Morgunblaðið - 24.09.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1982, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 Jean og kanínan hans Einu sinni var drengur og eins og flestir aörir venjulegir drengir gekk þessi í barnaskóla. Ekki fannst honum námiö neitt sérstaklega spenn- andi, hann sat jafnan á aft- asta bekknum í skólastof- unni og í staö þess aö fylgj- ast meö þvi sem kennarinn sagöi, notaði hann tímann til þess aö teikna myndir af honum. Þannig liöu árin. Drengurinn gaf þó ekki námiö alveg frá sér, hann fór í Menntaskólann, og þar tókst honum jafnvel aö selja nokkrar mynda sinna of afla sér smávasapeninga. Hann teiknaöi ýmsar furöu- verur og dag einn fæddist kanína nokkur, meö óvenju- stórt andlit, langa, flata fæt- ur og örmjó og löng eyru á pappírnum hjá honum. Þessi kanína átti eftir aö hafa mikil áhrif á líf þess sem skóp hana, en þaö vissi hann auövitaö ekki fyrr en mörgum árum síöar. Þessi drengur, Jean Caillon, er í dag einn af þekktustu teiknimyndahöf- undum Frakklands og gefur m.a. út teiknimyndabækur af svipaöri gerö og Tinna- bækurnar og Lukkuláka- bækurnar sem flest börn þekkja og foreldrar laumast stundum í. Jean hefur lokiö námi líffræöi, en hann geröi hló á því námi um tíma vegna teikniáhugans. Aö námi loknu neitaöi hann aö gegna herþjónustu og gekk samtök sem stóöu aö út- gáfu tímaritsins „Combat non Violent" en þau samtök eru á móti her um heim all- an. Á árunum þar á eftir barðist hann m.a. fyrir um- hverfisverndarmenn, meö hæfileika sína og kímnigáfu aö vopni. Á þessu tímabili var honum boöiö aö teikna fyrir stórblöö eins og t.d. Le Monde. Fyrir rúmu ári kom Jean svo til Parísar og um þessar mundir lætur hann hendur standa fram úr ermum, markaöurinn fyrir teikni- myndabækur er traustur og hann hefur aö öllum líkind- um fundið sér allgóöan starfsvettvang í lífinu. Hann hefur þegar náö í stóran lesendahóp, en kanínan sem hann skóp fyrir mörg- um árum hefur fylgt honum dyggilega í gegnum árin, og hann viröist ekki þurfa aö draga nema örfáar línur til aö kanínan veröi Ijóslifandi á pappírnum og löngu eyr- un, löngu flötu fæturnir og stóra andlitiö vinna hug og hjörtu allra lesenda, eöa hvaö finnst ykkur? Heimild: Anna Nisren, fréttaritari Mbl. í París. af þessum bakteríum. Hún heitir ureaplasma ureakyticum, en er yf- irleitt kölluö T-mycoplasma. Fyrri rannsóknir sýndu, aö reyndist maöur vera meö mycoplasma heföi fúkalyfjagjöf jákvæö áhrif á hreyfingar sáöfruma. Dr. Toth og félagar hans hafa nú gert sér grein fyrir, af hverju þetta stafar. Viö- komandi baktería tekur sór ból- festu í hala sáöfrumanna og kemur í veg fyrir að þær geti synt meö eðlilegum hætti. í Ijós hefur komiö að Myco- plasma er algengara í ófrjóum mönnum en frjóum. Bakterían er algengari hjá mönnum, sem sam- rekkt hafa mörgum konum, en hjá hinum, sem hafa veriö tiltölulega hreinlífir. Hún var einnig algengari í mönnum, sem voru með einhvers konar sýkingu í þvagfærum og blööruhálskirtli svo og lekanda. Þessir menn voru einnig meö ann- ars konar bakteríur, sem berast á milli við kynmök. Af þessu dregur dr. Toth þá ályktun, að hann geti sýnt fram á samband óhóflegra kynlífshátta (hvort sem um er aö ræöa kynsjúkdóma eöa ekki) og ófrjósemi. Á undanförnum þremur árum hefur hann rannsakaö um 6.000 karlmenn, sem eru lítt eða ekki frjóir. I nálega helmingi tilvika telur hann aö orsakir ófrjóseminn- ar sé aö leita í bakteríum, sem ber- ast á milli við samræöi. Ekki eru allir sammála ályktun- um dr. Toth. Dr. Amelar segir til dæmis: — Ég held, að þaö sé ein- blínt um of á mycoplasma. Þessi baktería kann að valda ýmsum vandræöum, en ekki get ég fallizt á aö hún sé orsakavaldurinn í 50% tilvika. 5% tilvika væru nær lagi. Þá hefur dr. Marc Cohen viö Frjósem- isrannsóknarstofnunina í New York gert ítarlegar rannsóknir á 150 hjónum, en ekki tekizt aö finna nokkurt samband á milli myco- plasma og ófrjósemi hjá körlum. Hann telur, aö fúkalyfin, sem not- uö eru til aö drepa mycoplasma, geti veriö skaöleg og dragi úr framleiðslu á sæöisfrumum. Hvers kyns lyf, sem neytt er í óhófi, geta veriö skaövænleg. Niöurstöður rannsókna hafa sýnt aö marijúana getur valdið afbrigöi- legum litningum, er aftur geta haft í för meö sér erföagalla. Neyzla marijúana getur einnig valdiö ófrjósemi um lengri eöa skemmri tíma, því hún dregur úr framleiöslu sáöfruma. Einnig dregur hún úr hreyfingum sáöfrumanna og þar aö auki getur hún takmarkaö framleiðslu karlkynshormónsins, testosterone. Vilji fólk eignast börn ráöa flestir læknir því ein- dregiö frá aö reykja marijúana. Áfengisneyzla getur haft lifr- arskemmdir í för meö sér, en þær kalla fram breytingar á hlutverki estrogens og þar meö dregur úr framleiöslu á sáðfrumum. Reyki karlar mjög mikiö getur það valdiö því, að sáöfrumur þeirra veröa óeölilegar aö lögun, en ekki er enn vitaö, hvað þaö getur haft í för meö sér. Ef karlmenn taka inn stóra skammta af asperíni um langa hríö getur þaö stöövaö fram- leiöslu blööruhálskirtils, en í hon- um eru mikilvæg efni fyrir sæöis- vökvann. Lyf, sem notuö eru viö ýmsum ólæknandi sjúkdómum, svo sem liöagigt, psoriasis, floga- veiki og öörum, sem stafa af trufl- unum á taugakerfinu, hafa greini- lega áhrif á framleiöslu sáöfruma. Lyf, sem seld eru undir lyfjaheitun- um Ismelin og Esimil og eru gefin sjúklingum meö háan blóðþrýst- ing, geta gert menn ófrjóa, því aö þau geta valdið öfugu sáðláti. Starfsemi kynkirtlanna viröist meö öllu eölileg og viö sáölát fer sæöiö aftur á bak og inn í blööruna. Annaö lyf, er nefnist inderal, er einnig notaö gegn háum blóö- þrýstingi. Þaö orsakar að vísu ekki öfugt sáölát, en getur haft alvarleg áhrif á kyngetu karla. Inderal er í lyfjaflokknum prop- anolol hydróklóríö og svokallaöur beta-blokker, en nýlega hefur komiö í Ijós, aö slík meöul geta veriö gagnleg fyrir hjartasjúklinga og komið í veg fyrir að þeir fái endurtekin hjartaáföll. I skjótri svipan hefur propanolol oröiö eitt af þeim lyfjum, sem bandarískir læknir skrifa oftast á lyfseöla. Áhrif þess á hjartasjúklinga hafa veriö mjög rómuö, en hins vegar hefur þvi lítill gaumur veriö gefinn, hver áhrif þaö hefur á starfsemi kyn- kirtlanna, þótt sérfræöingar á því sviöi telji þau geta valdiö erfiöieik- um. Of mikíll hiti í umhverfinu getur valdið ófrjósemi Einn þeirra áhrifaþátta í um- hverfinu, sem virzt gæti skaölaus en getur samt veriö mikill skaö- valdur, er hiti. Ef kynfæri karla eru langtímum saman í hitastigi, sem er umfram eölilegan líkamshita, hætta sáöfrumurnar aö þróast meö eðlilegum hætti. Dr. Amelar og dr Dubin hafa rannsakaö ýmis ófrjósemistilfelli, þar sem þessi orsök kemur viö sögu. Þeir segja, aö frjósemi karla geti verið hætta búin, ef þeir stunda heit böö aö staöaldri, hvort sem þaö er af heilsufars- eöa trúarástæöum (rétttrúaðir gyöingar, karlar og konur, stunda mikvah-baö sam- kvæmt fornum venjum) eöa til endurhæfingar og hressingar, svo sem sauna-böö og legur í heitum pottum. Kynfæri karla geta ofhitn- aö meö ýmsu móti ööru, svo sem viö líkamsæfingar í grófgerðum íþróttabúningum. Þaö er aö vísu góð aðferö til aö svitna, en hefur alvarleg áhrif á sæöisframleiösl- una. Flestir sérfræöingar á þessu sviöi hafa fengiö til rannsókna karla, sem vinna í bakaríum og á pizza-veitingastööum, sitja daginn út og inn í kappkyntum verksmiöj- um eöa inni í heitum vöruflutn- ingabílum og leigubílum. Þau áhrif, sem hiti hefur á kynfæri karla, eru einungis tímabundin og þremur mánuöum eftir aö þeir eru komnir í eölilegt umhverfi á ný, ætti sæöis- framleiðslan að vera komin í samt lag. Sumir karlar geta ekki hjá því komizt aö vera í miklum hita og fyrir þá hefur dr. Adrian Zorgniotti prófessor í þvagfærasjúkdómum við læknaháskólann í New York út- búiö nokkurs konar kælipoka sem ver eistun gegn of miklum hita, og geta menn borið hann á svipaðan hátt og íþróttabindi. Vitaö er að geislavirkni getur valdið ófrjósemi á sama hátt og hiti. Skyndileg geislavirkni getur haft mjög skaövænleg áhrif á sæö- isframleiöslu, en þótt furðulegt megi viröast telja sumir lækna, og þar á meöal dr. Amelar og dr. Dubin, aö unnt sé aö ráöa þar bót á. Áriö 1958 varö slys í Oak Ridge í Tennessee og 8 karlar uröu þar fyrir mikilli geislavirkni. Fjórir af þeim uröu algerlega ófrjóir, þ.e. framleiddu engar lifandi sáöfrum- ur. Innan tæpra tveggja ára virtist starfsemi kynkirtlanna vera aö færast í eölilegt horf og þrem misserum síöar voru mennirnir allir orönir „sæmilega“ frjóir. Á síöustu árum hafa fjölmargir menn oröiö aö sætta sig viö þá staðreynd, aö þeír séu alls ófærir um aö geta börn, en þaö er nokk- uö, sem karlar hafa yfirleitt ekki þurft aö horfast í augu viö hingaö til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.