Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 45 .ii VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI InYiMtaeYtiM'un nokkrum manni? Það fer líka lítið fyrir hinni sósíalísku menningu. Um aldamót var Rússland korn- forðabúr Evrópu, og Austur- Evrópa brauðfæddi Vesturlönd, en núna þurfa þessi lönd mat frá öðrum. Sósíalistarnir hér í vestr- inu, sem berjast fyrir þessari helstefnu, hvar ætla þeir að fá mat handa hinum sveltandi heimi, þegar þeir eru búnir að ganga af hinu frjálsa hagkerfi dauðu? Þeg- ar verið er að safna handa hinum hungruðu, þá eiga sósíalistarnir að gefa eins og við, en þeir eiga líka að fyrirverða sig og láta sem minnst á sér bera.“ í rólynd- islegum tón B.J. skrifar: „Ég get vart orða bundist yfir ritdómi Jóhanns Hjálmarssonar um bók Stefáns Unnsteinssonar Stattu þig drengur sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. október síðastliðinn. Jóhann fílósóferar vítt og breitt um „glæpamanninn" og „samfélagið" og að meiningar séu skiptar um þetta og hitt. Greinin er skrifuð í rólyndislegum tón eins reyndar allt það sem Jóhann skrifar. Og ekki brestur Jóhann þolinmæðina og ekki fatast honum rólyndið og stilling- in þegar hann talar um pynt- ingarnar í Síðumúlafangelsinu sem hann kallar „yfirheyrslur og þvingunaraðgerðir". Hann kemst að þeirri niðurstöðu að sögurnar um hrottaskapinn og pyntingarn- ar — því það er það sem þessar „yfirheyrslur og þvingunaraðgerð- ir“ heita réttu nafni — „geta ekki verið allar lognar". Með allra skilnings- ríkustu mönnum Mér blöskrar hins vegar full- komlega umburðarlyndi Jóhanns, þegar hann segir í framhaldi af þessu: „Ef til vill töldu þeir (þ.e. fangaverðirnir) sig vera að gera skyldu sina til að knýja fram játningu.“ Að halda mönnum í fullkominni einangrun í tvö ár, að berja þá sundur og saman, að láta skært ljós loga allan sólarhring- inn í klefa þeirra, að halda þeim vakandi á næturnar, að dýfa höfðinu á þeim niður í vask, láta þá fara nakta á salernið og svo framvegis og svo framvegis. „Ef til vill töldu þeir sig vera að gera skyldu sína til að knýja fram játningu.“ Jóhann Hjálmarsson er tvímælalaust með allra skilnings- ríkustu mönnum." Þessir hringdu . . . Betri tíma fyrir Bítlana R.N. hringdi og kvartaði yfir óheppilegum tíma sem valinn hefði verið fyrir þættina um Bítlana, þ.e. seint á laugardags- kvöldum. , — Ég er af Bítla- kynslóðinni svokölluðu, en er eins og líklega flestir af þeirri kynslóð komin með heimili og börn. Endi- lega þurfti að setja þessa þætti á laugardagskvöldin, þegar verið er að sýna það fáa sem bitastætt er i dagskrá sjónvarpsins. Þegar mað- ur er bundinn yfir börnum er maður þakklátur að mega eiga von á vinum sínum í heimsókn og ég var búin að hlakka til að heyra aftur í Bítlunum og rifja upp gamla og góða daga. Ég mæli með því að fundinn verði betri tími fyrir Bítlana og þættir þessir verði fluttir yfir á fimmtudaga — ekki síst með tilliti til bítlakyn- slóðarinnar sem nú situr heima og gætir bús og barna. Má treysta því? Þ.P.H. hringdi og sagðist vilja benda á hvimleiða áráttu frétta- manna sem færu á vettvang þar sem stóratburðir hefðu orðið og ættu viðtöl við staðarmenn og sérfræðinga: — Þeir eru ekkert að leyna því þessir drengir, að þeir vilja meira af gosi, meiri hættu og meira af öllu. Þeir verða bókstaf- lega hnuggnir við, ef jarðfræðing- ur segir þeim að farið sé að draga úr gosinu eða skjálftunum, land- risinu eða hvað það nú er hverju sinni. Það liggur við að spurt sé: En er ekki einhver von um að þetta verði svolítið krassandi? Getur ekki verið að mannvirki og fólk sé í hættu? Er örlítil von? Má treysta því? Nú, er að draga úr gosinu? Er engin hætta á ferðum? (Æ,æ). Auðvitað er það ekki meiningin hjá drengjunum eða þeirra innsta þrá að eitthvað voveiflegt dynji yfir. Þetta er bara einhver barna- legur ákafi eða fréttafiðringur sem þeir þurfa að hafa betri stjórn á, finnst mér. Þetta er svolítið neyðarlegt stundum. fyrir 50 drum „GUNNAR B. Björnsson ritstjóri hefur skrifað nokkrar blaða- greinar um íslandsförina i sumar er ieið. í blað sitt „Minneota Mascot“. Segir hann m.a. frá því að fjöldi vina sinna hafi spurt sig, er heim kom, hvort hann hafi farið með járnbrautariest til Is- iands, hvort íslendingar séu nokkuð svipaðir öðrum mönnum og hvort þeir kunni nokkuð annað tungumái en sitt eigið mál...“ „BÚIST er við að nýi barnaskól- inn (Austurbæjarskóiinn) taki til starfa um næstu mánaðamót. Hafði borgarstjóri skýrt frá því á fundi í bæjarstjórninni i gær- kvöldi. Það stendur aðeins á hitaleiðslunni eins og stend- ur...“ Gjörbylting á sviði alfræðiútgáfn, - sú íSrsta í 200ár! Encyclopædia Britannica 15.útgáfa Lykill þinn aðframtíðinni! Kynnist þessari gjörbreyttu útgáfu þekktasta alfræði- safns í heimi. Brítannica 3 Þretalt altræðisafn i þrjátiu bindum Biðjið um upplýsingabækling á islenzku. Hækkun á næstu sendingu verð- ur u.þ.b. 60.000. Örfá sett fyrir- liggjandi á gamla verðinu. Orðabókaútgáfan Auðbrekku 15, 200 Kópavogi, simi 40887 Nýja línan frá HAFA Nýtísku HAFA baöinnréttingar í baöherbergiö yöar. Mjög fjölbreytt úrval. Afgreiöum samdægurs. VALD. POULSEN! SUÐURLANDSBRAUT10 SÍMI 86499 Fastar áætlunarferðir. ANTWERPEN Umboðsmenn: Ruys & Co. Britselei 23-25 B-2000 ANTWERP Skeyti: Ruysco Telex: 72255 Ruysag b Sími: 031/ 32.18.80 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Simi 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.