Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Iðnaðarráðherra og Alusuisse: AfstaÖa Framsóknar jafngildir vantrausti á iðnaðarráðherra - sögðu stjórnarandstöðuþingmenn Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, sakaði Guð- mund G. Þórarinsson, þingmann Framsóknarflokks, um að hafa hlaupizt undan íslenzkum merkjum á örlagastundu, í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Þingmaðurinn sagði hinsvegar, að ráðherrann hefði í tvö ár staðið þann veg að álviðræðumálum, að enginn árangur hefði náðst, en það væri árangur en ekki áróður sem þjónaði íslenzkum hagsmunum. Friðrik Sophusson (S) sagði deilur stjórnarliða, sem hér ættu sér stað, færa þingi og þjóð heim sanninn um, að gagnrýni sjálfstæðismanna á málsmeðferð iðnaðarráðherra væri í einu og öllu rétt. Kjartan Jóhannsson (A) sagði að úrsögn Guð- mundar G. I'órarinssonar úr álviðræðunefnd, í samráði við þingflokk sinn, jafngilda vantrausti af hálfu stærsta stjórnar- flokksins í garð iðnaðarráðherra. Hljópst undan merkjum! HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON, iðnaðarráðherra, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær og gagnrýndi Guð- mund G. Þórarinsson og sjónvarp- ið harðlega fyrir sviðsetningu árásar á sig vegna viðræðna við Alusuisse. I þessum þætti hafi Guðmundur lýst ábyrgð á hendur sér, þ.e. iðnaðarráðherra, vegna þess að 2ja ára viðræður við ál- hringinn um hækkun raforku- verðs o.fl. hefðu engan árangur borið. Því var hreinlega haldið fram, að annað tveggja vildi ég ekki semja við Alusuisse eða réði ekki við þá samningsgerð, nema hvorttveggja kæmi til. Ráðherra sagði Guðmund G. Þórarinsson hafa hlaupizt undan merkjum á örlagastundu, efnt til óvinafagnaðar, fært víglínuna frá átökum milli svissneskra og ís- lenzkra yfir í innbyrðis átök. Því væri „kátt í höllinni" hjá álkóng- um ytra. Ráðherra sagði Guðmund hafa viljað gera kröfu um 20% verð- hækkun rafmagns, á sama tíma sem viðræðuaðilinn, Alusuisse, setti fram kröfur um helmingun kaupskyldu á rafmagni, auk helm- ings stækkun álversins. Við þessar aðstæður „hleypur fulltrúi stærsta stjórnaraðilans undan merkjum á úrslitastundu". — Ég vænti þess að Framsóknarflokk- urinn beri gæfu til, sagði ráð- herra, þrátt fyrir það sem orðið er, að hverfa aftur að innbyrðis sam- stöðu í málinu. Ráðherra lét ótvírætt að því liggja að hann myndi innan tíðar gera tillögur í ríkisstjórn um ein- hliða aðgerðir af íslands hálfu. Árangur fremur en áródur GUÐMUNDUR G. ÞÓRAR- INSSON (F) sagði álviðræðunefnd ekki hafa tekið þátt í viðræðum við Alusuisse á þessu ári. Iðnað- arráðherra hafi í tvö ár haldið á þessu máli með sínum hætti og þeim niðurstöðum, að árangur væri enginn. Guðmundur gat þess að jákvætt bréf hafi borizt frá Alusuisse þar sem fyrirtækið bauðst til: • að leggja deilumál varðandi verð á aðföngum í gerð 3ja lög- fræðinga, eins tilnefnds af Islands hálfu, eins tilnefnds af Alusuisse og eins, sem aðilar kæmu sér sam- an um. • Agreiningur um afskriftir yrði lagður í gerð íslenzkra aðila. • Samhliða væri Alusuisse reiðu- búið til að hefja viðræður um raf- orkuverð, með hliðsjón af orku- verði í Evrópu og samkeppnis- stöðu ÍSAL, skattareglur (fram- leiðslugjald), stækkun álversins og aðild nýs eignaraðila. Iðnaðarráðherra hefur staðið í viðræðum við Alusuisse um að hefja samningsviðræður, ekki í samningsviðræðum. Ég lagði til í álviðræðunefnd, sem ráðherra hefur haldið utan við beinar við- ræður við mótaðila, að teknar væru upp beinar samningsviðræð- ur, þó þannig, að Alusuisse féllist á 20% hækkun raforkuverðs frá 1. febrúar nk., fyrirfram, sem fyrsta hækkunarskref. Á þeim grundvelli sem og stækkunar álversins yrði síðan samið um önnur efnisatriði og samningum lokið fyrir 1. april nk. Flestir álviðræðunefndarmenn féllust á þessi sjónarmið í megin- atriðum. En ráðherra hlustaði ekki á okkur, hélt sínu striki og því fór sem fór. Ráðherra fór ítrekað með ósannindi, er hann túlkaði tillögu mína, og ég er að velta því fyrir mér, hvort hann hefur alltaf sagt satt, er hann greinir frá viðræðum sínum við samningsaðilann. Ég hafði tilkynnt ráðherra fyrirfram, að ég myndi ganga úr nefndinni og lýsa ábyrgð á hendur honum, ef hann héldi fyrri hætti. Nú, þegar ráðherra hefur gengið þvert á vilja meirihluta nefndar- innar, er grundvöllurinn fyrir henni brotinn. Það er ekki hægt að sitja í nefnd, sem ráðherra heldur að baki sér og „ætlar að reka eins og rússneskt hæsnabú"! Það var nauðsynlegt að færa víglínuna, eins og ráðherra orðar það, til koma af stað alvöruvið- ræðum, því hver vika hins lága orkuverðs er þjóðinni dýr — og árangur skiptir meira máli en áróður. Vantraust á iðnaðarráðherra KJARTAN JÓHANNSSON (A) sagði þingheim sjá, í deilum ráð- herra og sérfræðings Framsókn- arflokksins á þessu málasviði, inn í það sundurlyndi, sem ríkti á stjórnarheimilinu. Mergurinn málsins er þó sá, að hér hefur þingmaður úr stærsta stjórnar- flokknum, með stuðningi þing- flokks hans, í raun lýst vantrausti á iðnaðarráðherra, sem getur ekki eða vill ekki, nema hvorttveggja komi til, náð samningum í þessu hagsmunamáli, að sögn sam- starfs- og fram að þessu stuðn- ingsaðila. Ráðherra er lýstur óhæfur til að fara með þetta mál og hann getur því ekki lengur komið fram sem fulltrúi ríkis- stjórnarinnar allrar það varðandi. Ráðherra hótaði í fjölmiðlum í gær að leggja málið fyrir ríkis- stjórn í morgun. Hvað gerðizt þar? Þingið á kröfu til vitneskju þar um. Hjörleifur: Málið rætt í ríkisstjórn en engar ákvarðanir né niður- stöður fyrir hendi. Friðrik: Guðmundur komst að niðurstöðu sem aðrir höfðu löngu kortlagt. Þingflokkur Alþýðuflokksins sam- þykkti í dag svohíjóðandi ályktun: „Þingflokkur Alþýðuflokksins telur óhjákvæmilegt að viðræðu- nefnd við Alusuisse undir forræði iðnaðarráðherra verði nú lögð niður eftir að fulltrúi Framsókn- arflokksins hefur sagt sig úr nefndinni og lýst vantrausti á for- ystu iðnaðarráðherra. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur rétt að nú verði skipuð sérstök samning- anefnd, sem fari með samnings- umleitanir við Alusuisse undir forystu aðila sem nýtur óskipts trausts ríkisstjórnarinnar og sé tilnefndur af hennar hálfu.„ Alþýðubandalagið á tveggja kosta völ, sagði Kjartan, að fórna ríkisstjórninni fyrir Hjörleif, eða fórna Hjörleifi fyrir ríkisstjórn- ina. Það er hæpin forsenda fyrir ein- hliða aðgerðum nú, að fulltrúi stærsta stjórnarflokksins hafi sagt sig úr álviðræðunefnd, það er ekki sterk tímasetning slikya að- gerða af hálfu ráðherra, sem sætir gagnrýni jafnt úr stjórnarliði sem stjórnarandstöðu. Guömundur: Ráðherra rak álviðræðu- nefnd eins og rússneskt hænsnabú. Kjartan: Alþýðubandalagið á tvo kosti: að fórna ríkisstjórn- inni fyrir Hjörleif eða Hjörleifi fyrir ríkisstjórn- ina. Skapa þarf for- sendur samstöðu FRIÐRIK SOPHUSSON (S) sagði átök stjórnarliða hér og nú sýnishorn af því hvern veg væri tekizt á um flest mál í ríkisstjórn- inni, en bréfaskriftir milli Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks stæðu nú yfir, þar sem sitt hvað væri sett á blað. Ekki eru tök á því að rekja þetta mál í smáatriðum, sem staðið hefur u.þ.b. tvö ár, en þessar viðræður færa heim sann- inn um, að gagnrýni sjálfstæð- ismanna á málsmeðferð iðnaðar- ráðherra var og er rétt. Guðmund- ur G. Þórarinsson hefur nú komizt að niðurstöðu sem öðrum var ljós löngu fyrr. Friðrik minnti á tillögu sjálf- stæðismanna til þingsályktunar snemma á þessu þingi, sem gerði ráð fyrir því að 7 manna þingkjör- in nefnd tæki við samningsvið- ræðum við Alusuisse, þar sem í senn yrði leidd til lykta skoðana- ágreiningur við álhringinn, knúið á um hækkað raforkuverð og endurskoðun skattreglna, um leið og ræddur yrði möguleiki á stækk- un verksmiðjunnar. Það sem kom- ið hefur fram í þessum umræðum styður þá stefnumörkun sem sjálfstæðismenn fluttu þings- ályktunartillögu um þegar í haust. Við sjálfstæðismenn lítum svo á mál nú að álviðræðunefndin sé úr leik, starfsgrundvöllur hennar brostinn. Ráðherra er nú skylt að hafa formlegt samband við þá, sem skipuðu í nefndina, um fram- hald málsins. Við leggjum til að komið verði á laggir þingkjörinni nefnd þar sem fullt jafnræði er með þingflokkum. Þetta vill ég að ráðherra skilji. Raunar er vafasamt að ráðherra hafi lengur umboð ríkisstjórnar- innar til að halda áfram viðræð- um með sama hætti, en þráhyggja hans og einkatilburðir hafa siglt viðræðum í strand, klúðrað mál- um og leitt til þeirrar upplausnar sem við blasir. Það hefur reynst þjóðinni dýrt, hve þetta mál hefur verið dregið á langinn með röngu vinnulagi. Friðrik vitnaði til forsíðufréttar í Þjóðviljanum, leiðara þess blaðs sem og orða iðnaðarráðherra, og taldi ýmislegt í túlkun þessara að- ila vísa í þá átt, að viðræðum hafi beinlínis verið siglt í strand til að geta gripið til einhliða ákvörðunar af hálfu ráðherrans. Engar ákvarðanir í ríkisstjórn! HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON, ráðherra, tók aftur til máls. Hann ræddi í löngu máli um meint brot Alusuisse, ofreiknað verð á súráli og rafskautum og umdeildar afskriftir. Hann taldi áburð Guðmundar G. Þórarins- sonar um ósannsögli af sinni hálfu ómaklegan. Formaður álviðræðu- nefndar hefði setið viðræðufundi við Alusuisse sem sérstakur full- trúi nefndarinnar. Ekki hafi verið hægt að bera tillögu Guðmundar í álviðræðunefnd fram sem tillögu íslands eins og mál stóðu. Aðspurður með frammíkalli, hvað hefði gerzt hjá ríkisstjórn- inni, er hann lagði málið fyrir hana þá um morguninn, sagði ráðherra: Málið var rætt en engar ákvarðanir eða niðurstöður liggja fyrir. GUÐMUNDUR ÞÓRARINS- SON (F) sagði ráðherra hafa farið með rangt mál í túlkun á tillögu sinni í álviðræðunefnd sem byði heim grunsemdum um, að svo gæti einnig verið í öðrum frásögn- um hans. Eg er ekki að bera blak af Alusuisse, sagði hann, enda næsta víst, að það hefur beitt yfir- verði, eins fjölþjóðahringir skráð- ir í Sviss gera, þ.e. að draga hagn- að til móðurfyrirtækis, vegna þess að skattar eru þar helmingi lægri en í nágrannalöndum. Þá hlið mála þarf e.t.v. að ræða við ríkis- stjórn Sviss. En mergurinn máls- ins er að ná fram hærra orkuverði, sem allt of lengi hefur dregizt, og vísa öðrum deilumálum í gerð, enda réttur til þess í samningum milli aðila. Verklag ráðherrans hefur brugðizt. Nú þarf önnur vinnubrögð. KJARTAN JÓHANNSSON (A) leiðrétti tölur, sem hann taldi ráð- herra hafa rangfarið meðj varð- andi viðskipti Alusuisse og Isal, og lauk þar með umræðunni. Þá var tekið fyrir fyrsta dag- skrármálið. Það var framhalds- umræða um tillögu tíu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þing- kjörna nefnd til viðræðna við Alu- suisse. Fyrsti ræðumaður var Geir Hallgrímsson, formaður flokksins. Það bíður annarrar fréttafrásagn- ar að skýra frá þeirri umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.