Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 39 félk í fréttum Rainer fursti og Jackie Kennedy-Onassis Kvenfólkið vill komast til Mónakó + Móöir Brooke Shields, banda- rísku kvikmyndaleikkonunnar, er kona, sem veit hvað hún vill, og þaö, sem hún vill núna, er aö dóttir hennar verði furstaynja i Mónakó. Albert prins og ríkisarfi í Mónakó er um þessar mundir i Bandaríkjunum aö kynna sér bankamál en hann haföi ekki ver- iö þar langa hríö þegar Teri, móö- ir Brooke, sá um aö þau kynnt- ust. Síöan hafa þau víöa sést saman og virtist sem hnífurinn gengi ekki á milli þeirra. Albert veröur 25 ára 14. mars nk. og hefur það kvisast út, aö þá muni sú útvalda verða kynnt um leiö. Albert er raunar ekki viö eina fjölina felldur kvennamálum. Þegar hann var heima hjá sér í fríi fyrir nokkru varð hann uþpvís aö því aö heimsækja Ástríöi prinsessu af Belgíu og nú er bara að sjá hvor verður hlutskarpari, Brooke Shields eða hennar hátign. Teri Shields er ekki ein um það að vilja tengjast furstafjöl- skyldunni í Mónakó ef marka má þaö, sem skrifað er í ítölskum blöðum. Þar er fullyrt, að Jackie Kennedy- Onassis stefni nú aö því að skipa sæti Grace heitinnar viö hliö Rainiers fursta. Hún hefur veriö gift forseta og hún hefur verið gift ríkasta manni heims svo að nú vantar hana ekk- ert nema mann með blátt blóð í æöum. Rainer fursti er sjálfur ekki sagður fráhverfur því að kvænast á ný og þykir þegnum hans sem þaö sé orðið meira en lítiö aökall- andi enda ástandiö í ríkinu væg- ast sagt dapurlegt. Hótelin standa galtóm og í spilavitunum má heyra saumnál detta. Feröa- mönnum finnst þaö nefnilega ekki tilheyra aö vera meö glens og grín í þessu landi sorgarinnar og sneiða því hjá garði. Teri, móðir Brooke Shields, hefur gert dóttur sína að kvikmynda- stjörnu og nú stefnir hún að því að hún verði furstynja í Mónakó Albert prins öc COSPER COSPER r pib UnHMii 9I0O Nú vantar mig ekkert nema kvenmann, sem heitir Anna. Stykkishólmur: Aðaláherzla lögð á söltun aflans Stykkhshólmi, 7. ft brúar. ÞAÐ VERÐUR ábyggilega lítið sem ekkert verkað í skreið á þessari vertíð ef svo verður sem horfir. Mikið af skreið er enn óselt. Þó munu þorskhausar hertir. Er nú aðaláherzlan lögð á að verka aflann í sait og búa menn sig undir það nú. Fyrir skömmu kom hingað skip með 75 tonn af salti og er það byrjunin. Bátar eru að bú- ast á net og tveir hafa þegar lagt net. KrétUrittri. Aðalfundur Stjórnunarfélags íslands veröur haldinn í Átthaga- sal Hótels Sögu föstudaginn 11. febrúar kl. 12.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aö loknum aöalfundarstörfum mun Guðlaugur Þor- valdsson sáttasemjari ríkisins flytja erindi er hann nefnir „Menntun íslendinga og sérmenntun í þágu atvinnulífs og menningar'*. Félagar í Stjórnunarfélaginu eru beönir aö tilkynna þátttöku til skrifstofu félagsins í síma 82930. A STJÚRNUNARFÉLAG ^Dale . Lameeie námskeiðið Kynningarfundur verður haldinn á Selfossi í Gagnfræóaskól anum kl. 20.30 í kvöld. Allir velkomnlr. ★ Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö: ★ Öölast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staö- reyndir. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfæringarkrafti í samræöum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni sé komin undir því, hvernig þér tekst aö umgangast aöra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arö æfilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 Eihkaleyfi á íslandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson 5 MetsöluNad á hwrjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.