Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 19 Hús Hæstaréttar við Lindargötu í Reykjavík. (Ljómn. ÓI.K.M.) annars frumvarp um lögréttu — millidómstig. Hvað viltu segja um það? „Ég var lengi 1 þessari nefnd og formaður hennar um skeið, en sagði af mér á síðasta ári. Það er persónuleg skoðun mín, að dóm- stólakerfið hér á landi sem bygg- ist aðeins á tveimur dómstigum sé orðið úrelt og nauðsynlegt sé að bæta við millidómstigi. Þetta er nauðsynlegt vegna réttaröryggis, málsmeðferðar og til að tryggja sjálfstæði dómstólanna gagnvart ríkisstjóm og annarri stjórnsýslu. Það eru nú orðin 7 ár síðan sam- ið var lagafrumvarp um slikan dómstól sem þar var nefndur lög- rétta, þetta frumvarp hefur marg- sinnis verið lagt fram á alþingi en ekki náð samþykki." — Hvað hafa menn helst á móti því? „Ýmis rök hafa verið sett fram en ætli kostnaðarhliðin vegi ekki þyngst og svo koma einnig til landsbyggðarsjónarmið. Fjórð- ungssamband Norðlendinga hefur til dæmis mótmælt frumvarpinu á þeirri forsendu að með því væri verið að draga vald til Reykjavík- ur sem nú sé í höndum sýslu- manna og annarra dómenda utan höfuðborgarinnar. Þessi sjónar- mið tel ég ekki eiga rétt á sér og að auki vega þau réttaröryggisrök, sem hér koma til, mun þyngra en gagnrýnendurnir virðast telja. Alþingi ákvað sem sé að fjölga frekar í Hæstarétti en samþykkja þetta frumvarp." — Hver hefði helsta breytingin orðið ef frumvarpið um lögréttu hefði náð fram að ganga? „Væri stofnað millidómstig mundi mikill fjöldi þeirra mála sem nú fara fyrir Hæstarétt fá áfrýjunar- og kærumeðferð hjá hinum nýja dómstóli eða nýjum dómstólum. Til dæmis skiptamál, uppboðsmál, minnstu refsimálin og einföid mál um viðskipti. Hin stærri mál myndu byrja í lögrétt- unni, þannig að hvert mál myndi aðeins fara fyrir tvö dómstig." Tvær dcildir — Hverjar eru helstu breyt- ingar á Hæstarétti við fjölgun dómara? „Fjölgunin hefur leitt til nýrrar skipunar á starfi réttarins sem ekki hefur að öllu leyti verið auð- veld í framkvæmd. Dómurinn starfar nú í tveimur deildum en á þriggja mánaða fresti færast menn milli deilda. Það eru 6 dóm- arar í A-deild og 5 í B-deild. Dómshúsið hér við Lindargötu er of lítið fyrir þessa starfsemi og veldur það óþægindum. Skrif- stofuaðstaðan er einnig ónóg þeg- ar deildirnar eru tvær. Líklegt er að dómstóllinn starfi áfram í tveimur deildum eftir 1. júlí næstkomandi, þótt dómurum fækki þá í átta. Reglur um fjölda dómara í hverju máli eru nú þannig að ým- ist dæma þrír eða fimm. Eftir 1. júlí yrðu þrír dómarar í annarri deildinni en fimm í hinni. Regl- urnar segja að meiriháttar mál skuli dæmd af fimm dómurum." Samskipti viö fjölmiöla — Ég hef heyrt þig láta þá skoðun í ljósi á fundi, að þér finn- ist ekki nægilega mikið sagt frá störfum dómstóla í fjölmiðlum. „Já, ég er þeirrar skoðunar að fjölmiðlar segi of lítið frá dóm- stólunum. Er augljóst, að þeir eru minnst kynntir af hinum þremur sjálfstæðu þáttum ríkisvaldsins. Ég tel að það hafi margvíslegt gildi að kynna almenningi störf dómstóla en læt hér nægja að nefna tvö höfuðatriði: í fyrsta lagi fjalla dómstólarnir um lagareglur sem almenningur þarf að þekkja. Þeirri vitneskju geta engir komið á framfæri nema fjölmiðlar. Er þá alls ekki um það að ræða að skýra frá einkahögum manna heldur flytja fréttir, sem kynna og skýra hinar almennu réttarreglur sem gilda í þjóðfélag- inu. í öðru lagi eru dómstólarnir mikilvægar stofnanir í ríkiskerf- inu. Þeir hafa sjálfstæðu og óhjákvæmilegu hlutverki að gegna. Til þess að geta rækt það þarf að búa að þeim með viðun- andi hætti, það er ekki gert eins og málum er nú háttað. Vitneskja al- mennings um störf dómstóla stuðlar að áhuga á stöðu þeirra og tryggir réttaröryggi í landinu." Bj-Bj. esid reglulega ölmm Njarðvík — Kjörskrá Kjörskrá fyrir Njarövík vegna alþingiskosn- inga sem fram eiga að fara 23. apríl 1983 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjar- skrifstofunni, alla virka daga, nema laugar- daga frá 22. marz til 8. apríl nk. kl. 9—16. Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist skrifstofu minni fyrir 8. apríl nk. Njarðvík, 21. marz 1983, Bæjarstjóri. Langar þig ekki í Golf til Akureyrar um páskana? 30% fljslóttur hjá Bílflleigu Flugleiðfl Páskarnir eru fyrsta alvöru ferðahelgi ársins. Bílaleiga Flugleiða býður bílana sína á tilboðsverði í tilefni af því: VW-Golf: Fyrir 389 kr. á sólarhring og 3.89 kr. á kílómetra. VW-Jetta, Mitzubishi 4WD og VW-Microbus fást líka leigðir með 30% afslætti. Lágmarks leigutími er 4 dagar. Upplýsingar og pantanasími Bílaleigunnar eru 21188 og 21190. Athugið að söluskattur er innifalinn í verðinu. FLUGLEIÐIR BÍLALEIGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.