Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 18
18 : .....'i’.TrVírf^-------------------------------------------- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER-Í982- - ---- Matthías Jónas- son — Áttræður Matthías er borinn og barn- fæddur í Reykjarfirði í Suður- fjarðarhreppi í Barðastranda- sýslu. Systkinin voru tólf talsins, og var Matthías hið sjötta í röðinni. Bræður hans fóru allir ungir á sjó- inn, og urðu þeir harðfengnir og framgjarnir sjómenn. — Ekki þótti vel fara á því, að ófermdir sveinar sæktu sjóinn, en ferming- in var bundin við fjórtán ára lág- marksaldur. Matthíasi var veitt undanþága frá því ákvæði, og var hann fermdur þrettán ára gamall. Var honum þá ekki lengur neitt að vanbúnaði að sanna deili á sér á sjónum. Að vísu vann hann heima á vetrum fyrstu árin. Síðar stund- aði hann sjóinn alfarið um skeið. Er hann hafði einn um tvítugt réðst hann á togara og gegndi þeim starfa til tuttugu og fjögurra ára aldurs. Snemma hneigðist hugur Matthíasar til bóknáms, en bernskuhéimilið mátti illa án lið- sinnis hans vera. Því tókust á um hann árum saman heit löngun til náms og þegnlyndi hans við heim- ili sitt. Hann varð brátt eftirsótt- ur aflamaður og gat valið um skipsrúm. Því voru kostir þeir næsta ljósir, er hann átti um að velja: Hann hafði afl til hvors er heldur var að verða heimili sínu að drjúgu liði eða verja arði vinnu sinnar í þá skólagöngu, er hugur stóð til. Er hann hafði stundað sjóinn í áratug, var hann einráðinn í að láta þeim kafla lokið, en byrja annan nýjan. Þá ollu því spjöll á mannvirkjum af ofviðrissökum heima í Reykjarfirði, að hann frestaði námi enn um eitt ár. Skólagöngu sína hóf hann því tuttugu og fjögurra ára gamall. Séra Böðvar Bjarnason á Rafns- eyri hafði um alllangt skeið tekið pilta til náms á vetrum. Matthías dvaldist vetrartíma hjá presti og veturinn eftir fékk hann, ásamt tveimur öðrum piltum, heimilis- kennara til Bíldudals. Undir vorið héldu Arnfirð- ingarnir þrír til Akureyrar á fund Sigurðar Guðmundssonar skóla- meistara. Tók hann þeim vel og bauð þeim að sitja í tímum fram að prófum og kynnast því, hvers þeir mættu vænta af kennslu og skólabrag. Matthías lauk gagn- fræðaprófi um vorið, sat í fjórða bekk næsta vetur, las fimmta bekk sumarið eftir og lauk stúdents- prófi með góðri fyrstu einkunn eftir tveggja vetra nám innan veggja í sex ára skóla, elztur í hópi fimmtán bekkjarbræðra. Þetta var vorið 1930. Samsumars sigldi hann til Þýskalands og hóf nám í uppeldis- fræði, sálarfræði, heimspeki, fé- lagsfræði og mannkynssögu við háskólann í Leipzig. Að fimm ár- um liðnum hafði hann lokið próf- um og ritað doktorsritgerð sína Recht und Sittlichkeit in Pestal- ozzis Kulturtheorie. Næsta ára- tuginn stundaði hann framhalds- nám í uppeldisfræði og sálarfræði auk kennslu, fyrirlestrarhalds og ritstarfa. Hann kom alfarinn heim til íslands ásamt fjölskyldu sinni sumarið 1945. Freistandi væri að tefja enn um stund við námsferil þessa manns, er orðið hefur afkastamestur rit- höfundur í flokki íslenzkra upp- eldisfræðinga, því að margs mætti spyrja: Var ekki ómagahálsinn á hinum væntanlega vísindamanni óþarflega langur? Hefði ekki verið nær að drífa strákinn í skóla jafn- skjótt og bert mátti vera, að „hann gat lært“? Hefði honum ekki orðið meira úr þreki sínu, viljafestu og skörpu gáfum við annað hlutfall líkamlegrar stritvinnu og bók- náms á fyrstu áratugum ævinnar? — Vitaskuld hefði það breytt kost- um hans og tækifærum, og vanda- lítið er að velta fyrir sér ýmsum afbrigðum þeirra. Það verður þó ekki gert hér. Frá því að Matthías hóf nám sitt verður ekki séð, að hann hafi nokkru sinni hvarflað frá hlut- verki uppeldisfræðingsins, af slík- um heillindum valdi hann nám sitt og vann verk sitt. Rit hans eru hverjum læsum Islendingi að- gengileg og auðfundið, hversu honum svellur enn móðurinn. Eft- ir heimkomuna hefur hann starf- að að vísindalegum rannsóknum, uppeldislegri ráðgjöf, kennslu, fé- lagsmálum og ritstörfum, en til þeirra trúi ég, að hann hafi varið bróðurparti starfsorku sinnar og tíma. Rit hans eru helguð mann- fræðilegum viðfangsefnum og vandamálum. Hreinar línur í kenningu og verki og samfelldur efnislegur trúnaður auðkennir rit hans stór og smá. Öll eiga þau rætur í þeim fræðigreinum, er hann lagði stund á í háskóla, hvort heldur þau eru frumsamin á þýsku eða íslensku. Þau fjalla framar öðru um uppeld- isfræði, sálarfræði og siðfræði og bera skýr mörk heimspekilega þjálfaðrar hugsunar, sagnfræði- legrar yfirsýnar og næmleika á samfélagsleg tengsl. En þau njóta ekki síður þeirrar lífsreynslu, er varð hlutskipti sinnungs unglings við óbreytt störf á sjó og landi á fyrsta þriðjungi aldar vorrar. Hann kynntist í verki tæknibylt- ingunni við sjávarsíðuna og áhrif- um hennar á þjóðlífið. Upphaf heimsstyrjaldar verður honum nokkurs konar fermingarlexía, hann fylgist með úrslitaátökum um fullveldi eigin þjóðar á næmu skeiði, þjóðfélagslegu umróti og þróttmiklum hræringum, spá- kaupmennsku og verðhruni eftir styrjöldina, náttúruhamförum og ógnum mannskæðrar drepsóttar. Síðar verður hann sjónarvottur að hrikalegum fæðingarhríðum „þús- und ára ríkis" og fjörbrotum þess og hruni á tæpum hálfum öðrum áratug. Svo lítil hefur „þolinmæði veraldarsögunnar“ verið um daga hans. Fyrstu árin eftir heimkomuna fékkst Matthías einkum við rann- sóknir og ritstörf. Árangur rann- sóknanna er m.a. stöðlun og út- gáfa greindarprófs þess, sem við hann er jafnan kennt. Árið 1952 varð hann stundarkennari í upp- eldisfræði við Háskóla íslands og prófessor 1957. Gegndi hann því starfi meðan löghelgaður starfs- aldur entist. Samhliða kennslunni hélt hann áfram þeim vísinda- störfum, sem áður voru hafin, og jók þar við, einkum með samningu og útgáfu vísindarita um uppeldis- fræði, sáiarfræði og kennslufræði. Athöfn og uppeldi kom út árið 1947, og er það viðamesta rit al- mennrar uppeldisfræði, sem enn hefur verið samið og birt á ís- lenska tungu. Á sjötta áratugnum snýr hann sér af afli að kennslu- fræði. Nýjar menntabrautir komu út 1955 og ári síðar Greindarþroski og greindarpróf. Ljóst er, að um svipað leyti hefur hann þegar velt fyrir sér megindrögunum að hinu mikla riti Námi og kennslu, sem kom að vísu ekki fyrir sjónir al- mennings fyrr en löngu síðar. Matthías er kröfuharður og vandlátur verkmaður. Hann ber djúpa virðingu, glýjulausa þó, fyrir vísindum og þekkingarleit, hann ann þjóð og tungu og treyst- ir fróðleiksfýsn og dómgreind al- þýðu. Því gerir hann þá kröfu til rita sinna, að þau séu í senn fræði- leg og hagnýt, spunnin af ósvikn- um toga og rakin og fléttuð með þeim hætti, að fróðleiksfús leik- maður hafi þeirra not við uppeldi barna sinna. Hér er ekki tóm til að telja upp öll rit Matthíasar, né gera skilmerkilega grein fyrir uppeldiskenningu hans, en ég minni þó á örfá atriði, er birta sýn hans á manngildi og mannlíf og benda til stöðu hans í sögu ís- lenskra mannvísinda. Kjarna viðhorfs síns ætla ég, að hann hafi sett fram í þessum hnitmiðuðu orðum árið 1949: livert barn á sinn rétt og sína mögu- leika til þroska. Svo sem ráða má af þessari staðhæfingu, er stefna Matthíasar afdráttarlaus mannúðarstefna. Uppeldislegt markmið skilgreinir hann á þessa leið: Markmið uppcld- isins er samfélagshollur einstakling- ur í anda vaxandi menningar. Það leiðir af mannúðarstefnu, að menntagjafa ber að „gefa fyrst og fremst gaum að þeim þroska- möguleikum, sem barnið virðist eiga, og finna þær uppeldisaðferð- ir, sem þeim henta". Það var í anda þessa viðhorfs, sem Matthías fékk til samstarfs við sig nokkra unga sálfræðinga og kennara, þeg- ar hann vann það stórvirki að staðla greindarpróf það, er fyrr var að vikið, og staðfesta með því þann vilja sinn, að uppeldisvísindi skuli, svo sem framast er unnt, bera ávöxt í kennslu og öðru upp- eldi. En Matthías er eigi aðeins boð- andi mannúðarstefnu. I hagnýtri sem fræðilegri kennslufræði boðar hann öðru fremur athafnarstefnu. List uppeldisins skilgreinir hann með þessum orðum: List uppeldis- ins er í því fólgin að sjá barninu fyrir hæfilegum viðfangsefnum, og fá það til að snúast þannig við þeim sem væru þau þess eigin. Hlutverk menntgjafa er að leysa úr læðingi vaxtarmegund vitsmuna- veru, sem verður að mæta i skilningi og lotningu. Engum verður ljóst, hverjar kröfur Matthías gerir til kennara og annarra uppalenda, nema hann lesi orð hans í fullri merkingu þeirra og velti fyrir sér, hvað af þeim leiðir í verki, hvort heldur það varðar mat á getu barns og stöðu þess eða eðli viðfangsefna: „Menntgjafinn verður alltaf að stefna að ákveðnu marki í uppeld- isstarfi sínu, og þannig ber honum að velja viðfangsefnin: samkvæmt æðri tilgangi og hæfileg því þroskastigi, sem menntþeginn stendur á. Fullkomin væru þau, sem vektu barnið til að vilja af sjálfsdáðum það, sem því sjálfu væri vænlegast til þroska". Af sjálfu leiðir, að uppeldisleg athafnastefna og mannúðarstefna hljóta að vera jákvæðar í réttri merkingu þess orðs. Jákvæð upp- eldisáhrif stuðla að vexti, þroska, auðgi, styrk. Allt uppeldi skyldi stefna að því að auðga tilfinningar og auka dýpt og fjölbreytni í sál- arlífi barns jafnframt því að æfa haga hönd og brýna hvassan skilning. Það gerir sú athöfn, er svarar fullgildri uppeldislegri kröfu. Athafnahneigðin er hverju barni í brjóst lagin. Fullnæging hennar verður athafnanautn. I og með slíkri athöfn öðlast barn fjöl- þættan þroska geðs, vilja, vits og líkama. Matthías veit af eigin raun, hvað hann er að fara, þegar hann gerir grein fyrir því, að „til óbrotinnar vinnu á sjó og landi útheimtist viljafesta, þolinmæði og trúmennska, skilningur, hug- kvæmni og dómgreind, atorka, snarræði og hugdirfð". Það er ekki hending, að sá íslenskur uppeldis- fræðingar, sem ljósast hefur skilgreint uppeldisgildi „óbrotinn- ar vinnu á sjó og landi" hefur og fjallað öðrum rækilegar um frum- lega sköpunargáfu. Mat Matthíasar á gildi verk- menntunar og verkmenningar kemur glöggt fram í athugasemd- um og tillögum, er hann samdi í tilefni af stofnun verknámsdeilda við skóla gagnfræðastigsins, sbr. lög nr. 48. 7. maí 1947, 26. gr. Rit- smíð þessi var birt í Menntamál- um 1949. Hún er eftirtektarverð fyrir margra hluta sakir, m.a. það, hversu rækilega höfundur bendir á, að lagastafur einn sér tryggir ekki framkvæmd, hvað þá rétta framkvæmd þess, sem lögboðið er. Saga slíkra dauðra ákvæða er íhugunarverður kapítuli íslenskr- ar skólasögu. Markverð er og skilgreining höfundar á hugsjón verknáms og hugleiðingar um menntun kennara, en öðru fremur marka athugasemdir hans um viðfangsefni, kennsluhætti og námsskipulag skil í þróunarsögu íslenskrar kennslufræði, þó að ekki yrði umræðan almenn né framkvæmdir hafnar að marki fyrr en á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Honum farast svo orð m.a.: „Nú er það svo með allar um- bætur, sem ákveðnar eru með lög- um, að á mestu veltur um fram- kvæmd þeirra. Við vitum dæmi þess, að framkvæmd slíkra ákvæða hefir strandað annars staðar, bæði vegna rótgróinna hleypidóma almennings og eins sökum þess, að þeir menn, sem framkvæmd málsins var falin, gerðu sér ekki ljóst, að hér var um gersamlega nýja námstilhögun að ræða, nýja tegund skóla, ef svo má að orði kveða." I greininni gagnrýnir Matthías íslenskt skólastarf og gerir tillög- ur um breytt vinnubrögð í íslensk- um skólum og túlkun á hlutverki þeirra. Námið skal vera samfellt og verklegt umfram það, sem tíðk- að er eða fyrirhugað í fyrrnefnd- um lagabálki, fáar námsgreinar skulu hafðar undir samtímis, námsáfangar skulu vera ljóst af- markaðir og valfrelsi aukið. Rétt- indi og tengsl verknáms við aðra skóla skulu vera skýrt skilgreind. Meta skal og virða hæfileika og einstaklingsgerð nemenda, þegar þeim eru gefin ráð um val á deild. Með því er báðum þjónað einstakl- ingi og samfélagi, því að „aukin verkleg menning er þjóðarnauð- syn“ en „hugsjón verknámsins er menntamæti starfsins". Glöggur lesandi mun hafa tekið eftir því, að ritgerð sú, sem hér er að vikið, birtist tveimur árum síðar en lög þau, er urðu tilefni hennar, og hann kann að spyrja: Var hinn harðfylgni höfundur svona lengi að átta sig á kjarna máls og koma sér að verki? Ekki var það. Erindi þétta samdi hann og sendi áhrifa- mönnum um skólamál þegar eftir setningu áður nefndra laga, en mun hafa reynt, þá sem oftar, að sjaldan fellur eik við fyrsta högg. En hann var óþreytandi að kynna ný sjónarmið í ritum sínum, há- SJálfvirkur númeraveqaH við , simann Geymir 31 númer í minni. Geymir síðasta númer til endurhringingar. Hringir án þess að lyfta þurfi taltólinu. Auðveldur í notkun. Verð aöeins kr. 2825.- Leitið upplýsinga. HMHMHÍ ál ife SKRII FST< OFUVÉLAR H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.