Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 7 Þegar klámhundur- inn gerði kvikmynd í Mbl. hefur birzt gagn- rýni á kvikmyndina Kaii- gúla. Hér verður vitnað til umsagnar um þessa mynd í Tímanum og Helgarpóstinum. Tíminn segir: „ímyndið ykkur McDowell, sem Kalígula, og Ann Savoy, sem syst- ur hans Drúsillu, í Ijúfum ástarleik úti í skógi undir drynjandi tónlist Aram Khachturian (sama lag og var titillag Onedin þáttanna). Þannig byrjar þessi mynd og málin þró- ast bráðlega úr slæmu yfir í vont fyrir áhorfand- ann en úr vondu yfir í hrylling fyrir leikarana. Klámkóngurinn Bob Guccione (Penthouse) hefur fengið þá „snilldar- hugmynd" að fá Gore Vidal til að gera kvik- myndahandrit að mynd um Kalígúla eftir sam- L nefndu leikriti Vidals, ráða siðan þekkta leikara í öll lykilhlutverk og fá leiöitaman leikstjóra til að gera mynd úr þessu þannig að ekki ætti að bregðast að útkoman verður einhvers konar listaverk. Þessi hugmynd mis- tekst hrapallega eins og áhorfendum verður Ijóst á fyrstu mínútum mynd- arinnar. Aðalástæðan fyrir því er að andi Pent- house svífur yfir vötnun- um og útkoman verður því ekki annaö en ómerkileg klámmynd. Að vísu er þaö skoðun flestra aö mikið hefur verið um kynlíf meöal Rómverja á þessum tíma hinsvegar efast óg um að þeir hafi gengið um hálf- eða alls naktir dags dag- lega en að leggja mikla áherslu á kynlífsatriði og nakta líkami auk sóöa- legra ofbeldisatriöa er ör- ugglega það eina sem vakti fyrir Guccione er hann lét gera þessa mynd. Myndin greinir frá tímabilinu 37 e. K. til 41 e. K. í Rómaveldi. Tíberíus er að dauöa kominn og á um tvo möguleika að velja um arftaka sinn, Gemellus veikgeðja son- arson sinn og Kládíus bróðurson sinn bæklað- an stamandi einfeldning. Að lokum þá velur hann hvorugan, sem varla kemur á óvart, heldur Gajus Germanicus sem almennt er kallaður Kalí- gúla. Afganginn af þess- ari sögu þekkja víst flest- ir íslendingar af þáttum þeim um þetta tímabil sem sjónvarpið sýndi á sínum tíma en vægast sagt þá virkar myndin föl í samanburði við þá. Margir af aöstandend- um þessarar myndar hafa svarið af sór afkvæmið og má þar heista nefna Gore Vidal handritshöf- und. Handritið er svo til eingöngu notað sem um- gjörö um klámið og ofbeldið í myndinni. Til sanns vegar má færa að í Rómaveldi á tímum Kalí- gúla var mikið um ofbeldi enda maðurinn vitfirrtur en engin tilraun er gerð í myndinni til aö skilgreina af hverju þetta kom til, það er látið eftir ímynd- unarafli áhorfandans. Kaligúla í klámi Árni Þórarinsson segir í Helgarpóstinum: „Ofangreindur nafna- listi yfir þátttakendur í gerð myndarinnar um Caligula er dálítið hæpin. Þeir hafa nefnilega hver af öðrum svariö hana af sér. Gott ef ekki allir helstu aðstandendur og leikarar myndarínnar hafa firrt sig allri ábyrgð á endanlegri útgáfu hennar — allir nema Bob Guccione. Penthouse- kóngurinn sem ætlaöi að verða ódauðlegur sem kvikmyndaframleiöandi. Guccione róð mætan amerískan rithöfund. Gore Vidal til aö skrifa handrit að kvikmynd um hinn geðveika keisara Rómverja Caligula, leik- stjórann Tinto Brass, sem reyndar þykir ekki sórstakur snillingur, til aö stjórna henni, og ýmsar stórar stjörnur til aö leika. Ætlun Vidals viröist hafa veriö að skapa list- ræna alvarlega kvikmynd um gjörspilltan einstakl- ing í einveldisstööu og sýna hvernig hann eitrar og smitar allt sitt um- hverfi uns það breytist í hamslaust villidýrasam- fólag. Þetta listræna markmið gæti svo rótt- lætt og jafnvel hreinlega krafist opinskárra kyn- iífs- og ofbeldisatriða. En einhvers staðar á leiðinni til klippiborðsins hefur Penthousekóngur- inn afhjúpað raunveru- legt ætlunarverk sitt, þ.e. að búa til klámmynd af áöur óþekktri stæröar- gráöu í skjóli frægra nafna og listræns yfir- skins. Útkoman er óneit- anlega forvitnileg, sem dýrasta klámmynd sög- unnar. En hið metnað- armeira listræna mark- mið hefur vikið fyrir gróðahyggjunni, og ágætir listamenn úr leik- arastótt, handritshöfund- ur og leikstjóri fara trú- lega hjá sór þegar þeir sjá starf sitt sett í það samhengi sem hin end- anlega kvikmynd er eftir að hún hefur fariö gegn- um hendur Gucciones." Fáeinir Lada Sport til afgreiðslu fljótlega á sérstaklega hagstæðu verði. Kynnið ykkur greiðsluskilmála. • 4 hjóla drif • Fjórsídrif • 4. cyl. 86 ha. • Hátt og lágt drif. • 16“ felgur. Þriggja dyra. Lituö framrúöa. Hituö afturrúöa Hliðarlistar. Vindskeiö. Verö ca. 6.585 þús. Antik husgögn Gömul ensk borðstofuhúsgögn úr Mahogny til sölu vegna flutnings. Mjög vönduð og vel með farin. Stórt borö, 6 stólar + 1 méð örmum. 2 „skenkar" lágir, einn hár með gleri. Einstakt tækifæri fyrir smekkfólk Uppl. í síma 15888. sólbekkir í eikar, teak og marmaralitum W Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 Hvernig er þitt líkamlega ástand? Bullworker gerir þér kleift að veröa hreykinn af líkamshreysti og gott útlit er þér mikils virði. þinni. LATTU HEIMSÞEKKTA BULLWORKER LÍKAMSRÆKTUNARTÆKIÐ Hjálpa þér viö uppbyggingu líkama þíns meö aöeins fárra mínútna skipulögðum Bullworkeræfingum á dag. Þú getur raunverulega séö árangurinn eftir nokkra daga á hvaöa aldri sem þú ert! 14 ára, 20 ára, 30 ára, 40 ára, 50 ára, 60 ára, +. Líkamsrækt er öllum nauðsynleg í nútíma þjóðfélagi Daglegar æfingar meö Bullworker — ná til yfir 300 vöðva líkamans. Hjartaö styrkist, lungun styrkjast. Æfing- arnar draga úr tauga- spennu og streitu. Æfingarnar gefa þér aukiö þol — viö vinnu, nám og Innbyggður AFLMÆLIR sýnir þér frá degi til dags aö þér vex þróttur íþrótta- iökanir. Æfingaspjald og 24 síöna skýringar- baeklingur tylgja hverju tæki. íslenzkar þýöingar má klippa út og líma á spjaldiö. f. Kynnstu af eigin raun BULLWORKERTÆKINU sem milljónir manna um allan heim dásama — og þakka þann dag, þegar þeir byrjuöu reglubundnar æfingar meö BULLWORKER TÆKINU. 14 DAGA SKILATRYGGING • Sendu afklippinginn wm beiöni um náneri upplýaingar án akuldbindingar EOA aem pöntun gegn póatkrðfu með 14 daga akilarétti Irá móttöku tækisins. • Sendió mór: □ Upplýaingar □....atk. Bullworker Veré (,r 35.600. HEfMILISFANG PÓSTNÚMER PÓSTVERZLUNIN HEIMAVAL AA,An Pósthólf 39, 202 Kópavogi. Pöntunarsími 44440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.