Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 27 Baldur Eyþórsson forstjóri — Minning Eyþórs var Hildur Margrét Vil- hjálmsdóttir frá Þrándarstöðum í Borgarfirði eystra. Hildur andað- ist í blóma lífsins árið 1936 og var það áfall þungbært ungum svein- um, Vilhjálmi og Baldri. Vilhjálm- ur, bróðir Baldurs var fæddur 25. júlí 1912 og andaðist 27. ágúst 1972. Með þeim bræðrum var alla tíð einkar kært bræðralag. Vil- hjálmur vann hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík þar til Prent- smiðjan Oddi fluttist á Grettis- götu 16. Hóf hann störf hjá bróður sínum, Baldri, að ég hygg árið 1946 og var skrifstofustjóri sein- ustu æfiár sín hjá Odda. Sár var harmur Baldurs við fráfall hins mæta bróður, en vissan um endur- fundi að lífshlaupi loknu það lyf, er læknaði sviðann. Kynni okkar Baldurs hófust, er hann flutti starfsemi prentsmiðj- unnar á Grettisgötuna. Nú er sú smiðja orðin ein sú glæstasta á Norðurlöndum að öllum tækni- búnaði og hollustuháttum fyrir starfsfólk, nýflutt í nýtt stórhýsi að Höfðabakka 7. Áður var hún lengi búin að vera til húsa í hús- unum nr. 7 og 9 við Bræðraborg- arstíg, hvort um sig 5 hæðir. Var orðið erfitt að starfrækja svo stórt og viðamikið fyrirtæki á svo mörgum hæðum og var því að frumkvæði Baldurs ráðist í að byggja hið glæsta og frábærlega vel tæknibúna hús við Höfða- bakka. Var ekki trútt um að hroll- ur væri í sumum vinum og talið í of mikið ráðist. En þótt erfiðleik- arnir væru vissulega miklir, var aldrei neinn bilbug á Baldri að finna og lauk hann stórvirkinu með vígslu hinn 10. apríl 1981. Auk þjónustu við innlendan mark- að eru nú og hafa verið um nokk- urt skeið unnin verk fyrir norska og færeyska útgefendur og má það til algerrar nýlundu teljast. Nú er fleyinu flestar leiðir færar. Nú er skipstjórinn einnig sigldur á Guðs síns fund. Nú verða ekki fleiri vinafundir um sinn. Þakkað er fyrir ótal samverustundir og vin- áttu alla frá fyrstu kynnum. Baldur kvæntist Sigríði Þor- geirsdóttur hinn 31. okt. 1942. Börn þeirra eru: Þorgeir Baldurs- son, prentsmiðjustjóri, kvæntur Rögnu Gunnarsdóttur, Eyþór Baldursson, flugmaður, kvæntur Gyðu Ólafsdóttur, Hildur Bald- ursdóttir, gift Bjarna Finnssyni, forstjóra, Hilmar Baldursson, kvæntur Vigdísi Hauksdóttur og yngst Sólveig Baldursdóttir. Þau Baldur og Sigríður slitu samvist- um og síðan hefir frú Steinunn Guðmundsdóttir verið sambýlis- kona Baldurs. Öll eru börnin hin mannvænlegustu og virðast hafa erft mannkosti foreldra sinna. Vottum við Guðrún öllum að- standendum innilega samúð okkar við fráfall hins góða vinar og yngsta dóttir okkar, Guðrún Steinunn, minnist með þakklæti umhyggju hans og gæða, er við ferðuðumst saman um Frakkland og Þýzkaland og Danmörku sumarið 1958. Eins og að líkum lætur voru Baldri falin margvísleg trúnað- arstörf. Læt ég ógert að tíunda þau öll, en hlýt þó að nefna for- mennsku hans í stjórn iðnskólans og 10 ára setu hans í Bankaráði Búnaðarbanka Islands. Þykist ég vita að enginn félaga hans í bankaráðinu telji á sig hallað, þótt við starfsfólk bankans teldum okkur ævinlega eiga hauk í horni þar sem hann var. Mér fer eins og Agli forðum, að vera tregt tungu að hræra um þessar mundir. Eg veit hann var góður vinur og tók viljan fyrir verkið. Tryggvi Pétursson Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig vecður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Hýjar endurbætur vavanlegri gluggar Enn bætum við gluggaframleiðslu okkar með breytingum, sem miða að meiri endingu og vandaðri frá- gangi. Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valið efni sem hefur í sér mikla fúavörn auk þess sem það er baðað í fúavarnar- efnum. Nýi þéttilistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. Nýju gluggarnir okkar standast bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framleiðslugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. öll undirstykki eru meö hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun. Endurbættar samsetningar karma og pósta eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þær tryggja enn meiri stöðugleika sam- skeytanna. Nýr, kröftugur þéttilisti tryggir bestu gluggaog hnrAntfPrkcmiAin fáanlegu þóttingu gegn vindi og vatni. nuroaverKsmioja Listjnn er festur f spor f karmstykkinu Hann NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 má taka úr glugganum, t.d. við málun eða Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. fúavörn. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945 VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl' AIGLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR ÞL ALG- LYSIR I MORGLNBLADINL Húsgagnasýning hjá okkur frá kl. 9—9 alla virka daga. Laugardaga kl. 10-*—6. Sunnudaga kl. 1—6. Kíktu vió, þú færó orugglega eitthvaó vió þitt hæfi KM-húsgögn Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar .37010—37144. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.