Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 17 kjördæmamálið og vægi atkvæða endurspegla það sjónarmið, að landsmenn eigi ekki að hafa jafn- an rétt til að ákveða framtíð sína. Ákveðin forréttindi og íhaldssemi landsbyggðarinnar skulu ríkja áfram til þess að hinir fáu geta setið yfir rétti hinna mörgu, sam- anber bændur í Laxárdal og í Húnavatnssýslu varðandi virkjan- ir 1 Laxá og Blöndu. Eins og Jó- hann J. Ólafsson benti á í blaða- grein í síðustu viku, var það geysi- legt afrek, sem Einar Benedikts- son vann á sínum tíma, með því að sameina öll vatnsréttindi í Þjórsá í eina heild. Það gerði kleift, að ríkið eignaðist þessi réttindi síðar fyrir hóflegt verð og þjóðin slapp við átök einsog fyrir norðan. Kyrrstaða og andstaða gegn breytingum var sú stefna sem varð ofaná, þegar Einar Bene- diktsson kynnti virkjunaráform sín. Menn voru einfaldlega ekki tilbúnir að samþykkja þær breyt- ingar, sem áform hans hefðu óhjákvæmilega leitt af sér. Það varð til þess að seinka þróuninni um 50 ár. Nú virkjum við eftir „endurskoðuðum" uppdráttum Einars Benediktssonar, en ekki til að selja orkuna erlendum fyrir- tækjum, sem þó eru einu hugsan- legu kaupendurnir. Þjóðernis- stefnan stendur í vegi þess. Þjóðernissósíalistar eru nú í valdaaðstöðu. Þeir skynja það sem hlutverk sitt að koma í veg fyrir samstarf okkar við erlenda aðila. Þeir mega kaupa af okkur fisk, en ekki orku. ísland á ekki að taka þátt í viðskiptasamstarfi við aðrar þjóðir, hvað þá varnarsamstarfi. Þetta er einangrunarstefna í hnotskurn: Fanginn er í sérklefa og býr við öryggi. Breytingar ógna ekki tilveru hans. Fyrir íslendinga er þetta ekki æskilegt hlutskipti. Því fylgir áhætta að vera frjáls maður í frjálsu landi. Kerfisbreyting er möguleg Enda þótt andstaða gegn breyt- ingum sé öflug og vantrúin iðulega almenn, þá höfum við íslendingar framkvæmt kerfisbreytingar í efnahagsmálum með góðum ár- angri eins og áður er að vikið. Ekki var kerfisbreyting Þjóðverja eftir stríðið minni í sniðum. Hörg- ull var á flestu eftir stríðið og vöruskiptaverzlun í algleymingi. Horst, nokkur Mendershausen, segir þannig frá: „Allir vita að sement fæst fyrir kol, sögðu borgaryfirvöld í Stutt- gart, og þau keyptu áfengi brugg- að í sveitunum í kring, sendu það yfir á franska svæðið í skiptum fyrir vindlinga, sendu vindlingana til námu í Ruhr í skiptum fyrir kol, kolin fluttu þau til baka til sementsverksmiðju í Wuertem- berg, og höfðu þá fengið sement til endurreisnar starfsins." Þessu var breytt í einu vett- vangi. Breytingin gekk síðan undir nafninu, þýzka efnahagsundrið. Vantrúin var samt ráðandi í upp- hafi eins og þessi saga vitnar um: Þegar efnahagsaðgerðir Erhard kanslara, voru tilkynntar í Vest- ur-Þýzkalandi þann 20. júní 1948, kom yfirmaður herafla Banda- manna í Þýzkalandi, Clark hers- höfðingi, í ofboði að máli við Er- hard og sagði sína skoðun hreint út: „Erhard, allir efnahagsráðgjaf- ar mínir segja mér, að þær ráð- stafanir, sem þú hefur gert í efna- hagsmálum, séu hreint glapræði.“ „Er það satt“? svaraði Erhard, „allir mínir ráðgjafar segja slíkt hið sama við mig.“ Þessar aðgerðir voru ekki flókn- ar. í þeim fólust umbætur í pen- ingamálum og afnám verðmynd- unarhafta. Sá gífurlegi vöxtur sem hljóp í þýzkt efnahagslíf eftir breytinguna er engri sérstakri þýzkri snilli eða hæfileikum að þakka. Árangurinn er einungis eðlileg afleiðing þess að leyfa bezta efnahagsskipulaginu sem við þekkjum — frjálsum markaði — að njóta sín. Að svo mæltu segi ég 5. Við- skiptaþing Verzlunarráðs Islands sett.“ Balcom VHF/FM Bátatalstöðvar Fyrsta sendingin af þessum vönduöu bátatalstöövum er væntanleg bráðlega. Stöövarn- ar eru viöurkenndar af pósti og síma. Margar eru seldar úr þessari sendingu en þó nokkr- um óráöstafaö. Gott verö í boöi til bátaeigenda sem gera hóppöntun (6 eöa fleiri). Stöövarnar eru 25w og 1w 55 rása (tvöföld vöktun á 16) Straumnotkun: minna en 6A. óarco bAta- og vélaverzlun. lyngAsi s, GARÐABÆ, 53322 Viö tæmdum 160 m2 geymslu um daginn. Margt reyndist ónýtt, en inn á milli voru góðar BÆKUR Sumar þeirra hafa veriö ófáanlegar um nokkurn tima. Nú höfum viö ákveöið aö setja þessar bækur og aörar á sérstakan MARKAÐ sem hefst i dag (laugardag) kl. 10 og stendur til kl. 18. Á morgun veróur lokað. Slöan veröur opiö alla næstu viku frá kl. 10—20. Viö höldum markaöinn I Þingholtsstræti 5, kjallara (70 metra frá Bankastræti) ÍSAFOLD Bókaverslun ísafoldarprentsmiöju hf. $ 1 GALANT SAPPORO TREDIA ai *r fe m STARION LANCER CORDIA Hvad þýdir „turbo11 ~ Turbo er stytting úr turbocharger, sem á íslensku þýöir forþjappa. Hvernig vinnur „TURBO” Forþjappan er drifin meö afgaslofti vélar innar og dælir fersku lofti inn á sográs sprengirýmisins, sem leiðir af sér aukinn sprengikraft. Hvaða kosti hefur „TURBO" mitsubishi hefur tekist aö framleiöa mjög smáa og hæggenga, en afkastamikla forþjöppu, sem eykur afl og viðbragðsflýti hreyfilsins um 50% og bætir eldsneytisnýtingu verulega. „TURBO" er í takt við tímann! IhIheklahf Laugavegi 170-172 Simi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.