Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 32
3 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 1981: Afkoma iðnaðarins ekki verið verri frá inngöngunni í EFTA Kalla yfir sig vofu atvinnuleysis, verði sömu efnahagsmálastefnu fylgt, segja iðnrekendur Noregsfréttir: 28.500 atvinnu- lausir f nóv- embermánuði Á árinu 1980 fluttu alls 16.265 skip um 63.860.000 tonn af vörum til norskra hafna, og er það um 11% auknin^ frá árinu á undan. Af heildarflutningunum fluttu Norðmenn sjálfir um 43%, og er þar um 5,5% minnkun að ræða frá árinu áður. Framfærsluvísitala Framfærsluvísitalan hækkaði um 0,4% á tímabilinu 15. október til 15. nóvember sl., en hún hækk- aði hins vegar um 12,4% frá nóv- ember 1980 til nóvember 1981. Atvinnuleysi I nóvembermánuði voru um 28.500 manns atvinnulausir í Nor- egi, sem er um 1,7% vinnufærra manna í landinu. Þetta er mesta atvinnuleysi skráð í Noregi í nóv- ember frá árinu 1945. Frá fyrra mánuði fjölgaði atvinnulausum um tæplega 2.000. Af þessum 28.500 voru 12.000 konur og 5.000 ungmenni undir 20 ára aldri. í ágústmánuði sl. voru alls 47.000 manns atvinnulausir í Noregi. Svíþjód: Olíuinnflutn- ingur dróst saman um 22% SVÍAR reikna með um 12% aukningu innflutnings í verðmæti á fyrstu sex mánuðum ársins 1982, samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Hins vegar varð um 2% aukning í innflutningi landsmanna á síð- asta ári í verðmæti talið og er þá miðað við sambærilegt gengi. Heildarverðmæti innflutnings Svia á síðasta ári var liðlega 143,7 milljarðar sænskra króna. Neytendaverð Á síðasta ári hækkaði neytenda- verð í Svíþjóð um liðlega 10,2% samanborið við liðlega 14% árið á undan. Matvæli hækkuðu í Svíþjóð um liðlega 12,9% á síðasta ári, sam- anborið við liðlega 15,5% á árinu 1980. Olíuinnflutningur Á síðasta ári dró verulega úr olíuinnflutningi í Svíþjóð, gasolíu, svartolíu og benzíns. Samdráttur- inn í olíuninnflutningi var um 22%, en um 6,5% í benzíninu. 46% samdrátt- ur í sölu demanta 1981 MIKILL samdráttur var í sölu demanta á síðasta ári, eða um 46%. frá árinu 1980, sem að vísu var metár. Heildarsalan nam á síðasta ári 1,47 milljörðum doll- ara, samanborið við 2,72 milljónir dollara árið 1980. Salan á seinni helmingi ársins var sérstaklega léleg, eða var að- eins að verðmæti um 520 milljónir dollara. Helztu ástæður þessa mikla samdráttar eru taldar vera offramleiðsla, háir vextir á pen- ingamörkuðum og síðast en ekki sízt hinn almenni samdráttur í efnahagslífi heimsins. Sala á demöntum í smásölu virðist heins vegar hafa verið með eðlilegu móti, að því er fréttir herma. I. Á ÁRINU 1981 reyndust hin al- mennu rekstrarskilyrði iðnaðarins honum afar óhagstæð. Versnaði staðan til muna frá árinu 1980. í byrjun ársins urðu mjög snögg um- skipti íýmsum þáttum, sem ráða miklu um hag og afkomu iðnaðarins, segir m.a. í nýju fréttabréfi Félags íslenzkra iðurekenda, FÍI, Á döfinni. — Þessi umskipti áttu sér ýms- ar ástæður. Má þar nefna: — Lög um aðlögunargjald runnu út í lok ársins 1980, án þess að starfsskilyrði iðnaðarins væru lagfærð. — Ríkisstjórnin ábyrgðist sér- staka 5% hækkun viðmiðunar- verðs á fiski í Verðjöfnunarsjóði á tímabilinu janúar /maí. Engar sambærilegar ráðstafanir voru gerðar vegna afkomu iðnaðarins. — Lagðir voru stórfelldir nýir skattar á sælgætis-, kex-, öl-, og gosdrykkjaiðnað. — Verðstöðvun ríkisstjórnarinn- ar á fyrri hluta ársins bitnaði illa á íslenzkum iðnaði. — Ríkisstjórnin ákvað að halda meðalgengi íslenzku krónunnar óbreyttu fyrstu mánuði ársins, en á sama tíma var gert ráð fyrir 40—50% innlendum kostnaðar- hækkunum á ári. — Miklar sviptingar urðu á er- lendum gjaldeyrismörkuðum og varð sú þróun, ásamt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um það, hvern- ig íslenzka krónan var skráð, ís- lenzkum iðnaði þung í skauti. Vandi iðnaðarins á árinu 1981 birtist í því, að tekjur hækka mun minna en kostnaður. Innlendur tilkostnaður jókst á árinu um 40—50%, þar af hafa kauptaxtar hækkað um 43%. Tekjurnar hækkuðu minna. Þannig hækkaði verð á Bandaríkjadölum um 31,4%, þegar miðað er við meðal- gengi hvers mánaðar í íslenzkum krónum. Sambærileg hækkun á þýzku marki var 13,9% og sterl- ingspundið hækkaði aðeins um 4,8%. Meðalgengi erlendra mynta hækkaði aðeins um 37% milli ár- anna 1980 og 1981, en þar af að- eins um 20% frá upphafi til loka ársins. Að mati iðnrekenda hefur þessi óhagstæða þróun m.a. haft í för með sér, að afkoman hefur versn- að frá fyrra ári. Reyndar hefur hagnaður iðnfyrirtækja hægt og bítandi farið minnkandi undan- farin 10 ár. — Búast má við að árið 1981 reynist versta árið, hvað afkomu snertir, síðan við gerð- umst aðilar að EFTA. Ætlað er að útflutningsiðnaðurinn verði rek- inn með tapi og samkeppnisiðn- aðurinn hefur í flestum tilfeilum einnig átt mjög erfitt uppdráttar. Á árinu 1981 minnkaði mark- aðshlutdeild innlendra iðnfyrir- tækja, sem keppa á heimamarkaði við innfluttar vörur. Gengisstefn- an, sem rekin var, leiddi til mikils innflutnings á árinu og gert er ráð fyrir, að síðustu 4 mánuði ársins hafi almennur vöruinnflutningur aukizt um 30% á föstu gengi. Islenzk iðnfyrirtæki hafa átt við vaxandi greiðsluerfiðleika að etja og hafa þeir greiðsluerfiðleikar m.a. komið fram í mjög vaxandi útlánum viðskiptabanka og Seðla- bankans til iðnaðarins. Atvinna í iðnfyrirtækjum hefur reynzt ótryggari en áður og farið heldur minnkandi. Jafnframt hafa nokkur iðnfyrirtæki neyðzt til að hætta framleiðslu. Það ætti því að vera augljóst, að stjórnvöld geta ekki endurtekið á þessu ári slíkar aðgerðir, án þess að kalla yfir sig vofu atvinnuleysis, segir að síð- ustu í fréttabréfi FÍI. Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands: ir Obreytt álagning, en mikil hækk- un á rekstrarkostnaði frá 1979 FRÁ þVÍ í aprílmánuði 1979 hefur smásöluálagning verið óbreytt, að hundraðshluta til, þrátt fyrir miklar hækkanir á reksturskostnaði verzl- ana. lægar breyting var gerð á verð- lagsákvæðum í apríl 1979 var látið í það skína, af hálfu verðlagsyfir- valda, að verðlagsákvæðin yrðu endurskoðuð og lagfærð síðar, með tilliti til afkomu smálsöuverzlunar, sagði Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands, í samtali við Mbl. — Nú hefur komið í ljós, svo ekki verður um villzt, að afkoma smásöluverzlana, samanber tölur Þjóðhagsstofnunar, er slæm og eru margar smásöluverzlanir reknar með tapi. Það skal sér- staklega undirstrikað í þessu til- liti, að afkoma smásöluverzlana í dreifbýli er mun lakari en smá- söluverzlana í þéttbýli, sagði Magnús E. Finnsson ennfremur. — Neðantalin atriði teljum við m.a. vera orsök lélegrar afkomu smásöluverzlunarinnar: — Mikil hækkun á olíu- og benzínkostnaði, sem hefur haft í för með sér verðhækkun á akstri, umbúðum, rafmagni og hitunar- kostnaði. — Vextir hafa hækkað veru- lega, og þá sérstaklega vegna þess, að heildsölufyrirtæki reikna nú almennt vexti á vöruvíxla verzlana, þrátt fyrir það að heild- verzlanir fái 3% vexti reiknaða inn í álagningu, samanber ákvörðun Verðlagsráðs frá apríl 1979. — Samkvæmt lögum frá því í júní 1980 ber öllum sjálfstæðum atvinnurekendum og þar með kaupmönnum, að vera aðilar að lífeyrissjóðum landsmanna. Hér er um að ræða nýjan kostnaðarlið smásöluverzlunarinnar. — Sérstakur fasteignaskattur hefur verið lagður á verzlunar- Magnds E. Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtaka íslands. húsnæði síðustu ár, sem veldur auknum útgjöldum hjá verzlun- um og hefur því húsaleiga og reksturskostnaður fasteigna hækkað verulega. — Launakostnaður smásölu- verzlana hefur aukizt frá því í apríl 1979, auk þess, sem launa- tengdum gjöldum hefur fjölgað. A það skal minnt sérstaklega, að flest ofantalin atriði eru lögð til grundvallar þegar verðlagsráð metur verðhækkanir til annarra þjónustugreina, en smásöluverzl- unar. Því er það eindregin ósk Kaup- mannasamtaka íslands að Verð- lagsráð taki nú þegar til endur- skoðunar verðlagsákvæði í smá- sölu, með tilliti til þessa. í bréfi Kaupmannasamtaka íslands til Verðlagsráðs nú nýlega, er fjallað um þetta vandamál smásölu- verzlunarinnar og öll ofantalin atriði áréttuð skilmerkilega og vænti ég þess, að ráðið sjái sér fært að verða við þessari sann- gjörnu ósk smásölunnar og lag- færi verðlagsákvæðin, sem nemur auknum kostnaði undangenginn- ar tveggja ára, sagði Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.