Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Gagnkvæm tillitssemi allra vegfaa*enda Oft heyrast þeir kvarta undan umferðarmenningu okkar fs- lendinga, sem búið hafa lengi í útlöndum. Þeir segjast verða fyrir nokkurs konar „menning- arsjokki" þegar þeir þurfa á ný að takast á við það sem nefnist umferð á íslandi. Þetta sé ekki ósvipað því að flytjast úr öryggi velmegunarsamfélags til óörygg- is örbirgðarsamfélaga S-Asíu og M-Afríku. Helstu umkvörtunarefnin lúta að þvi, að almennt tillitsleysi ríkir hér í umferðinni. Flestum virðist tamast að halda í heiðri orð Jóns Sigurðssonar forseta: „Eigi víkja". Gildir einu hvort um er að ræða ökumenn eða gangandi vegfarendur. Þessi til- litslausa sjálfstæðishvöt kemur glöggt í ljós í akreinaakstri. Þar verður það nær undantekning sem á að vera regla, að komast sæmilega örugglega inn á ak- braut, eða að geta skipt tíman- lega um rein, t.d. þegar beygja á til vinstri. Reyndar má einnig bæta við þeirri ofurást sem margir virðast hafa á vinstri akreininni þar sem tvær liggja samsíða í sömu akstursstefnu. Það virðist einfaldlega vera svo, að flestum sé meinilla við að taka tillit til umferðarinnar í heild og veita það svigrúm sem nauðsynlegt er til að hún gangi snurðulítið fyrir sig. Það heitir að láta ekki „rétt“ sinn eða eitthvað í þá veru. Ég á minn rétt. — Þessi upp- hrópun heyrist víða í þjóðfélag- inu, einkum frá hópum fólks sem telur sig misrétti beitt. En hvernig er það í umferðinni, hverjir eru misrétti beittir þar? Ætli það séu ökumennirnir sem ekki vilja láta rétt sinn, eða ætli það séu fremur einhverjir aðrir? Hvað um það, allt tal um rétt og að eiga rétt er ekki til þess fallið að koma á betri umferðarmenn- ingu, heldur á miklu fremur að halda í heiðri þeirri gullvægu reglu, „að víkja", þar sem það á við, eða hliðra til og greiða þann- ig fyrir umferð annarra eftir bestu getu. En hversvegna erum við svona? Hvað veldur því að við búum ekki við sama menning- arstig í umferðinni og á ýmsum öðrum sviðum þjóðlífsins? Við erum öll mótuð af menningu þjóðfélagsins sem við ölumst upp í. Þessa menningu hafa for- feður okkar og við sjálf mótað að mestu. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.“ Menningar- arfleifð varðveitist á meðal kynslóðanna. Umferðarmenning hvers lands hlýtur að mótast af mörgum mismunandi þáttum sem ein- kenna samfélagið í heild. ís- lenska samfélagið hefur tekið stórfelldum breytingum á einum mannsaldri. Á lífsferli þeirra sem nú lifa æfikvöld sitt, hefur það „þróast" úr tiltölulega fá- breyttu bændasamfélagi í sam- félag iðnaðar, tækni, hraða og samkeppni. Þessar öru breyt- ingar hljóta að setja svip sinn á gjörvalla menningu þjóðarinnar. Aukinn hraði og jafnvel meiri samkeppni virðast einmitt á meðal þeirra þátta sem helst einkenna umferðarandann á ís- landi. Þegar unglingarnir sem nú eru að ljúka grunnskólanámi voru að Iæra listina að ganga, var bílaeign landsmanna meira en helmingi minni en nú er. Þetta eitt hlýtur að hafa áhrif á gervallt samgöngukerfi landsins og vera ærið umhugsunarefni. Hefur auknum umferðarþunga verið mætt með viðeigandi ráðstöfunum? Hefur fjölguninni í bílaflota landsmanna verið mætt með betra skipulagi, auknu eftirliti og áróðri, meira umferðaröryggi? Boðskapur umferðarslysa- skýrslna er ljós: Á hverjum degi slasast að jafnaði tveir menn í umferðinni hér á landi og árlega hafa látist um 25 manns í um- ferðarslysum. Álíka margir og látast munu hljóta varanleg ör- kuml á ári hverju vegna umferð- arslysa. Það skiptir minna máli að daglega verða tugir ökutækja fyrir tjóni í umferðaróhöppum, því þótt það kosti okkur sem ein- staklinga og þjóðfélagið allt ær- ið fé, er það hégómi hjá þeim alvarlegu slysum og dauðsföllum sem hér verða árlega. Allt þetta höfum við kallað yfir okkur af völdum þess menningarfyrir- bæris sem við höfum skapað sjálf og köllum einu nafni um- ferð. Stundum er sagt að við Vest- urlandabúar séum þrælar tækn- innar. í stað þess að hún sé í þjónshlutverki og geri okkur líf- ið auðveldara verði hún harður húsbóndi sem stjórnar lífi okkar. Ef til vill er meira til í þessu en margur hyggur. Hinar stórfelldu breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu á ótrúlega skömm- um tíma, bjóða þessari hættu heim. Stærsti hluti þjóðarinnar hefur ekki forsendur, né aðstöðu til að fylgjast með þróun tækn- innar, né að skilja eðli hennar. Þeir verða því þrælar þeirra lögmála sem ókunn tækni setur. Enda eru það börn, unglingar og gamalt fólk sem helst lenda í ai- varlegum umferðarslysum. Það versta er, að flestir virð- ast sýna visst andvaraleysi gagnvart lögmálum tækninnar. Það er látið undan því að hún taki völdin, án þess að til ráð- stafana sé gripið. Það er eins og viðhorf forlagatrúar taki að ráða gerðum manna og æði. Hvers- konar slys af völdum tækninnar eru litin sem hvert annað nátt- úrulögmál sem enginn fái neitt við gert. Slíkum viðhorfum verð- ur best lýst sem mengun hugar- farsins og hún er síst betri en sú mengun sem náttúran verður fyrir af völdum tækninnar. Á Norrænu umferðaröryggis- ári sem nú stendur er það eitt af viðfangsefnunum að beina at- hyglinni sérstaklega að málefn- um þeirra sem eru óvarðir í um- ferðinni, — gangandi vegfar- enda, hestamanna, hjólreiða- manna og vélhjólaknapa. Maður- inn og öryggi hans í umferðinni skipar öndvegissess á þessu ári. Slík sjónarmið eiga fyrst og fremst að ráða skipulagi umferð- arinnar. Það er verðugt viðfangsefni að reyna að koma i veg fyrir um- ferðarslys á fslandi, svo að í ná- inni framtíð geti orðið hér slysa- lítil umferð og helst slysalaus. Því miður hefur þegar orðið hörmulegt banaslys í umferðinni á þessu ári. Við skulum öll leggj- ast á eitt um það að koma í veg fyrir að þau verði fleiri, ekki að- eins á þessu ári, heldur um alla framtíð. Það væri mikils virði ef við gætum sagt við afkomendur okkar í framtiðinni að slysalaus umferð sé einfaldlega hluti af menningu okkar — sannri um- ferðarmenningu. TJ m( UMfíRB m | 'Wv: HAui '/i • 23 Sigríður Stefánsdótt- ir frá Bjólu - Minning Fædd 6. aprfl 1908 Dáin 8. febrúar 1983 Sigríður Stefánsdóttir var fædd á Bjólu 6. apríl 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Áslaug Ein- arsdóttir og Stefán Bjarnason. Bjuggu þau góðu búi á Bjólu og höfðu vestari hluta jarðarinnar til ábúðar. Börnin voru sjö sem kom- ust til fullorðinsára. Systurnar, Sigurlín, Guðfinna og Sigríður og bræðurnir Einar, Guðmundur, Sveinbjörn og Haraldur. Hjá þeim hjónum ólst upp að mestu leyti frændi Áslaugar, Guðlaugur Lár- usson, myndarmaður og drengur góður. Var hann nokkru eldri en systkinin, en eigi að síður var hann leikbróðir okkar krakkanna í Bjóluhverfinu sem yngri voru. Guðlaugur flutti til Reykjavíkur og vann lengi hjá frænda sínum Bergi Einarssyni sútara og síðar við verslunarstörf í Reykjavík. Hann er látinn fyrir nokkrum ár- um. Öll hafa Bjólusystkinin gifst, eignast mannvænleg börn og rækt skyldurnar við þjóðfélagið í fyllsta máta. Hjónin á Bjólu, Áslaug og Stefán, voru bæði vinnusöm og skyldurækin. Þau byrjuðu með lít- il efni en urðu efnalega sjálfstæð vegna iðjusemi og ráðdeildar. Þau komu börnunum vel til manns, kenndu þeim góðar lífsreglur og gáfu þeim það veganesti sem hef- ur dugað vel. Árið 1934 giftist Sigríður Guð- mundi Max húsasmið frá Kana- stöðum. Fengu þau góða land- spildu til ráðstöfunar hjá Ægis- síðu við Rangá. Þar byggðu ungu hjónin snoturt íbúðarhús og rækt- uðu allt landið sem þau höfðu um- ráð yfir. Húsið, staðinn nýja, nefndu þau Rangá. Heimili Sigríð- ar og Guðmundar var hreinlegt og þægilegt. Það bar húsbændunum gott vitni um myndarskap innan- húss og utan-. Guðmundur Max var ágætur smiður og stundaði hann aðallega húsasmíðar. Hafði hann ávallt næg verkefni, ekki síst vegna þess að hann var vandvirk- ur og gerði allt vel sem hann vann að. Sigríður var heimakær og frekar dul í skapi. Hún var sam- viskusöm, myndarleg húsmóðir, góð eiginkona og móðir. Börnin voru tvær dætur og einn sonur. Ása, búsett á Hvolsvelli, gift Gunnari Guðjónssyni trésmið, eiga þau eina dóttur. Gyða, búsett á Hellu, gift Jóni Baldvinssyni, eiga þau tvo syni. Hörður átti heimili á Hellu, byggði hann þar vandað íbúðarhús. Hann var dugnaðarmaður en dó árið 1981 ógiftur og barnlaus aðeins 42 ára að aldri. Sigríði á Rangá var annt um heimilið, eiginmanninn, börn- in og barnabörnin. Gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til þess að þeim gæti liðið sem best. Heimilið á Rangá var með myndarbrag og þar mættu menn yinsemd og gestrisni. Heilsa Guð- mundar bilaði árið 1965 og fluttu hjónin þá frá Rangá að Reykja- lundi. Var Guðmundur þar til læknismeðferðar í tvö ár, en Sig- ríður vann þar ýmis störf á þeim tíma. Guðmundur fékk sæmilega heilsu eftir dvölina á Reykjalundi og fluttu þau hjónin þá til Reykja- víkur og keyptu þar íbúð. Guð- mundur vann við smíðar í Reykja- vík í nokkur ár á meðan heilsan Ieyfði. Hann andaðist eftir stutta legu árið 1975. Eftir að Gumundur féll frá flutti Sigríður til sonar síns á Hellu og var hjá honum þar til hún veiktist. Flutti hún þá á Dvalarheimili aldraðra á Hellu og naut þar góðrar hjúkrunar og læknisþjónustu. Sigríður dó á dvalarheimilinu 8. þ.m. Þegar ég set nú á blað nokkur orð til minningar um Sigríði frá Bjólu, verður mér hugsað til æsku- stöðvanna og til leiksystkinanna í Bjóluhverfinu. Ævinlega er það mér andleg hressing að renna niður á Rangárbakka fyrir neðan Bjóluhverfið og líta yfir æsku- stöðvarnar. Rifjast þá upp margt sem gerðist á æskuárunum í því góða samfélagi, Bjóluhverfinu. Mynd minninganna verður skýr, gamla fólkið og ábúendur byggð- arlagsins sem þar voru á mínum æskuárum eru horfnir og leik- systkinin eru sum dáin en flest önnur flutt til annarra staða þar sem þau hafa fundið sér starfs- vettvang. En landslagið er eins og það áð- ur var, útsýnið er óbreytt, fjalla- hringurinn er víður og tilkomu- mikill, Rangá rennur enn lygn og tær í sama farveginum. Túnin samfelld milli bæjanna eru enn leikvöllur barnanna mestan hluta ársins, en nú er þar ný kynslóð að leik sem er að vaxa úr grasi. Straumur lífsins stöðvast ekki, „kynslóðir koma og kynslóðir fara“. Þegar hugurinn leitar til bernskustöðvanna og æskuáranna eru góðar minningar þakkarverð- ar og ómetanlegur fjársjóður sem geymist og hollt er að rifja upp og minnast. Sigríður á Bjólu lék sér frísk og glöð í æsku með okkur krökkun- um, sem voru á líku aldursskeiði. Hún varð fullvaxta, giftist, eign- aðist góðan mann, gott heimili og mannvænleg börn. Hún gegndi skyldum sínum í þjóðfélaginu og var trú þeirri hugsjón sinni og sannfæringu að hlutverk móður og eiginkonu sé mikilsvert og í reynd undirstaða að heilbrigðu og menningarlegu samfélagi. Sigríður verður jarðsungin frá Oddakirkju í dag. Dætrum henn- ar, barnabörnum og systkinum votta ég fyllstu samúð. Ingólfur Jónsson Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.