Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 27 „Gullströndin andar“ lýkur á laugardag: Kvölddagskrá í kvöld og annað kvöld Myndlistarsýningin „Gullströndin andar“, sem haldin er að Hring- braut 119 Reykjavík, stendur yfir til laugardagsins 12. febrúar nk., en hún er opin frá kl. 16 til 22 daglega. Kvölddagskrá verður í kvöld og ann- að kvöld, föstudagskvöld. í kvöld lesa ljóðskáldin Þorri Jóhannsson og Didda. Sigríður Guðjónsdóttir verður með „per- formans" og sýnd verður kvik- mynd. Þá munu Ása og Búi einnig flytja „performans", ungt leiklist- arfólk verður með spuna og „leyni- gestir" flytja tónlist. Annað kvöld, föstudagskvöld, munu fjórir myndlistarmenn flytja hver sinn „performans": Finnbogi Pétursson, Helgi Frið- jónsson, Gerla og Kristinn Garð- arsson. Þá mun Kristrún Gunnars lesa ljóð, auk þess sem Jóhann Sigurðsson leikari og Arnaldur Arnarson gítarleikari flytja „Plat- ero og ég“. Hljómsveitin Grjóta- gaul, kemur fram, Bubbi Morth- ens tekur lagið og Haraldur Arngrímsson leikur á klassískan gítar. Sýningunni lýkur kl. 20 laugar- dagskvöld. Lögfræðiaðstoð Orators: Leyst úr spurningum á fímmtudagskvöldum ORATOR, félag laganema vði Há- skóla íslands, gengst að venju fyrir lögfræðiaðstoð við almenning. Veita laganemar ýmist svör við spurning- um í síma, en ef mál eru flóknari, þá er spurningum svarað síðar. Hlutu styrki í rammagrein í Morgunblaðinu í gær á bls. 15 er skýrt frá íslenzkri tónlist í Hollandi. Þar er sagt að tónleikar, sem haldnir voru þar, hafi verið á vegum Musica Nova. Það er ekki rétt. Sá aðili sem stóð fyrir tónleik- unum var Ijsbreker. Þá segir einn- ig að tónlistarmennirnir hafi ekki notið neinna styrkja. í því sam- bandi vill Snorri Sigfús Birgisson, sem var einn fjögurra hljóðfæra- leikara, sem voru í Hollandi, láta þess getið, að þeir fjórmenningar hlutu ferðastyrk frá menntamála- ráðuneytinu og frá Tónlistarfélag- inu í Reykjavík. Lögfræðiaðstoð Orators hefur verið starfrækt frá árinu 1981 með góðum árangri, að sögn talsmanns laganema, en frá upphafi hafa á sjötta hundrað manns leitað til lögfræðiaðstoðarinnar. Þeir sem þurfa að fá leyst úr lögfræðilegum spurningum, geta að sögn talsmanns laganemanna hringt í síma Orators, 21325, á fimmtudagskvöldum frá klukkan 19.30 til 22.00. Leiðrétting TVÆR töluvillur slæddust inn i grein dr. Gunnlaugs Þórðarsonar f gær, „Lánaðar skrautfjaðrir", 28 í stað 18 og 5 í stað 50. Málsgreinin átti að hljóða þannig: „Þá voru lið- in 18 ár frá því að ég hafði sett fram kröfu um a.m.k. 50 sjómílur við Parísarháskóla". Sjónvarpið: 70% niðurskurður á framlagi til innlendrar dagskrárgerðar Hörð gagnrýni margra listafélaga Austurbæjarbíó: Mynd um ævi Elvis Presley AUSTURBÆJARBÍÓ hefur hafið sýningar á bandarískri kvikmynd um ævi Elvis Presley. Höfundar, framleiðendur og leikstjórar eru Malcolm Leo og Andrew Salter, en með hlutverk Elvis fara fjórir; Paul Boensch leikur hann sem barn, David Scott fer með unglingsárin og þeir Dana MacKay og Jhonny Harra leika Presley á fullorðinsárunum. NIÐURSKURÐUR ráðstöfunarfjár Lista- og skemmdideildar sjónvarps- ins árið 1983 nemur um 70%, miðað við framlög árið 1982, segir í ályktun frá Leiklistarráöi lslands, Félagi leikstjóra á íslandi, Félagi ísl. leik- ara, Félagi kvikmyndagerðarmanna og Leikskáldafélagi fslands. Þessir aðilar boðuöu til blaðamannafundar í gær vegna þessa, og þar kom fram hörð gagnrýni á hendur forráða- mönnum Ríkisútvarpsins, en niður- skurðurinn mun fyrst og fremst grafa undan Ríkisútvarpinu og stöðu þess í menningarlífi þjóðarinnar. Ályktunin er svohljóðandi: „í áætlun þeirri sem fjármála- deild Ríkisútvarpsins hefur gert um dagskrá og fjárhag sjónvarps árið 1983 er gert ráð fyrir 50% lækkun ráðstöfunarfjár Lista- og skemmtideildar til innlendrar dagskrárgerðar samanborið við árið 1982. Miðað við líklega verð- lagsþróun á árinu 1983 þýðir þetta að ráðstöfunarféð verður að raungildi tæplega 30% af áætluðu ráðstöfunarfé ársins 1982. Með öðrum orðum: Niðurskurðurinn nemur um 70% samkvæmt áætl- un. Sú spurning hlýtur óhjákvæmi- lega að vakna hvort ætlunin sé að leggja niður framleiðslu á inn- lendu efni á vegum Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins að undanskildum föstum liðum (þ.e. Stundin okkar, Jólastund, Glugg- inn, Skonrokk). — Hvað um al- menna skemmtiþætti, tónlist, ballett, leikrit, myndlist, barna- efni (umfram Stundina okkar) áramótaskaup o.s.frv.? í áætlun- inni er ekki gert ráð fyrir neinu fé til þessa efnis. Það skýtur óneitan- lega skökku við að á sama tíma og stefnt er að lengingu á útsend- ingartíma sjónvarps er gerð áætl- un sem felur í sér stórfelldan sam- drátt á framleiðslu innlends efnis. í lögum og reglum um Ríkisút- varp eru skýr ákvæði um að meg- inhlutverk Ríkisútvarpsins skuli vera að standa vörð um íslenska menningu og miðla henni til þjóð- arinnar. Verði ofangreindur niðurskurður samþykktur er auð- sætt að sjónvarpinu verður ekki fært um að sinna þessu hlutverki. Eru forráðamenn Ríkisútvarps- ins reiðubúnir að horfast í augu við afleiðingarnar af því? Þær af- leiðingar munu ekki aðeins snerta listgreinar og listamenn, heldur landsmenn alla og fyrst og síðast munu þær grafa undan Ríkisút- varpinu sjálfu og stöðu þess í menningarlífi þjóðarinnar. Við hljótum að mótmæla kröft- uglega þeirri aðför að framleiðslu innlends efnis sem áðurnefnd áætlun felur í sér og vörum við þeim viðhorfum sem hún birtir. Verði þessi niðurskurður á ráð- stöfunarfé Lista- og skemmti- deildar samþykktur lýsum við fullri ábyrgð á hendur forráða- mönnum Ríkisútvarpsins. Leiklistarráð íslands. Félag leikstjóra á íslandi. Félag íslenskra leikara. Félag kvikmyndagerðarmanna. Leikskáldafélag lslands." GÓÐUR - ÓDÝR LIPUR - SÆLL - AFBRAGÐ SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Súpa og salat fylgir öllum réttum Steikt hámeri ARNARHÓLL Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.