Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 3 Júlílokun hætt og önnur útvarpsrás: Fagna þess- um tíðindum — segir útvarpsstjóri „ÞETTA eru allnokkur tímamót í sögu Ríkisútvarpsins, það er rétt, og ég er mjög ánægður með þá stefnu sem Alþingi hefur nú tekið í þessu máli,“ sagði Andrés Björnsson út- varpsstjóri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. — Út- varpsstjóri var beðinn að segja álit sitt á þeirri ákvörðun Alþingis, að verja nú fjármunum til að halda úti sjónvarpi í júlímánuði og koma á annarri rás við útvarpið. Að sögn útvarpsstjóra verður að öllum líkindum sjónvarpað í júlí næstkomandi, „nema einhver ósköp komi fyrir," sagði hann. „Varðandi rás tvö við útvarpið er það á hinn bóginn að segja að tímasetning fyrstu útsendingar er enn ekki komin, en væntanlega verður það síðari hluta árs 1983. — Öll nánari framkvæmd þess, dagskrárgerð og fjöldi útsend- ingartíma er hins vegar ófrágeng- ið mál, það þarfnast mikils undir- búnings og síðan þarf þetta að þróast eftir að af stað er farið," sagði útvarpsstjóri að lokum. Jólaskemmtun í Valhöll .Sjálfstæðisfélögin í Reykjavik efndu til jólaskemmtunar fyrir fjölskylduna í Valhöll sl. sunnudag. Voru salirnir allir i sjálfstæðishúsinu þéttsetnir börnum og fullorðnum þessa síðdegisstund, og skemmtu allir sér hið besta. Meðan fólk var að koma lék klar- inettríó úr tónlistarskóla Garðabæj- ar, 12—13 ára nemendur, Heimir Erlingsson, Geir Borg og Ragnheið- ur Magnúsdóttir. Fyrstu tvo tímana undi fullorðna fólkiö sér í austursal við að hlýða á sr. Auði Eir flytja hugvekju, Matthías Johannessen, Áslaugu Ragnars og Gísla Kol- beinsson lesa úr nýjum bókum og við tónlistarflutning nemenda úr Tón- iistarskólanum í Garðabæ. Sungu Ingibjörg Guðjónsdóttir 17 ára og Haukur Páll Haraldsson 19 ára dú- etta úr óperum og Jóhanna Arnar- dóttir lék einleik á píanó. Voru kaffi- veitingar þar og í vestursal. Niðri skemmtu krakkarnir sér, fengu gos og kökur og horfðu á sjón- varpsmyndir, á galdrakarl að leika listir sínar og hlýddu á Guðna Kol- beinsson lesa upp. Síðasta klukkutímann söfnuðust svo allir saman í vestursal og gengu kring um jólatré. Þar var líka bögglauppboð á jólapökkum. Jóla- sveinarnir Stúfur og Kertasníkir komu í heimsókn og sýna myndirnar hve yngsta fólkið skemmti sér þá vel. Samtök sveitarfélajga í Reykjanesi, SASIR, lögð niður um áramótin Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, verða frá þeim tíma landshlutasamtök SAMTÖK sveitarfélaga í Reykjanes- kjördæmi, SASÍR, héldu síðasta aðal- fund sinn laugardaginn 11. desember sl., en á fundinum var samþykkt tillaga frá stjórn samtakanna um að starfsemi þeirra yröi hætt frá nk. áramótum. Frá og með 1. janúar nk. verða Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu SSH hin eiginlegu landshlutasamtök. Salome Þorkelsdóttir alþingis- maður og formaður stjórnar SASÍR var spurð ástæðna þessarar ákvörð- un. Hún sagði: „í SÁSÍR eru sjö eft- irtalin sveitafélög: Bessastaðahrepp- ur, Garðabær, Kópavogur, Seltjarn- arnes, Mosfellshreppur, Kjalarnes- hreppur og Kjósahreppur. Þessi sveitafélög eru með samtals um 27 þúsund íbúa og hafa samtökin verið fjölmennust á landinu. Samtök sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu SSH, hin nýju landshlutasamtök, hafa auk framangreindra sveitarfé- laga einnig Hafnarfjörð og Reykja- vík, þannig að þau eru nú með yfir 123 þúsund íbúa. Ég tel þetta mjög jákvæða þróun, því það hefur aldrei verið um neina samkeppni að ræða á milli þessara samtaka SASÍR og SSH, þó þetta séu sömu aðilarnir. Ég vona að þetta sé jákvætt skref sem verið er að stíga í samvinnu þessara sveitarfélaga og höfuðborgarinnar, því þetta svæði allt er í raun eitt skipulags-, atvinnu- og samgöngu- svæði og því mikið hagsmunamál að ná góðri samvinnu í þessum málurn." Salome sagði að SASÍR hefðu ver- ið stofnuð 1964 sem landshlutasam- tök allra fimmtán sveitarfélaganna í Reykjaneskjördæmi. Hún sagði að síðan hefði þróunin orðið sú, vegna landfræðilegra aðstæðna og ólíkra hagsmuna, að Hafnarfjörður hefði fyrst sagt sig úr samtökunum og ár- ið 1978 gengu sveitarfélögin á Suður- nesjum einnig úr SASÍR og stofnuðu þau eigin landshlutasamtök. Frá þeim tíma og frá stofnun SSH árið 1976, sem öll sveitarfélögin innan SASÍR tóku þátt í, hefur stefnt að þessari sameiningu, að sögn Salome, en stjórn SASÍR vildi þó fyrst sjá hver þróun mála yrði innan SSH, sérstaklega með tilliti til aðildar Reykjavíkurborgar sem ekki hefur verið talin trygg fyrr en nú. Fráfarandi stjórn SASÍR var á fundinum falið að ganga frá upp- gjöri, en framlög sem SASÍR hafa fengið frá Byggðasjóði og Jöfnun- arsjóði renna frá nk. áramótum til SSH, sem ekki hafa notið slíkra framlaga, þar sem þau hafa ekki fram að þessu hlotið viðurkenningu sem landshlutasamtök. Þetta eru einkaumboðs- menn Karnabæjar Akureyri Ceasar, ísafjörður Epliö, Vestmanna- eyjar Eplið, Keflavík Fataval, Siglufjörður Álfhóll, Akranes Nína, Húsavík Ram, Hafnarfjörður Bakhúsið, Reyðarfjörður Austurbær, Hvolsvöllur Kaupfél. Rangæinga, Sauðárkrókur Sparta, Egilsstaðir Skógar, Borgarnes ísbjörninn, Ólafsvík Lea, Selfoss Lindin, Vopnafjörður Paloma, Patreksfjörður Patróna, Grindavík Báran, Stykkishólmur Þórshamar, Höfn Hornafirði Hornabær, Blönduós Aþena. ^tKARNABÆR Kamabær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.