Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 „Hvatning áhorfenda lífsspursmál" • Meistaraflokkur Víkings eins og hann er skipaður í dag. Myndin er tekin éður en liðið hélt til Tékkó- slóvakíu í fyrri leikinn gegn Dukla. Siguröur Gunnarsson, Péll Björgvinsson og Magnús Guðmundsson fóru ekki með í þé ferö, en veröa allir meö í leiknum é sunnudagskvöld. Þorbergur Aöalsteinsson veröur hins vegar ekki með vegna meiðsla þeirra er hann hlaut í leiknum. íslenskir éhorfendur eru ör- ugglega meöal þeirra bestu í heiminum, og hafa erlend lið oft komist í veruleg vandrœöi þegar þau hafa leikiö gegn fslendingum f Laugardalshöllinni. Áhorfendur koma því örugglega til með aö leika stórt hlutverk í leik Víkings og Dukla é sunnudaginn, enda þurfa Víkingar aö vinna upp étta marka tap til aö komast éfram. En þeir eru hinir bjartsýnustu og eru ékveönir í að hefna ófaranna fré fyrri leiknum. En hvaö segja þeir um hlut éhorfenda? „Hvatning áhorfenda veröur al- gert lífsspursmál í leiknum á sunnudaginn," segir Ólafur Jóns- son. „Við munum leggja allt í söl- urnar til aö vinna sigur og höfum trú á aö þaö takist ef áhorfendur styöja vel viö bakiö á okkur. Þá veröum við meö tvö leynivopn i leiknum á sunnudaginn, Pál Björgvinsson og Sigurð Gunnars- son, en þeir hafa hvorugan séö. Þeir halda örugglega aö viö verö- um meö sama liö og úti en annaö veröur uppi á teningnum. Þeir eru mjög sigurvissir fyrir leikinn á sunnudaginn og telja nánast formsatriöi aö Ijúka honum. En þaö getur allt gerst í handboltan- um eins og viö sáum best í leik KR og Zeljeznicar og fjölmörg dæmi eru til um í handboltasögunni. Viö komum til meö aö taka verulega áhættu í leiknum — hún gæti brugöist — en hana veröum viö aö taka.“ „Ég hef leikiö á milli 70 og 80 landsleiki og alla Evrópuleiki Vík- ings og oft fariö austur fyrir járn- tjald áöur, en ég hef aldrei lent í neinu þessu líku — hvorki innan vallar né utan,“ sagöi Ólafur Jóns- son ennfremur. Guömundur Guömundsson sagöi aö dómgæslan á sunnudagin yröi örugglega ööruvísi en í fyrri leiknum — dómarar veröa Svíarnir sem dæmdu iandsleikina viö Þjóö- verja og Frakka fyrir skömmu — og þá veröa örugglega dæmd á þá sóknarbrot, Tékkana. „Þeir stimpl- uöu mjög stíft á okkur og fengu alltaf víti. Alveg sama þó viö stæö- um kyrrir og þeir keyröu okkur langt inn í teig," sagöi Guömundur. Ferðin til Tékkóslóvakíu: „Hrein martröð" - segir formaður handknattleiksdeildar „ÞESSI ferð okkar til Tékkóslóv- akíu var ein martröð í heild — okkur gekk vel til Prag en síðan ekki söguna meir,“ sagöi Jón Valdimarsson é blaðamannafundi sem Víkingar héldu í fyrradag, en þeir leika sem kunnugt er seinni leik sinn í Evrópukeppni meist- araliða gegn Dukla Prag í Laugar- dalshöll é sunnudagskvöld. Vík- Tveir leikir í úrvalsdeild- inni í kvöld TVEIR leikir fara fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. Fram og ÍR leika í Hagaskóla kl. 20.00 og é sama tíma leika í Keflavík lið UMFN og KR. Á sunnudagskvöld kl. 19.00 leika svo Valur og ÍBK í Haga- skólanum. Þaö er síöasti leikur- inn í úrvalsdeildinni é þessu ári. Ingólfur fljótastur Ingólfur Jónsson, Skíðafé- lagi Reykjavíkur, sigraði um helgina á fyrsta sktðagöngu- móti vetrarins, en þaö fór fram á Kjarvalstúni. Var hér um aö ræða svokallaöa Toy- ota-göngu 82. Keppt var í karla- og kvennaflokkum, og gengu karlarnir tíu km. en kvenfólkið sex. Röö efstu manna í karla- flokki varö þessi: Ingólfur Jónsson SR 31,16 Haukur Eiriksson SRA 33,47 Garöar Sigurösson SR 34,06 Ingþór Eiríksson SRA 35,03 Kvennaflokkur: Guðbjörg Haraldsdóttir SR 25,51 Sigurbjörg Helgadóttir SR 32,23 Þá var einn keppandi í öld- ungaflokki, Tryggvi Hall- dórsson. Hann gekk sex km og fékk tímann 32,18. ingar sögöu farir sínar ekki slétt- ar í samskiptunum viö Tékkana, jafnt utan vallar sem innan. Eins og áöur hefur komiö fram voru þeir settir inn á mjög lélegt hótel, og voru „sum herbergin nánast skápum lík“ eins og Jón oröaöi þaö. „Leikurinn sjálfur var svo einn slagsmálahasar þar sem dómararnir geröu í þvt aö dæma á smávægileg brot okkar," sagöi hann. Annað var svo upp á teningnum er leikmenn Dukla áttu í hlut, og sami maöur og slasaöi Þorberg Aöalsteinsson braut einu sinni mjög harkalega á Guömundi Guö- mundssyni, en hlaut ekki einu sinni tiltal fyrir. Allt var í þessum dúr, aö sögn Víkinganna, og þá sögöu þeir aö í seinni hálfleiknum heföu þeir veriö reknir út af í 12 mínútur, en sá tími heföi orðiö nokkuö lengri þar sem tímaveröir biðu með það í lengstu lög að hleypa mönnum inn á völlinn aftur. Eitt sinn var Steinar Birgisson t.d. utan vallar í rúmlega tvær og hálfa minútu í staö tveggja. En þrátt fyrir þær hræöilegu móttökur sem Vikingar fengu i Tékkóslóvakíu munu þeir ekki breyta áformum sínum í sambandi viö móttökuna á Dukla. „Viö vorum búnir aö panta herbergi fyrir þá á Hótel Esju og viö erum ekki þaö barnalegir aö vilja héfna okkar á þeirn," sagöi Jón Valdimarsson. „Þaö er ekki mannlegt aö standa í svona leiðindum í þessum sam- skiptum. Viö viljum afgreiða þessa menn í Höllinni en ekki á einhverju hóteli — Höllin er vettvangurinn til þess,“ sagði Jón. Ein stjarna Hreins féll niöur í stjörnugjöfínni úr leik ÍR og UMFN í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik féll ein stjarna Hreins Þorkelssonar ÍR niður. Hreinn étti að fá tvær stjörnur fyrir frammi- stööu sína, en ein þeirra „hrap- aöi“ é leiöinni í prentsmiöjuna. • Bækurnar þrjér sem Bókhlaðan kynnti í gær „Nútíö og framtíð (slenskrar knattspyrnu" eftir Youri Sedov, „islensk knattspyrna ’82“ eftir þé Sigurö Sverrisson og Víði Sigurösson og „Baréttan um heimsbikarinn" eftir Sigurö Sverrisson. Allt mjög eigulegar bækur. Prjár athygliverðar íþróttabækur á markað „Mér finnst bókin mjög vel gerð og míkið er til hennar vand- aö. í henni er gott yfirlit yfir keppnina í sumar og einnig sagt frá öðrum keppnum, auk þess sem þætti íslands í síöustu heimsmeistarakeppni eru gerö góö skil,“ sagöi Eyjólfur Sigurös- son, eigandi Bókhlööunnar, m.a. í gær, um bókina „Baráttan um heimsbikarinn" eftir Sigurö Sverrisson, blaðamann, er útgéf- an kynnti þrjár íþróttabækur sem hún gefur nú út. Auk bókarinnar um HM er um aö ræöa bókina „islensk knatt- spyrna m82“ og „Nútíö og framtíð íslenskrar knattspyrnu" eftir hinn kunna knattspyrnuþjálfara, Youri Sedov, sem þjálfaö hefur is- landsmeistara Víkings undanfarið. Siguröur Sverrisson, höfundur bókarinnar um Heimsmeistara- keppnina dvaldist á Spáni á meö- an keppnin fór fram í sumar og er bókin aö mestu leyti skrifuö þar. „Ég held að það sem geröist þenn- an mánuö meöan keppnin fór fram komist mjög vel til skila í bókinni," sagöi Siguröur í gær. Formálsorð skrifar enginn annar en Paolo Rossi, besti leikmaöur keppninnar og markakóngur hennar, og eru þau í upþhafi bók- arinnar eins og lög gera ráö fyrir. Aö ööru leyti er hún þannig kafla- skipt, aö fyrri HM-keppnum eru gerö skil í einum kafla, sérkafli er um þátttöku íslands í HM 1982, þar sem ítarlega er gerö grein fyrir gangi mála í leikjunum átta sem liöiö tók þátt í og einnig má nefna sérstakan kafla þar sem allar þátttökuþjóöir HM á Spáni eru kynntar rækilega. Sjálfri lokakeppninni í sumar eru gerö þannig skil aö frásögnin er í einskonar dagbókarformi, viö- buröum hvers dags er lýst í senn — bæöi gangi mála í leikjunum og ýmsum fróöleiks- og fréttapunkt- um frá þeim degi. Bók þessi er i stóru broti og i henni er fjöldi svart/hvítra mynda og auk þess eru 16 litmyndir á 8 síðna lit- myndaauka. Bókin er í alla staöi mjög vel gerö og áhugaverö. „íslensk knattspyrna“ kemur nú út annaö áriö í röö, og segir hún frá því markveröasta sem gerðist á síöasta keppnistímabili. Aö sögn Eyjólfs voru viötökur bókarinnar í fyrra góöar og veröi þær eins gób- ar í ár er engin ástæöa til annars en aö ætla aö útgáfa hennar veröi árviss viöburöur. Hver mánuöur er aðskilin heild og í bókarlok er ítar- leg samantekt þar sem er aö finna öll helstu úrslit í knattspyrnunni á tímabilinu. Þá eru litmyndir af öll- um íslands- og bikarmeisturum í knattspyrnu 1982. Höfundar bók- arinnar „íslensk knattspyrna ’82“ eru Siguröur Sverrisson og Víöir Sigurösson blaöamenn. Þá er ógetið bókarinnar eftir Sedov, „Nútíö og framtíö íslenskr- ar knattspyrnu". Bókin er nýjung á sviði rita um knattspyrnuþjálfun hér á landi og mun örugglega koma sér mjög vel fyrir þjálfara og aöra. — SH. Forsalan hefst í dag FORSALA aögöngumiöa é leik Víkinga og Dukla é sunnudaginn hefst í dag og veröa miðar þá seldir kl. 13—17 hjé Samvinnu- feröum og kl. 13—18 í Hjartarbúð é Suðurlandsbraut. Þé veröa seldir miöar í forsölu í Laugar- dalshöll kl. 13—18 é morgun og fré kl. 13 é sunnudag. Leikurinn hefst kl. 2 é sunnudagskvöld. UEFA-keppnin í FRÁSÖGN okkar af UEFA- keppninni í knattspyrnu ( gær féllu niður úrslit í tveimur leikj- um. Benfica Portugal sigraöi Guests ZUrich 4—0, og kemst Benfica því éfram ( keppninni. Fyrri leik liöanna lauk með jafn- tefli 1—1. Þé sigraöi Sarajevo fré Júgóslavíu liö Anderlecht, 1—0. Anderlecht vann fyrri leikinn, 6—1, og kemst því éfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.