Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Vantar ykkur jólaföt á börnin? Úrval af kjólum og drengjaspariföt- um á 1 —12 ára. Fallegu nylonkjól- arnir komnir aftur. Ódýr matrósaföt. Ódýrar flauelsbuxur. Póstsendum. Lillý, Laugavegi 62. Sími12535 Almennur feálgsfundur veörur haldinn fimmtudag- inn 20. nóvember 1980 í félagsheimilinu viö Elliöaár kl. 20.30. Fáksfélagar mætiö vel og lærið almenn félagsmál. Hestamannafélagið Fákur. Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 74. þóttur SEIKO TÆKNILEGA FULLKOMNARI Einhvern tímann verða þau öll fram- leidd á þennan hátt SEIKO armbandsúrin ganga rétt árum saman án stillingar og veröiö á íslandi skákar allri Evrópu. Seiko mest seldu armbandsúrin. mLDIMAK INGIMARSSON ÚRSMIÐXIR Austurstræti 22 simi 17650 Fáksfélagar Vinur minn Sverrir Páll sendi mér á dögunum ljósrit úr blaði með nokkrum at- hugasemdum. Mér þykir rétt að koma þessu til skila: „Magnús Tómasson leggur til helgarrréttinn að þessu sinni, sem er murta úr Þing- vallavatni. Er réttur þessi ágætur sem léttur aðalréttur eða sem forréttur. Takið murtu úr Þingvalla- vatni, nýja eða frysta (einnig má nota murtu úr dósum). Fiskurinn er slægður og þurrkaður á bréfþurrku. Hún er síðan látin soðna í smjöri við fremur vægan hita og henni velt til þess að hún brúnist ekki. Þá er sáldrað yfir murtuna salti eftir smekk, síðan ca. 2 matskeið- um af persilju og öðru eins eða meira af nýrri saxaðri dild og loks einni kúfaðri teskeið af estragon. í þetta er bætt glasi af þurru hvítvíni. Látið þetta malla smástund. Þessi réttur skal snæddur með glænýju smælki, helst beint úr garðinum í pottinn og löngu franskbrauði (flautubrauði). Gott er einn- ig að drekka Rínarvín með og munið að hafa pipar einnig við höndina." Athugasemdir Sverris Páls: „Takið murtu úr Þing- vallavatni, nýja eða frysta....“ Hugsanlegt er að taka nýja murtu úr Þing- vallavatni, þ.e. fái maður leyfi hjá landeigendum! Fryst murta á sennilega að vera frosin murta, þ.e. murta sem hefur verið fryst. Þing- vallavatn má vera fjandi kalt, ef hægt er (með leyfi landeigenda) að taka hana þannig úr vatninu. „Fiskurinn er slægður og þurrkaður á bréfþurrku. Hún er síðan látin soðna í smjöri við fremur vægan hita og henni velt til þess að hún brúnist ekki.“ Soðna — soðnaði — soðn- að? Hún er látin soðna gæti þýtt á mannamáli: Hún er soðin. Hver er hún? Skiljanlegt að nauðsynlegt sé að velta henni því að brúnaðar papp- írsþurrkur eru sjálfsagt bragðvondar. „Gott er einnig að drekka Rínarvín með og munið að hafa pipar einnig við hönd- ina.“ Til hvers pipar? Bragðast Rínarvín betur með hann við höndina?" Lýkur svo murtu- þætti. Afi minn fór á honum Rauö eitthvaó suöur á ha*i sækja ha*öi sykur ok hrauö. sitt af hvoru tæi. I þessari alkunnu vísu er rétt farið með fornöfnin sinn og hvor, en notkun þeirra virðist vera orðin vandi sem ýmsir eigi erfitt með að leysa. Guðmundur Guðmundsson í Reykjavík sendi mér ljósrit af blaðagrein, þar sem þetta kom m.a. skýrt fram. í þess- ari grein stendur: „Segir af bræðrum sem starfa báðir við frétta- myndagerð, en halda sitt í hvora áttina og taka sitt hvora lífsstefnuna." Mér þætti rétt að segja að bræð- urnir héldu hvor í sína áttina eða jafnvel sinn í hvora áttina. Eins þætti mér rétt að segja, að hvor þeirra tæki sína lífsstefnu. Ur öðrum stað kemur þetta dæmi: „Flugmannafélögin eru með sitt hvorn starfsmanna- lista.“ Ég get ímyndað mér eftir þessar upplýsingar að hvort félagið sé með sinn lista. Orðtakið að ríða ekki við einteyming merkir að ekki sé ofmælt um eitthvað. „Vit- leysan í honum ríður ekki við einteyming", á að tákna að ekki sé ofsögum af þessari vitleysu sagt. I doktorsrit- gerð Halldórs Halldórssonar segir orðrétt: „Ríða við einteyming er í nútímamáli einnig notað í eiginlegri merkingu, þ.e. „ríða við einfaldan taum“. Ríða ekki við einteyming merkir því í rauninni „hafa betri útbúnað en svo, að aðeins sé taumur öðrum megin, þ.e. vera vel útbúinn." Þetta einteymingstal er hér uppi haft vegna þess að í blaði mátti lesa fyrir skömmu þessa merkilegu fullyrðingu (bréf Páls 2,5): „Smáborgaraháttur og sleikjuskapur fyrir öllu er- lendu reið þá þjóðinni við einteyming." Við skulum vona að þess- ari áreið sé að fullu af þjóðinni létt. P.s. í tilvitnun í síðasta þætti hafði ð fallið niður í vélritun í orðmyndinni „hljónaða", átti að vera hljóðnaða. Þá var Páll Helgason svo vin- samlegur að benda mér á ófimlega málsgrein eftir sjálfan mig, þá sem ég veitti ekki næga athygli fyrr en um seinan: „... enda er mál- smekkur klausuhöfundar ekki svo næmur að öðru leyti, að ekki sé rétt að gera ráð fyrir að honum geti ekki skeikað í þessu.“ í 27. Passíusálmi stendur: Þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann,“ og er ég Páli þakklátur fyrir ábendinguna. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 25. nóv. og Ijúka fimmtudaginn 18. des. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. Vélritunarskólinn, Sudurlandsbraut 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.