Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Magnús Guðmunds- son - Minningarorð Fæddur 11. júlí 1894 Dáinn 1. desember 1982 Mælt var forðum við andlát 'manna úr Vestur-Skaftafellssýslu, að enn kallaði jötunninn við Lómagnúp mann sinni köldu raust, oft var það að öllum óvör- um. Sá er við kveðjum í dag átti vöggu sína í nábýli þess mikla fjalls en hefur nú lokið langri veg- ferð. Guðlaugur Magnús Guðmunds- son var fæddur að Þverá á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu þann 11. júlí 1894. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Egilsson bóndi á Þverá og kona hans Jóhanna Margrét Ólafsdóttir frá Fornu- stekkjum í Nesjum. Á árinu 1896 fluttist Magnús með foreldrum sínum að Hörg- landskoti á Síðu en þar bjuggu fyrir föðurforeldrar hans og syst- kini. Eftir Skaftárelda voru jarð- þrengsli orðin mikil á Síðunni svo ungt fólk fluttist þaðan búferlum. Þar á meðal fjölskyldurnar í Hörglandskoti sem fengu jarð- næði í Biskupstungum í Árnes- sýslu. Ferðin var farin í júnílok árið 1899 og tók 11 sólarhringa, farið var yfir eyðisanda og óbrúuð fljót í vexti. Þá var Magnús aðeins 5 ára gamall og var hann þessa löngu leið bundinn ofan í milli við klyfberabogann. Fyrsta árið býr fjölskyldan að Galtalæk en á því ári andaðist móðir Magnúsar. Á næsta ári hóf faðir hans búskap í Borgarholti og bjó þar til dauðadags, árið 1916. Eins og aðrir ungir menn vann Magnús þegar hann hafði aldur til venjuleg bústörf á sumrum, bæði hjá föður sínum og öðrum en réri á vetrarvertíðum í Grindavík. Til Reykjavíkur flyst hann á stríðsár- unum fyrri og innritast í Lýðskóla Ásmundar Gestssonar og stundar þar nám í 2 vetur. Þar kynnist hann þeirri konu er síðar varð eig- inkona hans, Guðrúnu Sigurðar- dóttur, norðlenskrar ættar, dóttur Sigurðar Björnssonar fyrrv. brunamálastjóra í Reykjavík og Þóreyjar Sigurðardóttur. Þau Magnús og Guðrún gengu í hjóna- band 21. júní 1917 en þá hafði Guðrún nýlokið námi við Kvenna- skólann á Blönduósi. Bæði voru þau bókhneigð og víð- lesin. Guðrún var falleg, gáfuð og einstaklega úrræðagóð. Sagði hún mér margt frá þessum árum, harðri lífsbaráttu og erfiðleikum er virtust óyfirstíganlegir á stund- um, en einmitt þá ráðast þau í að byggja sér hús við Haðarstíg í Reykjavík, sem þau fluttu í í janú- ar 1926. Þá hafði Magnús hafið störf hjá Reykjavíkurborg og syn- irnir orðnir 2. Einnig bjuggu í skjóli þessara góðu hjóna foreldr- ar Guðrúnar, en hún annaðist þau alla tíð upp frá því. í anda samheldni og ráðdeildar komu þau Magnús og Guðrún son- unum til mennta. Eldri sonurinn Eyþór Dalberg yfirlæknir andað- ist 3. október 1980 í Bandaríkjun- um, en þar bjó hann og starfaði um árabil. Hann náði miklum frama í starfi og hafði æðstu tign- argráðu læknis í Bandarikjaher. Eyþór var kvæntur erlendri konu, áttu þau 2 dætur. Son átti Eyþór frá fyrra hjónabandi, Marinó Eið, hann var alinn upp hjá föðurfor- eldrum sínum í ástúð og kærleika. Hann varð fyrir heilsubresti skömmu eftir stúdentspróf, er missir hans mikill við fráfall elsku afa síns. Yngri sonurinn er Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri í félags- málaráðuneytinu, lögfræðingur að mennt, giftur Maríu Dalberg, eiga þau 3 börn. Hjá Hallgrími og Maríu átti Magnús heimili eftir lát eiginkonu sinnar á árinu 1960. Þar naut hann mikillar umhyggju og var hlutur tengdadótturinnar Maríu aðdáunarverður frá því hún kom í fjölskylduna. Hún tók tengdaforeldra sína til sín á öllum hátíðum og lagði sig fram um að gleyma engum merkisafmæium og kallaði þá saman stóran hóp ættmenna og vina tengdaforeldra sinna, þeim og öðrum til ánægju og gleði. Magnús hætti störfum hjá Reykjavíkurborg um 1948, en vann ýmis létt störf eftir það allt fram á áttræðisaldur. Hann var bók- hneigður eins og áður sagði og safnaði miklum fróðleik úr heima- byggð sinni. Hann batt inn bækur sínar og annarra af hagleik og smekkvísi. Hann hélt tryggð við skyldmenni sín og af barnabörn- unum hafði hann mikið yndi, enda unnu þau honum mjög. Síðustu 2 árin dvaldi Magnús á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Um helgar naut hann sam- vista við Hallgrím og fjölskyldu hans. Heilsu Magnúsar hafði hrakað nokkuð hin síðari ár, en á Grund undi hann sér vel og fékk þar þá bestu aðhlynningu sem á verður kosið og taldi sig standa í mikilli þakkarskuld við þau hjónin frú Helgu og Gísla Sigurbjörnsson forstjóra og dætur þeirra fyrir hve vel þau reyndust honum. Magnús andaðist hinn 1. des- ember sl. eftir fárra daga legu á Landspítalanum. Bálför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 10. desember, kl. 10.30. Nú að leiðarlokum þakka ég Magnúsi föðurbróður mínum sam- fylgdina. Ég mun ávallt minnast þessa hógværa og háttvísa sóma- manns með virðingu. Guð veri með frænda mínum Magga og hans fólki. Elín Hannam I dag er gerð útför Magnúsar Guðmundssonar, er andaðist 1. desember síðastliðinn. Hann var fæddur 11. júlí 1894 að Þverá á Síðu. Foreldrar hans voru Guðmundur Egilsson bóndi þar og kona hans Jóhanna Ólafs- dóttir Stuttu eftir fæðingu Magn- úsar flutti hann ásamt foreldrum sínum að Hörglandskoti á Síðu en þar bjuggu þá foreldrar Guð- mundar föður hans og fimm syst- kini. Árið 1899 fluttist öll fjöl- skyldan suður í Árnessýslu og þar dreifðist hún á ýmsa staði. Fyrsta árið eftir l^omuna í Biskupstungur bjuggu þeir saman bræðurnir Guðmundur og Egill ásamt fjöl- skyldum á Galtalæk í Biskups- tungum og þar lést móðir Magnús- ar árið 1899. Árið 1900 hóf faðir Magnúsar búskap að Borgarholti í sömu sveit og þar óist Magnús upp ásamt systur sinni Steinunni. Magnús dvaldi þar aðallega til 1916 er faðir hans andaðist. Eins og aðrir ungir menn vann hann í sveit á sumrin en reri suður með sjó á vetrum. Eins og með margra sveitamenn lá leiðin síðan á möl- ina í Reykjavík eins og sagt var. Árið 1920 hóf hann störf hjá Reykjavíkurbæ í fastri vinnu. Nokkrum árum síðar varð hann fyrir alvarlegu slysi er bifreið ók á hann með þeim afleiðingum að fætur hans brotnuðu auk annarra áverka er hann hlaut. Eftir það slys má fullyrða að hann hafi ekki gengið heill til skógar. Þrátt fyrir það vann hann margskonar létt störf eftir það, var t.d. lyftuvörður og fleira. Við lát Magnúsar rifjast upp löngu liðnir atburðir er frændi minn ungur, rólegur og athugull kom í bæinn til dvalar á heimili foreldra minna, -Jóhönnu Egils- dóttur og Ingimundar Einarsson- ar, meðan á námi hans stóð við Lýðháskóla Ásmundar Gestsson- ar. í þeim skóla var Guðrún Sigurðardóttir við nám, lagleg og greind kona sem Magnús felldi hug til og giftist 1917. Synir þeirra voru Eyþór Dalberg yfirlæknir sem bjó lengst af í Bandaríkjun- um og andaðist þar árið 1980 og Hallgrímur Dalberg ráðuneytis- stjóri hér í borg. Frændsemi og vináttubönd tengdu þessar fjöl- skyldur saman alla tíð. Eyþór Dalberg og Sigurður Ingimund- arson, bróðir minn, voru skóla- bræður og tryggir vinir til ævi- loka. Hallgrímur Dalberg er frændrækinn og hjálpsamur. Guð- rún Sigurðardóttir og móðir mín, Jóhanna Egilsdóttir, áttu mörg sameiginleg áhugamál, meðal annars voru þær saman í stjórn VKF Framsóknasr í mörg ár. Magnús heitinn var vel greindur og mjög vel lesinn, enda skrifaði hann oft greinar í Alþýðublaðið hér áður fyrr um áhugamál sín, en sjaldan undir fullu nafni, svo hlé- drægur var hann. Virkur félagi var hann í Verka- mannafélaginu Dagsbrún í ára- raðir og hafði óvenju ríka til- hneigingu til jafnaðar og réttlæt- is. Hjónaband Magnúsar og Guð- rúnar var friðsamt og gott og þau samstillt um menntun og framtíð sona sinna sem bar góðan árang- ur. Við lát Guðrúnar árið 1960 tóku þau hjónin Hallgrímur og María Dalberg Magnús í sína umsjá. Þar leið Magnúsi mjög vel og var hann innilega þakklátur syni og tengda- dóttur, sem hann unni af heilum hug. Skilnaðarstundin er nánustu ættingjum og vinum erfið, en hugljúfar endurminningar um óvenju góðan drengskaparmann verma og milda harminn. Guðmundur Ingimundarson Sumum kann ef til vill að finn- ast að ekki sé allskostar viðeig- andi að skrifa eftirmæli um jafn- náskyldan ættingja og afa sinn eða ömmu. En ef betur er að gáð, má öllum vera ljóst, að einmitt barnabarn kann frekar en aðrir að finna hjá sér ríka þörf til að koma opinberlega á framfæri minn- ingar- og þakklætisorðum til lát- ins afa eða ömmu og sú er einmitt ástæðan fyrir því að ég finn hvöt hjá mér að rita þessi minningar- orð, um þennan mann, sem tilvilj- unin hagaði því svo til að hann var föðurafi minn. Magnús föðurafi minn var fæddur að Þverá á Síðu, sonur Guðmundar Egilssonar bónda þar og eiginkonu hans, Jóhönnu Mar- grétar Ólafsdóttur, frá Fórnu- stekkjum í Nesjum. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup afa, það var eins og svo margra annarra ungra sveitapilta á fyrsta fjórðungi þess- arar aldar. Hann fæddist og ólst upp í sveit. Vann á sumrum við venjuleg búskaparstörf og fór í verið í Þórkötlustaðahverfið í Grindavík á vetrum. Síðan fluttist hann til Reykja- víkur, þegar hann var um tvítugt, og fékk inni hjá föðursystur sinni Jóhönnu Egilsdóttur, hinni stórbrotnu konu, sem er nýlátin rúmlega hundrað ára gömul. Þar dvaldi hann meðan hann aflaði sér þeirrar menntunar sem honum var tiltæk, en það var eins til tveggja ára nám við Lýðskólann í Reykjavík, en skólastjóri hans var Ásmundur Gestsson. Þar kynntist hann ömmu minni, Guðrúnu Sigurðardóttur, en þau giftu sig 21. júní 1917. Guðrún amma mín andaðist 4. maí 1960. Afi var þá löngu hættur störfum hjá Reykjavíkurborg, þar sem hann hafði unnið verkamanna- störf í tæp 30 ár. Síðan tók hann að sinna léttari störfum. Hann var m.a. lyftuvörður á árunum 1954—1%9. Hann hafði orðið fyrir mjög al- varlegu slysi er hann var að koma úr jólaboði foreldra minna að- fangadagskvöldið 1950. Bifreið ók aftan á hann og ömmu og slösuð- ust þau bæði, einkum þó hann, því hann brotnaði mjög illa á báðum fótum. Hann beið þessa slyss aldrei bætur. Þetta slys olli því að hann gat ekki unnið nein erfiðis- störf. En starfa varð hann — það var honum lífsnauðsyn. Þá brá hann á það ráð að læra bókband í Handíðaskólanum hér í borg og vann síðan við þau störf í heima- húsum. Hann var í því verki vand- virkur og samviskusamur eins og í öllum öðrum verkum, enda óvenjulega hagur til allra smiða og skyldra verka. Verkefnin streymdu til hans og vann hann að bókbandinu í fjöldamörg ár — eða meðan heilsa hans, einkum sjón, leyfði. Skömmu eftir andlát ömmu flutti hann alkominn á heimili okkar. Með honum kom maður sem átti eftir að veita okkur öllum á heimilinu, og þá ekki síst okkur systkinunum, ómælda ánægju. Samviskusemi hans og vinnusemi fóru ekki fram hjá neinum, síst okkur sem næst honum stóðu. Hann var alltaf sívinnandi eftir því sem heilsan leyfði. Á sumrin vildi hann vera öllum stundum í garðinum við húsið okkar. Móðir jörð átti alltaf mikil og djúptæk ítök í honum. Á vetrum mátti varla falla snjóföl á húströppurn- ar, að hann væri ekki kominn á kreik með skóflu og kúst. Hann vildi alltaf hafa allt hreint og fág- að í kringum sig, enda óvenjumik- ið snyrtimenni í hvívetna til hinstu stundar. Systkini mín tvö og fjölskyldur þeirra dvelja nú erlendis og geta af óviðráðanlegum ástæðum ekki verið við útför afa. Þau harma þá staðreynd en við það verður ekki ráðið. En þau munu bæði og mak- ar þeirra og börn sameinast hér í þessum kveðjuorðum mínum og gera þau að sínum. Einhversstaðar segir, að þar sem góðir menn gangi þar séu Guðs vegir. Sé svo þá villtist afi aldrei af þeim vegi. Afi var á 89. aldursári þegar hann dó. Hann fékk hægt og þján- ingalaust andlát. Líf hans fjaraði út hægt og án allra átaka. Það var í rauninni eins og spegilmynd af öllu lífi hans. Ég hefi aldrei þekkt eins hreinskiptan, vammlausan og góðviljaðan mann og afa. Betur væri að margir nær níræðir menn gætu kvatt þennan heim án þess að hafa nokkurn timann gert svo mikið sem flugu mein. Aldrei heyrðum við, ég eða fjöiskylda mín, afa segja misjafnt orð um nokkra manneskju eða taka þátt íslíkum orðræðum. Hann var í því efni sem í öðrum mér og systkin- um mínum fyrirmynd, sem aldrei gleymist. Afi var ekki sem kailað er lærður, en hann var menntaður í þess orðs besta skilningi. Hann var alltaf sílesandi allskonar bókmenntir, ekki aðeins æfisögur og svonefndan þjóðlegan fróðleik, heldur einnig mikið um sögu landsins okkar og annarra landa, heimspeki, stjórnmál, sálarfræði, guðspeki og margt, margt fleira. Ég minnist þess að þegar við systkinin vorum send í herbergi afa til að kalla á hann í matinn þá brást varla að hann sat þá í hæg- indastólnum sínum og var að lesa í bók. Sú gagnkvæma ástúð og góðvilji sem ríkti milli afa og for- eldra minna öll þau tuttugu ár sem hann var hjá okkur verður okkur einnig ógleymanleg. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, systkina minna og fjölskyldna þeirra kveðjum við afa með djúp- um trega og hjartans þökk fyrir allt það góða sem hann gerði okkur öllum á lífsleiðinni. Blessuð sé minning þessa hjartahreina manns. Við sem þekktum hann best, munum æfin- lega minnast hans þegar við heyr- um góðs manns getið. Magnús R. Dalberg t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför MARINÓS ARASONAR, Lindargötu 21. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 1A Landakots- spítala fyrir góöa umönnun í veikindum hans. Guörún Guömundsdóttir. t Faöir minn og tengdafaöir, ÁSMUNDUR SVEINSSON, myndhöggvari, lóst í Hafnarbúöum í Reykjavík fimmtudaginn 9. desember. Ásdís Ásmundsdóttir, Helgi E. Helgason. t Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur okkar og mágs, KRISTINS ÁRNASONAR frá Bakkastíg. Guörún Árnadóttír, Stefanía Árnadóttír, Margrót Árnadóttír, Áslaug Árnadóttir, Steingrímur Guömundsson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Klifshaga, Öxarfiröi, sem lést aö heimili sinu 6. desember, veröur jarösungin Skinnastaöakirkju laugardaginn 11. desember kl. 2 e.h. Siguröur Sígvaldason, Sigrún Magnadóttir, Pétur Sigvaldason, Unnur Sigurðardóttir, Jóhann Sigvaldason, Guöný Mathiasdóttir og barnabörn. frá t og Innilegt þakklæti til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö vinarhug viö andlát og útför STEINGRlMS hreins AOALSTEINSSONAR. hafnarvaröar, Sauöérkróki, og minntust hans með blómum og hlýjum kveöjum. Guö blessi ykkur öll. Ranborg Wæhlé, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.