Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Plasteinangrun hf. á Akureyri: 11 þúsund kassar til Nýja- Sjálands fyrir 3,8 milljónir Akureyri, 18. Tebrúar. „ÞAÐ er ástæöa til mikillar bjartsýni varðandi þennan nýja markað,“ sögðu Gunnar Sementsverksmiöjan: Kolabrennslan hefst í sumar NÚ ER unnið af kappi við breyt- ingar á brennslukerfi Sements- verksmiðjunnar og fyrirhugað að brennsla kola í stað svartolíu verði tekin upp í sumar. Reiknað er með að sparnaður vegna breyt- inganna nemi um 35 milljónum króna á ári. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Sements- verksmiðjunnar, miðar fram- kvæmdunum mjög vel áfram og stefnt er að því, að breytingin eigi sér stað í sumar, en þá verða liðin 25 ár frá því að hornsteinn verksmiðjunnar var lagður. Samkvæmt olíuverði fyrir mánuði var áætlaður ár- legur sparnaður vegna breyt- ingarinnar um 35 milljónir króna, en hann fer eftir verði á olíu og kolum hverju sinni. Sagði Gylfi, að reiknað væri með að kostnaður vegna breyt- ingarinnar næmi um 35 milljón- um króna, þannig að væri gert ráð fyrir fjármagnskostnaði, myndi breytingin borga sig upp á einu og hálfu ári. Þetta væri því einhver bezta fjárfesting á landinu um þessar mundir. Þórðarson, framkvæmda- stjóri, og Sigurður Jóhanns- son, sölustjóri, Plasteinangr- unar hf. á Akureyri er Morg- unblaðið ræddi við þá í dag. „Ný-Sjálendingar eru að hefja notkun fiskkassa fyrst nú í fisk- iðnaði sínum og hafa gert pöntun á 11 þúsund 70 lítra fiskkössum frá fyrirtækinu og einnig á þrem- ur kassaklóm og kassalokara frá Vélsmiðjunni Odda. Alls er þetta að verðmæti um 3,8 milljónir króna. Við seljum þetta í gegnum samstarfsaðila okkar í Noregi, Per Strömburg, og hefur þetta verið í deiglunni síðan seint á síð- asta árL Lengst af stóð á að fá hagstæða samninga um flutninga á þessu magni um langan veg. Eimskip hafði veg og vanda af þeim samn- ingum og hefur nú loksins í dag verið gengið frá öllum lausum endum í því sambandi. Varan verður flutt með Eimskip til Hamborgar í sérstökum gámum, sem fengnir verða erlendis frá. Alls mun taka um sex vikur að koma vörunni á áfangastað. Fyrirtækið á þegar á lager um helming þessa magns og tekur um hálfan mánuð að framleiða það sem á vantar. Kaupandinn er Lea Lord Products í Wellington og er þetta eins og áður sagði fyrsta tilraun Ný-Sjálendinga til fiskkassanotkunar. Þá má einnig geta þess, að í síðustu viku fóru 5.500 90 lítra kassar frá fyrirtækinu til dönsku Grænlandsverzlunarinnar og 1 þúsund kassar til Nova Scotia. Einnig eru góðar horfur með markað í Færeyjum. Hjá Plast- einangrun hf. starfa alls 25 manns. — G. Berg. Moruunbladið /G. Ben. Gunnar Þórðarson og Sigurður Jóhannsson (t.h.) við stæðu af plastkössum eins og þeim, sem fara til Nýja-Sjálands á næstunni. Deilan um skatta álversins harðnar: Alusuisse undirbýr málsókn fyrir alþjóðlegum gerðardómi ALUSUISSE hefur tilkynnt iðnaðar- ráðuneytinu, að fyrirtækið undirbúi nú að skjóta ágreiningi aðila um skattamál fyrir alþjóðlegan gerðar- Sementsverksmiðj- an selur Freyfaxa SEMENTSVERKSMIÐJAN hefur nú selt annað skipa sinna, Freyfaxa. Kaupandi er skipafélagið Nes hf. í Grundarfirði og verður Grundarfjörður heimahöfn skipsins. Nes hf. rekur nú tvö önnur flutningaskip, Svan og Val, sem gerð eru út frá Reykjavík. Kaupverð skipsins var 8,5 milljónir og verður það afhent um miðjan marz, en það er nú í slipp. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Sementsverk- smiðjunnar, var ekki Iengur talinn grundvöllur fyrir rekstri skipsins, þar sem flutningar á sekkjuðu sementi hafa dregizt mjög saman. Hann sagði ennfremur, að skipið væri orðið gamalt og óhagkvæmt í rekstri, en það var smíðað fyrir Sementsverksmiðjuna 1966. Ekki yrði í bráð keypt skip í stað Frey- faxa og myndi Nes hf. annast flutninga á sekkjuðu sementi fyrir verksmiðjuna fyrst um sinn. Gylfi sagði, að eftirspurn eftir ósekkj- uðu sementi hefði vaxið gífurlega undanfarin ár og nú flytti Skeið- faxi, skip Sementsverksmiðjunn- ar, ósekkjað sement til Reykjavík- ur, ísafjarðar og Akureyrar og væri því síðan dreift þaðan. dóm samkvæmt ákvæðum í aðal- samningi milli íslands og Alusuisse. Kemur þetta fram í skeyti, sem dr. Paul Miiller, forseti framkvæmda- stjórnar Alusuisse og aðalsamninga- maður í viðræðunum við íslensk stjómvöld, sendi Hjörleifi Gutt- ormssyni, iðnaðarráðherra, í gær. Hinn 11. febrúar sl. efndu Ragn- ar Arnalds, fjármálaráðherra, og Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, til blaðamannafundar og tilkynntu þar, að fjármálaráðu- neytið hefði skuldfært Islenska ál- félagið (ÍSAL) sem er eign Alu- suisse um samtals 127 milljónir króna vegna endurákvörðunar á framleiðslugjaldi félagsins 1976 til 1980. Eftir blaðamannafundinn kom í ljós, að þessi einhliða ákvörðun var tekin án samþykkis annarra ráðherra í ríkisstjórninni en Alþýðubandalagsins. Að frum- kvæði sjálfstæðismanna var gerð tilraun til að ræða málið utan dagskrár síðdegis þennan sama dag, föstudaginn 11. febrúar. Neit- aði Alexander Stefánsson, starf- andi forseti neðri deildar, þing- mönnum um orðið. Umræðurnar um málið fóru fram á þingi sl. miðvikudag og þar lýsti sjávarút- vegsráðherra, Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, því yfir að sér hefði ekki verið kunnugt um tilkynninguna til Alusuisse um hina hækkuðu skatta áður en hún var send. Og töldu aðrir en alþýðubandalags- menn þessa starfsaðferð ráðherr- anna tveggja óráð. í skeyti sínu frá því í gær vísar dr. P. Múller til tilkynningar iðn- aðarráðherra um hækkun skatt- anna frá 11. febrúar. Hann minnir á, að Alusuisse hafi oftar en einu sinni lagt til að íslenskir skatta- lögfræðingar fjölluðu um þessa hlið á deilum aðila og að deilunni um skattskyldu ÍSAL verði skotið til þriggja lögfræðinga, en Alu- suisse ber brigður á niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrand, sem iðnaðar- ráðuneytið og fjármálaráðuneytið leggja til grundvallar. Hefur Alu- suisse lagt fram greinargerð frá alþjóðlega endurskoðunarfyrir- tækinu Price Waterhouse, sem tel- ur að ÍSAL hafi ekki keypt súrál og rafskaut á yfirverði, eins og Coopers & Lybrand telja. Með vís- an til þess að iðnaðarráðherra hafi hafnað öllum tillögum um að lögfræðingar taki þessi mál til at- hugunar segist Alusuisse ekki eiga annarra kosta völ en undirbúa málsókn fyrir alþjóðlegum gerð- ardómi samkvæmt löggildum að- alsamningi aðila. Almenningar við Siglufjörð: Vegurinn við Kóngsnef seig um metra á 5 dögum — Jarðfræðingar Vegagerðarinnar hafa unnið að rannsóknum á jarðsiginu í eitt ár og tillagna um úrbætur er að vænta VEGURINN um Almenninga varð nánast ófær um helgina vegna mikils landsigs við Kóngsnef. Það er ekki nýtt, að vegurinn sigi þarna, en sigið um helgina var óvenju mikið og það fyrsta að vetri til. Siglfirðingar og aðrir þeir, sem ferðast um þessar slóðir, vonast eindregið eftir úrbótum, enda getur vegurinn orðið stórhættulegur þegar landið sígur, auk þess sem hann getur orðið ófær yfirferðar af þessum sökum. Hreinn Haraldsson, jarðfræð- ingur Vegagerðarinnar, fór norður á fimmtudag til að kanna landsigið og aðstæður. Hann sagði í gær, að sigið nú væri alls um einn metri. Á sunnudag hefði land sigið skyndilega um hálfan metra og síðan hefði það sigið um 10 sentimetra á dag til við- bótar þar til á fimmtudag, að sigið virtist stöðvast. Vegurinn liggur þarna um mikið framhlaup, sem nær í sjó fram. Við ströndina brýtur sjór- inn af því, þannig að ekki næst jafnvægi. Þegar gengur á landið við sjóinn sígur efni úr fram- hlaupinu og á þann hátt mynd- ast sigið í veginum. Efnið í fram- hlaupinu er leirkennt og þegar það kemst í samband við mikið vatn verður það hált, þannig að skriðfletir myndast í því. í vetur voru miklir snjóar á þessu svæði, en síðustu vikur hefur verið þíða, sem orsakar að hlaupið hefur skriðið fram. Jarðfræðingar á vegum Vegagerðarinnar hófu rann- sóknir á þessu jarðsigi fyrir ári og er nú unnið að gerð nákvæms uppdráttar af svæðinu. í fram- haldi af því er að vænta tillagna Vegagerðarinnar um úrbætur. Rætt hefur verið um að færa veginn ofar, en einnig um að setja stórgrýti í sjó fram þar sem framhlaupið kemur niður. Ofarlega í framhlaupinu eru tjarnir og hefur verið athugaður möguleiki á að ræsa þær fram. Ólíklegt er að það myndi koma í veg fyrir jarðsigið, sem veldur vegaskemmdunum. Hins vegar er landsig víðar á þessu svæði, þó það valdi ekki vegaskemmd- um, og er talið líklegt að koma mætti í veg fyrir það með því að ræsa tjarnirnar fram. Saltfiskverkunarfólk hjá KEA í Hrísey: Svipt „bónus“ að hluta án uppsagnar samnings VERKAFÓLK í saltfiskverkun í Hrísey hefur farið fram á aðstoð Verkalýðs- félagsins Einingar á Akureyri vegna þess að það var svipt bónus að veru- legum hluta í byrjun þessa árs. Verkamannasamband Islands og Vinnumála- samband samvinnufélaganna vinna nú að athugun á máli þessu, en Jón Helgason, formaöur Einingar, sagðist í gær gera sér vonir um farsæla lausn á málinu. Forsaga þessa máls er sú, að fyrir 2—3 árum gerði verkafólk í salt- fiskverkun í Hreisey munnlegan samning við vinnuveitanda sinn, KEA, um að greiddur yrði bónus fyrir vinnu við saltfisk. Var ýmist um að ræða greiðslu á meðalbónus eða 22% ofan á tímakaup. Upphaf- lega átti aðeins að greiða bónus fyrir saltfiskvinnu þegar unnið væri í frystihúsinu sjálfu. Fljótlega var þó farið að greiða bónus fyrir saltfiskverkunina óháð því hvort unnið væri við frystinguna, en um það var þó ekki gerður sérstakur samningur. Síðan munnlega samkomulagið var gert hafa verkalýðsfélög samið um bónus í saltfisk- og skreiðar- verkun, en ekki var talin þörf á sér- stöku skriflegu samkomulagi í Hrísey þar sem unnið var eftir ákveðnu kerfi, sem aðilar höfðu orðið ásáttir um án þess að verka- lýðsfélag hefði þar milligöngu um. Þegar síðan ráðamenn KEA í Hrís- ey ákváðu að greiða ekki bónus fyrir saltfiskverkun frá síðustu ára- mótum nema samtímis væri unnið í frystingu fannst verkafólkinu sem samningar væru brotnir á því. Hefð væri komin á að greiða alltaf bónus þegar unnið væri við verkun salt- fisks og samkomulagi, sem gert hafði verið, hafi ekki verið sagt upp. Um það stendur deilan, en auk þess að unnið er að málunum í Hrísey og á Akureyri, þá eru sam- tök vinnuveitenda og verkafólks í Reykjavík að kanna mál þetta sér- staklega. Alþýðubandalagið: Síðari um- ferð forvals SÍÐARI umferð forvals Alþýðu- bandalagsins í Vesturlandskjör- dæmi vegna næstu alþingiskosn- inga fer fram nú um helgina. Um tíu frambjóðendur er að velja, og eru þeir eftirtaldir: Einar Karlsson Stykkishólmi, Kristrún Óskarsdóttir Stykkis- hólmi, Gunnar Gunnarsson Ólafsvík, Ragnar Elbergsson Grundarfirði, Jóhann Ársælsson Akranesi, Ríkharð Brynjólfsson Hvanneyri, Jóhanna Leópolds- dóttir Miklaholtshreppi, Sigurð- ur Helgason Kolbeinsstaða- hreppi, Jóhannes I. Ragnarsson Ólafsvík og Skúli Alexandersson Hellissandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.