Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 5 Ljósmynd Mbl. Emilfa. Sigurður R. Helgason kosinn formaður Stjórnunarfélagsins Núverandi og fyrrverandi formenn Stjórnunarfélags íslands, t.h. Sig- urður R. Helgason, sem kosinn var formaður á aðalfundi félagsins í ga-rdag og Hörður Sigurgestsson, sem gengt hefur formannsstöðu sl. fjögur ár. Við hlið Harðar er Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, sem flutti erindi á aðalfundi félagsins, sem hann nefndi „Menntun íslendinga og sérmenntun í þágu atvinnulífs og menningar". Flutti þrjá fyrir- lestra á Norðurlöndum GYLFI Þ. Gíslason hélt í síðasta mán- uði þrjá fyrirlestra á Norðurlöndum ura íslenzk efni, í Kaupmannahöfn, Lundi og Málmey. í Kaupmannahöfn talaði hann í Norræna félaginu um íslenzku ullina og hinn nýja ullarfatnað, sem er orð- inn veruleg útflutningsvara. Erindi sitt nefndi Gylfi „Gömul list — ný tízka.“ Ólafur Haraldsson, stórkaup- maður í Kaupmannahöfn, sem rekur heildverzlun með ullarfatnað og nýbúinn er að opna smásöluverslun með íslenzkum ullarvörum í miðborg Kaupmannahafnar, efndi á eftir til sýningarta þessum vörum. í Lundi talaði Gylfi á vegum Sænsk-íslenzka féiagsins og Nor- ræna félagsins um ísland og íslend- inga í fortíð og nútíð. Driffjöðrin í sænsk-íslenzku samstarfi þar er próf. Gösta Holm, sem er einn kunn- asti norrænufræðingur Svía og fjöl- margir hér þekkja. Hann er ásamt Aðalsteini Davíðssyni höfundur hinnar miklu sænsk-íslenzku orða- bókar, sem er nýkomin út, en hefur verð í smíðum sl. 10—12 ár. í Málmey talaði Gylfi um sama efni og á vegum sömu félaga. Þar er áhugi mikill á íslandi og fslenzkum málefnum, sem sjá má af því. að um 200 manns sótti fundinn og um 100 manns samkomu á eftir. Helzta driffjöðrin í sænsk-íslenzku sam- Gylfi Þ. Gíslason starfi í Málmey er Ólafur Sigurðs- son, verkfræðingur, bróðir Péturs Sigurðssonar, fv. forstjóra Land- helgisgæzlunnar. Bæði á fundinum í Lundi og Málmey var að loknu erindi Gylfa sýnd nýleg kvikmynd sem ferða- málaráð og Flugleiðir hafa látið taka og hefur heppnast mjög vel. Beiðni um hækkun á vísitölubrauöum óafgreidd: Liggur beinast við ad draga úr eða hætta Réttarhöld Lífs og lands á morgun um jafnan atkvæðisrétt: Lögmenn verja og sækja málið — leiða fram vitni og leggja málið fyrir kviðdóm SAMTÖKIN Líf og land efna til rétt- arhalda í Gamla bíói á morgun klukk- an 13.15, þar sem Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. sækir mál fyrir hönd þeirra er vilja að hér á landi ríki fullur jöfnuður atkvæða án tillits til búsetu manna. Verjandi í málinu verður Jón E. Ragnarsson hrl. Að loknum mál- flutningi lögmanna og vitnaleiðslum, verður máliö lagt í tólf manna kvið- dóm, sem kveður upp úrskurð sinn fyrir klukkan 16.30, er réttarhöldun- um lýkur. Þeir Hans Kristján Árnason og Kristinn Ragnarsson, sem undir- búið hafa réttarhöldin fyrir hönd Lífs og lands sögðu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að þegar væri búið að velja vitni þau er lögmennirnir kölluðu fyrir. Þau væru Halldór Blöndal, Már Pétursson, Sigurður Líndal, Bjarni Einarsson, Stefán Friðfinnsson og Jónas Elíasson. Hver lögmaður leiddi fram þrjú vitni til spurninga, og einnig spyrði mótaðilinn vitnin ef hann vildi. Dómforseti verður dr. Gunnar G. Schram, sem einnig var dómsforseti á tveimur fyrri rétt- arhöldum samtakanna, um hval- veiðar og flutning Reykjavíkurflug- vallar. Hans Kristján sagði í gær að mál það er hér um ræddi væri nú mjög í sviðsljósinu vegna stjórnarskrár- og kjördæmaumræða á Alþingi. Margt athyglisvert kæmi í ljós ef atkvæðisrétturinn og vægi atkvæða hér á landi væri skoðað. Kjósendur í Reykjavík og Reykjaneskjördæm- um t.d. 60% allra kjósenda á land- inu. Þeir hefðu 22% þingmanna, með uppbótarþingmönnum, 36% þingmanna. Landsbyggðin hefði þá 40% atkvæðanna en 64% þing- manna. Réttarhöldin í Gamla bíói á morgun verða öll tekin upp á myndband, og fulltrúum fjölmiðla er boðið að vera viðstaddir, auk alls almennings sem er velkominn, sagði Kristinn Ragnarsson. Hann vildi að lokum undirstrika að sam- tökin væru ekki háð neinum stjórn- málaöflum, og ekki í tengslum við þá aðila sem nú gangast fyrir skoð- anakönnun um kosningaréttinn og fleira. Lauk doktorsprófi í læknisfræði I JANT’AR sl. lauk Hannes Pétursson. yfirla'knir, doktorsprófi í læknisfræði frá Lundúnarháskóla. n,4 Doktorsritgerðin nefnist á ensku „Clinical and laboratory stu- dies of withdrawal from long term benzodiazepine treatment“, og fjall- ar um ávana- og fíknihættu af ró- andi og kvíðaleysandi lyfjum. Benzodiazepine lyf, sem svo diazep- am (valium) komu fyrst á markað- inn fyrir tveim áratugum síðan og fór notkun þeirra mjög ört vaxandi þannig að almennt er talið að 10—15% af fullorðnu fólki noti ró- andi og/ eða svefnlyf einhvern tíma á hverju ári. Fram til þessa hefur jafnan verið talið að hætta á ávana- eða fíknimyndun í slík lyf sé hvorki veruleg né útbreidd, einkum ef ekki er farið upp fyrir venjulegar skammtastærðir. Rannsóknir þær sem doktorsritgerðin byggist á, svo og aðrar nýlegar rannsóknir á sama sviði hafa hinsvegar leitt í ljós að langxarandi notkun benzodiazepine lyfja getur leitt til fíknimyndunar og fráhvarfseinkenna þegar reynt er að stöðva lyfjagjöfina, jafnvel þó aðeins sé neytt venjulegra skammta. Hannes Pétursson er fæddur í Reykjavík, árið 1947, sonur hjón- anna Guðrúnar Árnadóttur og Pét- urs Hannessonar, deildarstjóra. Hann lauk stúdentsprófi frá MR Hannes Pétursson 1968 og læknaprófi hjá Háskóla ís- lands 1975. A árunum 1976 til 1982 stundaði hann framhaldsnám i geðlækning- uni í Englandi við Maudsley Hospit- al i London og lauk þaðan sérfræði- prófi 1979. Jafnfranit vann Hannes að rannsóknum í geðlæknisfræði við Institute of Psychiatry. University of London og var lektor við þá stofn- un fram til ársins 1982. Hannes Pétursson er yfirlæknir geðdeildar Borgarspitalans í Reykja- vik. Hann er kvæntur Júliönu Sig- urðardóttur og eiga þau 3 dætur. segir Hlööver Olason, framkvæmdastjóri Landssambands bakarameistara „BAKARAR eru óneitanlega mjög óánægðir með alla málsmeðferð. Við sendum inn beiðni um 17—20% hækkun á vísitölubrauðum 14. janúar sl. í kjölfar hráefnishækkana, gengisfellingar og almennra verðlagsbreytinga. Síðan hefur ekkert gerst og málið verður ekki tekið fyrir verðlagsráð fyrr en eftir hálfan mánuð", sagði Hlöðver Ólason, framkvæmdastjóri Landssam- bands bakarameistara, í samtali við Mbl. „Vísitölubrauðin hafa lengi ver- ið framleidd undir kostnaðarverði og bætir þessi seinagangur ekki úr skák. Við lauslega athugun kemur í ljós, að beint tap bakara vegna Leiðrétting I FRÉTTAVIÐTALI við séra Jón Einarsson í Saurbæ í Hvalfjarð- arstrandarhreppi fyrir nokkrum dögum, misritaðist nafn Lofts heitins Bjarnasonar, fyrrum for- stjóra Hvals hf. Biður Morgun- blaðið hlutaðeigandi og lesendur sína velvirðingar á mistökunum. seinagangs málsins er á bilinu 1,2—1,3 milljónir króna og það á eftir að aukast. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið, hefur málið strandað á afstöðu fulltrúa Al- þýðusambandsins, sem óskaði eft- ir því að málinu yrði frestað", sagði Hlöðver ennfremur. Hlöðver ólason sagði ennfrem- ur aðspurður, að auðvitað myndu bakarar meta stöðuna á næstunni, en það lægi beinast við að draga verulega úr framleiðslu vísitölu- brauða eða jafnvel hætta henni al- veg. Opið i dag til kl.4 SAAB- eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan -eöa seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHR SAAB UMBOÐtÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMAR 81530-83104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.