Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 25 Birgir ísl. Gunnarsson: I>ingmál Sjálfstæðismaima Hlutverk stjórnarandstöðu á Alþingi kemur oft inn í stjórn- málaumræðurnar. Algengustu gagnrýnisatriði á stjórnarand- stöðu eru þau, að hún sé slöpp, málefnasnauð og láti ekki nógu mikið að sér kveða. I lýðræðis- þjóðfélagi hefur stjórnarand- staða mikla þýðingu. Hún á að veita ríkisstjórn á hverjum tíma aðhald og halda uppi réttmætri gagnrýni á gerðir hennar. Slíkt verður að sjálfsögðu ávallt að gera af fullri ábyrgðartilfinn- ingu. Annað mikil ægt hlutverk stjórnarandstöð' er að benda á aðrar leiðir til rlausnar þeim vandamálum, m ríkisstjórn flytur tillögur um hverju sinni. Stjórnarandstaða flytur þá til- lögur til breytinga, þannig að þingið og kjósendur geti gert upp hug sinn um þá kosti, sem til greina koma. Þriðja hlutverk stjórnarand- stöðuflokka er að vinna að und- irbúningi nýrra þjóðþrifamála. Þegar flokkur er í stjórnar- andstöðu gefst hlé og gott tæki- færi til að vinna að margskonar málefnaundirbúningi, sem oft er erfitt að koma að í þeim önnum, sem stjórnarsetu fylgja. Þetta starf skilar sér síðan í tillögum á Alþingi eða í stefnuskrám flokka. Að undanförnu hefur verið unnið mikið starf að málefna- undirbúningi á vegum Sjálf- stæðisflokksins. Hluti þessa starfs hefur þegar skilað sér í tillöguflutningi á Alþingi og fleiri tillagna er að vænta. Til- gangur þessarar greinar og fleiri greina, sem á eftir koma, er að vekja athygli á þeim málum, sem þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa haft forgöngu um á því Alþingi, sem nú situr. Verður hvers máls hér stuttlega getið í þeirri röð, sem þau komu fram á Alþingi. Rafknúin samgöngutæki Pétur Sigurðsson og Sverrir Hermannsson flytja þingsálykt- unartillögu um að fram fari athugun á kostnaði þess að tekin verði í notkun rafknúin sam- göngutæki hér á landi. Athugun- in skal beinast bæði að sam- göngum innan þéttbýlissvæða og á lengri leiðum. Listskreytingar opinberra bygginga Greinarhöfundur, Halldór Blöndal og Ólafur G. Einarsson flytja frumvarp þess efnis að skylt sé að verja 1—2% af byggingarkostnaði opinberra bygginga til listskreytinga utan húss eða innan. Útboð opinberra framkvæmda Greinarhöfundur og Friðrik Sophusson flytja frumvarp til að taka af öll tvímæli um það, að meginreglan hjá ríkisstofnunum eigi að vera sú að bjóða út verklegar framkvæmdir, til að sem mest hagkvæmni náist. All- mikið vantar á að svo hafi verið. Grænlandssjóður Matthías Bjarnason er fyrsti flutningsmaður að frumvarpi um Grænlandssjóð, sem stuðla eigi að nánari sambúð Islend- inga og Grænlendinga. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn veiti styrki til kynnisferða, námsdval- ar, listkynninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er geti stuðlað að nánari sambúð Is- lendinga og Grænlendinga. Stóriðjumál Geir Hallgrímsson og 18 þing- menn Sjálfstæðisflokksins flytja þingsályktunartillögu, um stefnumótun í stóriðjumálum. I tillögunni er gert ráð fyrir því að Alþingi kjósi nefnd til að vinna að slíkri stefnumótun. I greinar- gerð með tillögunni kemur fram, að í orkuiindum landsins sé að finna grundvöll að nýrri sókn til betri lífskjara, líkt og sjávarút- vegurinn hafi verið í upphafi þessarar aldar. Það sé nú megin- verkefni að hagnýta hin gífur- legu verðmæti, sem fólgin eru í orkulindum landsins. Mest sé um vert að móta stefnuna í stóriðjumálum með það fyrir augum að hagnýta orkulindir landsins til framleiðslu iðnaðar- vara til útflutnings. í þessu mikilvæga máli hefur ekkert verið gert að undanförnu og því er þörf á nýjum framkvæmdum og öflugri sókn. Mál þetta er eitt af grundvallaratriðum í íslenzk- um atvinnumálum í dag. Skattar barna Halldór Blöndal, Pétur Sig- urðsson og Matthías Bjarnason flytja tillögu um niðurfellingu á opinberum gjöldum barna á ár- inu 1980. Þegar skattalögum var breytt 1978, var gert ráð fyrir því að börn innan 16 ára skyldu skattlögð sérstaklega. Það kom í fyrsta sinn til framkvæmda í ár, en þá á þann óheppilega hátt, að skattaálagning fór fram nú fyrir stuttu, eftir að sumaratvinnu barna lauk og börn almennt þurftu að leggja í þann kostnað, sem því fylgir að hefja skóla- göngu að hausti. Það er því eðlilegt að þessir skattar verði felldir niður að þessu sinni. Sveigjanlegur vinnutími Friðrik Sophusson, Salome Þorkelsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir flytja tillögu til þingsályktunar um að ríkis- stjórnin láti kanna að hve miklu leyti hægt sé að koma við sveigjanlegum vinnutíma starfs- manna ríkisfyrirtækja og ríkis- stofnana og að slíkri vinnutil- högun verði komið á, þar sem henta þykir. Slík vinnutilhögun tekur tillit til mismunandi einkaaðstæðna starfsfólks, og hefur víða þótt gefast vel. Hér hefur verið greint frá sjö málum, sem þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa flutt í upp- hafi þings. í næstu grein verður áfram getið fleiri mála. hvetja til þess, að þeir aðilar, sem stuðlað geta að úrbótum, vakni til vitundar um nauðsyn skjótra að- gerða. I áliti Ólafs Ólafssonar land- læknis á þessu máli, sem birtist hér í blaðinu á þriðjudaginn, koma fram athyglisverð viðhorf og ábendingar. Telur landlæknir brýnast að bæta úr miklum skorti á hjúkrunarrúmum fyrir aldraða í Reykjavík, um leið og efla beri heimahjálp til hins ítrasta og þá megi trúlega draga úr dýrum stofnanabyggingum. Segir land- læknir, að stofnanavistun sé í flestum tilvikum neyðarúrræði. Og enn segir landlæknir: „Lang- tímalausn á vandamálum eldra fólks er ekki eingöngu fólgin í því að hella steypu í mót. Hér er víðtækra aðgerða þörf á sviði félags- og atvinnumála, fjármála, þjónustu og ekki síst fjölskyldu- rnála." Ólafur Ólafsson er ómyrkur í máli, þegar hann greinir frá því, hvað helst hafi tafið framvindu þessara mála á undanförnum ár- um. Hann segir, að „skrifstofu- pólitíkusar" hafi eyðilagt hug- myndir um að fá einhverja af „hálftómum" skólum Reykjavíkur til afnota fyrir ellisjúk gamal- menni og B-álma Borgarspítalans hafi tafist í 7 eða 8 ár vegna „skrifstofudeilna". Á undanförn- um árum hafi verið haldnar 15 eða 20 meiriháttar ráðstefnur um málið og nefndargreiðslur borgar og ríkis gefi til kynna, að ekki hafi skort á nefndarfundina. Þetta eru þung orð frá æðsta embættismanni landsins í heil- brigðismálum. Hér er um stórpóli- tískt mál að ræða, því að skyn- samleg heildarstefna verður ekki mótuð nema stjórnmálaflokkarnir taki af skarið og lyfti málinu upp yfir þras og „skrifstofudeilur“. Sá ráðstefnufjöldi, sem landlæknir nefnir, gefur til kynna, að mönn- um ættu að vera ljósar allar hliðar vandans og fyrir ættu að liggja haldgóðar upplýsingar, sem nauð- synlegar eru til mótunar fram- sýnnar stefnu. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt hefur nýlega beint athygli manna að fjölskyldumálum með útgáfu bókar um þau. Það væri vissulega þarft, ef sá ágæti félagsskapur hefði að því frumkvæði innan Sjálfstæðisflokksins, að mótuð yrði á hans vegum alhliða stefna í fjölskyldumálum og byrjað þar sem þörfin sýnist mest, á úrbótum í öldrunarmálum. Samband viö kjósendur Helsta nýjung í starfi stjórn- málamanna hér á landi síðustu ár hafa verið svonefndir vinnustaða- fundir. Eiga þeir rætur að rekja til þess, hve fólk er orðið tregt á að sækja fundi stjórnmálafélaga. í stað þess að kalla á menn til að hlusta á sig, hafa stjórnmála- mennirnir valið þann kost að ganga fyrir kjósendur í kaffi- eða matarhléum á vinnustöðum. Þessi vinnubrögð eru til þess fallin að treysta samband stjórnmála- manna og kjósenda, og fátt er nauðsynlegra í lýðræðisþjóðfélög- um en að þau gagnkvæmu tengsl séu sem mest. Hingað til hafa stjórnmálamennirnir látið sér duga að ræða við kjósendur með þessum hætti rétt í þann mund sem atkvæðaveiðarnar standa sem hæst. Davíð Oddsson, formaður borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna, hefur breytt út af þessu, því að síðustu vikur hefur hann rætt við fjölmarga Reykvíkinga um málefni borgarinnar á vinnu- staðafundum. Fátt er brýnna en að Reykvík- ingum sé gerð glögg grein • fyrir því, hvernig málum borgarinnar er komið eftir rúmlega tveggja ára stjórn vinstri manna. Forsenda eðlilegrar þróunar í þéttbýli er fastmótuð stefna í skipulagsmál- um, þannig að fyrir liggi sá rammi, sem mótar vöxt borgar- innar og viðgang. Meirihluti vinstri manna í Reykjavík hefur ekki komið sér saman um neina stefnu í skipulagsmálum. Undir stjórn sjálfstæðismanna hafði verið staðið þannig að þessu verki, að það var komið á lokastig við síðustu kosningar. Að þeim lokn- um tóku „róttækir" skipulags- frömuðir vinstrisinna við verkinu og síðan hefur ekkert gerst. Blasir nú við stöðnun og úrræðaleysi, sem leiðir til samdráttar, þegar fram líða stundir, bæði í fólks- fjölda og atvinnumálum. Nú kann það að vera á stefnu- skrá vinstri flokkanna að fækka íbúum Reykjavíkur og minnka atvinnutækifærin í borginni, gera hana að aðsetri opinberra stofn- ana og þjónustufyrirtækja, þar sem matsölustaðir þrífast en ekki atvinnugreinar tengdar fram- leiðslustörfum. Sé svo, væri heið- arlegra hjá þessum flokkum að lýsa því yfir berum orðum, í stað þess að fara með veggjum og láta ráðleysið í skipulagsmálum leiða þessa breytingu yfir borgarbúa. Eins og nú horfir er ljóst, að á kjörtímabilinu verður einungis tveimur fyrirtækjum úthlutað lóð- um undir atvinnuhúsnæði í borg- inni, Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga og KRON. Mikið verk Flest af því, sem aflaga hefur farið í stjórn íslenskra efna- hagsmála á undanförnum áratug, má rekja til óráðsíunnar, sem ríkti á árinum 1971 til 1974, þegar fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhann- essonar sat að völdum. Þá var á örskömmum tíma spillt þeirri traustu fótfestu, sem myndast hafði í landsstjórninni á viðreisn- arárunum, stofnað var til útgjalda án þess að huga að annarri tekjuöflun en þyngri skattaálög- um og seðlaprentun. Horfið var frá stefnu stórvirkjana og stóriðju og þar með látið undir höfuð leggjast að treysta undirstöður þjóðarbúsins. Við erum enn að súpa seyðið af þessu og ekki hefur vandinn minnkað við það, að núverandi iðnaðarráðherra, Hjör- leifur Guttormsson, er á móti þeim stórhuga framkvæmdum, sem einar duga til að auka þjóðar- framleiðsluna og þar með bæta lifskjörin með raunhæfum hætti. Millifærslustefnan, sem einungis leiðir til sóunar á fjármunum með auknu streymi þeirra í gegnum ríkishítina, er allsráðandi hjá nú- verandi ríkisstjórn og blekkingar- iðjan eykst í stað þess að minnka. Það er alvarlegt, þegar þessi stefna hefur einnig orðið ofan á við stjórn höfuðborgarinnar. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík hefur ástundað eyðslustefnu og fer síðan ofan í vasa skattborgar- anna til að brúa bilið. Skattar hafa stórhækkaö í Reykjavík í tíð vinstri manna, og þeir hafa ekki lagt sig fram um að skapa neinar nýjar forsendur fyrir arðbærri atvinnustarfsemi í borginni. Þess vegna blasir hið sama við í rekstri hennar og þjóðarbúsins, að hlut- unum er velt á undan sér með sífellt verðminni krónum og raun- verulegur hagur allra rýrnar. Sjálfstæðismenn hafa mikið verk að vinna við að sýna öllum landsmönnum fram á haldleysi þessarar óráðsíu og skapa þær pólitísku forsendur, sem eru skil- yrði stefnubreytingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.