Morgunblaðið - 24.09.1982, Page 11

Morgunblaðið - 24.09.1982, Page 11
HVflÐ EB AB GERflST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 43 Sýning frá N-Kóreu í Ásmundarsal Sýning á bókum, Ijósmyndum, útsaumi og öðrum listmunum frá alþýðulýðveldinu Kóreu (Norður- Kóreu) veröur haldin í Ásmundar- sal viö Freyjugötu dagana 25.—30. Hún er opin kl. 9—22 nema opnunardaginn, laugardag, þá frá kl. 17. Á sýningunni gefur aö líta rit þjóöarleiötoga Kóreumanna, Kim II Sung, og fleiri bækur, ennfremur myndabækur, póstkort og Ijós- myndir sem lýsa lífi og starfi í Kóreu og uppbyggingu landsins. Handiönaöur er þarna margs konar, útsaumur, leirmunir, strá- munir, skilkiblóm o.fl. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. Ferö til Þing- valla á vegum Útivistar Haustlita- og söguskoöunar- ferö veröur farin til Þíngvalla kl. 13 á sunnudag á vegum Feröafó- lagsins Útivistar. Leiösögumaöur í feröinni veröur einn helsti Þing- vallasérfræöingur okkar, Siguröur Líndal prófessor. Haustlitirnir á Þingvöllum eru einmitt í algleym- ingi núna. Fariö veröur i létta gönguferö um vellina og gjárnar. Þetta er einstök verö. Kl. 10.30 veröur lengri ganga úr Brynjudal um Leggjabrjót til Þingvalla. Þetta var gamla þjóöleiöin úr Hvalfiröi til Þingvalla. I Brynjudalsánni eru fallegir fossar. Leiöin liggur fyrir sunnan Botnssúlur sem eru tilkomumiklar, meö vetrarsnjó. í kvöld kl. 20 er árleg haustlita- og grillveisluferð Útivistar í Þórs- mörk. Brottför í feröirnar er frá Umferöarmiöstööinni, vestanmeg- in. í dagsferöirnar þarf ekki aö skrá sig fyrirfram. Jass í stúdenta- kjallaranum Jass veröur leikinn í Stúdentakjall- aranum á sunnudagskvöld frá kl. 21. Þeir sem leika eru: Siguröur Flosason (saxafónn), Lúövík Sím- onar (víbrafónn) og Tómas Einar- son (bassi). Módelkeppni Hin áriega Matchbox-lpms- módelkeppni veröur haldin aö Frí- kirkjuvegi 11, laugardaginn 2. október 1982. Keppt veröur í hin- um ýmsu flokkum, til dæmis ald- ursflokkum, flugvéla-, skipa-, hergagna- og bílaflokkum. Sem allra flestir eru hvattir til aö koma og taka þátt í þessari al- mennu módelkeppni, einnig eldri módelsmiöir. Eina skilyröiö er aö módeliö veröur aö vera Matchbox-módel. Því má breyta á allan máta (t.d. mála á annan hátt, önnur merki, ellegar búa til aöra gerö af viö- komandi módeli, er þá átt viö B-týpu í staö A-týpu). Koma skal meö módelin til skráningar laugardaginn 2. okt. aö Fríkirkjuvegi 11 milli klukkan 9.00 og 11.30. Sýning veröur á módel- um klukkan 13.00 til 15.30. Verö- laun veröa afhent klukkan 15.00 stundvíslega. Athuglö, þaö kostar ekkert á sýninguna og ekki heldur aö taka þátt í þessari keppni. fslensku plastmódelsamtökin eru nú aö hefja vetrarstarf sitt. Fundir eru, sem áöur, haldnir aö Fríkirkjuvegi 11. Eru þeir á fimmtu- dögum, fyrsta og þriöja hvers mánaöar og koma félagarnir sam- an upp úr kl. 20.30. Nýir félagar eru ávallt velkomnir. Eldri félagar eru hvattir iil aö sýna sig og sjá aöra. Módelkeppni er í hverjum mánuöi og módel veitt fyrir módel fundarlns. Skógræktar- stöðin í Fossvogi opin almenningi á morgun Nú er sumarstarfi skógræktarfó- lagsins aö Ijúka. Félagiö þakkar sumarfólki og viðskiptavinum samskiptin og velvild í sumar. Unniö hefur veriö aö umfangsmikilli gróöursetningu í Heiömörk og víöar á útivistar- svæöum borgarinnar. Þá eru ný- hafnar framkvæmdir á landi okkar á Reynivöllum í Kjós og væntir fé- lagið sér mikils af starfinu þar í framtíöinni. Laugardaginn 25. september kl. 2—5 veröur Skógræktarstööin i Fossvogi opin almenningi og veröa starfsmenn félagsins þar til vlötals og ráöuneytis. Stuttur fræöslu- fundur og sýnikennsla hefst kl. 2 þann dag og veröur þá fjallaö um haustverk í garöinum og fyrir- spurnum svaraö. Þess skal aö lok- um getiö, aö fálagiö mun selja ís- lensk jólatré eins og undanfarin ár, rauögreni og stafafuru. Sýning í Gallerí Lækjartorgi Sýning á verkum Eriku Stumpf veröur opnuö í Galierí Lækjartorgi laugardaginn 25. sept. kl. 15. Sýningin samanstendur af rúm- lega 40 verkum, sem unnin eru meö mismunandi tækni; svo sem vatnslitum, penna og bleki, gouache o.fl. Erica Stumpf er fædd ( Þýska- landi áriö 1938, í bænum Reckl- inghausen í Ruhr-héraði. Hún hóf listnám sitt í textílhönn- un og hélt síðan áfram námi í mál- aralist og grafík. Hún hefur sýnt viöa í Þýska- landi, í Frakklandi, Hollandi og á italíu, en þar vann hún til 1. verö- launa (á Noli) 1960. í formála aö sýningarskrá sem Ríkharöur Valt- ingojer Jóhannsson ritar, segir m.a.: aö myndir Eriku einkennist af miklum næmleika og eigi þaö sam- eiginlegt aö endurspegla þaö um- hverfi sem Erika Stumpf lifir og hrærist í. Sjálf segir Erika Stumpf um verk sín: „Fyrir mig er þaö aö mála, aö miöla tilfinningum mínum og gera þær sýnilegar, og þaö er eitthvaö allt annaö en aö gera myndir af því sem maöur hefur séö. Verk mín einkennast af því aö reyna aö finna gangfæra leið á milli realisma og abstrakt." Þar sem Erika Stumpf gat ekki verið viöstödd opnun sýningarinn- ar, mun Júrgen von Heymann, sendikennari frá Sambandslýö- veldinu, í hennar staö opna sýn- inguna. Sýningin stendur yfir dagana 25. sept. — 3. okt. Opiö veröur alla daga frá kl. 14—22 nema laugard. kl. 14—18. Grafíksýning í Norræna húsinu Opnuö veröur grafíksýning í anddyri Norræna hússins á verk- um sænsku listakonunnar Helm- trud Nyström í dag, föstudag. Helmtrud Nyström kemur hing- aö til lands og veröur viöstödd opnunina, en hún er á leiö til Bandaríkjanna til þess aö sýna, ásamt Jóhönnu Bogadóttur, i boöi World Print Council í San Fran- cisco. Helmtrud Nyström er fædd í Þýskalandi, en hefur lengi veriö búsett í Svíþjóð og hlotiö menntun sína þar. Grafíklistnám stundaöi hún viö Forum-listaskólann í Lundi á árunum 1963—1972. Eigiö graf- íkverkstæöi hefur hún rekiö síöan 1972. Hún hefur haldiö fjölda einka- sýninga víðs vegar um heim og tekiö þátt í samsýningum, m.a. í Þýskalandi, London, Venezuela, París og víöar. Þá hefur hún hlotiö alþjóöleg verölaun og styrki. Lista- söfn á Noröurlöndum, Þýskalandi og í Póllandi eiga verk eftir hana. j myndum sínum, sem eru í litum og aöallega unnar meö ætingu og akvatintu, gefur hún hugmynda- fluginu lausan tauminn og í þeim biandast saman áhrif frá goöa- fræöi, æskuminningar og myndir frá fjarlægum löndum. Sýningin veröur opin daglega kl. 9—19, nema á sunnudögum kl. 12—19. Henni lýkur 3. október. Þrjár sýningar á Kjarvalsstöðum j Kjarvalssal á Kjarvalsstöðum heldur sýning á verkum Bertels Thorvaldsen áfram. Hún er sett upp í samvinnu viö Thorvaldsens-safniö í Kaup- mannahöfn, og eru flest verkanna, 75 aö tölu, fengin þaöan. Sýn- ingarsvæöi Kjarvalsstaöa er skipt niöur í herbergi er Ifkjast sölum Thorvaldsens-safns í smækkaöri mynd. I fundarsal er litskyggnu- sýning um líf og starf Thorvaldsen. Sýningin er opin daglega kl. 14—22, fram til októberloka. Aö- gangur er ókeypis, en vegleg sýn- ingarskrá er til sölu. I vesturforsal er sýning á vefn- aöi og áklæðum Gefjunar. Sýning- unni lýkur á sunnudagskvöld, 26. september. Á laugardag opnar Bragi Ás- geirsson málverkasýningu í Vest- ursal. Sýningin veröur opin til 10. október. Kvartmílu- klúbburinn með keppni Kvartmíluklúbburinn heldur sína fjóróu kvartmílukeppni á sumrinu nk. laugardag, 25. sept., sem gefur stig til islandsmeistaratitils. Veröur keppnln aö vanda haldin á kvartmílubrautinni viö Straums- vík. Búist er viö miklum fjölda keppenda, m.a. aö minnsta kosti einum frá Akureyri á hinum víö- fræga Hemi Challanger. i sumar hefur Benedikt Eyjólfsson veriö einráöur f SA-flokki og sett nýtt islandsmet í hverri keppni en hætt er viö aö sigur hans veröi ekki eins auöveldur í þetta sinn því vitaö er um a.m.k. þrjá aöra SA-bíla sem munu ætla sér aó mæta í keppnina og hefur enginn þeirra keppt áóur. Ljósmynda- sýningu í List- munahúsinu lýkur um helgina Ljósmyndasýningunni Ööru sjónarhorni lýkur nú um helgina i Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. Myndirnar eru eftir svissneska Ijósmyndarann Max Schmidt, en hann hefur haldiö sýningar vfóa um heim. Alls eru 74 myndir á sýn- ingunni og er myndefnið sótt í náttúruna hér á iandi. Þetta er sölusýning og er hún frá kl. 14—18 á laugardag og sunnudag. Tvíleikur á Litla sviöinu Á sunnudagskvöld sýnir Þjóö- leikhúsiö Tvíleik eftir Tom Kemp- inski í þýöingu Úlfs Hjörvar á Litla sviöinu. Leikstjóri er Jill Brook Árnason en Gunnar Eyjólfsson og Þórunn Magnea Matthíasdóttir fara með einu hlutverkin í leikrit- inu. Tvíleikur var frumsýndur í Þjóð- ieikhúsinu si. sunnudagskvöld fyrir fullu húsi áhorfenda. Hann fjallar í stuttu máli um fiólusnilling, Stephanie Abrahams, sem haldin er sjúkdómnum MS. Því veróur hún aö leggja fiöluleik- inn á hilluna og finna lífi sínu nýjan farveg. Aö áeggjan vina sinna flýr hún á náöir sálfræóings til aö reyna aö vinna bug á þunglyndi sfnu. Fer leikurinn fram á skrifstofu sálfræö- ingsins. Þetta er þó ekki dæmigert vandamálaleikrit af sænskum toga meö sálar- og fólagsfræöilegu ívafi, heldur er lífiö sjálft viöfangs- efni höfundar og barátta einstakl- ingsins sem knúinn er til aö endur- meta tilgang eigin tilveru og finna fótfestu i lífinu á ný. Loks má geta þess aö leikritiö hefst kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Vísnavinir Vísnavinir eru nú aö hefja vetr- arstarfiö. Þetta veröur 6. starfsár vísnavina. Veröur vetrarstarfiö meö svipuöum hætti og veriö hef- ur. Vísnakvöld veröa reglulega einu sinni í mánuöi eru þau f Þjóö- leikhúskjallaranum. Fyrsta vísna- kvöld vetrarins verður mánudag- inn 27. september og hefst kl. 20.15. Þar koma fram meöal annarra Bergþóra Árnadóttir sem kynnir efni af plötu sinni Bergmái, visna- hljómsveitin Hrím, sem nýkomin er frá Grænlandi, Arnaldur Arnarsson gítarleikari og Ijóöskáld kvöldsins veröur að þessu sinni Vilborg Dagbjartsdóttir. Aösókn aö vísnakvöldum var mjög góö síöastliöinn vetur og kom fyrir aö færri komust að en vildu. Vilja vísnavinir því benda fólki á aö mæta tfmanlega. Vísnavinir halda vísnakvöld ekki síst til þess aö gefa fólki tæklfæri til þess aö flytja frumsamiö efni. Geta allir troðið upp. Helgarferðir FÍ Tvær helgarferóir veröa um komandi helgi. I kvöld kl.20.00 veröur fariö í Landmannalaugar — Jökulgil. Á morgun veröur ekiö inn Jökulgil aö Hattveri og dagurinn notaður til þess aö ganga um þaö svæöi. Svolítil snjóföl er komin á Landmannalauga-svæöinu og fjöll- in aldrei fegurri. Laugardagsmorg- un kl. 08.00 er haustlitaferö f Þórsmörk, en þar er enginn snjór. Tvær dagsferóir veröa farnar sunnudaginn 26. sept. Kl. 10.00 árdegis veröur ekið í Botnsdal og gengiö á Hvalfell (848 m) og aö Glym, sem er hæsti foss landsins. Kl. 13.00 er haustlitaferö um Brynjudal, gengiö yfir Hrísháls í Botnsdal. Þarna er mikið af birki- kjarri og fallegir haustlitir. Nú er fariö aö hausta og feröafólk minnt á aö taka fram hlýju fötin. Minnist þess aö ullarföt tryggja vellíöan á feröalögum. TEXTÍLL **-*■*>»***««*»? MMMk Textilsýningu að Ijúka Sýning sex félaga úr Textílfélag- inu hefur nú staöiö í tvær vikur í Listasafni ASÍ viö Grensásveg. Á sýningunni eru 47 verk og hafa nokkur þeirra selst. Sýnendur eru Eva Vilhelmsdóttir, ína Salóme, Ingibjörg Styrgeröur Haraldsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Salóme Fann- berg og Sigurlaug Jóhannesdóttir. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 og lýkur henni sunnudag- inn 26. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.