Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 71. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Franska stjórn- in með aðgerðir í efnahagsmálum París, 25. mars. AP. FRANSKA ríkisstjórnin tilkynnti í dag um aðgerðir í efnahagsmálum, sem er ætlaö að vega á móti vaxandi halla á viðskiptunum við útlönd. Meðal annars er þar kveðið á um Walesa í yfirheyrslu Varsjá, 25. mars AP. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, sem nú er bönnuð í Póllandi, og kona hans, voru í dag tekin til yfirheyrslu í Gdansk og spurð spjörunum úr um fjármál sín og Samstöðu. Engar ákær- ur hafa þó verið birtar Walesa. Walesa sagði við yfirheyrslurnar, að hann ætti enga peninga í erlend- um bönkum og hefði aldrei tekið við verðlaunafé, sem honum hefði verið ánafnað erlendis. Yfirvöld segjast hafa komist að „alvarlegu misferli" i fjármálum Samstöðu í Gdansk en hafa þó ekki skýrt frá í hverju það felst. Danuta, eiginkona Walesa, kvaðst eftir yfirheyrslurnar hafa það á tilfinningunni, að þær væru aðeins byrjunin og að stjórnvöld ætl- uðu sér að hafa hemil á manni sínum með langvinnu málavafstri. skyldusparnað, orkuskatt og strangt aðhald við gerð fjárlaga. Max Callo, talsmaður ríkis- stjórnarinnar, sagði, að þessar að- gerðir væru beint framhald á þeirri aðhaldsáætlun, sem kynnt var í júní á síðasta ári. Tekjuháir einstaklingar verða skyldaðir til að kaupa ríkisskuldabréf, sem inn- leysa má eftir þrjú ár, franskir ferðamenn mega ekki eyða nema 2.000 frönkum, 5.600 kr. ísl., er- lendis á árinu og sérstakur skatt- ur verður lagður á til að bæta rík- inu upp tekjutap vegna lægra olíu- verðs. Ríkisstjórnin stefnir að því að hallinn á fjárlögunum á næsta ári verði ekki nema 3% af þjóðar- framleiðslu en það markmið hafði reyndar einnig verið sett fyrir þetta ár. Mitterrand, Frakklandsforseti, hélt fyrir nokkrum dögum ræðu þar sem hann skoraði á þjóðina að taka höndum saman í baráttunni við efnahagserfiðleikana. Hallinn á viðskiptunum við útlönd var á síðasta ári 13,6 milljarðar dollara, verðbólgan var nærri 10% og rúmlega 9% vinnufærra manna voru atvinnulaus. Á 17 mánuðum hefur gengi franska frankans ver- ið fellt þrisvar sinnum. Örlög þjóðar rædd við páfa Síöastliðinn miðvikudag veitti Jóhannes Páll páfí II. áheyrn þremur Afgönum, sem sögðu honum frá örlögum þjóðar sinnar og baráttunni gegn sovéska innrásarliðinu. í fylgd með þeim var Carlo Ripa di Meana (yst til hægri) en hann er þingmaður úr flokki sósíalista og formaöur Afganistan-nefndarinnar á Italíu. AP. Aukin sókn skæruliða gegn Nicaraguastjórn Á KAFI í AUR Gífurlegar rigningar hafa verið í Perú að undanförnu og víða hefur vatnsósa jarðvegurinn runnið fram og valdið stórkostlegum spjöllum eins og sjá má á þessari mynd, sem er tekin í bænum Casma ( Norður-Perú. Rúmlega 70 manns hafa látið lífíð í leðjuflóðum á síðustu fímm dögum. Segjast ætla að steypa stjórn sandinista fyrir septemberlok Managua, 25. mars. AP. LEIÐTOGAR skæruliða í Nicaragua héldu því fram í dag, að 10.000 manns tækju nú þátt í allsherjarsókn gegn ríkisstjórn sandinista í Niraragua og væri stefnt að því að koma henni frá völdum fyrir septemberlok. Sandinist- ar segja, að hermenn frá Honduras berjist með skæniliðum í landinu en Hondurasstjórn hefur áður margsinn- is vísað sams konar fullyröingum á bug. Á blaðamannafundi í Lissabon i Portúgal í dag, sögðu tveir leiðtogar Lýðræðisfylkingar Nicaragua, að skæruliðar réðu nú sveitunum í sjö héruðum landsins og myndu sækja fram í átt til höfuðborgarinnar á næstu vikum. Sögðu þeir, að skæru- liðaherinn væri myndaður af bænd- um, námsmönnum og liðhlaupum úr stjórnarhernum og að enginn þeirra hefði aðsetur utan landa- mæranna. Leynileg útvarpsstöð skæruliða sagði í dag, að nú væri barist víða í Nicaragua, bæði í norðri og í suðri, við landamæri Costa Rica, og að skæruliðar hefðu hrundið gagnsókn 3.000 stjórnarhermanna. Foringi eins skæruliðahópsins sagði, að „ör- lög sandinistastjórnarinnar væru nú ráðin“, en Alfonso Robelo, leið- togi Lýðræðislega byltingarbanda- lagsins, sem er í útlegð í Costa Rica, tók ekki svo djúpt í árinni og sagði, að enn væri nokkuð í land með að fella sandinistastjórnina. Robelo var áður í stjórn sandinista en sagði sig úr henni vegna ólýðræðis- legra stjórnarhátta. I tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu í Nicaragua sagði, að barist hefði verið við innrásarlið frá Honduras í Papayas-dal, um 290 km fyrir norðan Managua, en ekk- ert var um það sagt hve fjölmennt þetta lið ætti að vera. Erlendir fréttamenn geta ekki staðfest þess- ar fregnir, því að þeim hefur verið bannað að fara til umræddra svæða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sandinistar segja hermenn frá Honduras berjast með skæruliðum og í fyrradag lýstu þeir því yfir, að Nicaragua og Honduras væru á barmi styrjaldar. Hondurasmenn neita þessu þverlega og í dag sagði utanríkisráðherra landsins, að Honduras vildi frið, jafnvel þótt sandinistar kynnu að vilja stríð. Spá 4,7% hagvexti í Bandaríkjunum Fyrstu glasatvíburarnir í Bandaríkjunum fæddust í gær Manhasset, New York, 25. mars. AP. FYRSTII glasatvíburarnir, sem vitað er um í Bandaríkjunum, drengur og stúlka, fæddust á sjúkrahúsinu við North Shore-háskólann í dag. Þetta munu vera þriðju glasatvíburarnir, sem fæðast í heimunum. Áður hafa slíkir tvíburar fæðst í Ástralíu 1981 og í Kanada í fyrra. Börnin eru árangur sérstakrar sæðingar, sem hlotið hefur nafnið „in vitro“, sem framkvæmd var fyrir níu mánuðum við læknaskól- ann í Austur-Virginíuríki. Sú stofnun var sú fyrsta í Bandaríkj- unum, sem tók upp áðurnefnda að- ferð. Aðferðin er fólgin í því, að egg eru tekin úr konu, sem á erfitt með 1 frjógvun, og þau síðan frjóvguð með sæði eiginmannsins áður en þeim er komið fyrir í leginu. Með þessari aðferð aukast likurnar mjög á fleiri en einu barni. Að sögn talsmanns sjúkrahúss- ins heilsast móður og börnum mjög vel eftir fæðinguna. Stúikan reyndist 13 merkur við fæðingu, en drengurinn hálf þrettánda mörk. Tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði. Washington, 25. mars. AP. BANDARÍSKA ríkisstjórnin kynnti í dag nýja efnahagsspá fyrir þetta ár. Þar er gert ráð fyrir miklu meiri uppgangi en áður hafði verið talið. Hagvöxtur er sagður verða meiri, verðbólgan minni og að nokkuð muni draga úr atvinnuleysinu. „Þessi endurreisn efnahagslífs- ins sýnir, að aðgerðir okkar voru réttar þó reynt væri að grafa und- an þeim jafnvel áður en byrjað var á þeim,“ sagði Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, á blaðamanna- fundi, þar sem efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, Martin S. Feld- stein, skýrði frá þessari nýju spá. „Svo virðist sem samdrátturinn hafi náð hámarki í desember sl. og nú erum við á leið upp,“ sagði Feldstein. Útlit er fyrir, að hagvöxturinn verði 4,7% milli síðasta ársfjórð- ungs 1982 og þess síðasta á þessu ári og að verðbólgan verði til jafn- aðar 4,5% á sama tíma. Því er spáð, að atvinnuleysið verði komið nokkuð niður fyrir 10% í lok þessa tímabils. Sumartími í Evrópu — nema í Albaníu París, 25. mars. AP. Á miðnætti aðfararnótt sunnu- dagsins verður tekinn upp sumar- tími í Evrópu og klukkunni flýtt um eina stund. Á meginlandinu er aðeins ein undantekning frá þessu en það eru Albanir, sem ekki vilja fara að dæmi kapitalista og endur- skoðunarsinna í þessu efni frek- ar en öðrum. Sumartíminn stendur fram til 25. september annars staðar en í Bretlandi og Irland, þar gildir hann til 23. október. í Bandarikjunum byrj- ar hann aftur á móti ekki fyrr en 30. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.