Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Heimilistæki hf. hafa til sölu jólaseríur frá kr 290" og eilífðarjólatré frá kr. 560“ Það hefur aldrei verið fjölbreyttara úrval af jólaljósaseríum hjá Heimilistækjum hf., einfaldar, skrautlegar, fallegar. Jólatré úr varanlegum gerfiefnum, sem endast heila eilífð - 50cm, 130cm, 150cm, 170cm og 180cm. Tré - ljós - gjafir fyrir alla fjölskylduna Komið, skoðið, kaupið. Heimilistæki hf. Sætúni - Hafnarstræti Bók um gagnmerkan þátt í skólasögu landsins HÚSMÆDRASKÓLINN ÁHALLORMSSIAÐ 19301980 eftir Sigrúnu Hrafnsdóttur í þessu afmælisriti er rakin saga skólans — forsaga hans og byggingar saga - og skólastarfið í hálfa öld. 173 myndir prýda bókina, þar af 35 myndir- skólaspjöld-af nemendum skólans frá upphafí og fjöldi mynda úr daglegu starfi skólans. Þá er skrá yfir alla kennara og nemendur og skólanefndarmenn á tímabilinu. Vilhjálmur Hjálmarsson annaðist útgáfuna. !i ÞJÓÐSAGA W® ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SiMI 1 3510 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Mario Soares. Pinto Balsemao. Mota Pinto. Litlaus foringi fer frá — en leysir það vanda Portúgal? AFSÖGN Pinto Balsemao forsKtisráðherra Portúgals hefur komið mörg- um í opna skjöldu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni, sem Balsemao hefur sstt sem stjórnandi. Aleitnar sögusagnir voru um það í Lissabon um helgina, að afsögn Balsemaos væri yfirvofandi og voru fréttastofur búnar að senda frá sér fréttina, áður en hún var staðfest. Stjórnmálanefnd Sósíaldemókrataflokksins var kvödd saman til fundar um helgina og urðu þar miklar og heitar umræður um málið. Lyktir urðu þær, aö Balsemao flutti ræðu, skeleggari og ákveðnari en i annan tima hefur heyrzt til hans, þar sem hann sagðist af pólitískum og siöferðilegum ástæðum hafa ákveðið að segja af sér. Hann lagði áherslu á, að af- sögn sín stæði ekki í beinu sambandi við fylgisaukningu Sósíalistaflokksins PS í bæja- og sveitastjórnarkosningunum, heldur væri honum ekki fært að sitja vegna misklíðar og inn- byrðis ágreinings innan hans eigin flokks. Á endanum sam- þykkti nefndin áskorun til Bals- emao um að endurskoða ákvörð- un sína, en nú varð honum ekki haggað, neitaði því, en kvaðst fallast á það eitt að sitja þar til PSD hefði fundið eftirmann sinn. Því leita PSD-menn nú með logandi ljósi að manni sem gæti tekið við af Balsemao og hefði hugsanlega það til að bera að geta sameinað þau sundur- leitu öfl, sem hafa verið að naga flokkinn innan frá í langan tíma. Nefndir hafa verið Joao Salg- eiro, fjármálaráðherra og Mota Pinto og þykir sá síðarnefndi lík- legri. Mota Pinto er vararektor háskólans í Coimbra, fyrrver- andi forsætisráðherra í einni af þeim stjórnum sem Eanes for- seti skipaði og auk þess gegndi hann um hríð embætti ferða- málaráðherra í ríkisstjórn hjá Mario Soares. I portúgölskum blöðum í dag er því spáð að Sósíaldemókratar verði að vera snarir í snúningum að velja eftirmann Balsemaos, enda myndi allur dráttur á því verða flokknum enn meira til skaða. Stjórnmálamenn í Portúgal telja ekki tímabært að gefa yfir- lýsingar um málið, en Freitos do Ámaral leiðtogi Miðdemókrata — sem er samstjórnarflokkur PSD — hefur látið hafa eftir sér, að gagnrýni sú sem samfellt hef- ur verið haldið uppi á Pinto Balsemao hafi í mörgu verið fjarskalega ósanngjörn. Og raunar hefði sjálfsagt einu gilt, hver hefði tekið við í Portú- gal eftir fráfall Sa Carneiros fyrir tveimur árum. Það hefði ekki verið neinum heiglum hent að fara í fötin hans og því hefur Balsemao legið undir gagnrýni og ekki alltaf sanngjarnri vegna þess Ijóma sem menn vöfðu um minningu Sa Carneiro. Það er vissulega rétt, að stjórn Sa Carneiros hafði á skömmum tíma náð undraverðum árangri í efnahagsmálum og hann naut síðustu mánuðina, sem hann lifði, mikillar lýðhylli. Þegar hann féll frá var án efa rökrétt að það yrði Balsemao og ekki neinn annar, sem tæki við. Hann var varaforsætisráðherra og hann hafði verið náinn sam- starfsmaður Sa Carneiros og afl- að sér góðs orðs. Enginn dró í efa heiðarleika hans og margir töldu hann klókan pólitíkus. Raunin varð svo önnur. Balsemao er andstæða Sa Carneiros í flestu, hann er sveigjanlegur, svo að mönnum finnst nóg um, kurteis svo að úr hófi keyrir, vill allra vanda leysa, svo að menn segja að hann hengi sig í smáatriðum, og hann vill engan styggja, svo að honum hefur gengið mjög erf- iðlega að taka ákvarðanir og gera ráðstafanir, sem hann veit, að myndu mælast miðlungi vel fyrir. Útkoman hefur svo orðið reikul stjórnarstefna þar sem enginn virðist ábyrgur fyrir einu né neinu. Þó svo að afsögn Balsemaos tengist aðeins óbeint úrslitunum í bæja- og sveitastjórnarkosn- ingunum, þar sem PS bætti verulega stöðu sína á kostnað PSD, er þó ekki raunhæft að telja að afsögn hans komi í kjöl- far kosningaúrslitanna. Mario Soares formaður PS hefur kætzt yfir úrslitunum og sagði fyrir kosningarnar, að fengi PS yfir 30 prósent mætti líta á það sem sigur fyrir andstæðinga ríkis- stjórnarinnar. Flokkurinn fékk um 30,6 prósent, svo að sigurinn gat ekki knappari verið. Þó svo að Sósíalistaflokkurinn hafi aukið fylgi sitt er ekki þar með sagt að ný sveifla sé að hefjast í portúgölskum stjórnmálum, þarna ræður vafalaust hin margumrædda gremja með duglitla ríkisstjórn. Samt sem áður sýna úrslitin að kjósendur treysta sér ékki til að kúvenda yfir til vinstri, þegar öll kurl koma til grafar. Þrátt fyrir óbjörgulegt ástand vita þeir þó hvað þeir hafa þótt fæstir telji það gott. Því mun nú skýrast á næstu dögum, hver tekur við forsætis- ráðherraembætti í Portúgal. Eins og áður segir eru viðsjár innan Sósíaldemókrataflokksins og margir horfa með löngunar- augum á stól forsætisráðherra og telja að þeir gætu leyst vandamál Portúgals nánast á einu bretti. Svo einfalt er það vitanlega ekki og það myndi heldur ekki verða nein endanleg lausn þótt Mario Soares fengi vilja sínum framgengt og Eanes forseti leysti upp þing og boðaði til nýrra kosninga. Mario Soares hefur fengið tækifæri áður til að glíma við vandann og það gekk ekki nema miðlungi vel. Það þarf mikið mannvit og mikla hörku til að snúa við þeirri þróun sem hefur orðið í efnahagsmálum Portúgals síðustu árin, að und- anteknum fáeinum mánuðum þegar stjórn Sa Carneiros sat að völdum. Sá maður sem Portúgal þarf á að halda virðist ekki vera fyrir hendi og það er kannski bara skottulækning að Pinto Balsemao fari frá. Þá kynnu bræðravíg innan Sósíaldemó- krataflokksins að hefjast fyrir alvöru og ekkert þeirra Salgeiro, Mota Pinto, Helen Roseta eða Eurico de Melo, sem öll hafa ver- ið nefnd virðist gætt neinum galdramætti. Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.