Morgunblaðið - 05.02.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alsiræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunnl 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuðl innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakið. „Almættidu og Alusuisse Forystugrein Þjóðviljans í gær ber yfirskriftina: Syndakvittun fá þeir ekki. „Þeir“ í þessu tilviki eru „hinir fjölþjóðlegu svikahrapp- ar“ eins og Þjóðviljinn kallar stjórnendur Alusuisse, eiganda álversins í Straumsvík, sá, sem vald hefur til að veita „syndakvittunina", er auðvit- að enginn annar en Hjörleifur Guttormsson. Þjóðviljinn segir, að stjórn- endur Alusuisse hafi verið staðnir að „einhverjum hrikalegustu fjár- svikum, sem okkar saga kann frá að greina". Eins og sjá má af orðavali Þjóðviljans, málgagns „almættisins", hafa kommúnistar þegar dæmt stjórnendur Alusuisse. Að mati Þjóðviljans stendur valið nú á milli þess eins að veita „hinum fjölþjóðlegu svika- hröppum" aflausn eða reka þá út í hin ystu myrkur. Þjóðviljinn telur jafnframt einsýnt, að það beri að velja síðari kostinn. Um leið og það er gert, sýnist blaðið að vísu vilja halda áfram viðskiptum við Alusuisse! Þeir, sem eru að vísu ekki eins kunnugir innviðum ríkisstjórnarinnar og ritstjórar Þjóðviljans, hljóta að efast um forsendurnar fyrir stóryrt- um ásökunum blaðsins í garð stjórnenda Alusuisse og réttmæti þeirrar skoðunar Þjóðviljans, að Hjörleifur Guttormsson sé „almáttugur" í þessu máli. Við blasir nefnilega, að bæði utan og innan rikisstjórnar hafa aðrir tekið ráðin af Hjörleifi Guttormssyni gagnvart Alusuisse. Enginn treystir lengur forræði iðnaðarráðherrans í þessu máli frekar en öðrum. Það eru ekki aðeins stjórnmálaandstæðingar iðnaðarráðherra, sem vantreysta honum, sömu sögu er að segja um valdamikla menn í hans eigin flokki. Er ekki örgrannt um, að sjálfur þingflokksformaður Alþýðubandalagsins sé farinn að gjóta hýru auga til iðnaðarráðherra- stólsins á Alþingi. Gagnvart Alusuisse snýst vandinn ekki um það, hvort veita beri „syndakvittun" eða ekki, heldur hvernig unnt sé að komast til botns í því máli, sem kommúnistar og Þjóðviljinn telja nú þegar til lykta leitt. Hitt er svo óleyst gáta, hvort þingflokkur Alþýðubandalagsins og aðrir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar séu til þess búnir að veita „almætt- inu“ í iðnaðarráðuneytinu syndakvittun. Yfirlýsing Alberts Það hefur verið næsta einkennileg árátta hjá andstæðingum Sjálf- stæðisflokksins, bæði í ræðu og riti, að þeir hafa látið eins og þeir gætu seilst inn fyrir vébönd flokksins, mælt fyrir munn stofnana hans eða einstakra forvígismanna. Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, hefur verið sérstaklega iðinn við þetta undanfarna mánuði og þá einkum beint spjótum sínum að borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hér hefur áður verið vikið að furðulegum árásum blaðsins á Davíð Oddsson, formann borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, árásum, sem snúast um hrein aukaatriði. Undanfarnar vikur hefur Tíminn svo tekið til við að rægja Albert Guðmundsson, borgarfulltrúa og Alþingismann, og meðal annars sagt frá því, að Albert hafi orðið að sæta úrslitakostum og nánast verið þvingaður til að taka sæti á borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. Albert Guðmundsson svarar þessum Tímarógi hér í blaðinu í gær og segist að sjálfsögðu vera á Iista Sjálfstæðisflokksins af fúsum og frjáls- um vilja. Það er rétt til getið hjá Albert Guðmundssyni í yfirlýsingu hans í gær, að sjálfstæðisfólk sér í gegnum það sjónarspil, sem andstæð- ingar þess setja á svið til að skapa ólgu innan Sjálfstæðisflokksins. Albert Guðmundsson sagði, að nú væri, í fyrsta sinn, hafinn undir- búningur að sóknarsigri sjálfstæðismanna í Reykjavík — tími varnar- sigra væri um garð genginn. „Til að sigur náist, verðum við, sem styðj- um Sjálfstæðisflokkinn og berum hag Reykjavíkurborgar fyrir brjósti, að standa saman í þeirri baráttu," sagði Albert Guðmundsson. Umhyggja fyrir E1 Salvador? r Aþriðjudag urðu umræður um málefni El Salvador á Alþingi. Frum- kvæði að þeim hafði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokks- ins, en jafnaðarmenn um heim allan hafa tekið ákveðna afstöðu til El Salvador og styðja einn aðila að borgarastyrjöldinni þar. Beindi Kjartan fyrirspurn til Olafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra, um afstöðu ríkis- stjórnarinnar til herforingjastjórnarinnar í landinu. Efnislegt svar ráðherrans kom síður en svo á óvart, undir fordæmingu á ógnarstjórn- um hvar sem er taka allir Islendingar. Þá tók til máls Ólafur R. Gríms- son fyrir hönd Alþýðubandalagsins og hélt á loft hefbundnum Bandar- íkjarógi þess flokks. Enginn þingmaður sjálfstæðismanna kvaddi sér hljóðs og liggur auðvitað beinast við að túlka þögn sjálfstæðismanna sem stuðning við svar utanríkisráðherra. Annað er þó uppi á teningnum. í fréttatíma hljóðvarpsins var reynt að gera þessa þögn dularfulla og sjálft Alþýðublaðið ritar heilan leiðara um hana og hvorki Tíminn né Þjóðviljinn láta sitt eftir liggja í dylgjum. Þegar málum er þannig komið, að þegjandi samþykki eins stjórnmálaflokks við afstöðu utan- ríkisráðherra þjóðarinnar er orðið að aðalatriðinu í umræðum um E1 Salvador má spyrja: Hvar er umhyggjan fyrir E1 Salvador? Húsið Hólmur virðist hér standa upp úr miðjum vatnselginum. Að sögn húsráðenda var þar rafmagnslaust um tíma í gær, en engar skemmdir af völdum vatnsins. (Ljmm. Mbl. KAX tók allar myndirnar.) Á leið í Gvendarbrunna, en vegurinn er hvergi sjáanlegur hvorugu megin við brúna. Þetta hús „Mesti vatnsel^ síðan í flóðunui segir yfirverkfræðingur Vatnsveitunnar á Heií Tveir slíkir fossar mynduðust rétt ofan við. Lækjarbotna um 50 metra frá veginum. Á þessum slóðum tínir fólk jafnan ber á hi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.