Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 VERKSMIDJU- SALA SAMBANDSVERKSMIÐJANNA Á AKUREYRI SÝNINGAHÖLUNNIBÍLDSHÖFÐA 4.-9.MAÍ Opnar á morgun — Opid frá kl. 1—6 Frá fatav.sm. Heklu: Úlpur, gallabuxur, peysur, samfestingar og sokkar. *** sve^° \e99'- ÓtvO* ..u' — pv\s> TeKU« ** N/e^v’ ' peí<a ^ * Art **0 ■v\0&9*' Y»nQV^ sVtb< Frá Gefjun: Ullarteppi, teppi, teppa- bútar, áklæöi, gluggatjöld, buxnaefni, kjól- efni, ullarefni, garn, loöband lopi. Frá verksm. Skinnu: Mokkakápur, mokkajakkar, mokkahúfur, mokkalúffur. Þaö kostar ekkert aö líta inn og meö smá viöbót má tryggja sér margt eigulegt Ath: Strætisvagnaferðir frá Hlemmi með leið 10 Mörg frímerki gefin út á þessu ári EVRÓPUFRÍMERKI koma út 4. maí og verða sem fyrr i tveimur vcrðxildum, 180 og 220 aura. Myndefnið er sótt i þjóðsögur; Galdra Loft og Djúpir eru ís- lands álar. Þetta er önnur frímerkjaútgáf- an á þessu ári; í febrúar komu út tvö frímerki með myndum af Finni Magnússyni og Magnúsi Stephensen. í frétt frá póst- og símamálastjórninni segir, að þriðja frímerkjaútgáfa ársins verði að öllum líkindum þrjú frímerki með íslenska fugla, mús- arindil, heiðlóu og hrafn að mynd- efni, í verðgildunum 50, 100 og 200 aurar, fjórða útgáfan eitt frímerki í tilefni Alþjóðaárs fatlaðra í verðgildinu 200 aurar og fimmta útgáfan eitt frímerki með jarð- stöðina Skyggni að myndefni og að verðgildi 500 aurar. Þá er og í haust væntanlegt frímerki með málverki eftir Gunnlaug Scheving að verðgildi fimmtíu krónur. Ákvörðun hefur ennfremur ver- ið tekin um útgáfu frímerkis í tilefni 1000 ára afmælis kristni- boðs á Islandi, en hönnun þess frímerkis er enn ekki lokið. Þá hefur og verið til athugunar að gefa út sérstakt „jólafrímerki" í tveimur verðgildum. Hafinn er undirbúningur að frímerkjaútgáfum næsta árs og hefur nú þegar verið tekin ákvörð- un um að gefa út frímerki í tilefni annars vegar af aldarafmæli bændaskólans á Hólum og hins vegar í tilefni af aldarafmæli Kaupfélags Þingeyinga. Einnig hefur verið ákveðið að gefa út frímerki með mynd af íslenska hestinum ásamt tveimur öðrum frímerkjum, helguðum almenn- ingsíþróttum. Ennfremur frí- merki með mynd Þorbjargar Sveinsdóttur, ljósmóður, í flokkn- um „Merkir Islendingar", frímerki með íslensk dýr að myndefni, jólafrímerki og Evrópufrímerki. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRAtTI ( SlMAR: 17182-173SS ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.