Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 32
f./ , Siminn a afgreiöslunm er 83033 lOíMíitimWaSjlÍ^ Hrainlathtaki BWndunartMki Stélvankar ARABIA “"•“ípSÍ RaðstofvJnI Nýborgarhúainu, Ármúla 23, aími 31810. SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 Þorskveiðar útlendinga hér við land: Er aflinn þrisvar sinnum meiri held- ur en þeir gefa upp? Fjöldi manns tók þátt í kröfugöngum, sem fram fóru 1. maí í Reykjavík, en göngurnar voru þrjár. Aðalgangan var á vegum Alþýðusambandsins og BSRB, en fatlaðir settu mjög svip á þá göngu. Hinar göngurnar voru annars vegar á vegum Rauðrar verkalýðseiningar og hins vegar á vegum bókagerðarnema og járniðnaðarnema. Ljósmynd Mbl. Kristján. Með yíir 100 tonn í róðri í síðiLstu viku BELGÍSKIR togarar, sem leyfi hafa til vciða hér við land, hafa undanfarið vcrið á stímu slciðum í Grindavikurdýpi og trollhátar frá Sandgerði. Afli hefur verið ágæt- ur og nánast ekkert annað en þorskur. Sjómenn telja hins vegar að afli Belganna hafi verið langt- um meiri heldur en þeir gefa upp Fyrsti maí í Moskvu: Islenzki sendi- herrann við- staddur há- tíðarhöldin ÍSLENZKI sendiherrann í Moskvu, Haraldur Kroyer, tók þátt í fyrsta maí-hátíðahöld- unum þar í borg á hefðbundin hátt, en margir af sendiherrum NATO-ríkjanna sáu ekki ástæðu til að gera slíkt hið sama. Að sögn Harðar Helga- sonar, ráðuneytisstjóra í utan- ríkisráðuneytinu voru að þessu sinni engar hersýningar á hin- um alþjóðlega frídegi verka- manna í Sovétríkjunum. Itúðardal 2. mai. 1981. iBÚÐARHÚSIÐað Ketilsstöðum í Ilvammssveit í Dalasýslu hrann til kaldra kola á föstudaginn, og varð litlu sem engu af innbúi bjargað. Er tjón hjónanna á Ket- ilsstöðum. þeirra Láru og Magn- úsar Halldórssonar þvi tilfinnan- legt. en húsið var lágt vátryggt. Eldsins varð vart skömmu fyrir hádegi, og fór slökkviliðið í Búðar- dal á staðinn, en fékk lítið að gert, er húsið, sem var forskalað timbur- hús, brann. Ekki er vitað um eldsupptök, en talið að eldurinn hafi kviknað í eldhúsi og síðan borist um húsið. þetta er í annað skipti sem og srgja. að Belgarnir hafi trú- lega tekið i aprílmánuði nálægt 700 tonnum af þorski, en það magn mega þeir veiða allt árið. Halldór Halldórsson hefur í vet- ur verið með trollbát frá Sandgerði og sagði hann í samtali við Morg- unblaðið í gær, að í raun væri það ekki mikið magn, sem Belgarnir veiddu. „En ef þeir taka kannski þrisvar sinnum það magn af þorski sem þeir gefa upp og Norðmenn og Færeyingar haga sér eins, þá er það talsvert af þorski, sem fer eftirlitslaust framhjá okkur,“ sagði Halldór. „Við höfum verið þarna við hliðina á Belgunum og vitum, að þeir hafa ekki fengið annað en þorsk þó svo að þeir kunni að segja eitthvað annað. Það minnir á söguna af Halamiðunum, en þar þóttust Þjóðverjar vera í karfa og engu öðru, en á sama tíma voru íslenzku togararnir í rífandi þorski sín hvorum megin við þá. Það hleypir illu blóði í okkur sjómenn að sjá þetta gerast fyrir framan nefið á okkur og við vitum, að það getur ekki verið rétt, sem segir í skýrslum til íslenzkra stjórnvalda. Á sama tíma og okkur á trollbátunum er skipað í land veiða útlendingarnir þarna eftir- litslaust,* sagði Halldór Halldórs- son, skipstjóri. brennur hjá Magnúsi og Láru að Ketilsstöðum, því árið 1946 brann ofan af þeim fjós og íbúðarhús. Er eldurinn kom upp núna voru þau tvö ein heima ásamt barnabarni sínu, en ekkert þeirra sakaði. Ágætt veður var þegar eldurinn kom upp, hægur andvari, þó ekki kæmi það að gagni við björgunar- störfin sem fyrr segir. Þau Magnús og Lára hafa ekki í hyggju að yfirgefa jörð sína, og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að setja niður nýtt timburhús á jörðinni, einingahús, sem jafnvel átti að flytja þangað á morgun eða næstu daga. — Kristjana EKKERT lát var á aflahrotunni í síðustu viku og komu bátar með mikinn og góðan afla að landi miðað við það, að aprilmánuður var að kvcðja, cn um þetta leyti er oftast farið að draga verulega úr afla netaháta. Morgunblaðið hafði í gær samband við fréttaritara og útgerðarmenn i Þorlákshöfn. Grindavík og Vestmannaeyjum og var gott hljóð f mönnum. Þorleifur Björgvinsson hjá Glett- ingi í Þorlákshöfn sagði að síðustu viku hefði afli verið einstaklega góður. Hann nefndi sem dæmi, að meðalafli hjá Höfrungi III og Jóni á Hofi hefði verið yfir 100 tonn í síðustu þremur róðrum og einn daginn hefði Jón á Hofi komið með 115 tonn. Vertíð er orðinn mjög góð í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum þökk sé aprílmánuði, en framan af var tíðin mjög erfið til sjávarins. Friðrik Sigurðsson frá Þorláks- höfn var kominn með 1385 tonn á fimmtudagskvöld og er aflahæstur yfir landið á vertíðinni. Jón á Hofi var með 1346,5 tonn, Höfrungur III Friðrik Sigurðs- son aflahæstur yfir landið með 1314 tonn og þrír aðrir bátar frá Þorlákshöfn eru komnir yfir þúsund tonn. Af Grindavíkurbátum er Hafberg aflahæstur með 1229 tonn, en fjórir aðrir bátar eru komnir með yfir þúsund tonn. Ágætis afli var í vikunni og á fimmtudag var Skúmur með 40 tonn og Hafberg með 38 tonn. Grásleppuvertíðin hefur gengið allvel víðast hvar við landió. en vertiðin er nú að komast f hámark. Á síðasta ári var heildarfram leiðsla íslendinga á grásleppu- hrognum um 19 þúsund tunnur. Þar af voru um 17 þúsund tunnur seldar óunnar til útlanda fyrir tæplega 2,4 milljarða gkróna, en úr um 2 þúsund tunnum var unnið hér á landi og þá einkum hjá verksmiðjunni Arctic á Akranesi. Á síðasta ári var framleiðsla á grásleppuhrognum í heiminum um 28.500 tunnur, Kanadamenn fram- leiddu um 4.500 tunnur, Grænlend- ingar um 2.500 tunnur, Norðmenn um 1.500 tunnur, Danir um 1.000 tunnur og hlutur íslendinga var um 19 þúsund tunnur eða 70—75% af öllum þeim grásleppuhrognum, sem til falla á heimsmarkaði. Þessar upplýsingar koma fram í grein, sem Guðni Þórðarson ritar og birtist á blaðsíðum 28 og 29 í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar Guðni m.a. um markaði fyrir grá- sleppuhrogn og segir frá heimsókn sinni í fyrirtæki nokkuð í Brasilíu. Vertíð lýkur hjá netabátunum 8. maí nk. Baráttan um aflakóngstitilinn er sérlega spennandi í Vestmannaeyj- um. Þar var Þórunn Sveinsdóttir kominn með 1319,5 tonn á fimmtu- dagskvöld, en Suðurey var aðeins 530 kílóum á eftir, með 1319 tonn. Glófaxi er þriðji aflahæsti eyjabát- urinn með 1190 tonn, en sex eyja- bátar eru komnir með yfir þúsund tonn á vertíðinni. Frá 1.—7. maí eru togveiðar bannaðar hjá bátunum. Miðað við bátafjölda er vertíðin orðin með þeim betri í Vestmanna- eyjum. Það hefur lagt áherzlu á að hafa kavíar á boðstólum og þá helzt „danish“ eða „deutscher", en verk- smiðjur í Danmörku og Þýzkalandi, sem selja kavíar til Brasilíu, eru meðal stærstu kaupenda á grá- sleppuhrognum frá Islandi og full- vinna síðan hráefnið. Segir Guðni í grein sinni, að Danir og Þjóðverjar kvarti jafnan sáran yfir okrinu hjá íslenzkum framleiðendum, sem með eftir- gangsmunum hafi fengið sem svar- ar til 33 centa fyrir hrogn, sem fara í 100 gramma glas. Sama magn af hrognum eða kavíar er siðan selt út úr búð í Rio de Janeiro fyrir 1000 cent eða 10 dollara. Guðni segir, að þegar fólki í fjarlægum heimshlut- um sé bent á, að glerkrukkurnar þýzku og dönsku geymi flestar grásleppuhrogn frá íslandi verði margir undrandi og vantrúaðir. Þess sé aldrei getið á skrautprent- uðum umbúðunum að framleitt sé úr íslenzkum grásleppuhrognum þó svo að menn mótmæli því ekki, að varan hljóti að vera bezt þegar hún er framleidd í upprunalandinu. Sjá nánar bls. 28 og 29. Hækkunarþörf atvinnugreina og fyrirtækja: Forsætisráðherra neitaði að svara Eyjólfi Konráði Í IIÖRÐUM umræðum í efri deild Alþingis sl. fimmtudagskvöld um efnahagsfrumvarp rikisstjórnar- innar spurði Eyjólfur Konráð Jónsson (S) Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, hvaða atvinnu- greinar og fyrirtæki það væru, sem á næstu 3 mánuðum þyrftu innan við 8% verðhækkanir, eftir þriggja mánaða verðstöðvun nú, þ.e. á sex mánaða tímabili i hátt i 50— 60% verðbólgu. Gunnar Thoroddsen hafði áður látið að því liggja að hækkunar- þarfir atvinnugreina og fyrirtækja væru mjög mismunandi, þann veg að einstakar verðhækkanir, sem færu yfir væntanleg verðhækkun- armörk er ríkisstjórnin myndi setja sér, mætti vinna upp í minni hækkunum annarsstaðar í þjóðar- búskapnum. Eyjólfur Konráð sagði látið væri í veðri vaka að þessi mörk, miðuð við þrjá næstu mánuði, væru 8%, og kvaðst vænta þess, að forsætisráð- herra svaraði þessari sjálfsögðu og eðlilegu spurningu undanbragða- laust, enda væri spurt málefnalega um mikilvægt atriði í umfjöllun málsins. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra brást hinn versti við þessari spurningu, taldi hana „furðulega" og að ekki væri hægt að svara svo „vitlausri spurningu" áður en rétt verðlagsyfirvöld hefðu metið hækk- unarþarfir þeirra, er við sögu kæmu. Hann greindi frá því að kaupliður í rekstri fyrirtækja væri mjög misháir, þann veg að atvinnu- rekstur með hlutfallslega lágan kaupþátt, þyrfti minni hækkun. Þá þyrfti að horfa til væntanlegrar vaxtalækkunar og þess, að olía, sem væri dýr kostnaðarliður, væri og mjög mismunandi kostnaðarþáttur í atvinnurekstri. Bruninn að Ketilsstöðum í Hvammssveit: I annað sinn sem hjónin missa allt sitt Hrogn frá íslandi seld sem v-þýzkt og danskt góðgæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.