Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Svarið við öllum efasemdum og áleitnum spurningum fáum við í mikilfenglegu lífsstarfi frú Bjarn- veigar Bjarnadóttur, sem í tvo tugi ára hefur með næsta óskilj- anlegri fórnfýsi og reisn haldið uppi minningu Ásgríms Jónssonar og ræktað hefur hans garð í þá veru að í engu varð á betra kosið. Ég vísa einnig til þess, að Bjarn- veig hugsar sitt dæmi ekki ein- ungis varðandi Ásgrím sjálfan heldur og einnig um það mikil- væga hlutverk sem felst í því á tímum lífsþæginda, framfara og tækniundra, að æskan fái séð og upplifað „að svo má góðu venjast að gæðalaust þyki“. Að koma í þetta hús er börnum íslenzka velferðarþjóðfélagsins mikill og drjúgur lærdómur um mikilleika fegurðarinnar og fá- fengileika þess að sækjast eftir fallvöltum ríkdómi og einnig það hve samsemd við náttúru landsins gefur einum og sérhverjum mikil auðævi. Bjarnveig hefur ekki einungis til fulls skilið sitt hlutverk heldur og einnig hve mikilvægt er að hlúa að öllu því sem manninum er kærast, gera reisn náungans meiri, veg hans fagurri, sál hans betri og ríkari. Árið 1967 heimsóttu nokkur born utan af landsbyggðinni Ásgrímssafn. Áhuginn og forvitnin skin úr andlitum þeirra. öll eru börn þessi nú fulltiða manneskjur og vafalítið þykir þeim gaman að minnast fortíðarinnar með þessari mynd. Til þess er að lifa, að gera öðrum gott og reyna af öllum mætti að gera þjóð sína ríkari og Ásgrímssafn Frú Bjarnveig Bjarnadóttir við dyr Ásgrimssafns sem hún þjónaði af fölskvalausri ást á lifsverki frænda sins. Húsið, sem var byggt árin 1927—30 minnir fyrir sumt á nýlistarstíl í nýhverfum borgarinnar og um leið þá hringrás sem listin jafnaðarlega gengur i gegnum. Á ferðalögum mínum utanlands hef ég oftlega skoðað vel, eða tímans vegna rétt tyllt tá á sérsöfnum sem sett hafa verið upp á lífsverki stórmerkra myndlist- armanna og hef ég næsta vel tekið eftir því hve einangruð þau verða iðulega. Hér koma til margir þættir og flóknir vefir sem úti- lokað er að greiða úr og gera grein fyrir í stuttri umfjöllun í dagblaði. Einnig hef ég vel tekið eftir því hve erfitt er að gera slík söfn að virkum stofnunum í þjóðfélaginu og einkum er þeir, sem veita þeim forstöðu, hafa ekki verið nákunn- ugir listamönnunum. Allt eru þetta eðlilegir hlutir og ber síst að skipa sér í dómarasæti um þessi mál en öll umfjöllun er mjög heilbrigð og enda nauðsynleg. Slík söfn laða fáa að sér og þannig hef ég ósjaldan verið aleinn í sölum safnanna þann tíma sem ég hef skoðað þau ef frá eru taldir safnverðirnir. Má ekki hugleiða hér hvað valdi því t.d. að á sama tíma og þúsundir manna standa í biðröðum til að sjá sýningar á Hér sér yfir svefnherbergi Ásgríms, í horninu sjáum við grammófóninn sem Ásgrímur hafði jafnan meÖ sér á feröum sinum og setti á plötur með tónlist eftir Mozart á meðan hann var að mála. Hlustaði með andakt um leið og hann mjúklega dreifði litunum af pentskúf sinum um léreftin og samsamaðist landslagi ættjarðar sinnar. verkum Edvards Munch í Japan er máski rétt slangur af fólki á Edvard Munch-safninu í Osló, sem þó er mikið að vöxtum, vel hannað og með vinalegri veitingastofu. Slíkar staðreyndir hafa oft valdið mér heilabrotum og ég hef spurt sjálfan mig þúsund sinnum um tilgang slíkra safna og þá oftlega, hvort þau hefðu í raun og veru nokkurn tilgang. Fram kemur, að fólk sækir slík söfn mjög tak markað hvort sem þau eru stór eða smá og því standa þau auð og yfirgefin ef innan þeirra fer ekki þeim mun lífrænni starfsemi fram er lyftir þeim upp úr lognmollu hvunndagsins. Sá er hér ritar bjó um nokkurt skeið í kjallara Munch-safnsins fyrir tveim árum og hefur síðan nokkrum sinnum komið þangað til skemmri dvalar. Ég gerði mér far um að fylgjast með starfsemi safnsins og lesa heimildir um aðdraganda þess og sögu, jafn- framt því sem ég rannsakaði líf og ævistarf Munch á bóka- og skjala- safni hússins. Fljótlega komst ég að því hve flókið mál það er, að gera slík söfn virk og laða að fólk, einkum að vetri til, en á sumrin er það á dagskrá flestra ferðahópa að heimsækja þetta safn og því stöðugur straumur fólks á það. Ég var einnig svo lánsamur að vera góðvinur fyrrverandi for- stjóra hússins, frú Rögnu Stang, og hafði verið það um árabil en henni kynntist ég í Rostock fyrir mörgum árum. Fyrir hennar orð opnuðust leyndustu afkimar safnsins fyrir mér og naut ég þess vel. Sú mikilhæfa kona dr. Ragna Stang Thiis var einmitt dóttir listsagnfræðingsins og velunnara Munch, Jens Thiis, er um árabil var forstöðumaður ríkislistasafns- ins í Osló. Ragna kynntist þannig Munch vel persónulega og er hún kom að safninu stjórnaði hún því af miklum skörungsskap og næmri tilfinningu fyrir persón- unni Edvard Munch. Safnið er stórt og því möguleik- ar á því að laða fólk að á ýmsan hátt, t.d. með hljómleikum í sér- Mynd af föður Ásgríms sem máluð var af Jóni Jónssyni bróð- ur Ásgrims árið 1924. stökum sal eða völdum fyrirlestr- um. Hér er sem sagt séð fyrir öllu og þó eru mörg ljón á vegi um reksturinn og þá helst, að aðsókn þyrfti að vera betri almennt. Ég gat þessa alls vegna þess, að margur hefur hér á landi efast um tilgang þess að varðveita og rækta hina miklu gjöf Ásgríms Jónsson- ar til íslenzku þjóðarinnar með því að halda húsi hans í því formi í einu og öllu er það var í er hann féll frá, með ýmsum endurbótum að sjálfsögðu, en þó einungis í kjallara hússins. En um leið efast víst fáir um gildi gjafar Ásgríms en það er einungis forrnið sem veldur þeim nokkrum heilabrot- um. Hví að rækta minningu mikils manns og brautryðjanda í ís- lenzkri myndlist með því að halda öllu til haga sem eftir hann liggur •í smágerða vinalega húsinu við Bergstaðastræti, þar sem hann hógvær og lítillátur ræktaði sinn garð? Því er til að svara, að þetta allt fengu menn upp í hendur sér og væri máski þjóðin bættari með því að fyrirgera öllum þeim smá- atriðum og þeirri yfirsýn yfir ævistarf listamannsins og þá Iif- andi djúpristu kviku er gerði þennan mann að einum ástfólgn- asta listamanni þjóðarinnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.