Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 33 stúlkunnar og að lokum fer allt vel, foreldrarnir samþykkja hjónaband og það er skálað í hvítvíni. Litarháttur skiptir ekki máli þegar ástin er annars veg- ar. Spencer Tracy, Katharine Hepburn og Sidney Poiter eru virkilega góð í helstu hlutverk- um eins og við er að búast af öðru eins úrvals fólki. Ég gef þessari mynd þrjár stjörnur. Síðari myndin sem sýnd var á laugardagskvöld, „If“ með Mal- colm MacDowell í aðalhlutverki, leikstjóri Lindsey Anderson er fræg og á sínum tíma var hún sýnd við metaðsókn að mig minnir í Háskólabíói. Myndin gerist að mestu í breskum heimavistarskóla fyrir drengi þar er strangur agi og allt með fornum hefðum. í þessum skóla er nemendum innrætt mis- kunnarleysi, hroki og stærilæti sem leiðir til þess að þeir taka að líta niður á smælingja í þjóðfé- laginu og þá sem minna mega sín. í lok myndarinnar gera þrír nemendur undir forystu Tavaris (Malcolm MacDowell) uppreisn gegn skólayfirvöldum. Þeir kom- ast yfir vopnabúr og þegar fyrrverandi nemendur safnast saman í móttöku hjá skólayfir- völdum þá herja þremenn- ingarnir á veislugesti ofan af húsþaki skólabyggingarinnar með hríðskotabyssum, hand- sprengjum, reyksprengjum og rektor fellur fyrir byssukúlum uppreisnarmanna. „If“ er at- hyglisverð mynd og Malcolm MacDowell er engum líkur. Hann er séní. Sunnudagur 6. febrúar: Útvarpsmessan þennan sunnudagsmorgun var frá Laug- arneskirkju. Prestur séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Á bíblíu- daginn minnti Jón Dalbú á mik- ilvægi Biblíunnar og sagði frá útbreiðslu hennar. Milljónir manna í þriðja heiminum lesa nú Biblíuna og þeim fjölgar á þeim slóðum sem gerast kristnir menn. Von heimsins er falin í því að guðsorðið nái til sem flestra á þeim upplausnartímum sem ganga yfir mannkynið. Hugvekja séra Jóns Dalbú var góð og tímabær. 1 sjónvarpi um kvöldið var sýnd mynd um líf og starf meistara Pablo Picasso eins fremsta listmálara sem uppi hefur verið. Það var rætt við börn hans, son og dóttur. Gamli maðurinn byrjar daginn að þeirra sögn á að fara á nauta- at, og leiðin lá í hóruhús á kvöld- in. Hann fór ungur frá Spáni til Frakklands og var með vinnu- stofu í París þar sem hann hefur líklega málað mörg sín bestu verk. Síðan var í sjónvarps- myndinni rakið lífshlaup Pablo Picasso. Mánudagur 7. febrúar: Fyrsti þáttur af sjö i breska gamanmyndaflokknum, „Já ráðherra" (Yes Minister) sem sýndur var í sjónvarpinu klukk- an rúmlega níu og stóð yfir í tæpan hálftíma finnst mér lofa góðu um framhaldið. Hér er á ferðinni léttur og skemmtilegur breskur húmor. Eftir síðari kvöldfréttir í útvarpi var endur- tekið útvarpserindi Sverris heit- ins Kristjánssonar, sagnfræð- ings, frá árinu 1972, „Fögur er hlíðin". Megininntak erindisins var ræktun lands og erfiðleikar í samskiptum við náttúru lands- ins. Sverrir ræddi um kornrækt á íslandi, um bygg og korn, moldina, móður jörð og ræktun túns og akurs og um kornskurð. Fáir menn íslenskir höfðu betra vald á íslenskri tungu en Sverrir Kristjánsson og hann hafði ein- staka frásagnarhæfileika. Út- varpið mætti gjarnan endurtaka fleiri útvarpserindi er Sverrir flutti. Þriðjudagur 8. febrúar: „Áttu barn“ heitir þáttur um fjölskyldumál í útvarpi í umsjón Andrésar Ragnarssonar, sál- fræðings. Fyrsti þáttur af átta var fluttur undir dagskrárlok og fjallaði um fæðingarundirbún- ing, foreldraráðgjöf og margt fleira. Umsjónarmaður spjallar við Maríu Heiðdal deildarstjóra barnadeilar Heilsuverndarstöðv- arinnar og einnig við verðandi foreldra og allt var það fróðlegt og þátturinn ágætur. Síðasti liður á dagskrá út- varps þriðjudagskvöld var þátt- urinn „Kimi“, um götuna, draumana og sólina. Fyrsti þátt- ur af þrem „Medúsa". Umsjón- armenn Guðni Rúnar og Harald- ur Flosi. í þessum fyrsta þætti fengu útvarpshlutsendur að kynnast þeim merka félagsskap „Medúsa" sem þeir Þór Eldon, Sjón, Einar Melax, Matthías B. Magnússon og ólafur Engil- bertsson skipa. Ungir menn sem iðka ýmiss konar tilraunastarfsemi í list- um. Flutt var af segulbandi upp- taka frá JL-húsinu þar sem Matthías B. Magnússon las furðusögu fyrir börn sem þar voru stödd í fylgd foreldra á listahátíðinni „Gullströndin andar“. Þór Eldon las ljóð um kynóra og svo var leikin framúr- stefnutónlist sem táningar um eða eftir næstu aldamót munu sjálfsagt dansa eftir. Sérkenni- lega dularfullur var þessi þáttur og mér fannst stundum eins og um væri að ræða beina útsend- ingu frá miðilsfundi. Miðvikudagur 9. febrúar: Síðdegis var þáttur Jóhönnu Harðardóttur, „Bræðingur", á dagskrá í útvarpi. Jóhanna fjall- aði um það óréttlæti sem við- gengst í þjóðfélaginu og snýr að heimavinnandi húsmæðrum. Hún las yfir matar- og köku- uppskriftir og spjallaði við mann sem gerir skattaframtöl fyrir fólk. Víða var komið við í þessum þætti, litið inn í Félagsmála- stofnun og spjallað við forstöðu- konu og Tryggingastofnun heim- sótt. Fróðlegur þáttur og hinn mikli listamaður John heitinn Lennon söng lagið Imagine um betra mannlíf. Ólafur Ormsson Ungur drengur á ferð með föður Bókmenntir Jenna Jensdóttir Thor Larsen: Sumar á Svalbarða Þorsteinn frá Hamri íslenskaði Myndir: Höfundur og fleiri. Iðunn Reykjavík 1982. Þetta er sönn saga — ferðasaga sem líffræðingurinn norski Thor Larsen ritar um rannsóknarferð til Svalbarða er ungur sonur hans, Espen tók þátt í með honum. Thor Larsen hefur oft dvalist á Sval- barða við rannsóknir á jurtum og dýrum, einkum ísbjörnum og lifn- aðarháttum þeirra. Ferðin hefst með íshafsskipinu Pólstjörnunni að sumri og tekur mánuð, með dvöl þeirra á Kon- ungseyju í eyjaklasanum Karls konungs land. Höfundur segir söguna þannig að hugsanir, viðbrögð og gerðir sonar hans koma ljóst fram. Les- andinn finnur glöggt hve mikils virði það hefur verið Thor Larsen að hafa son sinn með sér. Með honum hrífst hann og sér svo ótal margt eins og hann sé sjálfur að sjá það í fyrsta sinni. Sagan hefst með þessum hversdagslegu orðum: „Á fætur með þig Espen. Klukk- an er orðin níu og Pólstjarnan liggur við hafnarbakkann." Veður eru válynd, þoka og úfinn sjór og öldurnar brotna á þilfari Pólstjörnunnar. Espen lærir að bjarga sér sjálfur og fær kjarnyrt- ar aðvaranir skipshafnar og föður ef hann fer óvarlega. Það er ekki einungis föður hans og ferðafélögum þeirra, Jörn líf- fræðistúdent og Sveini til gleði að hafa svo ungan dreng með. öll áhöfn Pólstjörnunnar hefur sýni- lega notið þess og samskipti þeirra i milli fara eftir því. Sigling Pólstjörnunnar í ísnum og dvölin á Kongsey er eitt óslitið ævintýri fyrir Espen. Ævintýri jafnt á nóttu sem edegi. Ferðalag- ið tekur enda og þeir feðgar sitja á þilfarinu á Pólstjörnunni á heim- leið. „Thor hefur lagt handlegginn yfir axlir honum. Hvorugur þeirra segir orð. Loks rýfur Espen þögn- ina. „Þakka þér fyrir að þú lofaðir mér með, pabbi." „Þetta verður ekki eina skiptið," svarar Thor. „Þú hefur fengið heimskautabakteríuna eins og ég. Þú siglir aftur einn góðan veður- dag.“ Skemmtilegar ljósmyndir prýða bókina. Að lokum er lítill fræðslu- kafli um heimskautasvæðin lengst í norðri og kort yfir þau. Þessi sanna frásögn hlýtur að snerta lesendur á öllum aldri. Efni hennar er í raun eðlilegt þar sem tengsl mannsins við náttúruna og stórfengleika hennar koma svo skýrt fram. Þýðingar Þorsteins frá Hamri bera jafnan vitni ást hans á ís- lenskri tungu. Frágangur bókarinnar er sér- lega góður. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! í tilefni af því að Innréttingahúsið hefur nú selt um 500 HTH eldhúsinnréttingar hafa verk- smiðjurnar ákveðið að veita sérstakan afslátt allt að 20% á næstu 100 eldhúsinnréttingum sem pantaðar eru hjá okkur. Hringið og biðjið um heimsendan j, bækling A innréttinga- æx TV húsið Háteigsvegi 3 105 Reykjavík & ái Verslun sími 27344 Laugard: Opið í dag 10-18 NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.