Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 tteB/nAnn IQ8? Ilmvtriil Pr»» SyndiciU „ Eg sporbi V\af\r\,V\\jab Wann vildi a<S ég ga-f; honurn á gi ftingAira/roaelinu okt-ar, )dÖ sag&i Kcmn -. „fcvssggja m'mútna Þögn?" ósí er... ... að leika sér saman úti í snjón- um. Þú hlýtur að vita að sígarettur eru hættulegar heilsu manns. HÖGNI HREKKVlSI „ STALDG/tr SJÓU f ATARHA. " Aðeins þingræðið eftir — en það er óumdeilanlegt Guðrún Arnalds skrifar: „Fyrir nokkru skrifaði ég þér bréfkorn, Velvakandi góður, sem birtist í dálkum þínum þriðju- daginn 25. janúar sl. I bréfi þessu gat ég þess, að ég hefði lagt þá spurningu fyrir dr. Gunnar G. Schram, ráðgjafa stjórnarskrárnefndar, hvort það gæti talist jafnrétti, ef kjósend- ur í tveimur kjördæmum lands- ins, Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi, hefðu aðeins atkvæð- isrétt í hlutfallinu 1:2,6 á við kjósendur í öðrum kjördæmum. Dr. Gunnar svaraði þessari spurningu afdráttarlaust neit- andi. Síðan hefir það gerst, að stofnuð hafa verið „Samtök áhugamanna um jafnan kosn- ingarétt", sem hafa sent bréf inn á hvert heimili í áðurnefndum kjördæmum. í bréfinu kemur fram, að þeir, sem standa að þessum samtökum, afhentu stjórnarskrárnefnd hinn 28. október sl. áskorun þess efnis, að nefndin léti fara fram víðtæka skoðanakönnun meðal lands- manna um svonefnt kjördæma- mál. Töldu þeir mjög miður, að umræður um þetta mannrétt- indamál, sem snertir hvern kjós- anda í landinu, skyldu eingöngu fara fram á lokuðum fundum, en almenningur fengi lítið um mál- ið að vita. Ekki sá stjórnarskrár- nefnd ástæðu til að svara þessari áskorun, hvað þá að við henni væri brugðist á einhvern hátt. í gær bárust þær fréttir í út- varpi og sjónvarpi, að formenn stjórnmálaflokkanna hefðu nú komið sér niður á einhverja lausn í kjördæmamálinu, sem yrði síðan lögð fyrir þingmenn flokkanna, og mætti þá búast SKOÐANAKÖNNUN UM KJÖRDÆMAMÁLIÐ Sendist til: Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt Biðpóstur, postutibuinu Hlemmi, 105 Reykjavík við, að málið færi að leysast. Ekki fengu kjósendur að vita í hverju lausnin væri fólgin, nema hvað talað var um, að þingmönn- um yrði fjölgað um þrjá. Við verðum því enn um sinn að bíða eftir að fá að vita, hversu mikið — eða lítið — misrétti okkur verður skammtað. Ég minnti á það í fyrra bréfi mínu, að í upphafi stjórnar- skrárdraganna væri sagt, að á íslandi skyldi vera lýðræði, þingræði og jafnrétti. Ljóst virð- ist, að jafnrétti er í raun ekki það, sem stefnt er að í kjör- dæmamálinu, en nú vil ég enn spyrja: Eiga þær aðferðir, sem notaðar eru við lausn kjördæma- málsins, eitthvað skylt við lýð- ræði? Ef svo er sem mér sýnist, að það sé ekki, þá er harla lítið orðið eftir af hornsteinum stjórnarskrárinnar væntanlegu, nefnilega aðeins þingræðið, en það er óumdeilanlegt. Hafi þingmenn hugsað sér að nota nýja stjórnarskrá sem skrautfjöður í hatt sinn, þá sýn- ist mér, að fönunum sé mjög far- ið að fækka í þeirri fjöður. Ekki hafa borgarfulltrúar né þingmenn Reykjavíkur enn látið í sér heyra varðandi misrétti það, sem umbjóðendur þeirra eru beittir í kjördæmamálinu, þótt um það hafi verið beðið í blöðum. Samtök áhugamanna um jafn- an kosningarétt hafa nú tekið málið í sínar hendur og gengist sjálfir fyrir þeirri skoðanakönn- un, sem stjórnarskrárnefnd sá ekki ástæðu til að láta fara fram. Vil ég eindregið hvetja menn til að nota það tækifæri til að láta vilja sinn í ljós í þessu mikilvæga máli.“ Við á suðvesturhorni landsins höfum ekki full mannréttindi Sjómannskona í Grindavík skrifar: Við, sem búum á suðvestur- horni landsins erum yfirleitt ekki spurð um okkar álit á gangi landsmála, alla vega ekki í al- þingiskosningum, svo sem al- kunna er. Það þarf 4—5 já af Suðurnesjum á móti einu neii á Vestfjörðum. Eru þetta full mannréttindi? Er sjómaður í Sandgerði eitthvað verri íslend ingur en starfsbræður hans á Siglufirði eða Seyðisfirði? Sum- ir tala um áhrifavald í öfugu hlutfalli við fjarlægð til Alþing- ishússins. Hefur verkakona í Grindavík betri aðstöðu til áhrifa á Alþingi en verkamaður í Borgarnesi? Er einhver munur á bónda í Mosfellssveit eða Þingvallasveit? Nei, við á suð- vesturhorni landsins höfum ekki full mannréttindi. Við erum víst eins og óhreinu börnin hennar Evu. Allt í einu erum við spurð um okkar álit á þessum málum. Það eru ekki opinberir aðilar, sem sýna okkur þessa virðingu. Nei, það eru áhugamenn, menn sem eru orðnir langþreyttir og leiðir á þessari lítilsvirðingu. Ég skora á kjósendur í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi að segja sitt álit í skoðanaHönnun um kjördæmamálið. Ég dáist að dugnaði tíumenninganna, sem standa að þessari skoðanakönn- un. Við sem tilheyrum hinum þögla meirihluta, látum heyra frá okkur. Eða erum við stein- sofandi og er okkur ef til vill orðið sama um allt?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.