Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö. Húsatryggingar Islendingar voru braut- ryðjendur í tryggingum meðal germanskra þjóða. Hrepparnir fornu, sem komu til sögunnar löngu áð- ur en þjóðveldið var full- mótað, höfðu eins konar tryggingar að meginvið- fangsefni. Ef búsmali féll eða hús brunnu skyldu allir bæta. Öldrunarmál og for- sjá þurfandi komu þar og við sögu. Enn í dag hafa ís- lendingar visst frumkvæði á tryggingarsviði, samanber viðlagatryggingu, sem mótast af séríslenzkum að- stæðum í landi elds og íss. Sveitarfélögin, arftakar hreppanna fornu, hafa víð- tækara og fjölþættara verk- svið en fyrrum. Meginvið- fangsefni hreppanna frá fyrstu öldum íslandsbyggð- ar, tryggingar, öldrunarmál og forsjá þurfandi, koma þó enn við sögu þeirra, þrátt fyrir almannatryggingar, sem er ríkisstofnun, og frjálsa tryggingarstarf- semi, sem lýtur, a.m.k. á sumum sviðum, lögmálum framboðs og eftirspurnar, þ.e. valfrelsis þjóðfélags- þegnanna. Hér verður þó aðeins fjallað um þann tryggingarþáttinn sem að húsnæði fólks snýr. Sveitarstjórnir hafa vald til þess að ákveða, hvar hús- næði í viðkomandi sveitar- félagi er tryggt. Ef þær nota ekki þann rétt fær Brunabótafélag íslands sjálfkrafa brunatryggingar allra fasteigna í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarfélög, ekki sízt þau smærri, skipta vel flest við Brunabótafé- lagið, og viðkomandi sveit- arstjórnarmenn tíunda þrennt því til stuðnings: áhrif á stjórnun félagsins um fulltrúaráð þess; arð- semi af rekstri, ef bruna- tjón eru í lágmarki; og lána- möguleika, en Brunabóta- félagið hefur í vissum til- fellum hlaupið undir bagga með tilteknar framkvæmdir í sveitarfélögum, sem mörg hver hafa veika fjárhags- stöðu. Þá telja sveitar- stjórnarmenn, ýmsir, það kost, að geta tryggt í heilu lagi fasteignir í viðkomandi sveitarfélagi, sem leitt geti til hagkvæmari tryggingar- kjara. í nágrannalöndum okkar hefur víða verið horfið frá forræði sveitarfélags í brunatryggingum húsa. Einstaklingar í Noregi, Sví- þjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi og víðar í V-Evrópu ráða sjálfir hjá hvaða tryggingarfélagi þeir tryggja húsnæði sitt, rétt eins og gildir og hér á landi um innbú, bifreiðir og fleiri verðmæti. Hér á landi hafa frjálsar vátryggingar verið að þróast í jákvæða átt á liðnum árum, en húsatrygg- ingar setið eftir vegna ákvæða í lögum. Þeir sem gagnrýna gild- andi kvaðir í húsatrygging- um, benda m.a. á, eins og Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, sem flutt hefur frumvarp um frjáls- ræði fólks til að velja sér viðskiptaaðila í brunatrygg- ingu húsa, „að þessum viðskiptum hafi verið ofstýrt með lögum, frjálst val fólksins heft, og afleið- ingarnar orðið lakari þjón- usta en í nágrannaríkjun- um“. Einkaréttur í viðskipt- um verkar ætíð sem fjötur á framfarir og leiða má líkur að því að ríkjandi höft hafi valdið því, „hve lítið hefur verið gert til þess að bruna- tryggingar húsa séu raun- veruleg vátryggingar- vernd". Brunavarnir eru á vegum sveitarfélaga. Víða er þar dável um hnúta búið, þó vanefni segi og til sín sum- staðar. Stóraukin notkun jarðvarma til húshitunar hefur og stórminnkað líkur á bruna. Sama máli gegnir um öruggari búnað rafkerfa og eldþolnara byggingar- efni. Einkabrunavarnir þjóna og mikilvægum til- gangi. Þetta mál hefur, eins og flest önnur, tvær hliðar. Samskipti sveitarfélaga við Brunabótafélag íslands hafa um margt verið góð, það sem af er. En óbreytt fyrirkomulag gengur hins- vegar á frjálst val fólks í þessu efni. Brunatryggingar húsa eru í eðli sínu ekki frábrugðnar öðrum trygg- ingum. Samkeppni trygg- ingarfélaga ætti, ein sér, að tryggja eðlilega þróun og hagstæð kjör. Það er því tímabært að taka þessi mál öll til endurskoðunar og endurmeta í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í öðrum tryggingum hér á landi og húsatryggingum í nágrannalöndum. Lítilsvirðing við Alþingi: Einstætt atvik í J — sagði Birgir ísleifur Gunnarsson Þingflokkur sjálfstæðismanna fór fram á það við starfandi forseta neðri deildar Alþingis í gær, Alexander Stefánsson (F), að viðkomandi ráðherrar gæfu þinginu skýringar á einhliða endurákvörðun fjármálaráðuneytis, væntanlega í samráði við iðnaðarráðuneytið eða ríkisstjórnina í heild, á fram- leiðslugjaldi ÍSAL (samanber fréttir á baksíðu Mbl. í dag). Þessi gjörningur mun hafa komið þingflokkum og þingmönnum í opna skjöldu, bæði stjórnarliðum og stjórnarandstæðingum, og töldu þingmenn ráðherra skulda Alþingi tafarlausa skýringu á ákvörðun þeirra og aðdraganda hennar. Hér væri stórt mál á ferð er varðaði framtíðarsamskipti við AlusuiSke, framtíðarrekstur ÍSAL og atvinnu- öryggi hundruð manna á höfuðborgarsvæðinu, en þar færi atvinnuleysi nú ört vaxandi. Það væri lítilsvirðing við Alþingi að neita að gefa því skýringar, sem það ætti þinglegan rétt á, á sama tíma sem viðkomandi ráðherrar færu fram hjá því beint í fjölmiðla með málavexti. Alexander Stefánsson (F), starfandi deildarforseti, neitaði um umræðuna, sem er fátítt ef ekki einsdæmi. Kvöddu þá ýmsir þingmenn sér hljóðs um þingsköp og vóru þungorðir og kváðu slíka valdníðslu af hálfu forseta og ríkisstjórnar einsdæmi í þingsögunni. Þvert á tillögur formanns Framsóknarflokksins Birgir ísleifur Gunnarsson (S) vakti máls á því að Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson hefðu, lík- lega á eigin ábyrgð, tekið mikilvæga ákvörðun um skattgreiðslur álvers- ins, sem komið hafi þingflokkum og þingmönnum í opna sköldu. Hann minnti á tillögur Steingríms Her- mannssonar, formanns Framsóknar- flokksins, í ríkisstjórn, um meðferð deilumála við Alusuisse og hvern veg skuli staðið að kröfugerð um hækkun raforkuverðs, en ákvarðanir Ragnars og Hjörleifs gengu þvert á þessar til- lögur. Hér væri því hugsanlega eitt dæmið enn um bræðravígin í ríkis- stjórninni, sem væri sundurþykk í öll- um meginmálum og viðfangsefnum sínum. Birgir fór hörðum orðum um, hvern veg Alþingi væri sniðgengið í þessu máli, en það væri lágmarksháttvísi að ráðherrar skýrðu þinginu frá aðdrag- anda þessara ákvarðana, hvort þær væru einkaákvörðun Alþýðubanda- lagsins eða hvort ríkisstjórnin stæði þar öll á bak við. Þess vegna beini ég þeirri spurningum, ekki einungis til Hjörleifs Guttormssonar og Ragnars Arnalds, heldur ekkert síður til ann- arra ráðherra, hver sé aðdragandi þessara ákvarðana. Ég spyr Stein- grim Hermannsson sérstaklega, hvort hann hafi íyrirfram vitað um þessa gjörð og hvort hann sé henni samþykkur? Ég spyr ennfremur, hvort samhliða þessu máli hafi verið leyst deilan við Hafnarfjarðarkaup- stað um skiptingu framleiðslugjalds- ins? Birgir kvað Steingrím hafa tekið vel í að skýra málið, en Hjörleifur hefði sagt þvert nei. Það svar er bein lítilsvirðing ráðherrans við Alþingi. Ég skora á varaforseta deildarinn- ar (Sverrir Hermannsson var utan- bæjar) að leyfa utandagskrárumræðu Sverrir Hermannsson, forseti neðri deildar, var utanbsjar lungan úr deginum í gær, er þingskaparumræðan fór fram á Alþingi, en kom til þings áður en störfum þingsins lauk um kvöldmatarleytið. Myndin sýnir hann á tali við Hjörleif Gutt- ormsson, orkuráðherra. hér og nú og á viðkomandi ráðherra að veita Alþingi þær upplýsingar málið varðandi, sem það á skýlausan rétt á að fá. Vil ekki rjúfa dagskrármálið Alexander Stefánsson, varaforseti þingdeildarinnar, sagði ekki rétt að rjúfa dagskrárumræðuna nema mikið lægi við. Ekki væri rétt að leyfa utan- dagskrárumræðu nema viðkomandi ráðherra féllist á að taka þátt í um- ræðunni og gefa umbeðin svör. Synj- un liggur ekki fyrir um það efni fyrr en í lok þessarar dagskrárumræðu. Ég hef því ákveðið að verða ekki við beiðninni. Rök forseta eins og gatasigti Sighvatur Björgvinsson, þingflokks- formaður Alþýðuflokks, taldi rök- stuðning forseta fyrir synjun á utan- dagskrárumræðu æði götóttan. Ástæðan til þess að ekki hefði fyrr verið beðið um þessa umræðu væri einfaldlega sú, að þingmenn hefðu fyrst fengið þessar fréttir með fjöl- miðlafólki í þinghúsið eftir að þing- fundur hófst. Það eru heldur ekki rök til synjunar að einstakur ráðherra neiti að gefa Alþingi upplýsingar, sem hann hélt sérstakan blaða- mannafund um nú í hádeginu. Lok dagskrárumræðu geta og dregizt mjög, enda fjölmargir á mælenda- skrá. Ég veit ekki betur en búið sé að boða miðstjórnarfund hjá Alþýðu- bandalaginu í kvöld og þinghefð er að þingdeildarfundir standi ekki á sama tíma og slíkar flokkssamkomur. Það er því kjörið tækifæri að nota eins og klukkutíma af starfsdeginum í óhjákvæmilegar skýringar til þings- ins af hálfu viðkomandi ráðherra. Ég skora því sem þingflokksfor- maður á forseta og viðkomandi ráð- herra að endurskoða afstöðu sína og ÍSAL krafið um hærra framleiðslugjald: Nái krafan fram á ríkis 35 milljónir kr. inni hj; RAGNAR Arnalds fjármála- ráöherra og Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra efndu til fundar með blaðamönnum í gærmorgun til að skýra þeim frá innheimtuaðgerðum fjár- málaráðuneytisins á hendur ís- lenska álfélaginu vegna endur- ákvörðunar á framleiðslugjaldi félagsins 1976—1980. Hér birtist fréttatilkynning sem ráðherrarnir afhentu á fundinum: „Fjármálaráðuneytið hefur skuldfært íslenska álfélagið hf. (ÍSAL) um samtals 6.660.030 Banda- ríkjadali, eða 127 milljónir íslenskra króna vegna 'endurákvörðunar á framleiðslugjaldi félagsins 1976—1980. Að þessari skuldfærslu lokinni er skattinneign ÍSAL hjá ríkissjóði ekki lengur til staðar. Þess í stað á ríkissjóður inneign hjá ÍSAL sem nemur 1.827.853 Banda- ríkjadölum miðað við árslok 1980, og jafngildir þessi upphæð 35 milljón- um íslenskra króna á núverandi gengi. Ekki eru þá meðtaldir vextir af inneigninni frá upphafi árs 1981. Fjármálaráðuneytið tilkynnti ÍSAL með bréfi 10. febrúar 1983, að framleiðslugjald félagsins fyrir árin 1977, 1978 og 1979 hafi verið endur- ákvarðað á grundvelli skýrslna breska endurskoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrand og gjaldið hækk- að um .2,824.645 Bandaríkjadali vegna vantalins hagnaðar félagsins g á þessum árum. Áður hafði fram- é leiðslugjald félagsins vegna áranna « 1976 og 1980 verið endurákvarðað. é Framleiðslugjaldið fyrir árið 1980 t var endurákvarðað í september 1981 s og var ÍSAL tilkynnt með bréfi 7. . t september 1981, að skattinneign fé- s lagsins hjá ríkissjóði hafi verið s lækkuð um 2.654.000 Bandaríkjadali a vegna vangoldins framleiðslugjalds e það ár. Framleiðslugjald vegna árs- ins 1976 var endurákvarðað í des- s ember 1982 og var ÍSAL tilkynnt í s bréfi, dags. 27. desember 1982, að i skattinneign félagsins hjá ríkissjóði \ hefði verið lækkuð um 498.309 é Bandaríkjadali. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.