaginu var kosin ný stjórn fyrir næsta starfsár: Formaður Þórir Sveinsson, aðrir í stjórn Óli M. Andreasson, Gróa Jóna- tansdóttir, Sævin Bjarnason og Sigurður Thorarensen. í stjórn Bridgesambands Reykjanes- umdæmis var kosinn Ragnar Björnsson. Bridgeskólinn í Reykjavík I haust hafa staðið yfir fyrstu námskeið Bridgeskólans í vetur. Frá miðjum september hafa 40 til 50 manns sótt námskeiðin og er þessari fyrstu önn vetrarins nú að ljúka. Næstu námskeið hefjast í næstu viku og er skráning þegar hafin. Kennsla fer fram í Félagsheimili Hestamanna- félagsins Fáks en skráning og upplýsingar eru í síma 19847. Námskeið ætlað byrjendum hefst á mánudag, 27. okt. og stendur það til 8. desember. Og þann 29. október hefst annað námskeið, sem ætlað er þeim, sem hafa spilað en langar til að skerpa kunnáttu sína. Kennsla skólans er með mjög skipulegum hætti. Hvert námskeið er í 10 skipti, 3 klst. í senn og námskeiðunum fylgir sérstök heimaverkefnabók. Að sögn Páls Bergssonar, forstöðumanns Bridgeskólans, virðist áhugi á bridge fara ört vaxandi. Margir aðilar úti um land hafa leitað upplýsinga og falast eftir kennslugögnum skólans. Nú þegar hefur verið hleypt af stokkunum nám- skeiði á Akureyri og er það undir stjórn Stefáns Vil- hjálmssonar. Námskeið er í bígerð við Fjölbrautaskólann á Akranesi og í athugun á Egils- stöðum. Eins eru í undirbún- ingi námskeið í Reykholti og í Stykkishólmi. Eins og sjá má á myndinni eru nemendur Bridgeskólans á öllum aldri. Og til gamans má geta þess, að yngsti neminn í haust er aðeins 11 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.