Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 35 Hreiðar Stefánsson: „Börn og unglingar eru gagnrýnin á það sem þau lesa“ Hreiðar Stefánsson barnabóka- höfund og kennara kannast senni- lega flestir íslendingar við. Hver man t.d. ekki eftir Öddu-bókunum sem hann skrifaði ásamt konu sinni Jennu Jensdóttur? — En hvað hefur hann skrifað margar bækur? nJú þetta er hin sígilda spurning til barnabókahöfunda. Við Jenna Jensdóttir höfum í sameiningu ritað 25 barna- og unglingabækur auk þess að sjá um efni í eina bók. En einn hef ég ritað 3 bækur." — Hvað réð vali þínu að skrifa fyrir börn og unglinga? „Þegar ég lauk kennaraprófi 1942 stofnaði ég á Akureyri skóla sem var nokkurs konar ísaksskóli Akureyringa og var kallaður Hreiðarsskóii. Við hann kenndi ég í 21 ár. A þeim árum urðu margar af sögum okkar til í beinum tengsl- um við daglegt líf barnanna, umhverfi þeirra og lífshætti. — Eru börn og unglingar þakklátir lesendur? „Já — en þau eru býsna gagn- rýnin á það sem þau lesa — vilja bæði hafa það skemmtilegt og nálægt veruleikanum ef það er úr daglegu lífi þeirra. Þeim geðjast ekki að hugmyndafræði sem bygg- ist á óskhyggju fullorðinna um líf þeirra og samfélag. Góð ævintýri lesa börn sér til mikillar skemmt- unar. Þau auðga hugmyndaflug barnanna séu þau vel rituð.“ „Strákurinn er skyldur mér“ Nú er nýútkomin bók þín Grösin í glugghúsinu. Þú lætur hana gerast í annarri persónu. Af hverju? „Þetta er um margt sérstæð bók og gjörólík því sem ég hef áður skrifað, enda má segja að hún sé ekki síður fyrir fullorðna en börn. Að ég læt hana gerast í annarri persónu? „Jú — strákurinn Garðar er skyldur mér í allri merkingu þess orðs. Við skiljum líka hvorn annan og ég er einfaldlega að rifja upp með honum liðna tíð, í gleði og sorg. En þetta er skáldsaga öðrum þræði og verður að lesast í ljósi þess. Ég veit ekki til að íslensk skáldsaga hafi fyrr verið rituð beint í annarri persónu." — Hvar og hvenær gerist sag- an? „Hún gerist fyrir hálfri öld síðan. Hún getur gerst hvar sem er í litlum kaupstað hjá fátækri verkamannafjölskyldu og á\veita- bæ þar sem fátæktin setur'mark sitt á allt og alla. Svona var pað fyrir fimmtíu árum á landi voru, þar sem slíkar aðstæður voru og lýst er í sögunni. Þeir geta borið um sem vilja vera sannir í minn- ingunni um þá tíma. Þeir sem gera það ekki hafa gleymt þeim bitra veruleika, sem fátækt og brauð- strit skópu eða hirða ekki um að muna hann. — Að lokum, ertu að skrifa aðra sögu? „Ég er alltaf eitthvað að dunda við skriftir. Það er sjálfsagt vani, sem erfitt er að slíta sig frá. En hvað um þær skriftir verður leiðir framtíðin í ljós.“ rmn Hreiðar Stefánsson Terylenekápur í sérflokki. Laugalæk, sími 33755. i GOODfÝEAtt viftureimar í sérflokki ódýrar og sterkar Bygging GOODpÝEAR viftureimarinnar 1. Efsti burðarvefur reimarinnar, sem blandaður er gúmmii, hefur viðnám gegn nlíu, uzuni og polychluropreni, sem dregur mjug úr iiðunarþreytu og útilokar sprungur. 2. Afar sterkur polyesterþráður með mikið teygjuviðnám tryggir vurn gegn skyndilegu álagi, gerir endurstrekkingu óþarfa og gerir kleift að nota litlar reimskífur. 3. Trefjablönduð einangrun eykur stuðugleika reimarinnar. 4. Þriggja laga vefur, sem hefur rafleiðni og er blandaöur poly- chluropreni, gerir rcimina einkar stöðuga og veitir vörn gegn sliti og sprungum, jafnvcl þótt notuð séu strekkingarhjól. HEILDSALA - SMÁSALA Þurfir þú nýja reim er auðvelt að finna stærðina. Slærðin akvörðuð Þú kemur með þá ónýtu Vtö mælum hana Eða afgreidd eftir Ný reim afhent númeri Taflfélag Rvikur: Skákæf- ingar fyr- ir konur STJÓRN T.R. hefur í hyKKju að auka þátttöku kvenna i starf- semi félaKsins. FyrirhuKað er að hafa kennslu ok skákæf- inKar fyrir konur. hæði byrj- endur og lengra komnar. Þess vegna býður stjórnin öllum konum, sem áhuga hafa á skák til fundar um fyrirkomulag vetrarstarfseminnar og verður fundurinn haldinn, mánudaginn 17. nóvember 1980, kl. 21.00 í félagsheimilinu að Grensásvegi 44-46. Að undanförnu hafa æ fleiri konur tekið þátt í starfsemi Taflfélagsins. Enn er þó langt í land að þær láti jafn mikið að sér kveða og karlmenn. Eru því konur eindregið hvattar til að koma á fundinn og taka þátt í skipulagningu vetrarstarfsins. (FréttatilkynninK)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.