Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 18
18 ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Mare Garant 20. des. City of Hartlepool 28. des. Mare Garant 11.jan. City of Hartlepool 24. jan. NEWYORK Mare Garant 17. des. City of Hartlepool 29. des. Mare Garant 12. jan. City of Hartlepool 25. jan. HALIFAX Godafoss 10. des. City of Hartlepool 30. des. BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Alafoss 13. des. Eyrarfoss 20. des. Alafoss 3. jan. Eyrarfoss 10. jan. ANTWERPEN Alafoss 14. des. Eyrarfoss 21. des. Alafoss 4. jan. Eyrarfoss 11. jan. ROTTERDAM Alafoss 15. des. Eyrarfoss 22. des. Alafoss 5. jan. Eyrarfoss 12. jan. HAMBORG Alafoss 16. des. Eyrarfoss 23. des. Alafoss 6. jan. Eyrarfoss 13. jan. WESTON POINT Helgey 15. des. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 6. des Dettifoss 20. des. KRISTIANSAND irafoss 22. des. Múlafoss 5. jan. MOSS Mánafoss 14. des. Irafoss 21. des. Uöafoss 28. des. GAUTABORG Mánafoss 15. des. Dettifoss 22. des. Mánafoss 29. des. Dettifoss 5. jan. KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 16. des. Dettifoss 23. des. Uöafoss 29. des. Dettifoss 6. jan. HELSINGBORG Mánafoss 17. des. Dettifoss 24. des. Uöafoss 30. des. Dettifoss 7. jan. HELSINKI Irafoss 15. des Múlafoss 29. des GDYNIA Múlafoss 3. des. Irafoss 17. des. HORSENS Irafoss 20. des. Múlafoss 3 jan. THORSHAVN Dettifoss 30. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ISAFIRÐI alla þrí6)udaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SfMI 27100 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Blða dauðadóms • Eins og frá hefur verið greint í Mbl. fara fram í Kairo um þessar mundir réttarhöld yfir 300 egypskum öfgamönnum sem eiga sér enga ósk heitari en aö kollvarpa stjórn og þjóóskipulagi Egyptalands og innleiða Khomeini-vinnubrögð. Myndin sem hér fylgir var tekin í rétt- arsalnum og má sjá nokkra af sökudólgunum. Ekki er að sjá að sumir þeirra hafi miklar áhyggjur af gangi mála, til dæmis sá neðst til vinstri, en hann á yfir höfði sér dauðadóm eins og nær allir félagar hans, verði þeir sekir fundnir. Þetta eru umfangsmestu réttarhöld sem sögur fara af í Egyptalandi. Hótaði að sprengja minnismerkið en féll í kúlnahríð Washington, 9. deaember. AP. MAÐURINN sem hótaði að sprengja upp Washington-minnismerkið með miklum dinamitfarrai og greint var frá í Mbl. í gær, var skotinn til bana er hann ók vörubíl sínum, hlöðnum sprengiefninu, áleiðis til Hvíta hússins. Lögreglan hóf skothríð er sýnt var að almenningi var varla hætta búin. Maðurinn, Norman Moyers, tók sér stöðu við minnismerkið í fyrrakvöld og hélt 9 manns í gísl- ingu um tíma. Sagði hann m.a. að hann hefði mikla andúð á vígbún- aðarkapphlaupinu einkum hinu vaxandi safni kjarnorkuvopna hjá stórveldunum. Ein af kröfunum sem hann lagði fram var sú að gefin yrði út alþjóðleg yfirlýsing sem fæli í sér loforð um minnk- andi umsvif. Fleira heimtaði hann og gerðu yfirvöld út ógiftan og barnlausan blaðamann að nafni Komarow til þess að vera millilið- ur. Varð Komarow lítið ágengt, en varð þó þess áskynja að Moyers stæði ekki einn að aðgerðunum. Lögreglan neitaði því ekki að, en hafði ekki hendur í hári hins hugsanlega samstarfsmanns. Moyers sleppti gíslunum eftir 5 klukkustundir, en hélt út við minnismerkið í 10 klukkustundir og sagðist m.a. geta sprengt sprengiefni sitt með fjórum mis- munandi aðferðum, því skyldi lögreglan vara sig. Þegar tíu klukkustundir voru liðnar settist hann upp í bifreiðina og ók af stað. Stefnan var í átt að Hvíta húsinu, en þar hefur Moyers stað- ið og mótmælt kjarnorkuvopnum alloft að undanförnu. Lögreglan skaut að bifreiðinni og felldi Moy- ers, en hann hafði handjárnað sig við stýrið. Hann var 66 ára gamall og átti langa sögu að baki, sem kjarnorkuandstæðingur. Refir á stjái um Lundúnaborg 3—4.000 refir hafa sést í borginni að undanförnu Lundúnum, 9. desember. AP. ÞEIR HAFA sést á þvælingi innan um fætur ferðamanna á Trafalgar Square, á járnbrautarpöllum hér og þar og jafnvel hefur sést til þeirra þjótandi innan um ruslið í rennusteinunum í Fleet Street. En hverjir eru þeir? Nei, hér er ekki átt við hunda og heldur ekki ketti. Það eru refir, sem hafa gerst svo tíðir gestir í stórborginni við Thames-fljót. Umhverfisverndarmenn segja refi í síauknum mæli leita hælis í höf- uðborginni. „Það sem við vitum fyrir víst er að það eru mun fleiri refir í Lund- únum en nokkurri annarri höfuð- borg heimsins," segir Chris Rose, einn umhverfisverndarmannanna í Lundúnum. Hann segir á bilinu 3—4.000 refi hafa sést í borginni á undanförnum fjórum mánuðum. „Nútíma landbúnaður og ofsóknir veiðimanna eru að eyði- leggja hið náttúrulega umhverfi þeirra og þeir flýja þess vegna inn í borgina. Umhverfisverndarmenn gengust í ágúst fyrir sérstökum degi þar sem fólk var beðið að vera á varðbergi og athuga hvort það sæi refi á ferli. Könnunin náði til ólíklegustu hluta borgarinnar. Reyndust refir vera á ferli svo að segja um alla borg. Þvert gegn því sem almenning- ur heldur lifa refir mun lengur og betur á byggðu bóli, en úti í nátt- úrunni þar sem þeir eiga í sífelldri baráttu við veiðimenn, sem leggja fyrir þá snörur, dýraboga og jafn- vel eitra fyrir þá til að vinna á þeim,“ sagði Rose ennfremur. Refirnir nærast einkum á smá- dýrum, sem þeir veiða í görðum fólks og ennfremur éta þeir ávexti. Þá er nægan úrgang fyrir þá að hafa í rusli frá fólki þannig að þeir lifa góðu lífi. Lætur nærri að matarleifar fólks sé þriðji hluti næringar þeirra. Álhjartað, sem grætt var i Barney Clark. Álhjartaþeginn við hestaheilsu Salt Lake-borg, 9. desember. AP. „HJARTAÐ hefur enn ekki slegið feilpúst," sagði Barney Clark er rætt var við hann í dag. Clark þessi, gervihjartaþegi, er nú orðinn þekkt- ur um allan heim eftir umfangs- mikla aðgerð sem gerð var á honum í síðustu viku og álhjarta grætt í hann. Talið er að Clark sé enn um sinn í lífshættu, en læknar gera sér vonir um að því ástandi ljúki eftir örfáa daga. Líkami hans hefur í flestum meginatriðum brugðist eins við álhjartanu og við var bú- ist, en þó hafa komið í Ijós ýmis einkenni, sem ekki var átt von á. Dr. Chase Peterson, læknirinn er hafði yfirumsjón með aðgerð- inni, sagði í dag í viðtali við AP- fréttastofuna, að hann vildi sjá Clark stíga á fætur og ganga um gólf eins og hann væri vanur. Þá, og ekki fyrr, væri hann sannfærð- ur um að hann væri orðinn heil- brigður. “Ég vil að hann geti lifað í a.m.k. 5-6 daga í röð nú á næst- unni án nokkurra erfiðleika," sagði Peterson. Breska stjórnin ver stórfé í uppbyggingu Falklandseyja Port Sunley, Falklandseyjum, 9. desember. AP. ÍBÚAR Falklandseyja fógnuðu i gær ákaft ákvörðun Bretlandsstjórnar að veita upphæð sem nemur rúmum 50 milljón dollurum til uppbyggingar eyjanna í kjölfarið á ófriðnum gegn Argentínu. Eignatjón var gífurlegt hjá eyjaskeggjum í stríðinu, sem hófst með aðgerðum Argentínu- manna 2. apríl og lauk með sigri Breta yfir Argentínumönnum 14. júní. Þó er upphæðin sem um er rætt aðeins helmingurinn af því sem Shackleton lávarður stakk upp á í nefndaráliti fyrir bresku stjórnina í júní, skömmu eftir að stríðinu lauk. Sir Rex Hunt, landstjóri Breta á Falk- landseyjum sagði hins vegar: „Ég er hæst ánægður, stjórnin ætlar greinilega ekki að gleyma okkur." Peningunum verður fyrst og fremst varið til þess að efla landbúnaðinn, einkum verð- ur stefnt að því að auka fjöl- breytnina í sauðfjárrækt íbú- anna og um leið sauðfjárafurð- um. í nefndaráliti Shackletons og félaga kom fram tillaga þess eðlis að leggja ætti niður stærri sauðfjárbúgarðana og fjölga heldur þeim smærri, en stjórnin sá ekki ástæðu til að verða við því. Þá verður drjúgum hluta pen- inganna varið til vegalagninga á eyjunum, svo og til þess að endurbyggja og bæta flugvöllinn í Port Stanley. Er stefnt að því að þar geti í framtíðinni lent bæði her- og farþegaþotur. „Ef stjórnin hefur í hyggju að koma á fót útgerð, ferðamannastraum og bættum flugvelli, hlýtur upp- hæðin að hækka og er það vel,“ sagði John Cheek, háttsettur embættismaður á Falklandseyj- um. Hann bætti því við að horf- ur hefðu sjaldan eða aldrei verið bjartari hjá Falklandseyingum, „hver hefði trúað því fyrir ári síðan að breska stjórnin myndi eyða slíkum upphæðum í okkur, ég tel að þetta sé aðeins byrjun- in. Þá verða Bretar að ná sætt- um við Argentínumenn, það er fyrir öllu.“ Argentínumenn gera enn til- kall til Eyjanna og kalla þær Malvinas. Eyjarnar hafa hins vegar verið bresk nýlenda síðan árið 1832 og í febrúar á næsta ári verða vikulöng hátíðarhöld í tilefni af því að þá verða 150 ár síðan að eyjarnar komust undir breska stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.