Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 + Elskuleg móðír okkar, ELÍN BERGS, er látin. Guöbjörg, Helgi, Halla og Jón H. Bergs. + Eiginmaöur minn, DAÐI STEINN KRISTJÁNSSON, stýrimaöur, Akurholti 11, Mosfellssveit, lést í sjúkrahúsi í London 25. janúar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og stjúpdætra, Kolbrún Matthíasdóttir. Elskuleg dóttir okkar. unnusta mín, systir og mágkona, ÍRIS lést af slysförum þann 26. þ.m. Sigmar Grétar Jónsson, Gróa Sigfúsdóttir, Guðmundur Rafn Guðmundsson, Brynhíldur Sigmarsdóttir. Bragi Sveinsson, Jónína Halla Sigmarsdóttir, Guðmundur Blöndal. Faöir okkar og tengdafaöir JÓN SIGMUNDSSON, fyrrv. framkvæmdastjóri, Akranesi, andaöist að sjúkrahúsi Akraness 24. janúar sl. Jaröarförin fer fram frá Akraneskirkju, laugardaginn 30. janúar kl. 13.30 síödegis. Garðar S. Jónsson, Kristin H. Jónsdóttir, Höróur Sumarliöason, Ólafur I. Jónsson, Helga Guömundsdóttir. + Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, SIGRÚN ÞÓRDARDÓTTIR, Grænuhlíö 17, er andaðist 21. janúar veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstu- daginn 29. janúar kl. 13.30. Einar Jónsson, Jón Reynir Einarsson, Margrét Ólafsdóttir, Jóhann Þór Einarsson, Siguróur Einarsson, Hildur Skarphéöinsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Ágúst Ágústsson, Brandur Einarsson, Einar Eínarsson. + Eiginmaöur minn, sonur, faöir, tengdafaðir og afi, JÓN GRÉTAR SIGURÐSSON, lögfræóingur, Melabraut 3, Seltjarnarnesi, veröur jarðsunginn frá Oómkirkjunni i Reykjavik, föstudaginn 29. janúar kl 13.30. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Kiwanis um Ásgeir H. Einarsson. Guóbjörg Hannesdóttir, Þuríður Helgadóttir, Guörún Sigriður Jónsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Steinn Friógeirsson Sigurður Jónsson, og barnabörn. + Hjartans þakkir tyrir auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar HALLGRÍMS GARÐARSSONAR, lllugagötu 34, Vestmannaeyjum. Addý Guöjónsdóttir, Sigfríö Hallgrímsdóttir, Sæþór Hallgrímsson, Berglind Hallgrímsdóttir, Marta Hallgrímsdóttir, Jónas Hreinsson, Sigfríð Bjarnadóttir, Garöar Jónsson. + Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og jaröar- för eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JENNA KRISTINS JÓNSSONAR, Álfheimum 44. Sérstakar þakkir færum viö læknum, hjúkrunarliöi svo og ööru starfsfólki á deild 8, Landspítala, fyrir góöa umönnun í veikindum hans. Svava Sveinsdóttir, Erla Jennadóttir, Kristján Wiium, Erlingur A. Jennason, Sigrún Ingimarsdóttir, Kristinn Stefánsson, Hjördís Guómundsdóttir og afabörnin. Jón Tómasson frá Hrútartungu - Minning Jón Tómasson frá Hrútatungu andaðist í Landspitalanum þann 22. þ.m. eftir nokkra legu þar. Jón hafði átt við heilsuleysi að stríða í nokkur ár. í desember sl. fór han á sjúkrahús. Hann dvaldi hjá syni sínum og tengdadóttur um jólin en varð svo aftur að fara á sjúkrahús og þar var hann uns yfir lauk. Jón Tómasson var fæddur í Hrútatungu 27. des. árið 1900. Foreldrar hans voru Tómas Þor- steinsson og Guðrun Jónsdóttir er bjuggu þar. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum ásamt systrum sín- um, en þær voru Ólöf f. 4. júlí 1896, hún dvelst nú á elliheimilinu á Hvammstanga og Þorgerður f. 5. júni 1906 d. 17. júni 1974. Jón gekk að hinum ýmsu störf- um á heimili foreldra sinna eins oggerðist á þeim árum. Um skóla- göngu var ekki að ræða, þó að hann hefði vafalaust kosið það. Hann fékk snemma mikinn áhuga fyrir hverskonar veiðiskap. Stund- aði hann mikið lax- og silungsveiði í Hrútafjarðará og Síká. Á þessum árum var aðallega veitt í net og var það gert með ádrætti Það var oft hans fyrsta verk á morgnana að ganga niður að ánum og huga að laxi. Ef lax sást, þá var haft samband við nágrannana og svo var dregið á. Á þessum árum var komið upp litlu klakhúsi í Hrúta- tungu og hugsaði Jón um það. Einnig stundaði hann veiði með stöng enda leið að því að netaveið- in hætti. Veiðiskapurinn var hon- um í blóð borinn. Hann var grenjaskytta hér á allstóru svæði ásamt Eiríki Daníelssyni síðar bónda á Fossi. Þeir byrjuðu á grenjum vorið 1926 og voru til 1953 en þá lést Eiríkur og hætti Jón þá. Áhuginn var mikill og ár- angurinn eftir því. Til marks má geta þess að þeir lágu á greni í Tröllakirkju í 4 sólarhringa til að ná einum yrðling sem þeir vissu af, og fóru ekki fyrr en honum var náð. Jón byrjaði að búa í Hrútatungu fyrst í samvinnu við foreldra sína, en þegar móðir hans lést árið 1935 fór han að búa sjálfstætt. Árið 1939 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ósk Þórðardóttur frá Uppsölum við Seyðisfjörð, Norð- ur-Isafjarðarsýslu. Þau bjuggu á hálfri Hrútatungu, en á hinum helmingnum bjuggu foreldrar mínir, Þorgerður systir Jóns og Sæmundur Björnsson, en þau höfðu byrjað búskap árið 1932. Á þessum árum hafði Jón all mikil afskifti af félagsmálum. Hann var sýslunefndarmaður og í stjórn Kaupfélags Hrútfirðinga í all mörg ár. Þá var hann í stjórn Búnaðarfélags Staðarhrepps og var fulltrúi þess á fundum Búnað- arsambands Vestur-Húnavatns- sýslu. Þá var hann einn aðalhvata- maður að stofnun Sjúkrasamlags Staðarhrepps og fleira mætti telja upp. Jón var skarpgreindur maður og átti auðvelt með að koma skoð- unum sínum á framfæri. Það var enginn dans á rósum að stunda búskap á þessum árum. Saman fór kreppan og afleiðingar hennar og svo herjaði mæðiveikin á sauðféð. Það fór því svo að Jón og Ósk brugðu búi 1947 og fluttu til Hafnarfjarðar. Jón stundaði fyrst almenna verkamannavinnu en gerðist svo afgreiðslumaður á Bifreiðastöð Sæbergs og var þar í all mörg ár. Eftir að hann hætti þar var hann um tima í Rafha en gerðist svo afgreiðslumaður á Nýju bílastöðinni og þar vann hann á meðan heilsan leyfði. Hann kom hingað norður á hverju sumri og svo í réttirnar á meðan hann gat. Hann hafði mik- ið yndi af því að fara í göngur á haustin og hafði hann verið gangnastjóri í nokkur ár og einnig var hann réttarmaður í Þverárrétt í Borgarfirði á meðan féð gekk saman á heiðunum. Hann fylgdist með lífi og starfi í sinni gömlu heimasveit og ég hygg að hugurinn hafi oft verið fyrir norðan. Þegar fundum bar saman eða ræðst var við í síma þá kom það best í ljós hvað hann + Faðir okkar og tengdafaöir, MAGNÚS JÓHANNSSON, fyrrum bóndi, Uppsölum, Eióaþinghá, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. janúar kl. 15.00. Börn og tengdabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför KRISTINS VIGFÚSSONAR trésmíöameistara, Bankavegi 4, Selfossi. Guðmundur Kristinsson, Ásdís Ingvarsdóttir, Sigfús Kristinsson, Sólveig Þórðardóttir, Hatsteinn Kristinsson, Laufey Valdimarsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúö viö andlát og útför GYLFA ZÓPHÓNÍASSONAR, Fagradal, Stokkseyri. Þökkum öllum þeim er veittu okkur ómetanlegan stuöning í veik- indum hans. Helga Magnúsdóttir og synir, Sígríður Karlsdóttir. Lokað í dag til kl. 13.00, vegna jaröarfarar Agnars Noröfjörö. Jóhannes Noröfjörö hf., Hverfisgötu 49. fylgdist vel með t.d. hvernig veðr- áttan var hérna. Hann spurði frétta af ngrönnunum, hvernig veiðin gengi í ánum og hvernig gengi grenjavinnslan og yfirleitt um allt sem var að gerast. Jón og Ósk eignuðust einn son, Þórð sem er rafvirki. Hann er kvæntur Halldóru Þorvarðardótt- ur frá Söndum í Miðfirði og eru þau búsett að Blómvangi 20, Hafn- arfirði. Þá ólst upp hjá þeim dóttir Óskar, Anna Dóra Ágústsdóttir. Hún er gift Ingólfi Halldórssyni skólastjora og eru þau búsett að Hólabraut 14, Keflavík. Allt frá því þau fluttu suður, hafa þau Jón og Ósk verið búsett í Hafnarfirði. Fyrst bjuggu þau í leiguhúsnæði, en síðan í eigin hús- næði. Nú síðustu árin hafa þau átt heima að Álfaskeiði 64 í einni af íbúðum sem ætlaðar eru fyrir aldraða. Mikil snyrtimennska hef- ur verið einkennandi á heimilinu og hefur Ósk lagt mikla alúð við að gera heimilið sem hlýlegast. Eftir að heilsuleysi fór að gera vart við sig hjá Jóni mæddi enn meira á Ósk, en hún stoð eins og klettur og lagði sig alla fram um að gera honum lífið sem bæri- legast. Eg á margar góðar minningar, bæði nýjar og gamlar frá því að Jón var að koma norður og þá m.a. kveikti hann hjá mér áhuga fyrir veiðiskap og kenndi hann mér að handleika veiðistöng og renna fyrir silung. Eins þegar ég heim- sótti þau á heimili þeirra og spjallað var um alla heima og geima og landsmálin rædd, en Jón fylgdist mjög vel með öllu sem var að gerast og Ósk gekk um beina og maður fann að þarna var maður velkominn og þar leið manni vel. Eg votta Ósk innilega samúð mína óg einnig fjölskyldum Þórðar og Önnu Dóru. Tómas Gunnar Sæmundsson, llrútatungu. Handritið sent til yfir- lestrar í Moskvu SENDIRÁÐ Sovétríkjanna á ís- landi krafdist þess síðastliðið haust að handrit bókar um knattspyrnuþjálfun, sem hinn sovézki knattspyrnuþjálfari Vík- ings, Yuri Sedov, skrifaði fyrir okaútgefanda, yrði sent til Moskvu til yfirlestrar áður en bókin yrði gefin út hér á landi. Hefur því ekki enn orðið af útgáfu bókarinnar, en hand- ritið er nú komið aftur til ís- lands. Hafa yfirvöld í Moskvu gefið leyfi til að prenta megi bókina án nokkurra breytinga. Að sögn Yuri Sedovs er það regla í Sovétríkjunum að bæk- ur séu lesnar yfir til að kanna hvort lög um höfundarrétt séu brotin. Niðurstaða yfirvalda í Moskvu hefði verið sú að svo væri ekki og því yrði bókin gefin út hér óbreytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.