Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981 5 Útvarp kl. 13.45: Líf og í dag kl. 13.45 verður fluttur í útvarpinu 7. þátturinn i fram- haldsflokknum „Líf og saga“. Ilann nefnist „Skýrsla frá Versöl- um“ ok er tekinn saman af Ilaraldi Mördrup, en Ævar R. Kvaran serði íslensku þýðinguna ok stjórnar jafnframt upptöku. Meðal flytjenda eru Steindór Iljörleifsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Helga Þ. Stephensen, Iljörtur Pálsson og Ævar R. Kvaran. Flutninsur þáttarins tekur 74 minútur. Tæknimaður: Georg Magnússon. saga Ekki er ofsögum sagt af glysinu og glæsileikanum við hirð „Sól- konungsins" Loðvíks 14. Frakka- konungs. En það er aðeins á ytra borði. Þegar skyggnst er undir yfirborðið kemur margt ófagurt í ljós, og í einkamálum konungs gengur á ýmsu, því þar vilja margir hafa hönd í bagga. Frá- sögnin er að mestu byggð á skýrslum Spanheims baróns frá Brandenburg, sem dvaldi við frönsku hirðina um og eftir 1660. Útvarp kl. 17: Ljóð eftir Jakob Jónsson frá Hrauni í útvarpinu kl. 17 verða lcsin Ijóð eftir Jakob Jónsson frá Ilrauni og er það höfundur sem les. Að sögn Jakobs hafa þessi ljóð aldrei birst áður og er elsta þeirra aðeins nokkurra ára gamalt. Eru þetta ljóð sem ort hafa verið af ýmsu tilefni og má þar nefna ljóðið „Leik- rnynd" sem er við útvarps- og sjónvarpsleikritið „Mað- urinn sem sveik Barrabas", og átti það upphaflega að vera fylgiljóð með því. Annað ljóð er í þjóðvísu- stíl sem er gert úi af þjóðsögu um Hallgrím Pét- ursson. Eitt er Hall- grímsminning en það var einu sinni flutt af Jóni Sigurbjörnssyni, leikara, í frægri messu innan múra Hallgrímskirkju. Fyrir nokkrum árum gaf Jakob út ljóðabókina „Vökunætur", en öll eru þessi ljóð yngri en þar voru. Úr leikritinu „KIækjarefur“, sem verður á dagskrá á morgun Sjónvarp mánudag kl. 21.15: Breska gamanleikritið „Klækjarefur“ í sjónvarpinu á mánu- daginn verður klukkan 21.15 á dagskrá breskt gamanleikrit frá sautj- ándu öld er nefnist í íslenskri þýðingu „Klækjarefur“ og er eftir Bretann William Con- greve. Leikstjóri er Peter Wood en með aðalhlut- verkin fara Dorothy Tut- in, Michael Bryant og Robert Stephens. Leikritið gerist á heim- ili heldra fólks á Englandi þar sem fáir segja það sem þeir meina, eða meina það sem þeir segja. Leikritið tekur klukku- tíma og fimm mínútur í flutningi og þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. 2. - 18. október -17 Samvinnuferðir-Landsýn efnir nú til fyrstu íslensku hópferðarinnar i beinu leiguflugi til Puerto Rico - einnar af vinsælustu ferðamannaeyjum Karabiska hafsins. Dvalist verður rétt utan höfuðborgarinnar San Juan í hinni stórglæsilegu ferðamannamiðstöð El San Juan Resort Center E1 San Juan Resort Center Ferðamannamiðstöðin er svo sannarlega heill heimur út af fyrir sig. Þar erm.a. að finna þrjár hótel- og íbúðablokkir, lOveitingastaði, m.a kínverskan og ítalskan, og fjölda kaffihúsa, skemmtistaða og verslana. Auk þess er þar fyrsta flokks næturklúbbur, spilavíti og fleiri ágætir staðir til þess að eyða kvöldunum á, en á daginn biður þín einkabaðströnd, þrjár stórar sundlaugar, fimm tennisvellir, sem flóð- lýstireru á kvöldin, þlakvellir o.fl. o.fl. I ferðamanna- miðstöðinni er einnig að finna matvöruverslun, bamaleikvöll, bamasundlaug, heilsurækt með full- komnum tækjabúnaði, saunabað, billiardsal og áfram mætti lengi telja. ípruuir - uiivim Lúxus-klassi” 99 íslensku hópferðafarþegamir geta valið á milli hótelgistingar á Hótel Palace með 1/2 fæði, eða íbúðargistingar á El San Juan Towers. Á báðum stöðunum hefur ströngustu kröfum til aðbúnaðar, glæsileika og hreinlætis verið fullnægt, og gistingin telst til ,,lúxus-klassa". Tennisvellir, blakvellir, körfuboltavellir, sundlaugar, fimm glæsilegir golfvellir í nágrenninu, bátaleiga, sjóbrettaleiga, köfunarnámskeið og lerðsögn um undirdjúpin, sjóstangaveiðiferðir, skautaleiga, hjólaskautaleiga, hestaleiga o.fl. o.fl. - alls staðar endalausir möguleikar. Verð frá kr. 7.900 Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn Verð miðað við flug og gengi 27.08.1981 Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.