Morgunblaðið - 05.02.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.02.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 31 • Kristján Ágústsson var stigahæstur í liði Vals. Valsmenn yfir 100 stig gegn ÍS VALSMKNN sigruðu ÍS örugglega 101—89 í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í gærkvöldi, staðan í hálf- leik var 54—45 fyrir Val. I»etta var fjörugur leikur á köflum og hittni leikmanna með betra móti, úrslit leiksins hins vegar eins og búast mátti við. Valsmenn höfðu forystu allan tímann í gærkvöldi, þetta 6—16 STAÐAN Staðan í úrvalsdeildinni er nú þessi: Njarðvík 14 II 3 1201:1097 22 Fram 14 • 5 1171:1079 18 Valur 15 9 6 1235:1189 18 KR 14 8 f. 1086:1152 16 ÍR 14 5 9 1089:1150 N Is 15 1 14 1208:1363 2 ÍSiValur 89:101 Stig. Var sigur liðsins í raun aldrei í hættu. John Ramsey, Ríkharður, Torfi og Kristján báru af hjá Val, Jón var og þokkalegur. Hjá ÍS var það Pat Bock sem sýndi bestu taktana, Gíslr var einnig sleipur. Stig ÍS: Pat Bock 29, Gísli Gísla- son 24, Ingi Stefánsson 12, Guð- mundur Jóhannsson 9, Bjarni Gunnar Sveinsson 8, Árni Guð- mundsson 6 og Þórður Óskarsson 3 stig. Stig Vals: Kristján Ágústsson 26, John Ramsey 25, Torfi Magn- ússon 20, Ríkharður Hrafnkelsson 18 og Jón Steingrímsson 10 stig. — RB- Einkunnagjöfín LIÐ ÍS: Árni Guðmundsson 5 Ingi Stefánsson 6 Bjarni Gunnar Sveinsson 5 Gísli Gíslason 7 Þórður Óskarsson 4 Guðmundur Jóhannsson 5 LIÐ VALS: Torfi Magnússon 7 Kíkharður Hrafnkelsson 6 Kristján Ágústsson 7 Jón Steingrímsson 6 Valdemar Guðlaugsson 4 Gylfi Þorkelsson 4 Tekst ÍR að sigra Njarðvík aftur? Bikarkeppni SKÍ BIKARKEPPNI SKÍ verður haldin í Bláfjöllum um helgina og hefst hún á laugardaginn klukkan 14.00. Verð- ur þá keppt í skíðagöngu. Á sunnu- daginn hefst keppnin á sama tíma og verður þá keppt í skíðastökki, en mörg ár eru síðan að keppt hefur verið í þeirri grein hér sunnanlands. Flestir bestu göngu- og stökkmenn landsins verða meðal keppenda á mótinu. Einn leikur fer fram í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld, IJMFN og ÍR mætast í Njarðvík og hefst leikurinn klukkan 20.00. Njarðvík er forystusauðurinn í deidinni, en Fram gæti náð liðinu að stigum ef UMFN tekur upp á því að tapa fleiri stigum en þeim átta sem þegar eru farin. ÍR hefur þegar sigrað Njarvík einu sinni og gæti gert það aftur, sérstaklega nú, er falldraugurinn er á bak og burt og ÍR hefur unnið tvo leiki í röð. ÍR-ingar í 19. sæti í Evrópuhlaupinu ÍR-ingar urðu í 19. sæti í Evrópu- keppni félagsliða í víðavangshlaup- um, sem háð var í ('lusone í nyrstu héruðum Ítalíu um helgina. Til keppninnar mættu lið frá flestöllum ríkjum VesturEvrópu og eitt austan- tjaldslið, frá Júgóslavíu, og voru margir heimsfrægir hlauparar meðal keppenda. Sigurvegari í hlaupinu var Portúgalinn Carlos Lopes, fyrrum heimsmeistari í víðavangshlaup- um og silfurverðlaunamaður í 10 km hlaupi á Ólympíuleikunum í Montreal. Félag hans sigraði í sveitakeppninni. I öðru og þriðja sæti í hlaupinu urðu Spánverjar, en hinn frægi hlaupari, Belgíu- maðurinn Emil Puttemans, sem orðið hefur heimsmeistari í víða- vangshlaupum á sínum langa og litríka ferli, margfaldur Evrópu- meistari, Ólympíuverðlaunahafi og heimsmethafi, varð í 19. sæti. Lopes tók strax forystu og leit aldrei um öxl, en hlaupararnir mynduðu eina samfellda halarófu þegar á leið hlaupið og voru ÍR- ingar alltaf í harðri baráttu við einhverja hlaupara um sæti. Um eitthundrað hlauparar lögðu upp og heltist aðeins einn úr, enda missti hann af sér skó og týndu honum með öllu í förinni. Gunnar Páll Jóakimsson varð í 79. sæti, Ágúst Ásgeirsson í 83., Sigfús Jónsson í 85. sæti og Stein- ar Friðgeirsson í 89. sæti. Skutu þeir aftur fyrir sig hlaupurum frá Hollandi, Sviss, N-írlandi, Wales, Danmörku og Luxemborg. Fyrsti Norðurlandabúinn í mark var Svíi sem var 30., næstur kom Norð- maður í 38. sæti, þá annar Norð- maður í 42. sæti og fyrsti danski hlauparinn varð í 44. sæti. Hlaupnir voru fjórir hringir, samtals um 9,6 kílómetrar, og var brautin eitt forarsvað, eða eins og jafnan er við að búast í evrópskum víðavangshlaupum. Þúsundir manna fylgdust með keppninni og voru ÍR-ingar ört hvattir áfram af áhorfendum, sem jafnframt hylltu þá kröftuglega við kynningar- athöfn í upphafi hlaupsins. Herða á eftirliti með lyffjanotkun íþróttamanna „Því er ekki að neita, að sögur hafa verið uppi um að íslenskir íþróttamenn hafi notað örvandi lyf án þess að upp hafi komist. Það hafa þá verið einstaklingar sem ekki hafa vitað hvað þeir voru að gera,“ sagði Páll Eiríksson læknir í gær, en hann hefur tekið sæti í nýskipaðri nefnd sem á að sjá um að framfylgja ný- legri reglugerð varðandi lyfjapróf hér á landi. Með honum í nefndinni eru Alfreð Þorsteinsson, sem er Landsliðið í borðtennis i Evrópukeppni LANDSLIÐIÐ í borðtennis tekur nú í fjórða sinn þátt í Evrópu- keppni landsliða. Að þessu sinni fer keppnin fram á Jersey 5.-7. febrúar. Þær þjóðir aðrar sem að þessu sinni keppa eru: Guernsey, Portúgal, Tyrkland og Jersey. Liðið sem keppir er þannig skip- að: Tómas Guðjónsson, KR, Gunn- ar Þ. Finnbjörnsson, Erninum, Stefán Konráðsson, Víkingi, Ásta Urbancic Erninum. Þjálfari og fararstjóri er Hjálmar Aðalsteinsson. Tómas Sölvason var valinn til fararinnar en hann meiddist nokkrum dögum fyrir keppnina og var Stefán val- inn í hans stað. formaður hennar, og Jóhannes Sæ- mundsson, fræðslufulltrúi ÍSÍ. Samkvæmt reglugerðinni er hægt að krefjast lyfjaeftirlits í samvinnu við viðkomandi sérsam- bönd á öllum íþróttamótum og al- þjóðamótum, sem haldin eru hér á landi, og á íþróttaæfingum. Framkvæmdanefnd þessi hefur farið hægt í sakirnar, en á næstu vikum verður látið til skarar skríða og íþróttamenn geta vænst þess að fá rannsóknarmenn inn á æfingar til sín. Þeir íþróttamenn sem veljast í prófanir þessar eru skyldugir til þess að láta skoða sig í samræmi við gildandi reglur um þessi mál. Sýni þau, sem tekin verða, verða síðan send til Sví- þjóðar til úrvinnslu. Að lokum má geta þess, að oft og mörgum sinnum hafa íslenskir íþróttamenn verið prófaðir er- lendis og aldrei orðið uppvísir að Mikill stórleikur er á dagskrá í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik í kvöld, Stjarnan og Haukar mætast í Ásgarði og hefst leikurinn klukkan 20.00. Hér er mikið í húfi, Stjarnan, sem hafði lengst af forystu í deild- inni tapaði henni í siðustu um- ferðinni er ÍR lagði liðið að velli í Ásgarði. Fátt virðist geta stöðvað ÍR, en Stjarnan hefur tapað 7 stig- notkun umræddra lyfja. Viðurlög- in eru hörð, lengra eða skemmra keppnisbann til handa viðkomandi íþróttamanni svo og þeirra sem kunna að hafa hvatt hann eða að- stoðað á annan hátt. — gg- Erlendir fim- leikagestir Allt bendir til þess, að 2—4 Lux- emborgarar verði meðal keppenda á íslandsmeistaramótinu í fimleikum sem fram fer í mars næst komandi. Luxemborgarar hafa tvívegis boðið íslenskum keppendum á meistara- mót sín og Fimleikasamband ís- lands hefur nú hug á að endurgjalda greiðann. Luxemborgararnir munu keppa sem gestir á mótinu. um og hefur ekki ráð á að tapa mörgum til viðbótar, því að minnsta kosti tvö lið eiga mögu- leika á því að skjóta liðinu aftur fyrir sig. Annað þeirra er lið Hauka, sem hefur þó verið afar ósannfærandi í síðustu leikjum sínum. Þeim mun meiri ástæða til að standa sig gegn Stjörnunni í kvöld. Það má því fastlega gera ráð fyrir miklum hörkuleik. 2. deildin í handknattleik: Úrslitaleikur (?) í Asgarði Elnkunnagjofln LIÐ VÍKINGS: Kristján Sigmundsson 7 Ellert Vigfússon 7 Steinar Birgisson 8 Páll Björgvinsson 7 Hilmar Sigurgíslason 7 Þorbergur Aðalsteinsson 7 Sigurður Gunnarsson 7 Olafur Jónsson 7 Óskar Þorsteinsson 6 Guðmundur Guðmundsson 8 Kinar Magnússon 6 Árni Indriðason 7 LIÐ FRAM: Sigurður Þórarinsson 5 Hermann Björnsson 5 Hinrjk Olafsson 5 Jón Á. Rúnarsson 5 Dagur Jónasson 4 Egill Jóhannesson 6 Hannes Leifsson 4 Björn Eiríksson 3 Gauti Grétarsson 4 Kambahlaup á sunnudag Tíunda Kambaboðhlaup ÍR og HSK fer fram næstkomandi sunnu- dag og hefst við Kambabrún klukk- an 10 fyrir hádegi. Samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar er gert ráð fyrir suðaustanátt þennan dag og eiga hlaupararnir því von á meðvindi alla leiðina. Væntanlegar þátttöku- sveitir eru beðnar um að mæta tím- anlega austur undir Kambabrún, en hlaupinu lýkur við ÍK-húsið í Tún- götu. Keppt er í fjögurra manna sveitunt og hleypur hver hlaupari 10 kflómetra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.