Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 5 Sjónvarp kl. 21.15: Auglýsing. Nýjung í bílasölu: Úr myndaflokknum Landnemarnir sem hefst i sjónvarpi i kvöld kl. 21.15. Aðeins fjöllin eru eilíf 1. þáttur myndaflokksins Landnemarnir Á daK-skrá sjónvarps kl. 21.15 er 1. þáttur handarísks mynda- flokks. Landnemarnir (Centenni- al). sem hyKKÓur er á samnefndri skáldsöKU eftir James A. Michen- cr. Alls eru þættirnir tólf. Skáldsaga J. A. Micheners kom út fyrir sex árum. Fjallað er um fyrstu hundrað árin í landnámi Vesturríkja Bandaríkjanna, er hvítir menn þrengdu æ meir að frumbyggjum Ameríku, indíánun- um, og vígaferli þau sem óhjá- kvæmilega hlutust af því. Sögu- sviðið er einkum borgin Centenni- al og héraðið umhverfis hana. Þetta er mikil saga og er í henni að finna, að sögn þýðanda mynda- flokksins, Boga Arnars Finnboga- sonar, efni fyrir aila fjölskylduna, allt frá hasar til rómantíkur. Ekki spillir hið ægifagra landslag Klettafjalla sem gleðja ætti augu allra. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þættirnir yrðu afar vinsælir, sagði Bogi. Fyrsti þátturinn nefnist Aðeins fjöllin cru eilíf. Aðalhlutverk Robert Conrad, Richard Chamb- erlain, Raymond Burr, Sally Kell- erman og Barbara Carrera. Skinnakaupmaðurinn Pasquinel er á ferð um lönd indíána í norð-vesturhluta Bandaríkjanna. Hann rekst á hóp indiána, sem hafa í haldi Skotann McKeag, og kaupir honum frelsi fyrir byssu. Nokkru síðar fer Pasquinel í kaupstaðaferð. Hann giftist Lísu, dóttur þýsks siifursmiðs, og held- ur síðan aftur út í óbyggðir. ABRAKADABRA kl. 17.20: Nú spila allir með Á DAGSKRÁ hljóðvarps kl. 17.20 er þátturinn Abrakadabra, þætt- ir um tóna og hljóð, i umsjá Bergljótar Jónsdóttur og Karó- línu Eiriksdóttur. Að þessu s>nni verður útvarpað tveimur þáttum. Hinn fyrri er endurtekinn frá siðasta sunnudegi. en hinn síðari fluttur í fyrsta skipti. í fjórða þættinum verður leikið á ýmis skrítin tól: skeiðar, gaffla, glös og flöskur. Börn á öllum aldri eru hvött til að hafa siík tól við hendina þegar þátturinn hefst. Þau trúa á séra Moon Á dagskrá sjónvarps kl. 22.20 á mánudagskvöld er bresk heimild- armynd, Þau trúa á séra Moon. Þýðandi er Bogi Arnar Finn- bogason. I mynd þessari er fjallað um hinn umdeilda söfnuð Sun Myung Moons, Kóreumannsins, sem telur sig vera arftaka Krists á jörðu. Hann segir að Guð hafi birst sér og falið sér að ljúka ætlunarverki því sem Kristi tókst ekki að vinna, þ.e. að finna sér fullkomna konu og geta með henni fullkomin börn. Moon telur sig vera í beinu sambandi við Guð og því sé hvert orð hans talað beint af munni Guðs og hverju verki hans stjórn- að frá himnum. Gagnrýnendur hans segja að hann láti heilaþvo áhangendur sína, þ.e. að hann geri þá sér og kenningum sínum svo háða, að þeir geti ekki upp frá því hugsað sér að lifa nema í sátt og samlyndi við hann og söfnuðinn. Honum hefur tekist að safna um sig mikilli hirð auðsveipra aðdáenda, sem leggja margir allt í sölurnar fyrir hann, afhenda honum eigur sínar, slíta öllu sambandi við fjölskyldur sínar og þræla fyrir hann (og málstaðinn) myrkra á milli fyrir lágt kaup og einhæft fæði — og loforð um himneska sæluvist sem hann segist hafa umboð til að tryggja þeim. Hann virðist einnig eiga innhlaup neðra því þar segir hann að þeir fái vísan samastað sem yfirgefa söfn- uð hans. Á mánudagskvöld kl. 22.20 verð- ur sýnd bresk heimildamynd um Moon-söfnuðinn svokallaða. Á myndinni sjáum við einn af safn- aðarbræðrum. Engin sölulaun, fullkomin skoðunarstöð og tölva. Bilasalan Dagur sf„ Funahöfða 1 hefur opnað bilasölu með nýstárlegu sniði, sem mun að öllum likindum spara fólki stór- ar fjárhæðir í bifreiðaviðskipt- um. Engra sölulauna er krafist. Tekin er i notkun fullkomin skoðunarstöð. sem gefur mögu- leika á ítarlegum upplýsingum um þá bila, sem eru til sölu. best ástand bílsins, sem hann hyggst kaupa. Vilji viðskitpavinir athuga bíl nánar bíður Dagur sf., aðstöðu til þess á eigin bílalyftum og jafnframt leiðbeiningar um hvað helst skuli aðgætt. 011 þjónusta, sem fyrirtækið veitir, hvort heldur er tölvuskráning, gæða- skoðun, tölvuútskriftir eða frágangur afsals, er seld á mjög vægu verði. Bílasalan Dagur sf., mun auk bíla bjóða vinnuvélar, hjólhýsi, snjósleða, vélhjól o.fl. Þess má að lokum geta að tölvuskráning er ókeypis fyrst um sinn og má tilkynna um bíla til sölu í síma 84003. Mikil áhersla er þannig lögð á sem gleggstar upplýsingar og um leið að auðvelda kaupendum leitina að rétta bílnum með aðstoð tölvu. Viðskiptavinir gefa upp hvaða tegundir bíla þeir hafi mestan áhuga á, hve hátt verð þeir geta greitt o.s.frv. Tölvan skrifar síðan á augabragði hvaða valkostir eru fyrir hendi. Á tölvuútskriftunum koma fram allar almennar upplýsingar um bílana. Ennfremur gæðaupplýs- ingar eigenda sjálfra eða leið- beinandi gæða upplýsingar skoð- unardeildar, hafi eigandi óskað eftir slíkri skoðun. Skoðunin kostar lítið en er í raun sjálfsögð háttvísi við væntanlegan kaup- anda, þannig að hann viti sem Grétar E. Ágústsson. frkv.stj. Dags skráir bil inn í tölvuna. í baksýn sézt inn i skoðunarsalinn. þúert á beinni linu til Rey einu sinni í viku Með aukinni strandferðaþjónustu býöur Eimskip þér beint samband við Reykjavík, Akureyri og (safjörö einu sinni í viku. Hálfsmánaöarlega er einnig siglt á Siglufjörö og Húsavík og þannig haldiö uppi tíöum og öruggum strandferöum. Viö flytjum fyrir þig jafnt stóra vöru sem smáa í gámum eöa frystigámum sé þess óskaö. Eimskip annast aö sjálfsögöu flutning alla leiö á áfangastaö ef þaö þykir henta, bæöi hérlendis og erlendis. Reykjavík - Siglingaáætlunin Aöalskrifstofa Pósthússtræti 2 Sími 27100 - telex 2022 Innanhússfmar 230 og 289 ísafjörður Tryggvi Tryggvason Aðalstræti 24 Sími 94-3126 Akureyri Eimskip Kaupvangsstræti Simi 96-24131 - telex 2279 Siglufjörður Þormóður Eyjólfsson hf. Sími 96-71129 Frá Reykjavlk Frá isafirði Frá Akureyri Frá Siglufirði Frá Húsavik Tll Reykjavikur 17.11 18.11 20.11 21v11 23.11 24.11 25.11 27.11 28.11 30.11 1.12 2.12 4.12 5.12 7.12 8.12 9.12 11.12 12.12 14.12 15.12 16.12 18.12 19.12 21.12 Vðrumönaka i Reykjavík: A-skáli. dyr 2 tll kl. 15.00 á Iðttudðgum. Alla mánudaga frá Reykjavík Á Akureyri alla miövikudaga Húsavík Kaupfélag Þingeyinga Sími 96-41444 Alla leió meö EIMSKIP SIMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.