Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ^^OMUÍAJUSUÚL Athyglis- verð grein um málefni fatlaðra Sauðárkróki, 23. januar. Velvakandi góður! Mig langar til að vekja athygli fólks á grein. í Morgunblaðinu sem birtist þann 19. janúar og heitir „Er eitthvað til úrbóta?“, eftir Sigfús J. Johnson. Greinin fjallar aðailega um ár fatlaðra og félags- skap þeirra (hjólastólafólks) sem bera nafnið Samtök endurhæfðra og mænuskaddaðra, (skamst. SEM). Ég ætla ekki að endursegja greinina hér, en hvet alia til að lesa hana, því mér finnst hún eitt bezta framlag til þessara mála sem ég hef lesið og þær hugmynd- ir sem þar koma fram alveg frá- bærar og framkvæmanlegar hér á landi. Ég bendi sérstaklega á frumdrögin að markmiðum sam- takanna, en mér skilst að þau séu samin af fötluðum sjálfum. Sem sagt, ég hvet alla til að lesa þessa grein og gaman væri að fleiri létu álit sitt í ljós, t.d. í Vel- vakanda, því þar er flest mannlegt rætt og lesið. Með þökk fyrir birtinguna, Ragnh. Bjarman. Athugasemd við bréf „Fyrrverandi sóknarprests4*: „Því af náð eruð þér hólpnir“ 2819-2894 skrifar: Kæri Velvakandi! Mig langar til að leggja örfá orð í belg í sambandi við hina „frels- uðu“, því mér finnst gæta svo grátlegs misskilnings hjá „fyrr- verandi sóknarpresti" um þessi mál. I svargrein sinni til „fyrrver- andi drykkjumanns" lætur hann i ljós þá skoðun að fólkið geti ekki einu sinni dæmt um það sjálft hvort það sé frelsað eða ekki nema með því að upphefja sig en lítils- virða aðra. Þetta tel ég alrangt. Allir þeir sem lesa Guðs orð ættu að vita að þar stendur í Ef- esus-bréfinu, 3. kapítula 8.-9. versi: „Því af náð eruð þér hólpnir, frelsaðir orðnir fyrir trú og það er ekki yður að þakka heldur Guðs gjöf, ekki af verkum, til þess að enginn skuli geta þakkað það sjálfum sér.“ Fyrst það er Guðs gjöf og aðeins af náð en ekki af verkum þá er það að vera frelsaður alls ekkert til að hæla sér af, heldur aðeins til að gleðjast yfir. Mig langar að nefna annan ritningarstað sem er i 1. kapítula Jóhannesarguðspjalls 12. versi: „En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúðu á nafn hans.“ Ég ætla að taka einfalt dæmi sem jafnvel 5 ára barn gæti skilið. Hugsum okkur að á öllu Islandi væri til dæmis ekki til eitt einasta úr eða klukka. Allir væru svo fá- tækir að þeir gætu ekki eignast slíka gersemi. Svo kæmi ríkur konungtlr og vildi gefa hverju ein- asta mannsbarni úr. Jú, sumir tækju við því með gleði og nytu allra þeirra þæginda sem slíkur smáhlutur veitir. Öðrum fyndist þetta bara „fiff“ — tryðu því jafn- vel ekki að þetta væri alvara hjá konungnum, og hugsuðu svo ekki meir um það. Ef nú einhverjir af þeim sem tóku við úrunum færu að segja öðrum sem ekkert ættu, hve gott það væri, væri það alls ekki endilega til að hreykja sér upp — enda ekki af neinu að hreykja sér, úrin voru ekki áunnin heldur gjöf — heldur af einlægri löngun til að hann tæki nú við öðru líka og nyti allra þeirra gæða sem það veitir. Við vitum hvort við höfum tekið á móti gjöf eða ekki. Endurlausnin í Kristi er gjöf, ef við höfum af einlægni meðtekið hana af hjarta og í trú, þá erum við hólpin, „frels- uð“. En í 1. Jóh. 11. vers er okkur sögð sú sorgarsaga að jafnvel hans eigin menn tóku ekki við honum! Allir þeir, sem ekki vilja berja höfðinu við steininn, vita að það eru þvi miður margir sem ekki hafa ennþá tekið við honum. Þeir afneita nafni Drottins, og troða niður allt sem heilagt er. Það er jafnvel stefna margra ráðandi „isma“ í mörgum löndum. Megi Guð gefa þeim „frelsuðu" að vera ennþá duglegri að segja frá gjöf Konungsins en þeir hafa verið hingað til svo að sem flestir mættu taka við henni og eignast þann rétt að kallast Guðs börn. Kona sem er frelsuð af náð. þar hujjsi hver um sjálfan sig, Ég þrái svo sárt einhvers samúð, Að hrasa, það hendir oss alla. íc seíi ei meir um þafl. því sál mín er einmana og þreytt. því heimurinn hlekki hvern mann. Svíar eru sjentilmenn, Ég verð færður í fangelsi að morgni. Ilverjum ungling er auðvelt að falla, ef aldrei til guðs hiður hann. sjást jn ir stundum þar, { framtíð að búa þar einn, fremri eru en rrólwkir menn í kring verða járngrindur kaldar þar fríóir norsarar. og koddi minn hrufóttur steinn. (Og hér er einn ein viðbót við meyjarnw |>oir mikið þrá. i>|í mjöf sú ást er heit. þetta kvæði, “Fangasönginn") éjj vil heldur eiga þá Ef hefði ég engilsins vængi en aulabárd úr sveit. ílygi ég ánauðarhelsinu frá. Ég flygi í míns ástvinar arma. Yfir hófin vill hugur minn sveima — Velvakandi þakkar Jóni kær- ánægður dæi eg þá. og heim til þín Ijúfasta ma*r. lega fyrir braginn og býst við, að Það er sárast að sjá þig ei lengur af söknuði hjarta mitt slær. ýmsir hafi gaman af að rifja hann í kyrrlátri mánaskinsdýrð. upp. því ég ft‘tla að segja þér sögu, I*ó hafdjúpin meini okkur munað Höfundur kvæÖisins kallar sig þá sögu sem engum var skýrð. þá mundu samt elskandi vin. „Grínista", en sumir segja að kvæð- Þú veist að hann vendir heim aftur ið sé úr einhverri revíu og eftir er vorhla^rinn andar a hlvn. „Ingimund“. Margar og mislangar uppskriftir Til fangelsis feta eg hljoður Margoft gengum við götuna leyndu í góðviðri uni miðnætur stund. bárust af „Fangasöngnum". Hér Burt hrifinn frá heimili og móður Tókum undir með líðandi lindum birtist uppskrift sem Loftur Sigur- með hrynjandi tárin á kinn. er liðast um döggvota grund. jónsson kom með og er hún þannig: Fangasöngurinn Mín móðir, hun syrgir svo sáran. lH‘gar rökkvar við finnumst sem forðum en setur á guð alla von. og fylgjumst um kunnugan stig, Éjj vildi a«) ég ft'tti einhvern ástvin, Ilvar sem að hla'ðir ein háran. þar sem ástir og ft'vintýr hjala sem mig elskaði falslaust og heitt. þá hls'ðir hun fyrir einn son. en aðeins um þig og um mig. Polaroid og Ljósmyndaþjónustan sf. bjóða hér með til: Polaroid-vörukynningar og sýnikennslu að Hótel Esju þriðjudaginn 2. febrúar nk. kl. 9.30—12.00 og 13.30—17.00. Notar þú Ijósritunarvél til fjölföld- unar á Ijósmyndum? Hvernig er útkoman? Sérstök athygli er vakin á notkun rasta í sambandi viö Polaroid-myndatökur. Þannig getur þú notaö Ijósmyndir til fjölritunar beint í „duftvélum" meö áöur óþekktum frábærum gæðum! Þessi einfalda aöferö, ásamt miklum fjölda annarra tækja og úrvinnsluaöferöa frá Polaroid, verður sýnd og kynnt aö Hótel Esju. Muniö aö Polaroid-myndir einfalda verkefnin í at- vinnulífinu, á rannsóknarstofum og hjá stofnunum! Tveir fulltrúar frá Polaroid Europe veröa á staönum okkur til liösauka og vonumst viö til aö þú sjáir þér fært aö koma. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku í síma 85811 fyrir 30. þ.m. LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK ' SIMI 85811 EINKAUMBOD FYRIR POLAROID Á ÍSLANDI LEÐURSÓFASETT MIKIÐ ÚRVAL. ÍSLENSK ÍTÖLSK* BRASILÍSK L_____ SHdBn. Srniðjuvegi 6 - Sími 44544 PAt) PJK FKETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.