Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 Hjáseta Alþýöuflokksmanna: Málið ekki nægi- lega afdrifaríkt — MÁLIÐ var ckki það af- drifaríkt að okkar mati, að það borgaði sig að vera að setja sig upp á móti þvi. Rikisstjórnin þurfti eitthvert fast land undir fætur til að halda áfram þessari vitleysu sinni, sagði Sighvatur Björgvinsson formaður þing- flokks Alþýðuflokksins i viðtali við Mbl. í gær, þegar hann var um það spurður, hvers vegna Aiþýðuflokksþingmenn hefðu setið hjá við afgreiðslu á frum- varpi ríkisstjórnarinnar um vcrðlagsaðhald og fleira sl. fimmtudag. — Okkar álit er það, sagði Sighvatur einnig, að svonefndar viðnámsaðgerðir gegn verðbólgu í þessu frumvarpi séu framhald á þeirri tilgangslausu vitleysu, sem hér hefur viðgengist alltof lengi. Ríkisstjórnin lagði hins vegar ofurkapp á að málið næði fram að ganga og við vildum ekki leggja stein í götu þess. Mikil aðsókn hefur verið að „Spönskum vordög- um“ sem fram fara að Hótel Loftleiðum, en i kvöld lýkur þessari kynningu, sem Ferðaskrif- stofan Útsýn og Ferðamálaráð Spánar standa íyrir í samvinnu við Hótel Loftlciðir. í tilefni af „Spönskum vordögum" komu hingað tii lands spænskir tónlistarmenn og dansarar, auk nokkurra forvígismanna ferðamála, og á föstu- dagskvöldið voru þau Ingólfur Guðbrandsson forstjóri Útsýnar, Kristín Aðalsteinsdóttir deild- arstjóri og Sigurdór Sigurdórsson aðalfararstjóri Útsýnar á Costa del Sol heiðruð. Fengu þau sérstaka viðurkenningu frá Ferðamálaráði Spánar fyrir að efla tengsl íslands og Spánar með störfum sínum að ferðamálum. Á myndinni hér að ofan eru: Carlos Gil, José A. Vera, Ingólfur Guðbrandsson, Kristín Aðalsteinsdóttir og Sigurdór Sigurdórsson. (Ljósm. Kristján.) Fóstrur hjá ríkinu gengu út: Um 270 börn hafa misst vistun FÓSTRUR. sem starfa hjá rikinu, gengu út á föstudag og i gærdag, þar sem ekki höfðu náðst samning- ar með þeim og ríkinu. Á fimmtu- dagskvöld var haldinn samninga- fundur með deiluaðilum f kjölfar samninga fóstra hjá Reykjavikur- borg. Samningamenn rikisins lýstu þvi þegar yfir, að sögn Mörtu Sigurðardóttur. blaðafulltrúa Fóstrufélagsins, að þeir gætu ekki fallizt á samning þann, sem fóstrur og Reykjavfkurborg höfðu gert og lauk fundi með þvi. Á dagvistarheimilum hjá ríkinu eru nú í kringum 270 börn, en þar hafa starfað 35 fóstrur. Heimilun- um, sem eru sjö talsins, var lokað ýmist 1. maí, eða í gærdag. — Marta sagði, að rætt hefði verið um að halda fund á sunnudagskvöldið, en menn hefðu eitthvað kippzt við þegar heimilin lokuðu og um hádeg- isbilið í gær, var gert ráð fyrir að samningafundur yrði seinnipartinn. Auk ríkisfóstranna standa fóstrur í Garðabæ og Hafnarfirði ennfrem- Brúðubíllinn ræstur MÁNUDAGINN 4. mai, hefjast sýn- ingar hrúðubílsins. en það er hrúðulcikhús, sem ferðast milli gæsluvalla borgarinnar. Þetta er fimmta sumarið, sem leikhúsið starfar. Keyrt er milli allra gæsluvalla Reykjavíkurborgar, en þeir eru 35 talsins. Komið er fjórum sinnum á hvern völl og með nýja dagskrá í hvert sinn. Brúðubíll- inn starfar í tvo mánuði ár hvert, í maí og júní og eru sýningar ails 140. Hver sýning tekur 'h klukkustund. Rannveig Jónsdóttir fannst látin MIKIL leit stóð yfir alla vikuna að Rannveigu Jónsdóttur. 69 ára gam- alli konu. Um 200 manns úr björgunar- og hjálparsveitum. auk lögreglu og aðstandenda, leitaðu i gærdag. Rannveig fannst látin um fjögur- leytið í gærdag milli Kolhóls og Búrfells í Húsafellshrauni fyrir austan Helgafell. Lögreglan vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til björgunar- og hjálparsveitarmanna og annarra þeirra er tóku þátt í leitinni, sem var mjög víðtæk. Þær Helga Steffensen, sem býr til brúðurnar og Sigríður Hannesdóttir sjá um sýningarnar. ur í kjaradeilu. Marta sagði engan fund hafa enn verið boðaðan í Hafnarfirði og því væri nokkuð ljóst, að heimilin þar lokuðu. Hins vegar hefðu farið fram óformlegar þreifingar í Garðabæ og mætti því búast við viðræðum þar um helgina. „Annars er vert að geta þess, að fóstrur hjá ríkinu eru ekki að fara fram á breytingu á gildandi kjara- samningi eins og margir kunna að halda. Sérkjarasamningar hafa ver- ið lausir allt frá því í ágúst á sl. ári. Ríkisfóstrur voru einfaldlega settar í bið þar til samningar voru um garð gengnir hjá Reykjavíkurborg og fóstrum. Nú hins vegar neita samn- ingamenn ríkisins að samþykkja þann samning eftir alla þessa bið,“ sagði Marta Sigurðardóttir, blaða- fulltrúi Fóstrufélagsins ennfremur. Borgarstjórnarmeiríhlutinn: Vísaði tillögu um golf völlinn f rá TILLÖGU borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að golfvöllur- inn i Grafarholti yrði ekki skert- ur. var vísað frá á fundi borgar- stjórnar aðfaranótt föstudagsins. Tillaga sjálfstæðismanna var þess efnis að ekki ætti að skerða golfvöllinn og því væri skipulags- nefnd falið að endurskoða tillögur sínar hvað hann snerti, bæði varðandi ytri mörk hans og eins varðandi þá miðbæjarstarfsemi, sem nú væri gert ráð fyrir við vesturenda hans, en sú starfsemi væri líkleg til að þrengja verulega að vellinum í framtíðinni. Meirihlutinn vísaði þessari til- lögu frá, eins og áður sagði, en tillagan átti að taka af skarið um að ekki yrði gengið á golfvöllinn. Jafnframt samþykkti meirihlut- inn tillögu þar sem segir að afmörkun á opnu svæði til sér- stakra nota á Grafarholti, svæði golfvallarins, skuli til vesturs og norðurs vera miðuð við núverandi afmörkun hans. Dómkórinn syngur Missa Brevis eftir Mozart í Dómkirkjunni á morgun ANNAÐ kvöld, mánudagskvöldið 4. maí. kl. 20.30 heldur Ilómkór- inn tónleika i Dómkirkjunni. Höf- uðviðfangsefni kórsins að þessu sinni er hið fagra og vinsæla verk Mozarts, Missa brevis, KV 194. Jafnframt syngur kórinn tvær mótettur eftir Schiltz. í Dómkórnum eru nú rúmlega 30 manns. Þeim til liðs kemur 14 manna flokkur úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Konsertmeistari verður Þorvaldur Steingrímsson. Einnig leikur Helga Ingólfsdóttir á sembal. Einsöngvarar verða Elín Sigur- vinsdóttir, sem einnig hefur annast raddþjálfun kórfélaga, Rut Magn- úsdóttir, Sigurður Björnsson og Halldór Vilhelmsson, sem jafn- framt syngur kantötu nr. 82, „Ich habe genug" eftir J.S. Bach. Stjórnandi tónleikanna verður dómorganistinn, Marteinn H. Frið- riksson. Auk almenns messusöngs syngur Dómkórinn við ýmsar áthafnir, sem greitt er fyrir sérstaklega, s.s. embættistöku forseta íslands, setn- ingu Alþingis og tendrun jólatrés á Austurvelli. Það, sem inn hefur komið, hefur kórinn lagt til hliðar til að nota við tækifæri sem þetta, og því er verði aðgöngumiða mjög í hóf stillt, aðeins 30 kr., en ellilíf- eyrisþegum er sérstaklega boðið endurgjaldslaust. Það er orðið langt síðan Dómkór- inn hefur staðið að tónleikum sem þessum og forráðamönnum Dóm- kirkjunnar þykir mjög vænt um þetta glæsilega framtak hins vin- sæla dómorganista og söngfólks hans. Þeir vona, að framhald geti á orðið og vænta þess, að velunnarar Dómkirkjunnar og tónlistarunn- endur yfirleitt, fjölmenni á tónleik- ana í kirkjunni á mánudagskvöld kl. hálf níu. Frá Dómkirkjunni Dómkirkjan Læknanemar harma ákvörð- un um fjölda- takmarkanir STJÓRN Félags læknanema harmar ákvörðun Háskóiaráðs um beitingu fjöldatakmarkana i Læknadeild Háskóla Íslands. Hvað varðar hinn almenna stúdent er hér gróflega gengið á hans akademiska rétt innan Há- skóla íslands, og skapar þetta óeðlilega samkeppni í Læknadeild. Fjöldatakmörkun er fyrst og fremst skipulagsatriði fyrir Læknadeild, þar liggja engar fag- legar kröfur að baki, sem brýtur algjörlega í bága við jafna aðstöðu til náms. Tvennir tónleikar Á SUNNUDAGINN efnir Tón- skóli Sigursveins D. Kristinsson- ar til tónleika i Fellaskóla i Brciðholti. M.a. flytur blokkflautukór og hljómsveit tvö ísl. þjóðlög undir stjórn Sigursveins D. Kristinsson- ar sem einnig hefur útsett lögin af þessu tilefni. Tónleikarnir verða eins og áður var getið í Fellaskóla nk. sunnudag 3. maí og hefjast kl. 14.00, allir eru velkomnir á þessa tónleika. Á mánudagskvöldið 4. maí efnir Tónskólinn svo til Tónleika í Norræna húsinu. Þetta eru tón- leikar framhaldsdeildar Tónskól- ans og koma eingöngu fram nem- endur á efri námsstigum. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. Lárus Jónsson: Arsafmæli verðþróunarum- mæla forsætisráðherra I UMRÆÐU um verðlagsaðhald í efri deild Alþingis sl. fimmtu- dagskvöld vakti Lárus Jónsson, alþingismaður, athygli á um- mælum forsætisráðherra um 40% verðbólgumark rikisstjórn- arinnar 1980, sem hann við- hafði í sjónvarpsþætti 29. aprll það ár. Lárus kvaðst af gcfnu tilefni af öðrum og mun hærri verðþróunarspám sérfræði- stofnana hafa tekið mál þetta upp utan dagskrár hér i deild- inni 30. apríl 1980. Þar hefði forsætisráðherra haldið fast við 40% verðþróunarmörk ríkis- stjórnar sinnar og talið ummæli um 50%—55% verðbólgu hrakspár. í dag, 30. apríl 1981, á ársaf- mæli ummæla forsætisráðherra hér í deildinni, ræðum við enn verðlagsmál. Og eðlilegt er að spurt sé, hvern veg stóðst 40% verðbólguspá forsætisráðherra 1980? Hún stóðst alls ekki. Verðbólgan fór jafnvel fram úr mínum spám, sem kallaðar vóru „hrakspár". Hún reyndist sem kunnugt er 59%. Ennfremur heldur forsætis- ráðherra sig við 40% verðbólgu- spá, þrátt fyrir það að ljóst sé að árangur að stjórnarstefnu og ákvörðunum hefur enginn orðið í verðþróunarmálum. „Verðstöðv- un“ kaupskerðingu, þ.e. lækkun verðbóta á laun og lækkun kaup- máttar launa, hefur ekki skilað þeim árangri, sem af var vænzt. Við hjökkum enn í'sama verð- bólgufarinu, sagði Lárus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.