Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 Heimsókn til Pakistan eftir sr. Bernharð Guðmundsson — 2. grein: Næsti áfangi: Lokað skolpræsi Hér er búið að grafa fyrir skolpresinu en á eftir að leggja það með múrsteinum. Piltar þorpsins vilja gjarnan láta mynda sig en konur fela Honum tekst það sem ég hef engar forsendur haft til að gera. Það er gaman að geta skilið við starfið í höndum manns eins og dr. Zafars. Yfirlæknirinn á kristniboðs- sjúkrahúsinu í Gudjanvalla lýkur úr kaffibollanum. Hann er holl- enskur og á sjötugsaldri. Ég fæ að lifa það sem alla kristniboðslækna dreymir um. Ég hóf hlaupið og er nú að skila kefl- inu til næsta manns, sem ég veit að gerir betur, einfaldlega af því að hann er heimamaður. Ég hef gert mig óþarfan. Þannig á það að vera. Dr. Zafar brosir, fríður Pakist- ani á fertugsaldri. Hann er alúð- legur og öruggur í framkomu, enda á hann að baki framhalds- nám í New York. Hann ekur okkur út í þorpin þar sem heilsugæslu- verkefnið fer fram í kröftugum jeppa sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur lagt honum til. — Ég er alinn upp í svona þorpi, það er í rauninni tilviljun að ég er hér sem læknir en ekki ólæs bóndi. Þess vegna skil ég náttúrlega hvernig mannlífið fer fram og hef hugmynd um hvernig megi koma á breytingum. Kannski hjálpar það mér mest umfram út- Ient fólk i sama starfi að ég veit hvenær búast má við árangri og verð því ekki fyrir sömu vonbrigð- um, þegar ekki gengur samkvæmt áætlun. Þorpin standa þétt, þar búa yf- irleitt 3—500 manns í leirkofum. Við hlið hússins er afdrep fyrir skepnurnar og húsagarður þar sem eldamennskan fer fram og önnur heimilisvinna. í kring er svo húsagarður í axlarhæð sem tengist húsagarði nágrannans. Allt er úr leir og ber sama lit og náttúran sjálf á þessum vetrar- mánuðum. — Fyrsta þorpið sem ég bauð að taka þátt í heilsugæsluverkefn- inu, hafnaði því. Þar voru aðeins tveir læsir, og menn sáu ekki að það væri til neinna bóta að breyta því sem vel hefði dugað um aldir. Næsta þorp var til í tuskið. Ég lofaði að koma vikulega og gera að sárum gegn því að þeir ættu sam- vinnu við okkur um gerð skolpræs- is. Við leggjum til sement og múr- ara, en þeir múrsteina. Ræsið er eftir miðjum aðalstígunum. Það er auðvitað opið. Það verður ekki hæg atð loka því nærri strax, ekki fyrr en fólk áttar sig á að ræsi er ræsi en ekki sorphaugur. Slíkt tekur auðvitað tíma hér. En allir sjá hversu miklu snyrtilegra og notalegra er að ganga berfættur á þurrum stígnum. Hina heilsufarslegu kosti skynja menn auðvitað ekki. Og dr. Zafar og hans fóik gekk skemmtilega að starfi. Þau kom- ust að raun um hvaða konur þóttu hafa lækningahendur i þorpinu, þau gerðu þær að samverka- mönnum, kenndu þeim sitthvað þannig að þær héldu virðingu sinni í þorpinu þótt lærða fólkið væri þar á ferð. Síðan var komið á heilbrigðisnefndum í hverju þorpi og þess gætt að þar væru ævinlega nokkrar konur. — Konurnar eru lykilfólkið, sagði dr. Zafar. Þú menntar mann, og þú hefur menntað einn mann. Þú menntar konu, og þú hefur menntað þjóðina. Þess vegna höf- um við sérstök námskeið fyrir konurnar í heilbrigðisnefndunum. Þorpin eru nú orðin 59 að tölu sem taka þátt í þessu verkefni, misjafnlega langt á veg komin. Efnt hefur verið til samkeppni um hreinlegasta þorpið og verðlaun veitt. Blaklið unglinga úr þorpun- um keppa hvert við annað. — Við gengumst fyrir því. Það eflir hóptilfinningu og kennir fólki að starfa saman. Eitthvað gerist í einhæfu lífi þorpsins, þegar keppt er. Hvað er framundan? — Við þurfum að telja þorpsbúa á að koma sér upp rot- þró og þiggja bólusetningar barna. En það er enn langt í land með það. — Nei, við rekum ekkert beint kristniboð, svarar dr. Zafar að- spurður. En fólkið veit að við er- um öll kristin og þetta er okkar vitnisburður. Bandaríkin: Þriðja hver fjölskylda býr við áfengisvanda í febrúarhefti bandaríska tíma- ritsins „Alroholism** er skýrt frá nokkrum niðurstöðum nýrrar Gall- up-könnunar um misnotkun áfengis í Bandaríkjunum. Þar kemur fram að þriðja hver fjölskylda í Banda- ríkjunum býr við meiri háttar áfeng- isvanda. Fram kom við könnunina að yngri aldurshópurinn af spurðum var reiðubúnari til að viourkenna þetta vandamál í sinni nánustu fjöl- skyldu. í aldurshópnum 18—24 ára töldu 40% ofneyslu áfengis vera meiri háttar vandamál í fjölskvldum þeirra. Viðurkenning á vandamálinu fer síðan minnkandi eftir aldurshóp- um. í hópi aðspurðra yfir 50 ára töldu aðeins 26% áfengisneyslu vera vandamál í þeirra fjölskyldu. í túlkun tímaritsins er þessi niðurstaða lögð þannig út ann- arsvegar, að afneitun á vandamál- inu aukist með aldrinum vegna fordóma eldri aldurshópa, en hins vegar komi þar til að áfengis- neysla fari vaxandi hjá yngri ald- urshópum. Tímaritið gengur svo langt að álykta að áfengisvanda- mál séu hjá allt að helmingi fjöl- skyldna sem fóstra börn, sem eru 1 árs í dag. Könnunin leiddi í ljós að 81% töldu áfengisneyslu vera meiri háttar þjóðarvandamál, 15% töidu ofnotkun áfengis vera minni háttar þjóðarvandamál, en aðeins 21% töldu misnotkun ekki vandamál. Athygli vekur, að að- eins 2% tóku ekki afstöðu, sem er óvenjulega lágt hlutfall. Tæpur helmingur taldi, að mikil drykkja leiddi til misnotkunar lyfja (47%), en 45% töldu ekki vera samband þar á milli. 21 Skíðaskór a Bambino Nr. 26—29. Kr. 695,- Nr. 30—33. Kr. 782.- Pioneer I Nr. 31—35. Kr. 783,- Pioneer II Nr. 36—40. Kr. 927.- Bled 75 Nr. 37—47. Kr. 825.- Atlas Nr. 42—46. Kr. 1.266. Póslsendum. Laugavegi 13. Sími 13508.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.