Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 24
V HJÁLPARTÆKI FYUGIHUUTIR: STÁUSKÁL-HNOÐARI• HRÆRARI• ÞEYTARI• PYLSUSTÚTUR SMÁKÖKUMÓT RAFBUÐ SAMBANDSINS Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 DOMUS Laugavegi Kaupfélögin um allt land Mjög hagstætt verö. Leitiö upplýsinga. ÖUFUR eíSLA.SOM & CO. HF. SUNDABORG 22 - SÍMI 84800 - 104 REYKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAI 1981 C> Eigum fyrirliggjandi 2ja, 3ja og 4ra skúffu skjalaskápa. Umsjón: SIGRUN DAVÍOSDÓTTIR Um þcssar mundir er íyrsta íslenzka tjrænmetið að koma á markaöinn, svo það er ekki úr ve>;i að hressa sík á því eftir veturinn. Það er auðvitað sér- Húsnæði óskast Félagasamtök óska aö taka á leigu íbúðarhúsnæöi 300—400 fm. aö stærö. Hugsanleg húsaleiga 5—6000 kr. á mánuöi. Tilboö er greini nafn þess sem upplýsingar veitir leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir fimmtudagskvöld 7. maí merkt: „AB — 9561“. VORGRÆNMETI stakt nýnæmi á vorin, ob þvi sjálfsaKt að ná sér i tómata ob BÚrkur til þess að borða. En eftir að hafa borðað næBÍu sina af Brænmetinu eins ob það kemur fyrir, er hæBt að fara að huBsa fyrir þvi að búa til einhverja Bóða Brænmetisrétti. íslenzkir tómatar, gúrkur, rad- ísur og paprika eru nú komin í búðirnar. Ásamt salati, svepp- um, gulrótum, gulrófum, hvít- káli, blómkáli og kartöflum eru þessar tegundir einna mest áberandi af íslenzku grænmeti. Þetta er auðvitað geysigott, og íslenzkt grænmeti er gott eins og oft er á norðurslóðum, en stundum hvarflar það að áhugafólki um grænmetisneyzlu að tegundirnar mættu vera fleiri. Ekki er að efa að það er takmörkuð eftirspurn eftir minna þekktum tegundum, en ef myndarlega er staðið að kynn- ingu grænmetistegunda, og hvernig bezt er að nota þær, þá líður ekki á löngu áður en æ fleiri sýna þeim áhuga. Tíðar- andinn er líka hagstæður græn- metisbændum, því mikið er gert úr hollustu grænmetis og það vissulega með réttu. Æ fleiri kjósa léttan mat, og þar er grænmeti vissulega góður kost- ur. Islendingar gera víðreist og kynnast mataræði annarra þjóða, þar sem grænmetið skip- ar veglegan sess í matargerð. Það líður vonandi ekki á löngu þar til grænmetisbændur átta sig á þessum ónýttu möguleikum sínum. Þeir hafa með sér sölu- samtök, Sölufélag garðyrkju- manna. Slík samtök eiga ekki aðeins að sjá um að útvega bíla undir uppskeruna og flytja hana í búðir, heldur ættu þau einnig að sjá um kynningu á vöru sinni, ef vel á að vera. E.t.v. eru forráðamenn samtakanna lang- hrelldir á litlum grænmetis- áhuga landans, en nú er öldin önnur, það er áhugi á grænmeti, svo þá er bara að þekkja sinn vitjunartíma og leggja af stað í kynningarleiðangur. Svona sölusamtök geta látið býsna mikið gott af sér leiða, ef hugsað er að möguleikunum. Það er alkunna, að á hverju sumri verður á stuttum tíma gríðar- legt framboð af tómötum, svo að til vandræða horfir. Hér áður fyrr var tómötunum stundum hent, sem var vægast sagt hörmulegt. Flestir foreldrar reyna að kenna börnum sínum að fara vel með mat, og henda ekki mat, ekki satt... Þetta voru auðvitað örþrifaráð. Þá datt mönnum í hug að bjóða þá á lægra verði, hafa útsölu, og það gafst ágætlega. Það er líka ekkert óeðlilegt að gefinn sé afsláttur um háuppskerutímann. í Noregi ku vera öflug sölusamt- ök, sem ekki aðeins sjá um sölu og dreifingu, heldur skipuleggja að einhverju leyti ræktunina, þannig að ekki sé framleitt um of. Hæfileg miðstýring, eða öllu heldur samvinna i ræktuninni, hlýtur að hafa ýmsa kosti. Slik skipulagning ætti líka að beinast að ræktun nýrra tegunda. Ég veit t.d. að brokkolí hefur verið ræktað hér, en aðeins í litlum mæli, og gefizt býsna vel. Brokk- olí hefur verið flutt inn að vetrarlagi, og er vinsælt, svo ekki er út vegi að huga eitthvað að því. Talandi um innflutninginn, þá njóta grænmetisbændur góðs af honum, því oft hafa verið fluttar inn tegundir, sem voru lítt þekktar. Þeir þurfa því ekki að standa í því að prófa sig áfram með að bjóða t.d. upp á sellerí, því það er þegar vel þekkt hér og svó vinsælt, að það er flutt inn állan veturinn, rétt eins og brokkolí og fleira. Auk þess sem þegar er nefnt, væri gaman að fá íslenzkt fennel, kínakál, baunir, spínat, rósakál og ekki sízt fleiri tegundir af salati. Og ekki má gleyma kryddjurtum ... Nýjar kryddjurtir eru handan og ofan við þær þurrkuðu. Það er svo sáraeinfalt að rækta þær, að mér er óskiljanlegt, hvers vegna ekki er gert meira af því. Grænmetis- bóndi hefur bent mér á, að t.d. í Bandaríkjunum séu slíkar jurtir gjarnan seldar í pottum. Það hefur aöeins borið á slíku hér, en ekki nógu mikið. Og svo er afar skemmtilegt að eiga kost á að kaupa þær í vænum knippum beint í matinn. En það er kannski engin ástæða til að vera daufur, því það er hægur vandi að rækta ýmsar góðar tegundir sjálfur... En nóg um ræktunarmálin í bili, og snúum okkur að matseld- inni. Gúrkur Ég ætla rétt að minna á nokkra möguleika í sambandi við gúrkur. Eitt er að gúrkan er ljómandi góð eins og hún kemur fyrir af gúrkuplönt- unni. Ef einhverjir eru þungir á sér eftir veturinn, er ekki úr vegi að fá sér gúrkubita, ef hungrið sverfur að, í stað brauðs eða svo ég nefni nú ekki sætmeti. Það getur verið býsna gott að smyrja brauðsneiðar og bera fram sem léttan máls- verð. Þunnar brauðsneiðar eða hrökkbrauð með ríkulegum skammti af gúrkusneiðum og kotasælu ofan á er einn möguleiki. Pipar og salt fyrir þá sem vilja. Vænn skammtur af gúrkusneiðum, ásamt nokkrum rækjum, helzt úthafsrækju, er girnilegur kostur. Nokkrir dropar af sítrónusafa, og pipar ... Þunnt lag af reyksíldar- kæfu eða annarri góðri kæfu, og gúrka ofan á. Það er vorlegur forréttur að hola út um 5 cm langa gúrkubita blanda innmatnum saman við t.d. sýrðan rjóma, kotasælu eða jógúrt, krydda eftir smekk, og setja í gúrku- bollana. Ofan á getið þið sett dillkvisti, þegar og ef þið náið í slíkt (t.d. úr eigin blóma- potti) og þunna sneið af reykt- um laxi, síld eða rauðmaga. Kaviar er einnig góður kostur, ekki sízt ef þið eru svo heppin að ná í kavíar, sem hefur ekki verið settur í lítt lystaukandi litabað ... Einnig getið þið blandað innmatnum saman við smátt skorna tómata, og e.t.v. bragðbætt með ólífum og kapers. Nokkrir vínediksdrop- ar, hvítlaukur og pipar til bragðbætis. E.t.v. kotasælu í toppinn ... Rækjur í fyllinguna er munaðarútgáfa. Og ekki má gleyma þessum gullfallegu og skínandi góðu íslenzku sveppum, sem nú fást oft, sveppaelskum til mikill^r ánægju. Sneiðið þá, eða sker- ið niður, látið þá liggja í legi úr svolitlu af sítrónusafa og olíu, e.t.v. ásamt hvítlauk, pipar og kryddjurtum, í um 1 klst. eða lengur. Berið þá síðan fram á diskum fyrir hvern og einn, t.d. er hægt að setja þá í litla hrúgu ofan á gúrkusneiðar. Athugasemdir Ég las með ánægju grein Böðvars B. Malmquists yfir- matreiðslumanns garðávaxta um kartöfluframleiðsluna í Mbl. sl. þriðjudag. Mér þótti þar býsna margt forvitnilegt. Minnkandi geymsluþol er vissu- lega ærið skuggalegt en það hefur borið nokkuð á því í rótarávöxtum og ýmsu græn- meti víðs vegar í Evrópu og Bandaríkjunum. Þar er ekki sízt kennt um jarðvegs- þreytu, illri áburðarnotkun, þ.e. of miklu af ólífrænum áburði og svo áherzlu á fljót- sprottnar tegundir. Þetta er nokkuð ískyggileg þróun og ekki aðeins áhyggjuefni bænda heldur ekki síður neytenda, því um leið minnkar næringar- gildi grænmetisins, svo ekki sé minnzt á bragð. Eðvald bendir einnig á, að það væri skyn- samlegt að huga að ræktun kartöflutegunda, sem hægt sé að matreiða á annan hátt en aðeins að sjóða þær. Það er víst ekki vafi á, að það kinnka margir kröftuglega kolli því til samþykkis ... Ég vona að bænd- urnir taki mið af þessu. í síðasta þætti urðu línu- brengl í prentuninni. Fyrir ofan miðjan þriðja dálk fóru 8 línur á flakk og lentu efst í dálkinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.