Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 25 ríngsögunni skapa möguleika á stuttri utan- dagskrárumræðu. Að þessari umræðu lokinni Hjörleifur Guttormsson, ráðherra, sagðist reiðubúinn til, að umræðu um bráðabirgðalögin lokinni, að taka þátt í umræðu um ákvarðanir dagsins í samskiptum Alusuisse. Ég veit ekki um neitt stærra mál á líöandi stund Albert Guðmundsson (S) sagðist ekki vita um neitt annað mál sem værri stærra á líðandi stund en það, sem hér væri spurt eðlilegra og óhjákvæmilegra spurninga um. Hér á Sjálfstæðisflokksins, kvatt sér hljóðs utan dagskrár vegna innrásar Sovét- ríkjanna í Ungverjaland en Einar synjað honum um orðið. Alexander Stefánsson, varaforseti deildarinnar, fetar hér slóð Einars Olgeirssonar. Það er lítilsvirðing við Alþingi að synja því um upplýsingar í viðkvæmu máli, sem undir það heyrir, en við- komandi ráðherrar gátu þó haldið blaðamannafund um í dag. Tveir þingflokkar hafa sett fram ákveðnar óskir til forseta. Það er ekki stoð í þeirri meintu röksemd fyrir synjun hans, að einn ráðherra neiti að svara spurningum, sem beint til ráðherr- anna tíu. í gjörvallri þingsögunni er ekkert fordæmi fyrir slíku, annað en Formenn þingflokka Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, Sighvatur Björgvinsson og Ólafur G. Einarsson, ræða málin. í hlut fyrirtæki, sem veitir hundruð manna atvinnu, og vegur þungt sem slíkt á atvinnumarkaði höfuðborg- arsvæðisins, sem er ekki of burðugur um þessar mundir. Ég spái ekki lokun þessa fyrirtækis, en ég spyr, hvernig á að bæta skaðann, ef til kemur. Ég ræði heldur ekki rekstrarstöðu þess, en ítreka, að hér er mál á ferð, sem ráðherrar þurfa að gera Alþingi grein fyrir. Ég tek því eindregið undir kröfu Birgis ísleifs Gunnarssonar og Sighvatar Björgvinssonar til forseta og ráðherra. Valdníðsla, sem langt þarf að sækja fordæmi fyrir Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði fordæmi fyrir þvílíkri valdníðslu sem hér væri beitt vera fá, ef nokkurt annað en sögulega synjun Einars Olgeirssonar á forsetastóli þingsins 1956. Þá hafi Ólafur Thors, formaður það sem ég hefi nú nefnt. Heiguls- skapur einstaks ráðherra og lítils- virðing gagnvart Alþingi styður enganveginn slíka valdníðslu úr hendi forseta. Ég endurtek áskorun til forseta að verða við þinglegum óskum. Ekki nema með samþykki ráðherra Alexander Stefánsson, forseti, endur- tók, er hér var komið sögu, að hann yrði ekki við þessari beiðni vegna þess að viðkomandi ráðherra væri ekki reiðubúinn til þátttöku og svara í um- ræðunni. Forseti ekki einn í ráðum Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, sagði ólíkt brugðizt við tilmælum er bærust frá þingflokkum til deildarforseta. Sverr- Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, sem hlut átti að umræðuefninu, hlustaði á mál manna en þagði sem fastast. ir Hermannsson, aðalforseti þing- deildarinnar, hefði þannig brugðizt vel við áþekkum tilmælum frá þing- flokki Framsóknarflokksins á dögun- um. Nú synjaði Alexander Stefánsson (F), varaforseti, formlegri beiðni þingflokks sjálfstæðismanna, sem formaður þingflokks Alþýðuflokksins hefði tekið sterklega undir. Ég efast raunar um, sagði Ólafur, að starfandi forseti hafi verið einn í ráðum, því bæði forsætisráðherra og formaður þingflokks Framsóknarmanna, hafa staðið hér við hlið hans til skiptis. Við höfum óskað svara við ýmsum spurningum í viðkvæmu máli, sem beint hefur verið til ráðherranna allra. Það eru því engin rök fyrir því að synja um umræðuna þótt Hjörleif- ur Guttormsson hafi neitað að gefa þinginu upplýsingar í máli, sem raun- ar heyrir undir Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra. Það er heldur ekki röksemd að það þurfi að rjúfa umræðu í máli, sem stjórnarliðar hafa oftlega rofið áður, og látið önnur mál hafa forgang fram yfir. Ég ítreka kröfu bæði alþýðu- flokks og sjálfstæðismanna um að þetta mál fái umfjöllun hér og nú. Tíu mínútna hlé Alexander Stefánsson, starfandi for- seti, gerði nú tíu mínútna hlé á fund- inum. Að því hléi loknu hélt hann áfram umræðu um bráðabirgðalögin, sem þýðir, að tilmælum um tafarlaus- ar skýringar ráðherra vegna álmáls- ins var synjað. Umræðu um bráða- birgðalögin var fyrst framhaldið kl. 2 miðdegis í gær. Jón Baldvin Hanni- balsson (A) tók þá til máls og talaði frá kl. 2 til 3,3o. Þá hófust þingflokka- fundir. Klukkan hálf fimm fór fram þingskaparumræða, sem að framan getur. Éftir að forseti hafði synjað beiðni um utandagskrárumræðu sté Magnús H. Magnússon (A) í ræðustól en mælendaskrá var þéttsetin. Frek- ar verður þó ekki frá sagt að sinni. Borgarafundur f Garði um fjárhagsáætlun: Á að setja niður sundlaugina eða byggja grasvöll? (>ardi, 11. febrúar. HREPPSNEFND Gerðahrepps gekkst fyrir borgarafundi um fjár- hagsáætlun hreppsins í gærkvöldi og mættu á hann milli 50 og 60 manns. Oddvitinn, Finnbogi Björnsson, gerði í upphafí fundar grein fyrir helztu tekju- og gjaldaliðum fjár- hagsáætlunar. Helztu tekjuliðir eru útsvar 8,8 milljónir, aðstöðugjald upp á lið- lega 2 milljónir, fasteignagjöld upp á liðlega eina milljón og vænt- anlegt framlag úr jöfnunarsjóði upp á rúmar 2 milljónir. Heildar- tekjur eru áætlaðar 154 milljónir 856 þúsund krónur. Af gjaldaliðum má nefna lög- boðin framlög upp á tæpar 1,8 milljónir, stjórnunarkostnað sveitarfélagsins upp á 1,26 millj- ónir, framlög til skólamála upp á 1,88 milljónir og kostnað vegna vaxta og gengismunar upp á 835 þúsund. Áætlað er að fé til framkvæmda verði um 5,1 milljón sem er 32,24% af heildartölum fjárhags- áætlunarinnar. Þar er gert ráð fyrir að 1,6 milljónir fari í-ný- byggingu gatna og holræsa, 600 þúsund kr. í undirbúningsvinnu að niðurlagningu sundlaugar sem keypt hefir verið og 600 þúsund kr. í byggingu grasvallar. Nokkrar umræður urðu um ein- staka liði áætlunarinnar og var mönnum tíðrætt um væntanlegan grasvöll og vildu ýmsir halda því fram að peningunum væri betur varið til að reyna að koma niður sundlauginni sem kæmi langflest- um íbúum þorpsins til góða. Ýms- ar hliðar eru á þessu máli og verð- ur að telja líklegt að þungt vegi að búið var að lofa knattspyrnu- mönnum og -konum að byggja þennan grasvöll í framhaldi af mjög góðum árangri þeirra sl. sumar. Umræður voru í daufara lagi og virtist sem eining væri meðal hreppsnefndarmanna um fjár- hagsáætlunina og er það vel. Arnór. Norrænir ungbændur þinga á Hólum í Hjaltadal DAGANA 8.—14 mars nk. munu samtök norrænna ungbænda halda námskeið á Hólum í Hjaltadal. Þátt- takendur, alls 25, eru starfandi ungir bændur frá Norðurlöndunum 5. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið á (slandi, en áður hafa þau verið í Danmörku og Noregi. Markmiðið með þessu skipulega námskeiðahaldi er: a) að auka skilning og samskipti milli ungra bænda á Norðurlöndum, b) að skiptast á skoðunum, ræða og kynna hugmyndir um félagsleg, menningarleg og tæknileg málefni landbúnaðar og dreifbýlis. Á síðastliðnu ári voru samtök norræna ungbænda formlega stofnuð. Gert er ráð fyrir að halda námskeið árlega og þá til skiptis á Norðurlöndunum. Á námskeiðinu er valin 5 manna stjórn, 1 frá hverju landi, sem er þá jafnframt formaður í félagskap síns heima- lands. Formaður boðslandsins er jafnframt formaður samtakanna. Viðfangsefni námskeiðins, sem haldið verður á Hólum í mars verða: a) Grunnþarfir landbúnaðarins. b) Staða landbúnaðarins. c) Gildi landbúnaðarins fyrir umheiminn. d) Samvinna Norðurlandanna. Þessum umræðuefnum er deilt í smærri einingar. Þátttakendum er skipt niður í hópa og álytkunum er skilað í skýrslu, sem verður gefin út að námskeiðinu loknu. Farið verður í skoðunarferðir og heimsótt bændabýli, kaupfélög og fiskeldisstöð. Fluttur verður fyrir- lestur um landbúnaðarpólitík á ís- landi. Námskeiðið endar á því, að full- trúm fjölmiðla og öðru fólki verður boðið að taka þátt í umræðum um niðurstöður námskeiðsins. Leiðbeinandi og stjórnandi nám- skeiðsins er Guðmundur Jóelsson. Kréttatilkyning. isjóður ÍÍSAL Endurreikningur framleiðslu- Jaldsins fyrir umrædd ár er gerður t grundvelli niðurstöðu sérstakrar ■ndurskoðunar Coopers & Lybrand t verðlagningu súráls og rafskauta il ÍSALs árin 1976—1979 og endur- ;koðunar sömu aðila á ársreikning- im félagsins 1980. Jafnframt er ituðst við álit Álviðræðunefndar, ;em sett var fram í bréfi til iðnað- trráðherra, dags. 21. nóvember 1982, m þar segir: „Það er skoðun Álviðræðunefndar tð niðurstöður Coopers & Lybrand ;éu haldbærasta matið á verðlagn- ngu Alusuisse á þessum mikilvægu íráefnum til ÍSALs með hliðsjón af tkvæðum í grein 27.03 í aðalsamn- ngi um „viðskipti óháðra aðila“ og Ráðherrar skýra frá skattkröfum á hendur ÍSAL á fundi með blaða- mönnum. Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra (t.v.) og Ragnar Arnalds fjármálaráðherra. Ragnar hafði orð fyrir þeim, enda kröfurnar gerðar af fjármálaráðu neytinu. (Ljósm. Kmilía) ákvæði í grein 2.03 (c) í aðstoðar- samningi um rekstur, er kveður á um að Álusuisse skuli aðstoða ÍSAL við að útvega þau á „bestu fáanlegu kjörum." Yfirverð á aðföngum ÍSAL 1975—1981 samkvæmt niðurstöðu Coopers & Lybrand reyndist vera: Ár Súrál Rafskaut Alls þús/USD þús/USD þús/USD 1975 5.838 1.343 7.171 1976 3.162 962 4.124 1977 679 2.192 2.871 1978 2.532 3.038 5.570 1979 2.279 2.463 4.742 1980 2.160 3.119 5.279 1981 965 717 1.682 Þús/IJSD samtals 17.605 13.834 31.439 Yfirverð á aðföngum á tímabilinu 1975—1981 reyndist því samtals nema 31,4 milljónum Bandaríkja- dala, eða tæpum 600 milljónum ís- lenskra króna miðað við gengi 10. febrúar 1983. Við endurskoðun á ársreikningum fyrir árið 1980 og 1981 voru reikn- ingar ÍSALs ennfremur leiðréttir vegna afskrifta um samtals 4,4 milljónir Bandaríkjadala, eða um 84 milljónir ísl. króna miðað við gengi 10. febrúar 1983. Samtals hefur hagnaður ÍSALs á tímabilinu 1975—1981 því reynst um 35,8 milljónum Bandaríkjadala hærri en ársreikningar félagsins gáfu til kyrina. Þessi upphæð jafn- gildir 683 milljónum íslenskra króna á gengi 10. febrúar 1983. Fyrir liggur lögfræðileg álitsgerð Benedikts Sigurjónssonar fyrrver- andi hæstaréttardómara og Ragn- ars Aðalsteinssonar hæstaréttar- lögmanns, dags. 13. október 1982, um álagningu framleiðslugjalds á fslenska álfélagið hf. Meginniðurstöður álitsgerðarinn- ar eru: 1. Ein af almennum grundvallar- reglum skattaréttar, sem orðuð er í íslenskum skattalögum nr. 75/1981, er að endurákvarða megi skatt á skattaðila, ef í ljós kemur að honum hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sín- um eða eignum og skiptir þá ekki máli hvort um refsiverða hátt- semi er að ræða eða ekki. 2. Réttur stjórnvalda til að endur- ákvarða skattaðila skatt sætir þeim takmörkunum í íslenskum skattalögum, að endurákvörðun getur aðeins náð til skatts vegna tekna og eigna síðustu sex ára á undan því ári sem endurákvörð- unin fer fram. Eðlilegt er því tal- ið að þessi regla eigi við um fram- leiðslugjald ÍSALs og megi endurákvarða framleiðslugjald vegna ársins 1976 og síðari ára. Alusuisse hefur með telexskeyti i dag verið tilkynnt um þessa endur- álagningu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.